Morgunblaðið - 13.07.1999, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 13.07.1999, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ UR VERINU ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚLÍ 1999 23 Fleiri skip á kolmunna ÁGÆTIS kolmunnaveiði var fyr- ir helgina en bræla hefur hamlað veiðum síðustu daga. Þorsteinn EA landaði 700 tonnum á Norð- fírði í gær. Hörður Már Guð- mundsson skipstjóri sagði að veiðarnar hefðu gengið vel í síð- ustu viku en skipin hafi lítið get- að gert um helgina vegna veðurs. Skipin hafa verið að leita í kring- um Þórsbankahólfíð og er búist við að fiskurinn gefi sig þegar veður tekur að lægja. Kolmunn- inn er veiddur til bræðslu og þykir ágætt hráefni á þessum árstíma. Islenskum skipum hefur fjölg- að á kolmunnaveiðunum. Fram eftir sumri var Sveinn Bene- diktsson SU eitt skipa á veiðum en vegna lítillar loðnuveiði upp á síðkastið hafa flest þau loðnuskip sem eru útbúin til togveiða fært sig á kolmunnann. Nú stunda um 14 íslensk skip veiðarnar ásamt einu færeysku, Kristjáni í Grjót- inu. Alls hefur verið landað rúm- lega 37 þúsund tonnum af kolmunna á þessu ári og hafa ís- lensk skip veitt um 30 þúsund tonn. Mestu hefur verið landað hjá SR-mjöli á Seyðisfirði, eða um 11 þúsund tonnum. Dræmt á loðnu Lítið er að frétta af loðnumið- um. Skipin eru dreifð norður af landinu og aflabrögð eru dræm eins og oft vill vera á þessum árstíma. Kap VE var á leið á miðin eftir eftir að hafa landað fullfermi í Vestmannaeyjum um helgina. Aflinn fékkst fyrir helgi og sögðu skipverjar að útlitið væri ekki gott og fá skip væru að fá verulegan afla. Sighvatur Bjarnason til Gelmer í Frakklandi „Eg kunni alltaf vel við mig í Frakklandi“ SIGHVATUR Bjarnason, fyrrver- andi framkvæmdastjóri Vinnslu- stöðvarinnar hf. í Vestmannaeyjum, hefur verið ráðinn forstöðumaður heildsöludeildar hjá Gelmer-Iceland Seafood S.A., Boulogne sur Mer, í Frakklandi frá 1. september nk. Ráðningin er liður í endurskipu- lagningu fyrirtækisins en aðrar tvær megindeildir í framleiðslu og sölu eru fiskréttaverksmiðjan í Wimille og ferskfiskdeiid í Bou- logne sur Mer. Framkvæmdastjóri Gelmer er Höskuldur Ásgeirsson. Sighvatur Bjarnason er fæddur í Vestmannaeyjum 4. janúar 1962. Hann lauk stúdentsprófi frá Versl- unarskóla íslands árið 1981 og prófí í rekstrarhagfræði frá Há- skólanum í Árósum árið 1987. Frá 1987 til 1990 starfaði Sighvatur hjá SÍF í Reykjavík og frá 1990 til 1992 var hann framkvæmdastjóri Nord-Morue sem er dótturfyrir- tæki SÍF í Frakklandi. Frá 1. júlí 1992 til marsloka 1999 var Sighvat- ur framkvæmdastjóri Vinnslu- stöðvarinnar hf. í Vestmannaeyj- um. Hann hefur setið í stjórnum fjölmargra fyrirtækja og samtaka í sjávarútvegi, var m.a. formaður SÍF frá 1993 til 1999. Hann var í stjórn Iceland Seafood Cor- poration frá 1997 til 1999 og hefur setið í stjóm Gelmer-Iceland SA frá sl. vori. Sighvatur er kvæntur Ragnhildi S. Gottskálksdóttur og eiga þau þrjú börn saman en Ragn- hildur á tvö af fyrra hjóna- bandi. Sighvatur sagðist í samtali við Morgunblaðið í gær bíða spenntur eftir því að takast á við ný verkefni. „Það leggst vel í mig að fara aftur til Frakklands, enda kunni ég alltaf vel við mig þar. Reyndar fer ég nú til starfa á nokkuð öðrum vettvangi en ég vann við Sighvatur Bjarnason áður, þá var ég í saltfiskin- um en nú verð ég einkum í frystum fiski. Gelmer- Iceland Seafood er geysi- lega öflugt fyrirtæki og ég mun öðlast þarna dýr- mæta reynslu. Auk þess kemur sú reynsla sem ég bý að, bæði sem markaðs- maður og sem framleið- andi, fyrirtækinu vonandi til góða og styrkir það enn frekar,“ sagði Sighvatur. Morgunblaðið/HG HJÁ Gelmer er áherzla lögð á vinnslu á físki úr blokkum í neytendapakkningar. ít GÓLFEFNABÚÐIN Mikið urval fallegra flísa Borgartún 33 • RVK Laufásgata 9 • AK Faxafeni 8 Dömupeysur tvœr fyrir eina Herrabolir tveir fyrir einn Opiö Mán • Fi 10 10 : Fö 10- 19 i Lau 10-18 ‘ Su 12-17 NÝJAR VÖRUR DAGLEGA Á FRÁBÆRU VERÐI I hverri viku 19. tbl. 61. árg. 13. jutf. 1999 VERÐ KR. 459 M. VSK. likaminn sjálfsögð söiuvara? Hvað er í snyrtivörunum arölt i sveitinni Samhent Káyb&ÍMl Bast á heimilið - Daddi í Daddabúð - Bein i baki Kæri Póstur - Hvernig stiórnandi ertu? - Skógafoss Verðiaunasagan Rauöur litur hversdagsleikans 1 | m\"() I5WC H 1 ibé1-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.