Morgunblaðið - 13.07.1999, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 13.07.1999, Blaðsíða 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR + Hjartkær maðurinn minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, JÓN HALLDÓRSSON, Teigagerði 5, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur laugardaginn 10. júlí. Margrét Eyjóifsdóttir, Kristín Jónsdóttir, Grímur Valdimarsson, Hjördís Hulda Jónsdóttir, Kristján Ágústsson, Gyða Jónsdóttir, Guðmundur Ingason, barnabörn og barnabamabörn. i ! I í + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KRISTJÁN THORLACIUS fyrrverandi formaður BSRB, Bólstaðarhlíð 16, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur laugardaginn 10. júlí. Aðalheiður Thorlacius, Gylfi Thorlacius, Svala Thorlacius, Sigríður Thorlacius, Árni Kolbeinsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÍVAR KRISTJÁNSSON, til heimilis í Hrafnagilsstræti 36, áður Steinahlíð 3c Akureyri, lést sunnudaginn 11. júlí. Jarðarförin fer fram frá Akureyrarkirkju föstu- daginn 16. júlí kl. 13.30. Rósa Sighvatz, börn, tengdabörn og barnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, ÓLÍNA HELGA FRIÐRIKSDÓTTIR, Sléttuvegi 13, Reykjavík, lést á líknarheimilinu í Kópavogi aðfaranótt sunnudagsins 11. júlí sl. Útförin auglýst síðar. Fyrir hönd annarra aðstandenda, Páll Sölvason. I I + Eiginmaður minn og bróðir okkar, BIRGIR STEINDÓR KRISTJÁNSSON, Dynskógum11, lést þriðjudaginn 6. júlí. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju fimmtu- daginn 15. júlí kl. 13.30. Sigríður Einarsdóttir, Díana Þ. Kristjánsdóttir, Auður Kristjánsdóttir, Áslaug Kristjánsdóttir. ! i % Ástkær móðir okkar, MAGNHILDUR RAGNA SIGURJÓNSDÓTTIR, Selvogsbraut 21, Þorlákshöfn, andaðist á Sjúkrahúsi Suðurlands sunnu- daginn 11. júlí. Fyrir hönd aðstandenda, Þórdís Ólafsdóttir, Sigurður Ólafsson. ÞORVALDUR BRYNJÓLFSSON + ÞorvaIdur Bryiy- ólfsson fæddist á Hrafnabjörgum á Hvalfj ar ðarstr önd 24. ágúst 1907. Hann lést á Sjúkra- húsi Akraness 1. júlí siðastliðinn. Foreldrar hans voru Brynjólfur Einarsson, f. 1.10. 1871, d. 17.7. 1959, bóndi á Hrafna- björgurn og kona hans, Ástríður Þor- láksdóttir, f. 10.7. 1872, d. 30.3. 1956, húsmóðir. Bræður Þorvaldar eru Gísli, f. 5.8. 1906, Einar, f. 23.6. 1909, d. 8.7. 1940, Eyjólf- ur, f. 28.5.1911, d. 17.3.1972 og Guðmundur, f. 18.2. 1915, d. 23.5. 1998. Þorvaldur vann við trésmíðar mestan hiuta starfsævi sinnar og gat sér gott orð sem húsa- smiður, en hann var sjálfmennt- aður á því sviði. Hann starfaði með- al annars við upp- byggingu á Þing- völlum vegna Al- þingishátíðarinnar 1930. Hann vann mikið við byggingu og endurbætur á kirkjum í Borgar- firði, Dölum og víð- ar um land. Meðai annars byggði hann kirkju á Lundi í Lundarreykjadal og Stóra-Vatnshorni í Dölum og Saurbæj- arkirkju á Hvalfjarðarströnd. Þá vann hann við endurbygg- ingu á kirkjunni á Hólmi í Innri- Akraneshreppi, kirkjuna að Hvammi í Dölum og margar fleiri. Árið 1977 var hann sæmdur Hinni íslensku fálka- orðu fyrir störf sín. Utför Þorvaldar fór fram 9. júli síðastliðinn. Með þessum orðum viljum við systumar minnast afabróður okk- ar, Þorvaldar Brynjólfssonar. Valdi, eins og við vorum vanar að kalla hann, dvaldi löngum hjá ömmu og afa á Lundi 1 þegar við vorum að alast upp á Lundi 2. Ör- stutt er á milli bæja og var alltaf daglegur samgangur. Jólin voru alltaf haldin sameiginleg og spila- stokkamir sem Valdi færði okkur systkinunum vom einn af þeim föstu liðum sem gera æskujólin eft- irminnileg. I hvert sinn sem Valdi lagði upp á rauða subaru-bílnum sínum með verkfærin meðferðis vissum við að nú væri hann að fara að Hrafna- björgum eða þá að smíða einhvers staðar í öðmm sveitum. Á ferðalög- um með fjölskyldunni var okkur bent á kirkjur eða bæi þar sem Valdi hafði verið við smíðar og af því vomm við stoltar. Sjálfur bjó Þorvaldur yfir mikilli frásagnar- gleði, en sögumar vom ekki af hon- um sjálfum heldur ýmsu því sem hann hafði upplifað. Kímnigáfu hafði hann ríka og sagði afdráttar- laust sínar skoðanir. Valdi var afar minnugur og ættfróður og þannig gátu frásagnir hans hrifið mann margar aldir aftur í tímann. Valdi safnaði ekki að sér verald- legum eigum en hann var mikið fyr- ir bækur og orgelið var í miklu upp- áhaldi. Aðra hluti geymdi hann í gömlu trékofforti. Okkur þótti eitt- hvað sérstakt og skemmtilegt við þessi hluti líkt og Valda sjálfan. Um það leyti sem við vomm að fara að heiman fluttist Valdi til for- eldra okkar og síðar á Höfða til afa. Þar fengu börnin okkar að kynnast Valda og hændust að honum. Þau kíktu venjulega inn til Valda og biðu eftir að hann kæmi fram til okkar og afa, og áttu þeir bræðurn- ir þá ævinlega sælgætismola til að lauma að þeim. Nú þykir okkur öll- um skrítið að sjá Valda ekki lengur í herberginu sínu. Megi minningin um kæran frænda lifa með okkur öllum. Deyrfé deyja frændur deyr sjálfur ið sama en orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. (Hávamál) Ástríður, Kristín og Sigríður Einarsdætur frá Lundi. Við systkinin á Lundi í Lundar- reykjadal áttum því láni að fagna að alast upp í túnfætinum hjá ömmu okkar og afa, Gísla Brynjólfssyni og Sigríði Jónsdóttur. Þar nutum við samvista við Þorvald afabróður okk- ar, sem nú er allur. Fyrir þau kynni er ég ævinlega þakklátur, enda var Þorvaldur sérstakur persónuleiki í jákvæðustu merkingu þess orðs. Þorvaldur Brynjólfsson var fædd- ur á Hrafnabjörgum á Hvalfjarðar- strönd 24. ágúst 1907. Þar ólst hann upp með foreldrum sínum og fjórum bræðrum. Hann þótti snemma lag- hentur og hneigður fyrir trésmíðar, enda fór það svo að hann gerði þær að ævistarfi sínu. Þorvaldur átti alla tíð lögheimili á Hrafnabjörgum og aðsetur sitt hafði hann ýmist þar þjá Guðmundi bróð- ur sínum eða hjá Gísla bróður sínum á Lundi. Þeir bræður Þorvaldur og Gísli keyptu saman jörðina Miðsand á Hvalfjarðarströnd skömmu fyrir stríð en þurftu að hverfa þaðan fáum árum síðar vegna umsvifa vamar- liðsins. Árið 1952 keyptu þeir síðan jörðina Lund í Lundarreykjadal þar sem Gísli bjó þar til hann hætti bú- skap. Þorvaldur sá að miklu leyti um byggingaframkvæmdir og viðhald milli þess sem hann ferðaðist vítt og breitt um Vesturland og vann við trésmíðar. Mér er ekld kunnugt um að Þor- valdur hafi nokkru sinni fengið kennslu eða tilsögn í trésmíði, en samt hef ég ekki kynnst neinum smið sem hefur borið þann titil með meiri sóma enn. Hann var vandvirk- ur svo af bar og samviskusemi hans og natni voru einstök. Fleiri en einn hef ég heyrt segja frá því að hann hafi haldið áfram vinnu að loknum LEGSTEINAR í rúmgóðum sýningarsölum okkar eigum við ávallt fyrirliggjandi margar gerðir legsteina og minnisvarða. Hvergi meira úrval. Yfir 45 ára reynsl; Verið velkomin til okkar, eða fáið myndalista. Ig S.HELGASON HF STEINSMIÐJA SKEMMUVEGI 48, 200 KÓP. SÍMI 557 6677 / FAX 557 8410 hefðbundnum vinnudegi ef honum fannst sjálfum að hann hefði slegið slöku við þann daginn. Ekki vegna þess að vinnuveitandinn hefði gert athugasemd við störf hans heldur var hans eigin samviska mun harðari húsbóndi en nokkur annar sem hann vann fyrir. Eitt dæmi man ég sem mér þykir lýsa glöggt vinnusemi hans og skapferli. Þorvaldur virti ávallt helstu helgidaga almanaksins og sinnti aðeins nauðsynlegustu verkum á þeim dögum. Eitt sinn brá svo við á hvítasunnudegi að óvenju mikið lá fyrir og hann varð að brjóta þessa reglu en til að friða samvisk- una hafði hann útvarpið með sér í skemmuna og vann á meðan út- varpsmessan hljómaði í kapp við vél- sögina. Þorvaldur var eftirsóttur smiður og víða standa kirkjur, íbúðarhús og aðrar byggingar sem eru verðugur minnisvarði um handarverk hans. Frá því ég man eftir mér var hann gjaman nefndur kirkjusmiður og það með nokkurri virðingu. Sú nafn- bót var tilkomin vegna þess að síðari hluta starfsævi sinnar vann hann við byggingu og endurbætur á íjölda kirkna í Borgarfirði, Dölum og víðar. Fyrir þau störf sín var hann árið 1977 sæmdur riddarakrossi Hinnar íslensku fálkaorðu. Mér er þó til efs að hann hafi nokkru sinni séð þann grip og allavega aldrei borið hann. Honum þótti lítið til þess koma að hengja á menn eitthvert pjátur vegna þess eins að þeir hefðu sinnt sinni vinnu. Það segir meira en mörg orð um þennan sérstæða mann. Þegar böm era að leik er gjaman vaðið yfír allt og engu eirt og þannig hefur því sjálfsagt verið farið með okkur systkinin þegar við voram að alast upp, en þó man ég að á heimili ömmu og afa á Lundi var einn staður sem gefin vora grið. Það var her- bergið hans Valda gamla eins og við kölluðum hann. Þó hefur okkur sjálf- sagt fundist það vera sú vistarvera í húsinu sem mest var spennandi þótt hún hafi ekki verið margbrotin. Þar var rúmið hans, fatakistillinn og ógrynni af bókum sem við voram fullviss um að Valdi kynni allar utan að. Okkur lærðist snemma að bera virðingu fyrir þessum hægláta manni sem trúði á vinnusemi og heiðarleika. Það var mikil upphefð að fá að sitja í herberginu hans og hlusta á hann segja frá eða að taka skák. Þá var það með mestu virðing- arembættum að okkar mati þegar okkur var treyst til þess að fletta upp í ættfræðiritum í leit að ein- hverju nafni sem borið hafði á góma og þurfti að rekja aftur í tímann. Ættfræðin var eitt helsta áhuga- mál Þorvaldar og trúi ég að fáir hafi staðið honum á sporði á því sviði. Þar naut sín vel einstakt minni hans. Hvort sem það vora ættartölur, ártöl eða mál á spýtum þá dugði honum að heyra það einu sinni og þá var það vel geymt. Tónlistin var honum einnig hugleikin og hafði hann unun af því að hlusta á góðan tónlistar- flutning. Þá var hann sjálfur ágætui- orgelleikari og söngmaður góður, en eins og með smíðina þá hygg ég að hann hafi verið sjálfmenntaður á því sviði. Hann var meðal annars um skeið organisti í Saurbæjarkirkju. Þótt falls sé von að fomu tré er söknuðurinn við ástvinamissi engu minni þótt það hafi um skeið verið ljóst að hverju stefndi. Sárastur er þó söknuður afa míns, Gísla, sem er nú einn eftir af bræðranum fimm frá Hrafnabjörgum. Hann og Þorvaldur vora alla tíð mjög samrýmdir enda vora skoðanir þeirra og áhugamál áþekk. Fyrir hans hönd vil ég koma á framfæri þakklæti til Þorvaldar fyrir samvistimar og alla hans að- stoð í gegnum árin. Aðstoð sem veitt var án þess að hirða um hvort eftir- tekjan væri í samræmi við það sem gert var. Fyrir hönd frændsystkinanna frá Lundi og Hrafnabjörgum þakka ég fyrir að fá að hafa kynnst Þorvaldi Brynjólfssyni og bið guð að varð- veita mmningu hans. Þótt æviskeiðið sé á enda lifir minningin um mann sem aldrei gum- aði af verkum sínum en ávann sér samt virðingu þeirra sem honum kynntust. Gisli Einarsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.