Morgunblaðið - 13.07.1999, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 13.07.1999, Blaðsíða 48
48 ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens OUR TEACHER 15 MAD AT ME BECAU5E I FELL A5LEEP WHILE 5HE WA5 READINö U5 A 5TORY vr Kennslukonan okkar er reið út í mig En ég lærði að minnsta kosti dálítið.. Maður á alltaf að sitja á aftasta bekk.. því að ég sofnaði á meðan hún var að lesa sögu fyrir okkur.. BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Osmekklegiir áróður Sláturfélags Suðurlands Frá Sigmari Þór Sveinbjörnssyni: ÞAÐ ER með ólíkindum að fyrirtæki eins og Sláturfélag Suðurlands skuli með afar ósmekklegri auglýsingu matvæla vera með rætinn áróður á einstakling og reyndar alla Vest- mannaeyinga. Á ég þar við auglýs- ingu SS á pylsum frá fyrirtækinu þar sem verið er að leika Arna John- sen alþingismann á niðurlægjandi hátt. Ekki veit ég hvort Árni hefur gert eitthvað á hlut þessa fyrirtækis, fmnst það fremur ólíklegt. Líklegra er að þarna séu pólitískir andstæð- ingar Ama að misnota aðstöðu sína á ruddalegan hátt. Ég þekki Árna Johnsen alþingismann vel og af engu öðru en góðu, þess vegna skil ég ekki þennan áróður Sláturfélagsins, áróð- ur sem frekar má túlka sem pólitísk- ar ofsóknir frekar en matarauglýs- ingar. Árni er mikill húmoristi sjálf- ur og hann kann manna best að taka gríni, en þama er að mínu viti gengið of langt og ég sé ekki tilganginn, veit reyndar að margir em mér sam- mála. Manni dettur í hug að Slátur- félag Suðurlands hefði verið nær að bæta ímynd sína með því að auglýsa á ný upp lifrarpylsuna, þar sem sal- an á henni hlýtur að hafa dottið nið- ur eftir að SS þurfti að innkalla heilu tonnin af þessum mat vegna þess að það fundust einhver járnstykki, varahlutir eða aðskotahlutir í matn- um. Ég var einn af þeim sem þurfti að gera mér ferð til að skila lifrar- pylsu frá SS, og ég keypti mér ekki aðra og mun ekki gera það í nánustu framtíð. Það era bæði gömul sannindi og ný að duglegir og drífandi menn eins og Ami Johnsen eru oft umdeildir, sérstaklega af þeim sem engu nenna og engu koma í verk. Þeir sem þekkja Árna vita að hann hefur þann ágæta eiginleika að fá hugmyndir og koma þeim í framkvæmd, annað- hvort sjálfur eða með því að virkja þá sem í kringum hann era. Hann er einnig alltaf boðinn og búinn að hjálpa þeim sem leita til hans. Þess vegna er hann vinsæll meðal þeirra sem hann þekkja, og sjálfsagt óvin- sæll eins og dæmin sanna hjá póli- tískum andstæðingum, sérstaklega þeim sem ekki þora né geta haft framkvæðið í nokkram málum. Margt gæti ég talið upp sem Árni hefur beitt sér fyrir að koma í verk, annaðhvort sjálfur eða með hjálp annarra, en læt það vera að sinni. SIGMAR ÞÓR SVEINBJÖRNSSON, Heiðarhjalla 15, Kópavogi. Viðbjóður og smán til sölu! Frá Nils Gíslasyni: NÝVERIÐ heyrði ég sagt frá því að verið sé að vinna að því að lyfta á stall einni mestu smán sem framin hefur verið á Islandi, og gera hana að söluvöru til ferðamanna. Það galdrafár sem kom yfír þjóð- ina á sautjándu öldinni er ekki til að minnast með stolti. Það er ótrúlegt að hægt sé að safna saman hópi manna og egna fyrir þá með gróða- fíkn þannig að þeir sjái ekkert at> hugavert við að nota smán þjóðar- innar sem söluvöra. Þjáningar og miskunnarleysi, ótti og angist þeirra sem þurftu saklaus að mæta hræðilegum dauðdaga dæmd af þeim sem áttu að sjá um andlega og líkamlega velferð þeirra er meiri en verður með orðum lýst. Glæpir sem valdamenn þjóðarinnar og kirkjunnar frömdu á þessum tíma eru slíkir að ég fyrirverð mig fyrir að vera landi þeirra. Nú á að fara að skemmta skrattanum aftur með því að hampa þessum atburð- um í stað þess að halda iðrunar- og minningarathöfn með bænum um að slíkir atburðir eða aðrir skyldir þeim komi ekki fyrir aftur. Það mundi lýsa þroska og réttri breytni ef núverandi fulltrúar þeirra sem stóðu að þessum glæp- um stofnuðu til athafnar þar sem þeir bæðu Guð og þjóðina fyrir- gefningar á atburðum þessum. Mér skildist á fréttinni að setja eigi á svið galdraathafnir til að laða að ferðamenn. Ég vil benda á að galdrar eru ekkert grín. Það er til ólánsfólk sem hefur villst til að til- biðja djöfulinn. Þeir sem vilja leggja honum lið með því að standa fyrir athöfnum sem upphefja völd myrkursins bæta sér sjálfkrafa í hóp þann sem gefa sig djöflinum. Ég endurtek: Galdrar eru ekkert grín. Ég geri mér ljóst að það er auð- velt að gera bara grín að þessum hlutum en fyrir það fólk sem þjáðist og dó hræðilegum dauðdaga var þetta dauðans alvara. Það voru yfír 20 einstaklingar sem voru brenndir á báli á um 60 ára tímabili, það er ekkert grín, það er ekki til að hefja á stall, það var og verður eilíf smán. NILS GÍSLASON, hönnuður Skógarhlíð 35, Akureyri. „Húsið“ í Hnífsdal Frá Steingrími St.Th. Sigurðssyni: PÁLSHÚS heitir húsið - byggt 1897. Fjórar hæðir og er stórt. Stendur í Brekkunni undir Búðar- hyrnu. Þetta er afspyrnuglæsilegt hús, sem lætur þó lítið yfir sér. Páll Halldórsson, langafi Her- manns Skúlasonar hafnarstjóra á ísafirði, er maðurinn sem lét reisa þetta sérstæða hús. Fjórar kynslóðir hafa búið í Pálshúsi, eða allar götur frá því 1897 til ársins 1994. Nú síðast hefur hafnarstjórinn og íyrram kapteinn, Hermann Skúla- son, ástundað undanfarið ár að við- halda þessu merkilega húsi. Hann gerir það einn - segir hins vegar það sé hollt fyrir sig vegna aðalstarfs, sem felst í því að líta eftir fjórum höfnum í Isafjarðarbæ. Það vill svo til, að sá, sem þetta skrifar, var aðnjótandi þess heiðurs að fá að skoða slotið nýverið - og hreifst. STEINGRÍMUR ST.TH. SIGURÐSSON, listamaður. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.