Morgunblaðið - 13.07.1999, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 13.07.1999, Blaðsíða 60
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTI1 ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚLÍ 1999 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK A Islandssími hf. og Lína ætla að byggja upp ljósleiðaranet á höfuðborgarsvæðinu Heildarkostnaður áætl- aður um einn milljarður Kennarar í Reykjavík sem sagt hafa upp Óvíst með laun í ágúst NOKKRIR þeirra kennara í Reykjavík sem sögðu upp starfi sínu •**“á liðnu vori hafa snúið sér til Kenn- arasambands íslands og beðið það að kanna stöðu sína þar sem þeir hafa komist á snoðir um að þeim verði ekki greidd laun íyrir ágúst. Eiríkur Jónsson, formaður Kenn- arasambandsins, segir að málið verði skoðað með lögmönnum KI og látið á það reyna hvort þessi hópur kennara eigi ekki rétt á launum fyr- ir ágúst. Kennarasamband íslands hefur ekki fengið staðfest hjá borgaryfir- völdum að kennarar fái ekki greidd laun í ágúst. Nokkrir kennarar sem haft hafa samband við KI segja að skólastjórum hafi verið tilkynnt þessi ákvörðun og því hafi þeir snúið ■^sér til stéttarfélags síns. Eiríkur Jónsson segir að flestir kennaramir hafi sagt upp í maí og gert ráð fyrir þriggja mánaða upp- sagnarfresti, þ.e. að þeir fengju laun út ágúst. Fram hafi komið að hjá þeim kennurum sem ráðningardag- ur sé miðaður við 1. ágúst verði ekki greidd laun fyrir ágúst en ekki sé spuming um þá sem hafa ráðningu miðaða við 1. september. „Menn litu svo á að það væri þriggja mánaða uppsagnarfrestur og laun yrðu greidd út þann frest,“ -^sagði Eiríkur. Hann sagði ákveðna vinnuskyldu á kennuram í ágúst og að með því að greiða ekki laun þann mánuð virtist sem leysa ætti þá frá þeirri skyldu. Hann sagði málið ekki að fullu Jjóst og að KÍ myndi í sam- ráði við lögmann sinn kanna hvað gera mætti, hugsanlega fara með að fyrir félagsdóm ef á þyrfti að alda þar sem um væri að ræða ólík viðhorf til túlkunar á kjarasamningi. ÍSLANDSSÍMI hf. og Lína, dótt- urfyrirtæki Orkuveitu Reykjavík- ur, undirrituðu í gær samning um þróun, uppbyggingu og viðhald ljósleiðaranets á veitusvæði Orku- veitunnar. Taka á fyrsta hluta kerfisins í notkun í haust. Áætlað er að heildarfjárfesting í gagna- flutningsnetinu og tengingum við það verði um einn milljarður króna. Skv. samkomulaginu mun fslandssími greiða um 350 milljónir kr. fyrir réttindin. Svipaðir samningar við fleiri dreifiveitur Stjórnendur Íslandssíma vonast til að svipaðir samningar geti tek- ist við fleiri dreifiveitur á næst- unni svo hægt verði að bjóða not- endum upp á sömu fjarskipta- og símaþjónustu sem víðast á land- inu. Samningurinn felur í sér að Lína annast lagningu og rekstur ljósleið- ara á milli allt að 330 spennistöðva á veitusvæði Orkuveitunnar. Öll hverfi í Reykjavík, Seltjamames- bæ, Mosfellsbæ, Kópavogi og hluta Garðabæjar munu eiga þess kost að tengjast kerfinu þegar það verður fullbúið eftir um þijú ár. „íslands- sími ætlar að hefja þjónustu í haust. Vonandi verðum við með fyrstu viðskiptavinina í október. Uppbyggingin mun eiga sér stað í skrefum,“ segir Eyþór Amalds, framkvæmdastjóri Íslandssíma hf. „Þessi samningur flýtir mjög áætlunum Línu, að minnsta kosti um eitt ár, en það skiptir miklu máli á markaði sem er í örri þróun. Kostnaður Línu við uppbyggingu gagnanets í borginni mun einnig lækka umtalsvert," sagði Helgi Hjörvar, forseti borgarstjómar og formaður verkefnisstjómar Línu. Skilmálar úr gildi ef yfirtaka eða sameining á sér stað Skv. heimildum Morgunblaðsins gildir samningurinn til tuttugu ára. Mun samkomulagið kveða á um að óheimilt sé að leyfa öðram fyrir- tækjum að reka eigin fjarskipta- kerfi milliliðalaust í gegnum fjós- leiðaranetið á fyrstu rúmlega tveimur áram samningstímans, nema með samþykki beggja samn- ingsaðila. Þó geta þau hvort um sig selt öðram aðilum aðgang að net- inu. Ef annað hvort fyrirtækið verður hins vegar sameinað eða yf- Tungufljót kolmórautt MIKLIR vatnavextir eru nú í Tungufljóti og Hvítá vegna fram- skriðs Hagafellsjökuls út í Haga- vatn. Jökulvatn er komið í Tungufljót, sem er bergvatnsá, og ógnar það lífí í fijótinu. Foss- inn Faxi í Tungufljóti er mórauð- ur af jökulframburði úr fram- hlaupinu í Hagafellsjökli. ■ Hugsaniegt/4 .....------- Jarðskjálftar við Kleifarvatn HRINA jarðskjálfta, sem áttu upp- tök sín við suðurenda Kleifarvatns, varð síðdegis í gær. Kippur sem var um 3,5 á Richter fannst víða á höf- uðborgarsvæðinu kl. 17.59. Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur taldi þessa hrinu ekki merki um neitt sérstakt. Ragnar sagði ekki koma á óvart að jarðskjálftahrina kæmi fram á þessu svæði og í kjölfar skjálftans sem var 3,5 stig sigldu nokkrir sem vora 2,5 til 3 á Richter. Fundust þeir á nokkram stöðum á höfuð- borgarsvæðinu. Hann sagði einnig skjálfta sem þessa koma í hrinum. irtekið af markaðsráðandi fyrir- tæki á fjarskiptamarkaði er gert ráð fyrir að þessir skilmálar falli niður, skv. upplýsingum blaðsins. Reykjavíkurborg ber drýgstan hluta fjárfestingarkostnaðar „Þessi samningur hefur augljós- lega verið mjög lengi í undirbún- ingi. Við höfum talið að áform Reykjavíkurborgar um uppbygg- ingu á nýju fjarskiptakerfi hlytu að grandvallast á væntingum um við- skipti við Íslandssíma,“ segir Þór- arinn V. Þórarinsson, forstjóri Landssímans hf. „Það er hins veg- ar nýtt í þessu samhengi að Reykjavíkurborg skuli taka ákvörðun um að bera drýgsta hlut- ann af fjárfestingarkostnaði þessa nýja fjarskiptafyrirtækis. Það er mjög vel heppnað hjá forsvars- mönnum Islandssíma að hafa náð samstarfi við sveitarfélagið um að það kosti lagningu á grunnleiðum nýs fjarskiptakerfis," sagði hann. Þórarinn sagði einnig að Lands- síminn hefði yfir að ráða um 400 km af ljósleiðaralögnum í Reykja- vík og væri vel í stakk búinn til að veita þessum aðilum þá fjarskipta- þjónustu sem þarna væri um að tefla. „Þessi uppbyggingaráform Orkuveitu Reykjavíkur draga hins vegar fram aðstöðumun þessa fyr- irtækis Reykjavíkurborgar og Landssímans, þar sem orkufyrir- tækin era undanþegin skattgreiðsl- um en Landssíminn ekki,“ sagði Þórarinn. ■ Fyrsti hluti/6 ■ Hraðari/6 Sex bráðatilfelli vegna e-töfluneyslu ungmenna SAMKVÆMT gögnum lögregl- unnar í Reykjavík hafa komið upp a.m.k. sex bráðatilfelli síðan í vor vegna e-töfluneyslu ungmenna, einkum á aldrinum 16-19 ára. Um nýliðna helgi kom nýjasta tilvikið upp þegar ung stúlka var færð undir læknishendur vegna sjúk- dómseinkenna af völdum e-töflu- neyslu. Að sögn Karls Steinars Valsson- ar aðstoðaryfirlögregluþjóns hefur lögreglan séð skýra fylgni á milli tilvika af þessu tagi og framboðs á e-töflum á eiturlyfjamarkaðnum. Segir Karl Steinar að eftir páskana í vor hafi farið að bera meira á e- töflum eftir nokkurt hlé og á sama tíma hafi lögreglan séð koma upp af völdum e-töfluneyslu fleiri tilvik veikinda sem kröfðust læknismeð- ferðar á sjúkrahúsi. Jón Baldursson, yfirlæknir á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavík- ur, segir að neytendur geti orðið fárveikir af því að taka e-töflu og ennfremur hafi eiturlyfið margs konar hliðar- og eitranarverkanir, m.a. hjartsláttartruflanir, varanleg hjartavandamál, nýrnabilun og fleira. Hann segir að sjúkdómseinkenn- in geti verið mjög fjölbreytt, allt frá ruglástandi yfir í lost og ljóst sé að flóran sé fjölbreytt enda sé efnið mjög hættulegt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.