Morgunblaðið - 13.07.1999, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚLÍ 1999 49
_________BRÉF TIL BLAÐSINS____
Svör til Halldórs Jónssonar
Frá Óla H. Þórðarsyni:
HALLDÓR Jónsson verkfræðing-
ur beindi 10 spurningum til mín í
Morgunblaðinu 7. júlí sl. Mun ég
nú leitast við að svara þeim eftir
bestu getu, en svörin eru mismikil
að vöxtum.
1. Hvers vegna er ekki skylda að
nota stefnuljós á Islandi?
I 31. grein umferðarlaga er skýrt
kveðið á um það að ökumenn skuli
nota stefnuljós. Svo virðist sem
margir haldi að þetta ákvæði sé ekki
afdráttarlaust. Svo er, en því miður
vantar mikið á að allir virði reglur
um notkun stefnuijósa.
2. Hvers vegna á stefnuijós aftan
á bíl ekki réttinn fyrir umferð í
næstu akrein á Islandi?
Orðið „réttur" er ekki til í umferð-
arlögum. í 17. grein umferðarlaga
er ákvæði sem gerir ökumönnum
sem ætla að skipta um akrein skylt,
áður en þeir beygja, að ganga úr
skugga um að það sé unnt án hættu
eða óþarfa óþæginda fyrir aðra. í
23. grein er svo kveðið á um að ekki
megi aka sitt á hvað á milli akreina,
en í 21. grein er sú skylda á öku-
manni, sem verður þess var að öku-
maður sem á eftir kemur, ætlar að
aka fram úr vinstra megin, að hann
má ekki auka hraðann eða torvelda
framúraksturinn á annan hátt.
3. Hvers vegna má almennt ekki
beygja til hægri á eigin ábyrgð við
rauð Ijós á íslandi?
AJdrei má beygja til hægri á
rauðu ljósi hér á landi, nema á
gatnamótunum sé sérstök beygju-
rein. Við enda hennar er biðskyldu-
merki. Fyrir u.þ.b. tíu árum kom
fram tillaga á vettvangi Norður-
landaráðs þess efnis að skoðað yrði
hvort leyfa bæri hægri beygju við
rautt umferðarljós. Að vel athuguðu
máli og m.a. með hliðsjón af reynslu
Bandaríkjamanna varð niðurstaðan
sú að leyfa ekki slíka beygju.
4. Hvers vegna á ekki að aka á
hægri akrein og framúr á vinstri á
íslandi?
Meginreglan er sú að ökumenn
hér á landi eiga að aka á þeirri
akrein sem er lengst til hægri og
framúr á vinstri akrein. Stöðugt
fjölgar þó þeim vegum sem eru
með fleiri akreinar í sömu akstur-
sátt og tilgangurinn sá að greiða
fyrir umferð þegar hún er mikil.
Við slíkar aðstæður sjá allir hvern-
ig umferðin væri ef allir héldu sig
á þeirri akrein sem lengst er til
hægri. Ég vil þó ítreka að þeir sem
hægt fara eiga skilyrðislaust að
vera á hægri akrein og í raun á það
að vera undantekning að ekið sé
framúr á hægri akrein. íslenskir
ökumenn eiga margt ólært í þess-
um efnum.
5. Hvers vegna mega menn aka
langt undir hámarkshraða í mikilli
umferð á íslandi?
í umferðarlögum eru skýr
ákvæði um ökuhraða. Meginreglan
er sú að alltaf skuli miða hraða við
aðstæður. Einnig er kveðið á um
að ekki megi að óþörfu aka svo
hægt eða hemla svo snögglega að
það tefji eðlilegan akstur annarra
eða skapi hættu. Við getum þó
aldrei krafist þess að allir aki alltaf
á hámarkshraða, sem sumir hér á
landi virðast líta á sem lágmarks-
hraða. Ýmsar ástæður geta verið
fyrir því að menn vilji eða beinlínis
þurfi að aka hægar en aðrir. Þeim
ber hins vegar að hliðra til fyrir
þeim sem hraðar vilja fara og gefa
færi á framúrakstri þegar þörf
krefur. I mikilli umferð úti á veg-
um er sérstaklega brýnt að öku-
menn séu meðvitaðir um þetta at-
riði og tefji ekki umferð að óþörfu.
6. Hvers vegna er hættulegra að
tala í farsíma undir stýri en t.d. að
tyggja tyggigúmmí á íslandi?
Svar við þessu liggur í augum
uppi. Ætla má að enginn ökumað-
ur sé svo hæfileikalaus að geta
ekki jórtrað tyggigúmmí sitt án
mikillar umhugsunar. Og þó, mað-
ur getur nú efast um það stöku
sinnum. Að tala í síma á sama tíma
og menn aka, svo ekki sé nú talað
um að velja símanúmer og hringja
úr símum sem sífellt eru að verða
minni og minni, er hins vegar
nokkuð vandayerk sem ekki hæfir
nútíma umferð. Mörg óhöpp og
slys má án efa rekja til farsíma-
notkunar ökumanna og algjört lág-
mark er að menn noti svokallaðan
handfrjálsan símabúnað í bílum.
Þeir hafa þá a.m.k. báðar hendur á
stýri á meðan þeir ausa úr visku-
brunni sínum samtímis því að aka.
7. Hvers vegna má ekki lesa
bóklegt utanskóla fyrir meirapróf
á íslandi?
Brýnt er að bóklegt og verklegt
ökunám fari saman, því markmiðið
er að efld sé kunnátta nemenda í
öllu því er lýtur að reglum um
akstur og meðhöndlun þeirra öku-
tækja sem menn vilja öðlast rétt-
indi til að stjórna. En ekki er nóg
að efla kunnáttu og leikni. Ræktun
tillitssemi og viðhorfa gagnvart því
að aka á öruggan hátt er nauðsyn-
leg til þess að nemandinn geti nýtt
sér kunnáttu og leikni án þess að
valda sjálfum sér eða öðrum
hættu. Aðskilnaður bóklegs og
verkiegs ökunáms er ekki leið til
að efla samþættingu og skilning
nemenda á í hverju góð umferðar-
menning er fólgin.
8. Hvers vegna þarf meirapróf á
vörubfla á Islandi?
Réttindi til að aka vörubifreið
fela í sér réttindi til að mega
stjórna vélknúnum ökutækjum í
umferð með ótakmarkaða þyngd og
hleðslu. Á því og réttindum til að
mega aka fólksbifreið, eða sendibif-
reið að heildarþyngd 3.500 kg eða
minna, er reginmunur. Reglugerð
um ökuskírteini frá 1997 tekur mið
af EB-tilskipun varðandi ökurétt-
indaflokka, skflgreiningar þeirra og
lágmarkskröfur til ökumanna. Þar
er skýrt kveðið á um að gerðar
skuli ítarlegri heilbrigðiskröfur,
meii-i kröfur til þekkingar, leikni og
hæfni hjá þeim sem fá réttindi til að
stjórna vörubifreið (C) en þeim sem
fá réttindi til að stjórna fólksbifreið
(B). Á sama hátt og við viljum að ís-
lensk ökuréttindi séu tekin gild í
öðrum Evrópulöndum, er eðlilegt
að við förum eftir þeim sjálfsögðu
lágmarkskröfum sem settar eru í
þeim heimshluta sem við tilheyrum.
9. Hvers vegna mega menn
keyra með breiða aftanívagna án
hliðarspegla út fyrir á íslandi?
Ef eftirvagn er það breiður, eða
farmur á honum svo fyrirferðar-
mikill að hann skyggi svo á að öku-
maður sjái ekki fullkomnlega aftur
fyrir bflinn í hliðarspeglum, er
skylt samkvæmt reglugerð um
gerð og búnað ökutækja, að hafa
aukaspegla á bflnum sem gerir öku-
manni kleift að sjá vel og örugglega
aftur fyrir eftirvagninn. í mörgum
tilfellum eru þessir aukaspeglar
festir með gúmmíteygjum á fasta
spegla bifreiðarinnar.
10. Hvers vegna mega menn
keyra á vanbúnum bflum án tillits
til aðstæðna á íslandi?
Því fer fjarri að heimilt sé að aka
á vanbúnum bflum hér á landi. Ef
eitthvað er eru reglur um skoðun
ökutækja á íslandi strangari en í
mörgum öðrum löndum. Hér skal
skoða bfla árlega, nema fyrstu þrjú
árin eftir að bifreið er keypt ný, og
er í þeim skoðunum rækilega farið
yfir öll öryggistæki og búnað.
Ástæðan fyrir því að hér aka marg-
ir á vanbúnum bflum er ekki sú að
reglur séu ekki skýrar hvað þetta
varðar, heldur miklu frekar hitt að
allstór hópur ökumanna er skeyt-
ingarlaus um bfla sína og samferða-
menn í umferðinni. Þess vegna
fyrst og fremst er umferðarmenn-
ing á íslandi ekki betri og þróaðri
en raun ber vitni. Ég heiti á alla
hugsandi menn að leggja sitt af
mörkum til þess að gera umferðina
hér á landi mannvænni en hún er.
Menn eins og Halldór Jónsson eru
lfldegir til þess að leggja þung lóð á
vogarskálar bættrar umferðar-
menningar. Hafi hann þökk fyrir að
gefa mér tækifæri til að skrifa það
sem hér fór á undan.
ÓLI H. ÞÓRÐARSON,
framkvæmdastjóri Umferðarráðs.
http://www.rit.cc
ferðaþjónusturáðgjöf,
markaðsaðstoð, arðsemis-
útreikningar, kynningarrit
£»kre>yf1‘ir caukcahilufum!
Akranes: Bílversf., sími431 1985. Akureyri: Höldurhf., sími 461 3000. Egilsstaðir: Bíla- og búvélasalan hí, sími4712011. Keflavík: Bílasalan Bílavík, sími 421 7800. Vestmannaeyjar: Bílaverkstæðið Bragginn, sími 481 1535.
V___________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________
Nú er tími til að gleðjast því í tilefni af 50 ára afmælisári
Honda bjóðum við Honda Civic 3ja og 4ja dyra á sérstöku
afmælistilboði. Komdu og skoðaðu ípakkana.
HoncJca Civlc =3 cJyrc3 90 hiö
frá 1.390.000 icr.
-( Vindskeið ^
HONDA
- betri bíll
Vatnagörðum 24 ■ Sími 520 1100 ■ www.honda.is
( Geislaspilarí og hátalarar ^
^Svunta að aftan )-
-( Álfelgur ^
-( Svunta að framan
i.
m
v