Morgunblaðið - 13.07.1999, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 13.07.1999, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚLÍ 1999 27 FERÐALOG FRANZ Fischler og Emma Bonino. Landbúnaðar- fræðingur í sjávar- útvegsmálin Það málefni, sem einna mest varðar ís- lenzka hagsmuni í samskiptum við Evrópu- sambandið, verður næstu fimm árin á könnu Austurríkismannsins Franz Fischlers. Auðunn Arnórsson fjallar hér stuttlega um hvaða þýðingu þetta hefur. KOMI til þess að ísland hefji við- ræður um aðild að Evrópusamband- inu (ESB) á næstu fimm árum yrði Austurríkismaðurinn Franz Fischler sá sem mest myndi mæða á í þeim viðræðum af hálfu fram- kvæmdastjómar ESB, þar sem honum hefur ver- ið falið að sinna sj ávarútvegsmál- um ESB til við- bótar við land- búnaðarmálin, en þeim hefur hann stýrt við góðan orðstír frá því heimaland hans gekk í sambandið í ársbyrjun 1995. Fischler er einn af aðeins fjórum, sem sæti áttu í fráfarandi fram- kvæmdastjóm Jacques Santers, sem situr áfram næsta funm ára skipunartímabil, eftir að Italanum Romano Prodi var falið að taka við forystu í nýrri framkvæmdastjórn í kjölfar þess að sú fráfarandi sagði öll af sér í febrúar, þegar óháð sér- fræðinganefnd sem falið hafið verið að fara ofan í saumana á ásökunum um fjársvik og frændgæzku innan framkvæmdastjómarinnar lagði fram skýrslu þar sem flestar þessar ásakanir vom staðfestar. Fischler var aldrei sakaður um að hafa komið nálægt nokkm misjöfnu, og þess má geta að í skoðanakönn- un sem hið virta brezka vikurit The Economist gerði, þar sem hæfni allra 20 meðlima framkvæmda- stjórnar Santers var metin, kom Fischler bezt út. Eins og Islendingum er vel kunn- ugt hafa sjávarútvegsmál verið und- anfarin ár á könnu Italans Emmu Bonino, en auk þeirra fór hún með mannúðar- og neytendamál í fram- kvæmdastjóminni. Hún verður ekki í framkvæmdastjórn Prodis. Segja má að hún hafi „setið uppi“ með sjávarútvegsmálin þegar hún tók sæti í framkvæmdastjóminni 1995. Samtímis því að ný framkvæmda- stjórn tók við embætti gengu þá fyrrverandi EFTA-ríkin Austurríki, Svíþjóð og Finnland í ESB. Noreg- ur hafði líka samið um aðild, en af henni varð ekki þar sem meirihluti Norðmanna hafnaði henni í þjóðar- atkvæðagreiðslu seint á árinu 1994. Sjávarútvegsmálin höfðu verið „tek- in frá“ fyrir fulltrúa Norðmanna í framkvæmdastjóminni, en þar sem svo fór að enginn Norðmaður var tilnefndur í hana varð einhver ann- ar að taka sjáv- arútvegsmálin að sér. Að sá sem stýri landbúnað- armálunum í framkvæmda- stjóminni fari einnig með sjáv- arútvegsmál er annars ekkert nýtt - þessir málaflokkar heyrðu saman framan af allri sögu Evrópusam- bandsins. Það kann hins vegar að koma sumum spánskt fyrir sjónir að sá maður sem er fengið það hlut- verk að fara með þennan málaflokk skuli koma frá landluktu landi. Með íslenzka hagsmuni í huga í þessu sambandi má þó leiða að því rökum að allvel fari á þessu, þar sem ljóst er að Austurríki hefur sjálft engra beinna hagsmuna að gæta í mála- flokknum - annað væri upp á teng- ingnum ef t.d. Spánverji stýrði hon- um. Sú staðreynd, að Austurríki átti um langt árabil samleið með íslandi og hinum Norðurlöndunum (utan Danmerkur) í Fríverzlunarsamtök- um Evrópu, EFTA, og Fischler er það farsæla samstarf vafalítið í fersku minni, má ennfremur telja líklegt að nýi hinn nýi yfirmaður sjávarútvegsmála ESB verði opnari fyrir erindagjörðum og röksemdum Islendinga en margur annar. „Krefjandi verkefni" I viðtali við austurríska dagblaðið Der Standard í tilefni af endurskip- uninni í framkvæmdastjórnina er það eina sem Fischler segir um sjávarútvegsmálin, að þar „bætist við krefjandi verkefni". Fischler er fæddur í sveitaþorpi í Tíról árið 1946 og ólst upp á sveita- bæ. Hann er doktor í landbúnaðar- fræðum og var landbúnaðarráð- herra Austurríkis 1989-1994, unz hann tók við landbúnaðarmálum ESB. Morgunblaðið/Atli Vigfússon SIGURLÍNA Tryggvadóttir og Magnús Skarphéðinsson eru nýir rekstraraðilar Kiðagils. ENGINN ætti að fara svangur frá kaffihlaðborðinu á Kiðagili. Kiðagil í Bárðardal Nýir aðil- ar með gisti- og greiðasölu Laxamýri. Morgunblaðið. NYIR rekstraraðilar hafa tekið við gisti- og greiðasölunni í Bamaskóla Bárðdæla sem nefnist Kiðagil, en það eru þau Sigurlína Tryggvadótt- ir og Magnús Skarphéðinsson. Um árabil hefur verið veitinga-og gistiþjónusta í skólanum á sumrin því umferð um Bárðardal eykst til muna þegar Sprengisandsleið opnar og einnig er orðin hefð fyrir kaffi- hlaðborðum á sunnudögum. Á Kiðagili er bæði hægt að fá uppbúin rúm og svefnpokapláss til gistingar og hægt er að kaupa allar veitingar eða elda sjálfur í eldhúsi sem fólk fær afnot af gegn vægu gjaldi. Matsalurinn rúmar fjölda fólks í sæti og er oft margt um manninn á kaffihlaðborðum sumarsins. Þá er boðið upp á tertur, heita rétti, smurt brauð og annað bakkelsi og lífgað er upp á stemninguna með lif- andi tónlist og sýningum á hand- verki. Um er að ræða harmóníku- tóna sem bændur í sveitinni sjá um, gítarspil og m.fl. Þá eru „Hand- verkskonur milli heiða“ duglegar að koma og sýna verk sín auk þess sem þær sýna hvernig þær gera þá muni sem til sýnis eru. Töluvert er um að hesta- og rútu- hópar komi við á Kiðagili enda hægt að taka á móti mörgu fólki í einu. í nágrenninu er mikið af forvitni- legum stöðum til þess að skoða og má í því sambandi nefna Aldeyjar- foss í Skjálfandafljóti og Svartár- kot. Hægt er að fá góðar leiðbein- ingar um gönguleiðir hjá Magnúsi og Sigurlínu, en þau eru bæði upp- alin í Bárðardal og þekkja vel til. Þá er í boði ýmisleg afþreying fyrir börn og í kjallara hússins er gufubað sem gestir geta notað. Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir MIRJAM Blekkenhorst á farfuglaheimilinu. Farfugla- heimili á Langanesi Þórshöfn - Á bænum Ytra-Lóni á Langanesi var opnað farfuglaheim- ili fyrir skömmu, en gamli bærinn á staðnum var gerður upp með þessa þjónustu í huga. Þarna búa ung hjón, Miijam Blekkenhorst og Sverrir Möller, ásamt börnum sín- um. Mirjam segir það hafa verið mikil vinna að gera upp gamla bæ- inn. Breytingar hafa tekist vel og hús- næðið er hið vistlegasta; þar eru þrjú svefnherbergi og svefnpláss fyrir átta en einnig er möguleiki á svefnpokaplássi á dýnum. Eldhús og stofa eru þægilegt rými með út- sýni að Lónsánni og íbúðin er björt og hlutum haganlega fyrir komið. Ytra-Lón er kjörinn staður fyrir útvistarfólk og ekki síst veiðimenn. Lónsáin rennur rétt hjá bænum, en þar er oft góð silungsveiði og vænir sjóbirtingar og -bleikjur ganga í ána. Langanesið er paradís fugla- skoðara, göngufólks og allra sem vilja njóta ósnortinnar náttúru. Úti á Fonti, ysta odda Langanessins, trónir Skoruvíkurvitinn og sé haldið lengra, alla leið út að Skálum, sjást menjar um mikil umsvif og útgerð frá fyrri tíð. Miðnætursólin er óvíða fegurri en úti á Langanesi og er vel þess virði að fara langan veg fyrir þá sýn. Að sögn Mirjam, sem er hollensk að uppruna, hefur ferðaþjónustan farið nokkuð vel af stað, en fyrir skömmu kom hópur af Hollending- um sem ætlaði í skoðunarferð um Langanesið. Hópurinn var mjög heppinn með veður, en þá dagana var heiðskíi't og um 20 stiga hiti á norðausturhorninu. Annar hópur Hollendinga er væntanlegur í lok júlí, að sögn hjónanna, sem eru von- góð um að ferðafólk muni í auknum mæli heimsækja Ytra-Lón og allt það sem Langanesið hefur upp á að bjóða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.