Morgunblaðið - 13.07.1999, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 13.07.1999, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ _________________________________________FRÉTTIR__________________________________________ fslandssími hf. og Lína semja um uppbyggingu ljósleiðaranets á veitusvæði Orkuveitu Reykjavíkur Fyrsti hluti kerfisins tekinn í notk- un í haust Islandssími og Lína, dótturfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur, undirrituðu í gær samning um þróun, uppbyggingu og við- hald ljósleiðaranets á veitusvæði Orku- ----------7------------------------- veitunnar. Aætlað er að heildarfjárfesting í gagnaflutningsnetinu og tengingum við það verði 1 milljarður króna. Skv. sam- ------------------y----------------- komulaginu mun Islandssími greiða um 350 milljónir kr. fyrir réttindin. MorgunDiaoio FORSVARSMENN Islandssíma og Línu undirrituðu samstarfssamninginn í Höfða í gær. Eyþór Arnalds, framkvæmdastjóri fslandssíma, og Helgi Hjörvar, formaður verkefnissljórnar Línu, bera saman bækur sínar að aflokinni undirritun samningsins. FORRÁÐAMENN Íslandssíma hf. og Línu, sem er fyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur, undirrituðu samning í gær um þróun, uppbyggingu og við- hald ljósleiðaranets á veitusvæði Orkuveitunnar. Stjórnendur ís- landssíma sögðust á fréttamanna- fundi í gær vonast til að svipaðir samningar gætu tekist við fleiri dreifíveitur á næstunni svo hægt verði að bjóða notendum upp á sömu þjónustu sem víðast á landinu. Ljósleiðarar milli rúmlega 300 spennistöðva Samningurinn felur í sér að Lína annast lagningu og rekstur Ijósleið- ara, samtals yfir 100 km að lengd, á milli allt að 330 spennistöðva á veitu- svæði Orkuveitu Reykjavíkin-. Öll hvei'fi í Reykjavík, Seltjamámesbæ, Mosfellsbæ, Kópavogi og hluta Garða- bæjar munu eiga þess kost að tengj- ast Islandssíma með þessum hætti. Íslandssími ætlar að bjóða fyrir- tækjum og heimilum fjarskipta- og símaþjónustu sína með þrenns konar tengingum við ljósleiðaranetið, með lagningu ljósleiðaraleggs frá spenni- stöð, með örbylgjusambandi eða gegnum koparlagnir, allt eftir hent- ugleikum. Gera forráðamenn íyrir- tækisins ráð fyrir að hagkvæmt verði fyrir stærri notendur og fyrir- tæki að nýta sér þessa nýju mögu- leika strax í upphafi en segja að þess verði þó ekki langt að bíða að heimili sjái sér hag af tengingu við netið. Samningstúni til 20 ára Viðræður Íslandssíma og Línu um samstarf um lagningu ljósleiðara- kerfis hafa staðið yfir frá því í nóv- ember á síðasta ári. Skv. heimildum Morgunblaðsins gildir samningurinn til 20 ára og gerir m.a. ráð fyrir að Íslandssími greiði 350 milljónir kr. fyrir réttindin. Auk þess ber ís- landssíma að greiða sjö milljónir kr. á ári vegna viðhalds á netinu. Heild- aruppbygging nýja fjarskiptanetsins mun væntanlega standa yfír í tæp þrjú ár, að þvi er fram kom á frétta- mannafundinum. Forráðamenn Línu segja að hún muni einbeita sér að því að byggja upp innviði nýs fjarskiptakerfis. Hyggst félagið leggja ljósleiðara og útbúa raforkustrengi þannig að þeir nýtist til gagnaflutninga en það ætl- ar net- og símafyrirtækjum á mark- aði að stofna til viðskipta á „línunni". Fyrirtæki á þeim markaði eiga því að geta fengið aðgang að ijósleiðara og raflínusendingum þegar þróunar- vinnu Línu er lokið. Öðrum óheimill rekstur fjarskiptakerfa um netið Skv. upplýsingum Morgunblaðsins felur samkomulagið í sér að fýrir- tækin muni hvort um sig reka eigin fjarskiptakerfi í gegnum Ijósleiðara- netið en á fyrstu rúmum tveimur ár- um samningstímans verði þó óheim- ilt að leyfa öðrum fyrirtækjum að reka eigin fjarskiptakerfi milliliða- laust í gegnum netið, nema báðir að- ilar séu því samþykkir. Fyrirtækin tvö geta þó selt öðrum aðilum að- gang að netinu. Þá mun skv. heimildum blaðsins vera kveðið á um það í samningi Línu og Íslandssíma að ef annað hvort fyrirtækið er sameinað eða yf- irtekið af markaðsráðandi fyrirtæki á íjarskiptamarkaðinum falli þessir skilmálar niður. *í»ni "n Fjölskylduparadísin á Mallorca örfá s*ti laus í sumar. Samvinnuferðir Landsýn Hraðari uppbygging og öflugri flutningsgeta „ÍSLANDSSÍMI ætlar að hefja þjónustu í haust. Vonandi verðum við með fyrstu viðskiptavinina í október. Uppbyggingin mun eiga sér stað í skrefum," sagði Eyþór Amalds, framkvæmdastjóri ís- landssíma hf. á fréttamannafundi í gær, þar sem samkomulagið við Línu var kynnt. Forsvarsmenn Is- laridssíma og Línu sögðu samstarfs- verkefnið marka tímamót. Eyþór sagði að flutningsgeta Netsins yrði mjög mikil. „Út frá baknetinu koma mismunandi að- gangsnet, annars vegar aðgangsnet Islandssíma og hins vegar aðgangs- net Línu. Íslandssími hyggst bjóða upp á almenna símaþjónustu annars vegar og gagnaflutninga hins vegar. í gagnaflutningunum hyggjumst við byrja þar sem Landssíminn endar,“ sagði Eyþór. „Þessi samningur hefur þá þýð- ingu að uppbygging okkar fjar- skiptanets mun vaxa mun hraðar. Við lágmörkum einnig áhættu við fjárfestingu með því að taka hönd- um saman við öflugan aðila, þar sem við ætlum að fjármagna þetta sam- eiginlega. Þetta þýðir einnig að við erum ekki eins háðir Landssíman- um varðandi ákveðin atriði en þess ber að geta að það er einnig nauð- synlegt að fá aðgang að grunni Landssímans, eins og andi fjar- skiptalaganna gerir ráð fyrir,“ sagði Eyþór í samtali við Morgunblaðið. Hafa áhuga á sambærilegum samningum við aðrar veitur Íslandssími hefur einnig átt við- ræður við Landssímann og var Ey- þór spurður hvaða kostir fælust í samningnum við Línu umfram hugsanlegt samstarf við Landssím- ann. „Við erum í viðræðum við Landssímann um mörg mál,“ svar- aði Eyþór. „Ljósleiðaranet Lands- símans er takmarkað að mörgu leyti og er aðallega ætlað til sjónvarps- sendinga. Héma eram við hins veg- ar að byggja upp ljósleiðaranet með nýrri tækni, sem byggist ekki á slíku, heldur þjónar það alhliða fjar- skiptum," sagði hann. Að sögn Eyþórs er gert ráð fyrir að um þriðjungur notenda á veitu- svæðinu muni eiga þess kost að tengjast Islandssíma með þessum hætti á þessu ári en gert er ráð fyr- ir að Netið verði fullbyggt á nálægt þremur árurh. „Við höfum mikinn áhuga á að gera sambærilega samninga við aðrar veitur. Það hefur verið lenska hjá orkufyrirtækjum í Evrópu að fara út í einhvers konar lagningu fjarskiptaneta og við teljum þetta mjög góðan kost við að flýta upp- byggingu nets Íslandssíma um landið. Við vonumst til þess að þessi samningur verði ákveðið fordæmi í því sambandi," sagði Eyþór. Fyrstu tilraunatengingar Línu á þessu ári Fram kom í máli Helga Hjörvar, formanns verkefnisstjórnar Línu og forseta borgarstjómar, á frétta- mannafundinum að sú tækni sem Lína hygðist gera tilraunir með, þar sem veita á netþjónustu um raf- orkudreifikerfið, hentaði fyrst og fremst heimilum og smærri fyrir- tækjum. „Við gérum ráð fyrir því að koma upp fyrstu 100 tilraunateng- ingunum síðar á þessu ári. Sú tækni hefur hins vegar ekki í dag nægi- lega flutningsgetu tO að bera til að henta stærri fyrirtækjum og mikil- virkari í gagnaflutningi, en þau eru á hinn bóginn fyrsti viðskipta- mannahópur Islandssíma. Það var í og með sú staðreynd sem gerði þetta samstarf sérlega fýsilegt fyiár báða aðila, sem munu einbeita sér hvor að sínum hluta markaðarins íyrst í stað,“ sagði hann. „Takist tilraunatengingar í gegn- um raforkudreifikerfið vel má al- menningur búast við miklu öflugri tengingnum við Netið, sérstaklega vegna þess að sú tenging verður sí- virk. Þannig mun notkunin á Inter- netinu breytast mikið og breiðast meira út. Þá munu t.d. spretta upp ýmsar nýjar þjónustur, svo sem vegna möguleika á að tengja Inter- netið við sjónvarpsstæki," sagði Helgi í samtali við Morgunblaðið. „Það sem skiptir mestu máli fyrir almenning er að hann fasr val. Það leiðir nær undantekningarlaust til lægra verðs og betri þjónustu," bætti hann við. „Þessi samningur flýtir mjög áætlunum Línu, að minnsta kosti um eitt ár, en það skiptir miklu máli á markaði sem er í örri þróun. Kostnaður Línu við uppbyggingu gagnanets í borginni mun einnig lækka umtalsvert," sagði Helgi. Hann var spurður hvort sam- starfssamningurinn veitti Islands- síma forgang að kerfmu og hvaða möguleika aðrir ættu á að fá aðgang að því. „Við höfum átt í viðræðum við ýmis önnur fyrirtæki um gagna- flutninga eftir kerfum og munum halda þeim áfram. Það er engin einkaréttarákvæði í þessu sam- komulagi. Auðvitað munum við verða talsvert bundnir af því að byggja upp þetta kerfi eftir þeim áætlunum sem við höfum nú gert, kannski næstu tvö til þrjú árin, en við munum veita til að mynda tölvu- fyrirtækjum og öðrum slíkum gagnaflutning um þetta kerfi,“ sagði Helgi. Fjárfest í þekkingarneti „Íslandssími og hluthafar þess fyrirtækis hafa með þessum samn- ingi sýnt að þeir ætla sér að fylgja eftir þeim áformum sem voru lögð tO grundvallar aðkomu nýrra hlut- hafa að fyrirtækinu í aprfl. Það hef- ur verið í gangi mikO vinna af hálfu stjórnar og hluthafa við að móta það ferli sem við hyggjumst fylgja," sagði Páll Kr. Pálsson, stjórnarfor- maður Islandssíma. Páll sagði að fyi-irtækið væri í samvinnu við Línu að fjárfesta i viðamiklu þekkingameti sem notað yrði sem grunnur fyrir stórt og öfl- ugt fjarskiptaíyrirtæki í framtíð- inni, sem gæti væntanlega veitt betri þjónustu og á lægra verði en hingað til hefði þekkst. Sítenging við Netið Guðmundur Þóroddsson, fram- kvæmdastjóri Línu, sagði að fyrir- tækið ætlaði að einbeita sér að því að vera með merkjamiðlun yfir raf- orkudreifikerfið. „Með þessu raf- dreifikerfi sjáum við fram á að heimOin í landinu munu geta fengið sítengingu við Intemetið, sem mun gjörbreyta allri aðkomu manna að Intemetinu. Það verður almenn- ingseign og partur af daglegu lífi,“ sagði hann. „Línan stefnir ekki að því að ein- oka internetmarkaðinn á Islandi heldur stefnum við að því að vera flutningsaðili á internetsamskiptum en markaðssetningin og sala á ein- stökum tengingum verði hjá þeim fyrirtækjum sem eru í dag að selja intemetþjónustu,“ sagði hann. „Þessi samningur gerir okkur kleift að tengja spennustöðvarnar við þetta baknet miklu hraðar en við höfðum gert ráð fyrir. Við gerum okkur vonir um að vera komnir með stærsta hluta veitusvæðisins tengd- an við Intemetið ári fyrr en við höfðum ætlað. Við getum gert ráð fyrh’ að eftir tvö ár eigi vel flestir viðskiptavinh’ okkar möguleika á tengingu í gegnum kerfið,“ sagði Guðmundur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.