Morgunblaðið - 13.07.1999, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 13.07.1999, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚLÍ 1999 35 Rannsóknarverkefni frá Yale-háskóla Er Island fyrirmynd í skógrækt? Tveir nemendur við Yale háskólann í Bandaríkjunum vinna nú að rannsóknum sínum í vistfræði í Hallormsstaðaskógi. Meðal annars er spurt um hæfni lerkis, furu og íslenska birkisins til að safna og varðveita kolefni innan vistkerfísins. Anna Ingólfsdóttir innti þessa nemendur eftir fyrstu niðurstöðum. RAGNHILDUR Sigurðar- dóttir og Brooke Parry eru báðar að vinna að doktors- verkefni í vistkerfa-vist- fræði (ecosystem ecology) frá Yale- háskóla í Bandaríkjunum. Þrátt fyrir nám við erlendan háskóla hafa þær valið að vinna verkefni sín á íslandi. Ragnhildur lýkur námi sínu í lok næsta árs, en Brooke er að hefja sitt doktorsverkefni. Ragnhildur hóf há- skólanám sitt við Háskóla íslands, þaðan sem hún lauk BS-prófum bæði í líffræði og jarðfræði. Hún hefur einnig mastersgráðu í skógarvísind- um frá Yale-háskóla. Ragnhildur starfar ennfremur sem sérfræðingur hjá Rannsóknarstöð Skógræktar ríkisins á Mógilsá. Brooke hefur BA- gráðu í líffræði frá Dartmouth-há- skóla í Bandaríkjunum og masters- gráðu í líffræði frá Melbourne-há- skóla í Ástralíu. Aðalleiðbeinendur Ragnhildar og Brooke eru heimsfrægir vísinda- menn á sínu sviði, auk þess að vera prófessorar við Yale-háskóla. Þeir eru dr. Kristiina Vogt, dr. Daniel Vogt og dr. Bruce Larson. Verkefnin eru unnin í samstarfi við Skógrækt ríkisins í Hallorms- staðaskógi og er verkefni Brooke einnig í samvinnu við Stofnun Vil- hjálms Stefánssonar á Akureyri. Aðalstyrktaraðilar verkefnis Ragnhildar eru Islenska álfélagið og Rannsóknarnámssjóður. Brooke er í ár og á næsta ári styrkt af Fulbright- stofnuninni og báðar njóta þær stuðnings Ingvars Helgasonar hf. Varðveisla kolefnis Rannsóknir Ragnhildar fjalla um áhrif mismunandi skógarvistkerfa á Nírœðisafmœli 11. júlí 1999 á Akureyri. Síðbúnar þakkir til allra þeirra, sem voru gleðigjafar mínir þennan dag. Öllum skyld- mennum og vinum færi ég endalausar þakkir. Verið œvinlega Guðifalin. Kœr kveðja. Sigurbjörg Ingimundardóttir, Dyngjuvegi 12, Reykjavík. þriðjudaginn 13. júlí kl. 20 Tónlist eftir Snorra Sigfús Birgisson Leikin af höfundi Aðgangseyrir kr. 500_ Mannspekifélagið bindingu koltvísýrings úr andrúms- lofti og næringarefnahringrásir. Nánar tiltekið er hún að kanna hæfni lerkis, furu og íslenska birkisins (tegundir sem allar hafa mismunandi einkenni með tilliti til laufforms og laufaldurs) til að safna og varðveita kolefni innan vistkerfisins, auk áhrifa þessara tegunda á hringrásir næringarefna. Um er að ræða grunnrannsóknir á kolefnisferlum, kolefnisbindingu og næringarefnahringrásum. Auk þess hefur verkefnið bæði skógræktar- legt og náttúruverndargildi, þar sem könnuð er hæfni íslenskra vistkerfa á bindingu koltvísýrings úr and- rúmslofti og hvernig hugsanlega mætti hafa áhrif á þau ferli. Verkefnið gefur einnig upplýsing- ar um raunveruleg líf- og jarðefna- fræðileg áhrif bæði innlendra og er- lendra trjátegunda á íslensk vist- kerfi. Að sögn Ragnhildar hafa þess- ar trjátegundir, sem rannsakaðar eru í verkefninu, sýnileg áhrif á bæði kolefnisupptöku og hringrásir ým- issa næringarefna. Fyrstu niðurstöður benda til ótví- ræðra áhrifa þessara tegunda á efna- fræði jarðvegsvatns. Niðurstöðurnar koma til með að birtast á Alþjóðlegri jarðefnafræðiráðstefnu, sem haldin verður í Reykjavík í ágúst á þessu ári. Um íslenska birkiskóga Þegar Brooke Parry kom til Is- lands í fyrsta sinn á síðasta ári hreifst hún af þeim eldmóði og krafti sem settur hefur verið í skógrækt á íslandi á síðustu áratugum. Brooke segir ísland geta verið fyrirmynd MENNTUN Morgunblaðið/Anna Ingólfs RAGNHILDUR Sigurðardóttir og Brooke Parry í Hallormsstaðaskógi. annarra þjóða, sem tapað hafa miklu af skóglendum sínum, í landgræðslu- skógrækt. Ahugasvið Brooke liggur í því að rannsaka íslensku birkiskógana. Hún telur íslenska birkið ekki ein- ungis hafa mikið náttúruverndar- gildi, heldur einnig vera áhugaverða tegund til vísindarannsókna. Vegna þess hve íslensku birkiskógamir hafa orðið fyrir miklu áreiti (t.d. vegna óhagstæðra loftslagsskilyrða og einnig fyrri og núverandi land- notkunar), gætu þeir verið gott dæmi um hvemig norðlægir skógar geta bmgðist við áreiti og áföllum. Ennfremur, þar sem íslensku birki- skógamir eru einfaldir að tegunda- samsetningu, auðveldi það mjög at- huganir á áhrifum þeirra þátta sem valdi áreiti á skógarplöntur. Brooke telur að norðlæg vistkerfi, eins og á íslandi, gætu verið þau fyrstu sem verða fyrir áhrifum frá hnattrænum umhverfisbreytingum, eins og til dæmis gróðurhúsaáhrif- um. Jaðarsvæði eins og efri skógar- mörk eru talin sérlega viðkvæm fyr- ir þessum umhverfissveiflum og hef- ur Brooke áhuga á að beina rann- sóknum sínum að þeim. Brooke, sem áður stundaði rann- sóknir í næsthæstu skógum heims (Eucalyptus-skógum í Astralíu) er nú komin til íslands til að rannsaka jaðarsvæði ó einhverjum lágvöxn- ustu skógum jarðar. Aukin menntun - fleiri möguleikar NÁMSFLOKKAR Hafnar- íjarðar og Flensborgarskól- inn hafa tekið höndum saman um að efla símenntun - full- orðinsfræðslu frá og með haustinu 1999. Væntanlega munu fleiri skólar og fræðslu- stofnanir koma þar að á næstu árum, segir í fréttatil- kynningu frá Miðstöð sí- menntunar í Hafnarfírði. Fyrstu skrefín verða stigin með því að þessir aðilar bjóða sameiginlega upp á námskeið og flétta þannig saman nýjum og gömlum námskeiðum til að auka íjölbreytni og mögu- leika nemenda. Veturinn 1998-99 stunduðu á sjöunda hundrað manns nám á vegum þessara aðila svo það er stór hópur sem sinna þarf. Að auki var stór hópur á öðrum námskeiðum innan eða utan Hafnarfjarð- ar. Mikilvægi símenntunar er gríðarlegt. Þær breytingar sem eru að eiga sér stað í at- vinnulífínu og samfélaginu kalla í æ ríkari mæli á endur- menntun. Stöðug menntun og þjálfun er því svar við þeim kröfum sem gerðar eru til einstaklingsins í samfélagi framtíðarinnar. Námskeið þau sem í boði verða á hverjum tíma verða haldin víða um bæinn en meg- inaðsetur starfseminnar verð- ur fyrst um sinn í Flensborg- arskólanum. Þar er ágæt að- staða til náms, bæði í bók- námi og verk- og listnámi, og gott bókasafn jafnframt því sem verið er að tölvuvæða skólann þannig að hann svari ýtrustu kröfum á sviði mennt- unar. Stofnanir, atvinnurekend- ur, verkalýðsfélög og önnur félagasamtök eru minnt á að auðvelt er að koma á laggirn- ar námskeiðum í nánast hverju sem er, enda bæði að- staðan fyrir hendi sem og kennarar og leiðbeinendur með fjölbreytta menntun og bakgrunn. Með í ferðalagið Á öllum upplýsingamiðstöðvum og í söluturnum víða um land er hægt að fá Sumarferðir ‘99, ferðahandbók Morgunblaðsins. Taktu handbókina með í ferðalagið!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.