Morgunblaðið - 13.07.1999, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 13.07.1999, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ PRIÐJUDAGUR 13. JÚLÍ 1999 21 VIÐSKIPTI Undirbúningur að skráningu Austurbakka hf. á VÞI XJtlit fyrir aukin umsvif á árinu Austu rbakki ht. Úr reikningum áranna 1996-1998 Islenskir aðal- verktakar bjóða í Armannsfell UMBOÐS- og heildverslunin Aust- urbakki hf. hefur gert samning við Búnaðarbankann Verðbréf um um- sjón með hlutafjárútboði félagsins og skráningu þess á Verðbréfaþingi íslands. Gert er ráð fyrir að útboðið fari fram á haustmánuðum. Umsvif Austurbakka hf. hafa aukist síðustu ár og var veltuaukn- ing á milli áranna 1997 og 1998 33%, úr 927 milljónum í 1.230 milljónir. Að sama skapi jókst hagnaður á milli áranna 1997 og 1998 um 77%, úr 31 milljón króna í 55 milljónir króna. Árni Þór Ámason, framkvæmda- stjóri Austurbakka hf., gerir ráð fyrir yfir 1.500 milljóna króna veltu á þessu ári og sér fram á aukinn vöxt fyrirtækisins. Austurbakki er umboðs- og heild- verslun í fjómm deildum, hjúkmn- ar- og lækningavöradeild, lyfja- deild, íþróttavöradeild og víndeild. Fyrirtækið var stofnað árið 1967 og hefur nú umboð fyrir mörg þekkt vöramerki eins og hjúkranar- og lækningavörar frá Baxter og John- son&Johnson, lyf frá Wyeth Lederle, íþróttavörar frá Nike og Danskin og vín og bjór frá Berin- ger, DAB og Scottish&Newcastle. Skráning á markað tímabær Ami Þór, sem er aðaleigandi fyr- irtækisins ásamt Valdimar Olsen, segir þetta góðan tímapunkt fyrir skráningu fyrirtækisins á markað. „Við Valdimar eram ungir menn og fyrirtækið stendur vel. I þessu til- felli er bág staða fyrirtækisins ekki ástæða fyrir hlutafjárútboði heldur þvert á móti,“ segir Ami Þór. „Sóknarfæri eru mörg og til að geta fullnýtt þau er þetta heppilegasti kosturinn. Við höfum vaxið úr því að vera lítið fjölskyldufyrirtæki upp í það sem raun ber vitni um nú,“ seg- ir Árni Þór. Ami Þór segir skráningu fyrir- tækisins á markað hafa verið í und- irbúningi hjá Austurbakka sl. þrjú ár. „Við höfum á því tímabili unnið að því að laga og bæta reksturinn og höfum m.a. hætt innflutningi á dekkjum og efnavöra og lagt áherslu á góð merki í fjóram deild- um fyrirtækisins. Vöxtur fyrirtæk- isins hefur verið um 300 milljónir á ári, án þess að við væram að kaupa önnur fyrirtæki og það má því segja að Austurbakki hafi vaxið innan frá.“ „Til marks um vöxt fyrirtækisins era fyrirhugaðir flutningar hjá okk- ur,“ segir Ámi Þór. „í mars á næsta ári tökum við í notkun nýtt og stærra húsnæði að Köllunarkletts- vegi, ásamt 800 fm vörageymslu en þetta er 210 milljóna króna verk- efni.“ Áhug’averður kostur fyrir fjárfesta Andri Sveinsson hjá Markaðsvið- skiptum Búnaðarbankans segir gengi á hlutabréfum í Austurbakka ekki enn ákveðið. Gert er ráð fyrir almennu hlutafjárútboði og skrán- ingu á markað í haust og gengið verði ekki ákveðið fyrr en eftir að sex mánaða uppgjör fyrirtækisins verður kynnt. „Þetta er fyrsta fyrir- tækið af þessu tagi sem skráð er á markað og við eigum von á góðum viðtökum í hlutafjárútboðinu," segir Andri. Andri segir mikinn vöxt fyrirtæk- isins undanfarin ár góðan grandvöll að skráningu þess á markað. „Starf- semi fyrirtækisins fer fram í fjóram deildum og þar er til staðar víðtæk þekking á mörgum sviðum." Andri segir ennfremur að gott eiginfjár- hlutfall fyrii-tækisins styrki stöðu þess og út frá veltuaukningu og auknum hagnaði telji hann fjárfest- ingu í hlutabréfum Áusturbakka hf. mjög áhugaverðan kost fyrir al- menning og stærri fjárfesta. ÍSLENSKIR aðalverktakar hf. sem eiga nú 75% hlut í Armanns- felli, gerðu í gær öðram hluthöfum í Armannsfelli hf. tilboð um að kaupa hlutabréf þeirra í Armannsfelli hf. Tilboðið gildir til 30. júlí nk. Tilboðið miðast við að eigendur hlutabréfa í Armannsfelli hf. geta valið um að fá hlutabréf í Islensk- um aðalverktökum hf. í stað hluta- bréfanna í Armannsfelli hf. eða að selja hlutabréfin á genginu 2,1. Kemur í veg fyrir hugsanlega hagsmunaárekstra Stefán Friðfinnsson, fram- kvæmdastjóri Islenskra aðalverk- taka, segir það vænlegri kost að hiuthafar í Armannsfelli gerist hluthafar í íslenskum aðalverktök- um, en tilboðið miðast við að fyrir hverja krónu nafnverðs í Ármanns- felli hf. fáist 90 aurar í íslenskum aðalverktökum. „Á þann hátt geta núverandi hluthafar í Armannsfelli notið arðs af sameinuðu fyrirtæki," segir Stefán. ÞRJÚ lögfræðifyrirtæki í Bretlandi, Bandaríkjunum og Þýskalandi áætla að sameinast og mynda stærsta lagafirma heims með um 2.700 lög- fræðinga í vinnu og yfir 73 miUjarða króna ársveltu. Meðeigendur breska lögfræðifyrir- tæksins Clifford Chance hafa sam- þykkt í atkvæðagreiðslu að sameina fyrirtæki sitt hinu bandaríska Rogers & Wells lagafirma hinn 1. janúar næstkomandi. Nú nýlega ákváðu eigendur Punder, Volhard, Weber & Axster að ganga einnig til samstarfsins. Hið nýja firma mun bera heitið Clifford Chance & Rogers & Wells í Bandaríkjunum, og Clifford Chance & Punder í hlutum Evrópu. Framkvæmdastjóri og einn með- eiganda Clifford Chance, Keith Cl- ark, verður forstjóri hins nýja fyrir- tækis. „Ég geri ráð fyrir aukinni eft- „Þetta breytir í raun ekki miklu,“ segir Stefán, „við viljum eiga fyrir- tækið alfarið og þetta einfaldar að- eins hlutina þar sem við komum í veg fyi’ir hugsanlega hagsmunaá- rekstra á miíli hluthafa í Armanns- felli annars vegar og hluthafa í ís- lenskum aðalverktökum hins veg- ar.“ íslenskir aðalverktakar hafa nú þegar keypt verktakafyrirtækið Álftarós. Fyrirtækin hvort um sig sjálfstæðar einingar Stefán segir engar breytingar væntanlegar á stjórn og starfsfólki sameinaðs fyrirtækis. „Fyrirtækin verða rekin sem sjálfstæðar eining- ar og hafa sín verkefni. Helstu verkefni framundan era Vatnsfells- virkjun hjá íslenskum aðalverktök- um og íbúðarhverfi á Álftanesi hjá Armannsfelli.“ Gera má ráð fyrir að samanlögð velta Islenskra aðalverktaka, Álftaróss og Ármannsfells verði um 6 milljarðar á árinu. irspurn meðal leiðandi fjármálastofn- ana og fjölþjóðafyrirtækja eftir þjón- ustu eins stórs lögfræðifyrirtækis sem hefur getuna til að gefa ráðlegg- ingar varðandi meiriháttar viðskipta- samninga innanlands og alþjóðlega, í lagalegu umhverfi margra landa,“ segir Keith Clark, í samtali við BBC. Hið nýja fyrirtæki mun veita laga- lega þjónustu sem snertir fjármál, fyrirtækjasamninga, bankastarfsemi og fjármagnsmarkaði, ásamt öðra. Meðal viðskiptavina fyrirtæksins era fjármálafyrirtækin Merrill Lynch, Morgan Stanley, Chase Manhattan og Deutche Bank, og Coca-Cola. „Það era miklir möguleikar sem felast í þessum samruna. Með þessu höfum við tekið stórt skerf í áttina að því að gera fyrirtæki okkar að leið- andi lögfræðifyrirtæki í heiminum,“ sagði Keith Clark á fundi með starfs- mönnum Clifford Chance. Stærsta lögfræði- fyrirtæki heims Gengi hlutabréfa í íslenska járnblendifélaginu hækkar í kjölfar verðhækkana á járnblendi Báðir ofnar verksmiðj- unnar í fullri notkun VERÐ hlutabréfa í íslenska járn- blendifélaginu hf. lækkaði á Verð- bréfaþingi fslands um 0,7% í gær eftir að hafa hækkað um 16,73% í síðustu viku. Ástæðuna fyrir verð- hækkuninni má rekja til nokkurrar verðhækkunar á járnblendi undan- farnar vikur. Virðist það vera að taka við sér eftir um tveggja ára tímabil verðlækkana. Ástæður verð- lækkana á kísiljárni má rekja til nokkurra þátta, m.a. minnkandi eft- irspurnar eftir kísiljámi sem orsak- aðist af efnahagsþrengingum í Rúss- landi og Asíu á síðasta ári. Rekstur íslenska jámblendifé- lagsins gekk erfiðlega á síðasta ári. Kom þar bæði til lágt verð á mörk- uðum fyrir kísiljárn og orkuskerðing sem félagið varð fyrir. Lítil úrkoma á hálendinu á síðasta ári varð til þess að vatnsforði til virkjana minnkaði og Landsvirkjun þurfti að skerða orku til viðskiptavina sem gert höfðu samninga um kaup á ótryggri orku, líkt og íslenska járnblendifélagið. Nýr orkusamningur milli fyrirtækis- ins og Landsvirkjunar gekk í gildi 1. aprfl síðastliðinn og byggist hann einungis á tryggðri orku. Gildir nýi samningurinn til 20 ára og eru þannig orkukaup félagsins tryggð til langframa. Skerðingin á síðasta ári leiddi til þess að loka þurfti öðram ofni verk- smiðjunnar 1. nóvember sl., en sá síðari var tekinn úr notkun í lok nóv- embermánaðar og var slökkt á þeim báðum til áramóta. Var fram- leiðslutap vegna lokunar ofnanna um 9 þúsund tonn, en framleiðslugeta verksmiðjunnar er rúm 70 þúsund tonn. Á fyrsta ársfjórðungi þessa árs var heildarframleiðsla járnblendis um 12.500 tonn en í eðlilegu árferði er framleiðslan í verksmiðjunni um 18 þúsund tonn miðað við sama tíma. 157 millj(5na tap á fyrsta ársfjórðungi Báðir ofnarnir keyra nú á fullum afköstum og hafa gert það síðan í mars. Tap á fyrstu þremur mánuð- um þessa árs nam um 157 milljónum króna en gera má ráð fyrir að nokk- uð sé tekið að birta til í greininni, samkvæmt upplýsingum frá grein- ingardeild Kaupþings. Verð á kísiljámi hefur hækkað að undanfömu og verð á Evrópumark- aði nú um 1150/DM tonnið en verðið var lengi vel í kringum 1020 DM/tonnið sem var nokkuð nærri sögulegu lágmarki. Hækkanir á jámblendi era hægar og að öllu jöfnu era ekki miklar sviptingar á verði milli daga/vikna. Þetta stafar af því að samningar eru yfirleitt gerðir til ársfjórðunga í einu og af þeim sökum fer áhrifa hækkan- anna að undanförnu vart að gæta fyrr en á þriðja ársfjórðungi þessa árs. Markaðir í Norður-Ameríku hafa tekið hvað best við sér en mark- aðir í Asíu era enn í nokkurri lægð. Ekki víst að hagsmunir hluthafa fari saman Rekstur Járablendiverksmiðjunn- ar hefur gengið ágætlega síðustu ár, arðsemi eiginfjár árin 1994-1998 hefur verið á bilinu 15-33% að síð- asta ári undanskildu þegar ávöxtun eiginfjár var tæp 8% og hagnaður um 285 milljónir. „Verð á járnblendi tengist ekki verðsveiflum á þeim af- urðum sem íslendingar byggja einna helst afkomu sína á, sem er sjávarfang. Bréf í Islenska járn- blendifélaginu henta því í eignasöfn þeirra sem fjárfesta vilja í innlend- um hlutabréfum, en vilja jafnframt minnka sveiflur sem hljótast af af- komu í sjávarútvegi. Einn af áhættuþáttum við kaup á hlutabréfum í félaginu er sá að stærsti hluthafinn er meirihlutaeig- andi. Akveðnir ókostir geta falist í því að fjárfesta í félagi þar sem fyrir er meirihlutaeigandi. Til að mynda eru Elkem og Sumitomo stórir kaupendur hráefnis og þurfa hags- munir þeirra ekki endilega að fara saman við hagsmuni annarra hlut- hafa. Hefur vegna þess verið gengið frá samkomulagi sem ætlað er að tryggja hagsmuni minnihluta,“ sam- kvæmt greiningu Kaupþings. Kaupþing mælir með kaupum Sjóðsstreymisgreining Kaupþings af rekstri félagsins gerir ráð fyrir 60% aukningu rekstrartekna árið 2000 sem er í samræmi við stækkun hennar. Eftir það er gert ráð fyrir 3% veltuaukningu á ári til ársins 2008 og 2% vexti eftir það. Sam- kvæmt sjóðsstreymisgreiningu er gert ráð fyrir að verg framlegð verði sú sama i ár og árið 1998 eða 5,1% sem er lang lægsta framlegð sem fé- lagið hefur skilað um árabil, en á ár- unum 1995 og 1996, sem vora félag- inu mjög hagfelld, var framlegðin um 20%. í sjóðsstreymisgreining- unni er gert ráð fyrir 10% vergri framlegð sem að mati greiningar- deildar telst varfærin forsenda. Ekki er gert ráð fyrir miklum fjár- festingum eftir að stækkun verk- smiðju er lokið, eða um 80 milljónum á ári. „Miðað við ofangreindar forsend- ur um sjóðsstreymi auk forsendu um 15% ávöxtunarkröfu eiginfjár er markaðsvirði Islenska járnblendifé- lagsins (u.þ.b. 3,5 milljarðar króna) lágt í dag, sér í lagi þegar tekið er tillit til þess að heimsmarkaðsverð á jámblendi fer nú hækkandi og fé- lagið hefur gert langtímasamning um kaup á tryggri orku. Verð bréfa félagsins er svo lágt að greiningar- deild Kaupþings mælir sterklega með kaupum á bréfum í íslenska járnblendifélaginu," samkvæmt upplýsingum frá Kaupþingi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.