Morgunblaðið - 13.07.1999, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ
UR VERINU
ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚLÍ 1999 23
Fleiri skip á
kolmunna
ÁGÆTIS kolmunnaveiði var fyr-
ir helgina en bræla hefur hamlað
veiðum síðustu daga. Þorsteinn
EA landaði 700 tonnum á Norð-
fírði í gær. Hörður Már Guð-
mundsson skipstjóri sagði að
veiðarnar hefðu gengið vel í síð-
ustu viku en skipin hafi lítið get-
að gert um helgina vegna veðurs.
Skipin hafa verið að leita í kring-
um Þórsbankahólfíð og er búist
við að fiskurinn gefi sig þegar
veður tekur að lægja. Kolmunn-
inn er veiddur til bræðslu og
þykir ágætt hráefni á þessum
árstíma.
Islenskum skipum hefur fjölg-
að á kolmunnaveiðunum. Fram
eftir sumri var Sveinn Bene-
diktsson SU eitt skipa á veiðum
en vegna lítillar loðnuveiði upp á
síðkastið hafa flest þau loðnuskip
sem eru útbúin til togveiða fært
sig á kolmunnann. Nú stunda um
14 íslensk skip veiðarnar ásamt
einu færeysku, Kristjáni í Grjót-
inu.
Alls hefur verið landað rúm-
lega 37 þúsund tonnum af
kolmunna á þessu ári og hafa ís-
lensk skip veitt um 30 þúsund
tonn. Mestu hefur verið landað
hjá SR-mjöli á Seyðisfirði, eða
um 11 þúsund tonnum.
Dræmt á loðnu
Lítið er að frétta af loðnumið-
um. Skipin eru dreifð norður af
landinu og aflabrögð eru dræm
eins og oft vill vera á þessum
árstíma. Kap VE var á leið á
miðin eftir eftir að hafa landað
fullfermi í Vestmannaeyjum um
helgina. Aflinn fékkst fyrir helgi
og sögðu skipverjar að útlitið
væri ekki gott og fá skip væru að
fá verulegan afla.
Sighvatur Bjarnason til Gelmer í Frakklandi
„Eg kunni alltaf vel
við mig í Frakklandi“
SIGHVATUR Bjarnason, fyrrver-
andi framkvæmdastjóri Vinnslu-
stöðvarinnar hf. í Vestmannaeyjum,
hefur verið ráðinn forstöðumaður
heildsöludeildar hjá Gelmer-Iceland
Seafood S.A., Boulogne sur Mer, í
Frakklandi frá 1. september nk.
Ráðningin er liður í endurskipu-
lagningu fyrirtækisins en aðrar
tvær megindeildir í framleiðslu og
sölu eru fiskréttaverksmiðjan í
Wimille og ferskfiskdeiid í Bou-
logne sur Mer. Framkvæmdastjóri
Gelmer er Höskuldur Ásgeirsson.
Sighvatur Bjarnason er fæddur í
Vestmannaeyjum 4. janúar 1962.
Hann lauk stúdentsprófi frá Versl-
unarskóla íslands árið 1981 og
prófí í rekstrarhagfræði frá Há-
skólanum í Árósum árið 1987. Frá
1987 til 1990 starfaði Sighvatur hjá
SÍF í Reykjavík og frá 1990 til
1992 var hann framkvæmdastjóri
Nord-Morue sem er dótturfyrir-
tæki SÍF í Frakklandi. Frá 1. júlí
1992 til marsloka 1999 var Sighvat-
ur framkvæmdastjóri Vinnslu-
stöðvarinnar hf. í Vestmannaeyj-
um. Hann hefur setið í stjórnum
fjölmargra fyrirtækja og samtaka í
sjávarútvegi, var m.a. formaður
SÍF frá 1993 til 1999. Hann var í
stjórn Iceland Seafood Cor-
poration frá 1997 til 1999 og hefur
setið í stjóm Gelmer-Iceland SA
frá sl. vori. Sighvatur er kvæntur
Ragnhildi S. Gottskálksdóttur og
eiga þau þrjú börn saman en Ragn-
hildur á tvö af fyrra hjóna-
bandi.
Sighvatur sagðist í
samtali við Morgunblaðið
í gær bíða spenntur eftir
því að takast á við ný
verkefni. „Það leggst vel í
mig að fara aftur til
Frakklands, enda kunni
ég alltaf vel við mig þar.
Reyndar fer ég nú til
starfa á nokkuð öðrum
vettvangi en ég vann við
Sighvatur
Bjarnason
áður, þá var ég í saltfiskin-
um en nú verð ég einkum í
frystum fiski. Gelmer-
Iceland Seafood er geysi-
lega öflugt fyrirtæki og ég
mun öðlast þarna dýr-
mæta reynslu. Auk þess
kemur sú reynsla sem ég
bý að, bæði sem markaðs-
maður og sem framleið-
andi, fyrirtækinu vonandi
til góða og styrkir það enn
frekar,“ sagði Sighvatur.
Morgunblaðið/HG
HJÁ Gelmer er áherzla lögð á vinnslu á físki úr blokkum í
neytendapakkningar.
ít
GÓLFEFNABÚÐIN
Mikið urval
fallegra flísa
Borgartún 33 • RVK
Laufásgata 9 • AK
Faxafeni 8
Dömupeysur
tvœr fyrir eina
Herrabolir
tveir fyrir einn
Opiö
Mán • Fi 10 10
: Fö 10- 19
i Lau 10-18
‘ Su 12-17
NÝJAR VÖRUR
DAGLEGA
Á FRÁBÆRU
VERÐI
I hverri viku
19. tbl. 61. árg. 13. jutf. 1999 VERÐ KR. 459 M. VSK.
likaminn sjálfsögð
söiuvara?
Hvað er í
snyrtivörunum
arölt i sveitinni
Samhent
Káyb&ÍMl Bast á heimilið - Daddi í Daddabúð - Bein i baki
Kæri Póstur - Hvernig stiórnandi ertu? - Skógafoss
Verðiaunasagan Rauöur litur hversdagsleikans
1 | m\"()
I5WC H 1 ibé1-