Morgunblaðið - 13.07.1999, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 13.07.1999, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚLÍ 1999 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ eyru og hjarta Höfuð, TONLIST Skálholt SUMARTÓNLEIKAR Tryggvi M. Baldvinsson: Missa Comitis generosi. Einar Jónsson, básúna; Pétur Grétarsson, slagverk; Sönghópurinn Hljómeyki. Stjórnandi: Bernharður Wilkinsson. Sunnudag- inn 11. júlí kl. 13. VEGNA óviðráðanlegra ástæðna komst undirritaður ekki á sumar- tónleikana tvenna í Skálholti á laugardaginn var, en náði þó megn- inu af ítrekun þeirra daginn eftir og þar með merkasta viðburðinum tengdum Jóni Leifs þessa helgi, þ.e. frumflutningnum á Söknuði og Sjávarljóðum úr Op. 35, sem átti sér stað á tónlistarstund fyrir messu eftir fyrri tónleika umrædds sunnudags. Fyrri tónleikar sunnudagsins voru helgaðir nýju verki staðartón- skáldsins í Skálholti að þessu sumri, „Missa Comitis generosi" eftir Tryggva M. Baldvinsson fyrir blandaðan kór, básúnu og slag- verksmann, ásamt fáeinum ein- söngástrófum fyrir háttliggjandi einsöngssópran í anda Misereres AEegris, sem hér lentu í seiðandi fallegum meðförum Hildigunnar Rúnarsdóttur. Tónefni messunnar segir Tryggvi að hluta byggt á sekvenzíu úr Gufudalsgrallaranum frá 1460 undir nafninu Comitis generosi, kenndri við Magnús Orkneyjajarl, þaðan sem tónskáldið sótti upphöf allra þátta, en hvort sem tilviljun réð eður ei, fékk und- irritaður ekki betur heyrt en að ákveðinn skyldleiki væri með páskasekvenzíunni fomu „Victimae paschali laudes“, sem, ef út í það er hugsað, virðist líka lita upphaf hins vinsæla kórlags Þorkels Sigur- björnssonar, Heyr himna smiður. Tónbil upphafsstefsins birtust þeg- ar í blábyrjun verksins úr munni söngmeyja sem fornmenn kölluðu, þ.e. crotales-klingjum eða „fornum symbölum", úr öruggum höndum Péturs Grétarssonar í Introitus inngangskaflanum fyrir slagverk, en gengu síðan eins og rauður þráður gegnum alla þætti verksins allt til enda. Missa comitis generosi - eða „Messa gjöfuls ferðanauts", ef reiða má sig á skólabókalatínuna - er langt og mikið verk, eða rúm klukkustund að lengd. Lengdin rann þó varla upp fyrir hlustandan- um fyrr en að öllu afloknu, því að aldrei þessu vant réð ferðinni fjöl- breytni og hugvit sem maður satt að segja heyrir allt of sjaldan í nú- tíma kirkjuverki af þessari stærð- argráðu, og em veraldlegar tón- smíðar svosem fráleitt undanskild- ar heldur. Áheyrendur fengu ávallt nýja áferð og andstæður að heyra löngu áður en venjubundinn módernískur grámi einsleitrar áferðar náði að festa rætur, án þess þó að verið væri að fara úr einu í annað, enda beinagrind verksins ævinlega föst fyrir og auðheyran- leg. Kom manni ósjálfrátt í hug ljóðlist dönsku skáldkonunnar In- ger Christensens, sem njörvar saman lauílétt yfirborð sonnettu- sveigs voldugum akkeriskeðjum formsins undir niðri, svo að fislétt fiðrildaflökt ytra byrðis neglist fenrisfjötram undirstöðunnar í einni og sömu andrá. Slíkt er sönn list, og raunar helzt samboðin meistara á við Mozart, er kvað hafa bent tónsmíðanemendum sínum á höfuð, hjarta og eyra sem mikil- vægustu hjálpartæki kompónist- ans. Á seinni tímum virðast eyra og hjarta einatt hafa orðið að þoka fyr- ir höfðinu, en hér gat þó loks að heyra verk, sem hikaði ekki við að beita öllum skilningarvitum, og kom það óneitanlega almennum hlustanda fyrir sjónir sem hressi- leg orð í tíma töluð - að maður segi ekki beinlínis „djarflega tefld“. Því auðheyrt var út í gegn, að þetta verk sætti ekki sligandi pappírs- hugsun ríkjandi röðunaraðferða nútímatónlistar, heldur var hér unnið út frá gegnum gildum mús- íkalskar hugsunarháttar með beit- ingu aldagamalla en virkra tón- smíðaaðferða - vel að merkja án þess að leita alfarið á náðir hefðar- innai'. Þvert á móti mátti hér heyra tónverk, sem náði kannski einna lengst íslenzkra nútímasmíða í því að bræða saman fornt og nýtt í sannfærandi samtímatónmál. Höf- undur gerði sér réttilega ljóst, að beiting slunginnar raddfærslu skil- aði sér bezt við ákveðinn tónalan lágmarksgrann, en samt sem áður hljómaði tónsköpun hans ferskari og frumlegri en fjöldinn allur af mun framsæknari verkum sem á vegi manns hafa orðið á síðari ára- tugum. Slíkt gerist aldrei án hnitmiðaðr- ar og innlifaðrar túlkunar, og hlýt- ur framlag þeirra Hildigunnnar, Péturs, Einars og Hljómeykis und- ir hvetjandi stjórn Bernharðs Wilk- inssonar óhjákvæmilega að vega þungt. E.t.v. má spyrja hvort und- ursamlega blíður niðurlagsklasa- hljómur Agnus Dei-kaflans hefði ekki verið vestrænu eyra áhrifa- meiri endalok en að fjara út á „Ite, missa est“-kafla þar á eftir fyrir básúnu og slagverk, sem í meðför- um höfundar virtist vísa til algyðis- trúar og lamasiðar á Þaki heimsins með dulúðugu klingi og fjarrænu lúðraurri. Hitt er þó víst, að hér mátti heyra tónverk, sem, þrátt fyrir ýmsar fornar ígrandanir, sumar þeirra m.a.s. hánorrænar, höfðaði til ólíkra þjóða og skap- gerða. Tónverk sem verðskuldar að verða lýðum kunnugt - sem fyrst, og sem allra víðast. Ríkarður O. Pálsson BÆKUR Barnabók á ensku KEIKO. HOME AT LAST. Eftir Kristínu Helgu Gunnarsdétt- ur. Translated from Icelandic by Edward Barry Rickson. Artwork: Stfll ehf. Hallgrímur Ingólfsson, Aðalsteinn Svanur Sigfússon Vöxtur. Growth Publication House, 1999 - 33 bls. ÞAÐ er mjög sjaldgæft að ís- lenskar barnabækur séu gefnar út í enskumælandi löndum, og í raun má telja þær íslensku bækur á fingrum annarrar handar sem náð hafa á þann eftirsótta markað. Við- brögð íslenkra barnabókaútgefenda hafa verið þau að barnabækur eru þýddar á ensku, og oft líka á eitt- hvert Norðurlandamál, gefnar út á íslandi og seldar í íslenskum bóka- búðum. Þetta gerir það að verkum að nokkrar alíslenskar myndabæk- ur fyrir böm hafa komið fyrir sjónir útlendinga. I þetta sinn hefur saga um hinn heimsfræga Keikó verið gefin út á ensku. Eflaust hefur tilefnið að þessari bók verið sú heimsathygli sem flutningur háhymingsins til Is- lands hefur vakið og áhugi bama á sögunni um Keikó/Willy sem var frelsaður í alvöranni. Sagan hefst í dýragarðinum í Luminlana í borginni Lumin, sem væntanlega er ímyndaður staður. Þar er logandi heitt og dýranum líð- ur illa. Þau sem eru frá köldum heimkynnum eru illa haldin í hitan- um og þau sem era frá sléttum Af- ríku era aðþrengd og kunna illa við sig í búrum sínum. Sögumenn eru tveir, ég og þú, og það er greinilegt að sögumaður er eldri og segir hin- um (þér) til. Byrjað er á nokkurs konar prédikun um hversu afleitt það sé fyrir dýrin að vera í svona ónáttúralegu um- hverfi. I bókarlok eram við enn í Luminlana en þá snýst umræðan um að dýragarðar séu kannski nauðsynlegir til þess að fólk fái tækifæri til að sjá hvemig dýrin líta út. Þessi aukaum- gjörð um söguna er óþörf og bætir litlu við söguna um Keikó og er ekki heldur nógu ítar- leg til að geta staðið sérstök sem umfjöllun um réttmæti dýragarða. Aðalhluti sögunnar er ævintýrið um Keikó sem sögð er af sögu- manninum frá Luminlana sem veit hvemig Keikó leið á hverjum tíma og hvers hann saknaði. En ekki er hann alvitrari en svo að hann veit ekki hvort Vestmannaeyjar halda ennþá nafninu sínu. Ævintýrið hefst við Island sem sögumaður talar um í miklum gælutón. Hann dregur upp mynd af þessari örlitlu þjóð sem vinnur mjög mikið og lifir í veiffi- mannasamfélagi. Mynd þessi af ís- landi er dregin óraunhæfum og rómantískum línum, og ég held að fáir séu þeir staðir á Islandi nútím- ans þar sem allir hjálpast að við að gera að þeim afla sem bátar færa í land. Ekki er nú svo langt síðan Keikó var veiddur að þessi mynd geti staðist sögulega en eflaust gengur hún vel í þá sem ekkert þekkja til Islands. Það má til sanns vegar færa að það era veiðimenn á íslandi þekkja bráð sína en ekki er minnst á á hverju íslenskt nútíma efnahagslíf byggir og að íslenskir veiðimenn gera gott betur en að veiða sér tii matar. Ævi Keikós er síð- an rakin frá því hann er veiddur við Is- landsstrendur, m.a. þegar farið er með hann til Kanada, til Mexíkó þar sem hann er hungraður og illa haldinn, sagt frá flutningi hans til Oregon, drepið á kvikmyndina frægu, og loks er hann kom- inn heim til Islands aftur þar sem tekið er á móti honum með kostum og kynjum. Mér finnst höfund- ur bókarinnar ekki hafa almennilega gert upp við sig hvers konar bók er verið að skrifa. Ef þetta átti að vera fræðslurit um dýr í dýragörðum og líf þeirra þar, hefði þurft að gera umfjöllunina meira sannfærandi, því ekki eru dýrin í öllum dýragörðum illa hald- in. Ef þetta átti að vera myndabók fyrir böm um ævi Keikós - sem mér hefði fundist að sagan ætti að vera - er í sögunni allt of mikið af smáatriðum sem draga úr ævintýr- inu og gera textann einfaldlega ekki nógu spennandi. Bókin nær því ekki að gera efninu nægilega skemmtileg skil, og frásögnin verð- ur ekki eins heillandi og ætla mætti með svo sérkennilegt við- fangsefni. Myndimar frá Islandi eru falleg- ar og litanotkun góð, en hvergi er sýnd mynd af borgarsamfélagi né neinni eiginlegri byggð á Islandi. Erlendur lesandi fær því enga raun- hæfa mynd af núverandi heimkynn- um Keikós af þvi að skoða þessa myndabók en það er kannski í sam- ræmi við frásögnina um veiði- mannasamfélagið og þjóðsagnaeyj- amar (fairy-tale chain of islands) fyrir sunnan land þar sem Keikó var loks búinn staður. Sigrún Klara Hannesdóttir Keikó Kristín Helga Gunnarsdóttir < Skálholt. I greipum draums og dauða TQÍMLIST Skálholt SUMARTÓNLEIKAR Jón Leifs: Söknuður og Sjávarljóð úr Erfiljóðum Op. 35 (frumfl. 10.7. 1999). Þórunn Guðmundsdóttir sópran; Hildigunnur Halldórsdótt- ir, fiðla. Sönghópurinn Hljómeyki. Stjórnandi: Bernharður Wilkins- son. Sunnudaginn 11. júlí kl. 16:40. SEINNI Skálholtstónleikar sunnudagsins fóra fram næst á undan messu í kirkjunni um fimmleytið. Vora þar endurflutt tvö kórverk eftir Jón Leifs er framflutt höfðu verið daginn áð- ur. Gætti nokkurrar ónákvæmni um þetta mál, og raunar fleiri, í tónleikaskrá, en fyrir hjástoð að- standenda fékkst upplýst, að þriðja verk Jóns undir sama ópusamúmeri, Sorgardans, hefði fallið niður. Verkin þrjú era sam- in 1947, öll helguð sviplegu frá- falli Lífar, dóttur tónskáldsins, og því skyld að efnisinntaki, en að öðra leyti ekki fullvíst, hvort Jón hafi ætlazt til að þau yrðu flutt saman sem ein heild. Engu að síður má harma að Sorgar- dansinn skyldi þurfa að falla nið- ur við þennan merkisatburð, sér- staklega ef mið er tekið af Sjáv- arljóðum, sem reyndist óvenju áhrifamikið og fagurt kórverk í oftlega hrjúfu tónalandslagi Jóns. Verður vonandi reynt að flytja, eða a.m.k. hljóðrita, alla þrjá þætti innan langs tíma, svo meta megi heildarsamverkan þeirra, fáist ekki ákveðnari vís- bending um ætlun tónskáldsins. Söknuð semur Jón Leifs fyrir karlakór við samnefnt kvæði Jónasar Hallgrímssonar undir ljóðahætti Eddukvæða, þar sem hin unga íslenzka bókmennta- rómantík hverfur vísvitandi á vit fymdar. Verkið var fremur stutt en kyrrlátt. Ölduvaggandi tóna- málið bar sterkan keim af Requiemi Jóns fyrir blandaðan kór og var prýðilega sungið af karlpeningi Hljómeykis, þótt helzti fámennur væri. Sjávarljóðin, lokaverk þrennd- arinnar, var mun lengri tónsmíð og viðameiri, samin fyrir karla- kór, einsöngsmezzosópran og einleiksfiðlu. Að sögn Árna Heimis Ingólfssonar í skýringum hans við verkin í tónleikaskrá táknar söngröddin dauðann og fiðlan Líf, og voru báðar raddir allsjálfstæðar; stóðu ýmist einar, saman eða samtvinnaðar við karlaraddirnar sem gripdýr á fomri vindskeið. I íðOfagurri hljómgun Skálholtskirkju kom þetta áður óflutta verk Jóns fyrir sem fágætt djásn upphafinnar fegurðar, þar sem harmþrungi höfundar höfðaði óvenjusterk- lega til hlustandans. Þó að text- inn - samtíningur tónskáldsins á viðlögum, spakmælum og lausa- vísum úr ýmsum áttum - verkaði í fljótu bragði sundurlaus, var heildarsvipur verksins í tónum talinn engu að síður sterkur, og flutningur allra hijómlistar- manna var afar innlifaður, enda sjaldan við öðru að búast undir markvissri stjóm Bemharðs Wilkinssonar. Andrámsloft verksins sveiflaðist milli svífandi angurværðar, ólgandi heiftar og draumkenndrar helfróar eða hins næsta sem komizt verður sveitasælu í landi melgrasskúfs- ins harða. Þó birti tO á einum stað („Oss var áður afmarkaðr aldr“), og naut sólar eina dúr-ög- urstund, áður en verkið fjaraði endanlega út með sjávarfalli sorgar. Hér gat að heyra eftirminni- lega perlu, sem á eftir að skara fram úr mörgu í verðandi heOd- argeisladiskaútgáfu BIS á verk- um Jóns Leifs. Tær söngrödd Þórunnar Guðmundsdóttir og hin fomúðlegu tvígrip Hildig- unnar Halldórsdóttur á fiðluna lýstu eins og stjömur um nótt á dimmbláum himingnmni karl- anna í Hljómeyki og skópu í sameiningu allt að því áþreifan- lega draumaveröld. Afrek sem að líkindum verður erfitt að end- urtaka á jafn áhrifamikinn hátt á væntanlegum geisladiski. Ríkarður Ö. Pálsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.