Morgunblaðið - 13.07.1999, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚLÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Ráðherra segir að lög um atvinnuréttindi útlendinga verða endurskoðuð
Áður verið bent á tengsl fíkni-
efna og nektardansmeyja
í LÖGUM um atvinnuréttindi út-
lendinga er gert ráð fyrir að
ákveðnar starfstéttir séu undan-
þegnar kröfum um atvinnuleyfi
vegna vinnu í allt að fjórar vikur á
ári. Hingað tU hafa erlendar nektar-
dansmeyjar fallið undir þessa und-
anþágu. I kjölfar mála sem sýna
tengsl fíkniefnainnflutnings og
nektardansmeyja hefur verið
ákveðið að endurskoða lögin.
Karl Steinar Valsson aðstoðaryf-
irlögregluþjón segir að lögreglan í
Reykjavík hafi fyrir ári lýst yfir
áhyggjum sínum við félagsmála-
ráðuneyti um að nektardansmeyjar
féllu undir þessa undanþágu. Lög-
reglan hafi haft vísbendingar um
tengsl starfsemi þeirra og fíkniefna-
innflutnings og síðan hafi komið í
ljós þrjú til fjögur mál sem sýni
fram á þetta, nú síðast innflutning-
ur þúsund e-taflna, sem sagt var frá
nú um helgina.
Tímabær endurskoðun
„Við vorum mjög ósáttir við þessa
túlkun laganna og gleðjumst yfir
því að þau verði endurskoðuð. Vita-
skuld hefði verið betra ef ekki hefði
þurft þessi mál til. Ég get bætt því
við að við höfum líka gert athuga-
semd við embætti skattstjóra vegna
skattamála þessara stúlkna, en við
teljum þau vera í ólestri.“
„í ljósi mála undanfarið virðist
vera að rísa hér upp skemmtanaiðn-
aður sem ekki er hreinlegur og því
tímabært að endurskoða undanþág-
ur laga um atvinnuréttindi útlend-
inga og þá túlkun laganna að nekt-
ardansmeyjum sem heimilt að
dvelja hér í fjórar vikur á þeim for-
sendum að þær séu listamenn,“ seg-
ir Páll Pétursson félagsmálaráð-
herra.
Páll segir að hann hafi haft sam-
band við Vinnumálastofnun og muni
á næstunni hafa samband við dóms-
málaráðuneytið, útlendingaeftirlitið
og menntamálafáöuneytið til að
endurskoðunin geti hafist.
Gissur Pétursson, forstöðumað-
ur Vinnumálastofnunar, lýsir yfir
ánægju sinni með vilja félagsmála-
ráðherra til að endurskoða lögin.
„Við þurfum að finna eitthvert
ferli sem samræmist betur lögum
og rétti því auðvitað hafa menn
áhyggjur af því að starfsemi nekt-
ardansmeyjanna fylgi fíkniefni.
Það mætti hugsa sér einhvern
milliveg milli ástandsins eins og það
er nú, þegar raunverulega eru eng-
ar kröfur gerðar til þeirra um at-
vinnuleyfi og þeirra krafna sem eru
settar þegar fólk sækir um atvinnu-
leyfi með eðlilegum hætti. í þessu
samhengi mætti líta til lagasetning-
ar nágrannalandanna þar sem eru
gefin út atvinnuleyfi til skemmri
tíma,“ sagði Gissm'.
Beint úr
þotunni í
Piper Cub
TVÆR eins hreyfils smáflugvél-
ar tóku á móti Hilmari Berg-
steinssyni flugstjóra er hann
lenti Boeing 737-400-þotu Flug-
leiða á Keflavíkurflugvelli ný-
verið eftir síðustu ferð sína.
Hilmar lét þá af störfum vegna
aldurs en hann er fyrsti flug-
stjórinn hjá Flugleiðum sem
hélt áfram til 65 ára aldurs eft-
ir að reglugerð var breytt fyrir
tveimur árum.
Félagar Hilmars í flugklúbbn-
um Þyt, þeir Tómas Dagur
Helgason og Jón Einarsson, báð-
ir flugstjórar hjá Flugleiðum,
héldu á móti Hilmari í Piper
Cub- og Super Cub-flugvélum
klúbbsins. Lentu þeir síðan á
undan þotunni og saman óku
vélamar þijár að flugstöðinni.
Þegar Hilmar hafði lokið skyld-
um sínum sem flugsljóri settist
hann upp í Piper Cub-vélina og
flaug henni í bæinn en á slíka
vél lærði hann á sínum tíma.
Hilmar segist hafa verið
ákveðinn í því að reyna að
halda áfram í starfi sínu þegar
hann varð 63 ára en einmitt um
þær mundir voru íslensk flug-
málayfirvöld að samþykkja
breytingu á reglugerð sem
heimilaði flugmönnum tveggja
ára framlengingu eins og mörg
önnur Evrópulönd. „Ég var í
sumarfríi um það leyti sem ég
varð 63 ára og eftir það var
iiioi guiunauio/ ivai í ± í ujjpjc
HILMAR Bergsteinsson stendur við Piper Cub-vél Þyts og í baksýn er TF-FIA, þotan sem Hilmar fór í síð-
ustu ferð sína sem flugstjóri hjá Flugleiðum. Þetta er fyrsta þotan af gerðinni 737-400 sem Flugleiðir fengu.
ástæðu til að hætta þótt þessum
aldri væri náð,“ sagði Hilmar.
Rólegheit framundan
Hilmar hefur flogið ýmsum
flugvélategundum og þegar
þotuöldin gekk í garð á Islandi
flaug hann lengi DC-8-þotunum
meðan þær voru í notkun og síð-
an 757-200-þotunni og síðan 737-
400-þotu. „Eg fór á 737-þotuna
meðal annars vegna þess að flug-
menn mega ekki fljúga til Banda-
ríkjanna eftir sextugt og þess
vegna nýtumst við ekki svo vel
þar sem 757-þotumar em í
Bandarílgaflugmu," sagði Hilm-
ar og sagði rólegheit framundan.
„Við félagarnir í Þyt hittumst
reglulega og tökum einn hring
þannig að ég hætti svo sem ekki
alveg að fljúga þótt starfinu hjá
Flugleiðum ljúki,“ sagði hann
að lokum.
HÉR er Hilmar við stýrið á Piper Cub-vél Þyts en á slíkri vél lærði
hann flugið á sínum tíma. Eftir síðustu ferð sína sem þotuflugstjóri
flaug Hilmar litlu vélinni í bæinn ásamt Tómasi Degi Helgasyni.
reglugerðin komin í gildi og ég
fékk að halda áfram enda vildi
ég það gjarnan þar sem ég er
heilsuhraustur og sá enga
Varúðar-
lending á
Húsafelli
TVEGGJA hreyfla flugvél,
TF-GTM, af Partinavia-gerð,
lenti á Húsafellsflugvelli kl.
fjögur á laugardag. Talið er að
flugvélin hafi lent í miklum
mótvindi og verið orðin bens-
ínlítil en ekki bensínlaus eins
og komið hefur fram í fjölmiðl-
um. Tveir voru um borð í flug-
vélinni, flugmaður og farþegi,
og sakaði hvorugan.
Hjá rannsóknarnefnd flug-
slysa fengust þær upplýsingar
að hún myndi ekki taka málið
til rannsóknar og því hefði
verið vísað til Flugmálastjórn-
ar. Að mati starfsmanns
nefndarinnar var ekki um
nauðlendingu að ræða, heldur
varúðarlendingu, þar sem vél-
in var ekki orðin bensínlaus.
Pilturinn sem réðst á
konu í Fossvogi
Gaf sig fram
við lögreglu
PILTUR, sem lýst var eftir í
síðustu viku vegna grófrar lík-
amsárásar i Fossvogi, gaf sig
fram við lögreglu á laugardag-
inn. Lögregla telur málið að
fullu upplýst.
Pilturinn, sem er nýorðinn
16 ára, á við andlega vanheilsu
að stríða. Læknir hans áttaði
sig á því um hvem væri að
ræða af fréttaflutningi um
árásina og hafði samband við
piltinn. Hann viðurkenndi
verknaðinn og gaf sig fram við
lögreglu í fylgd foreldra sinna.
Maðurinn var lagður aftur
inn á geðdeild að yfirheyrslum
loknum.
Sluppu ómeidd
er sjónvarps-
tæki féll á börn
TVÖ BÖRN sluppu með
minniháttar meiðsl þegar
sjónvarpstæki féll á þau á
laugardaginn. Atvikið átti sér
stað í leikherbergi í verslun
Hagkaups við Smáratorg.
Ellefu ára drengur meiddist
í öxl og fimm ára stúlka hrufl-
aðist á hné, en slysið varð þeg-
ar barn klifraði upp í hillu sem
gaf sig undan þunganum.
Fólagsmálaráðherra braut jafnróttislög, að mati úrskurðarnefndar jafnróttismála
Er undrandi a
úrskurðinum
Harður
árekstur í
Þjórsárdal
JEPPI OG fólksbíll skullu saman á
Þjórsárdalsvegi, við Sundlaugar-
veg, á laugardag. Tildrög slyssins
voru þau að fólksbíllinn tók framúr
vöruflutningabfl og lenti þá framan
á jeppanum. Við áreksturinn
kviknaði í fólksbílnum og kom
slökkvilið Gnúpverjahrepps til að
slökkva eldinn. Jeppann var hægt
að keyra af slysstað.
Fjórir hlutu meiðsl í árekstrin-
um og voru fluttir á sjúkrahúsið á
Selfossi. Tveir, sem voru taldir
hvað mest slasaðir, voru fluttir
áfram á Sjúkrahús Reykjavíkur.
Upplýsingar um líðan þeirra voru
ekki tiltækar þegar haft var sam-
band við Sjúkrahús Reykjavíkur
og Landspítala í gær.
PÁLL Pétursson félagsmálaráð-
herra segist ekki vera samþykkur
úrskurði kærunefndar jafnréttis-
mála sem komst að þeirri niður-
stöðu í úrskurði tveggja kærumála
að félagsmálaráðherra hefði átt að
ráða kærendur, tvær konur, í stöðu
framkvæmdastjóra Svæðisskrif-
stofu málefna fatlaðra í Reykjavík
fremur en karlmann þann sem ráð-
inn var.
Konumar óskuðu eftir því í októ-
ber og nóvember sl. að kærunefnd-
in kannaði og tæki afstöðu til þess
hvort ráðningin bryti gegn ákvæð-
um jafnréttislaga. í niðurstöðum
úrskurðanna tveggja segir að
hæfni umsækjendanna hafi í báð-
um tilvikum verið mjög svipuð
hæfni karlmannsins sem ráðinn
var og því hafi félagsmálaráðherra
átt að hafa hliðsjón af jafnræðis-
reglu jafnréttislaga við ráðning-
una. Eingöngu tveir af sjö fram-
kvæmdastjórum svæðisskrifstofa
málefna fatlaðra séu konur, og því
hafi félagsmálaráðherra borið að
ráða kærendur í stöðuna, fremur
en þann sem ráðinn var.
Reynsla af sveitar-
stjórnarmálum vó þungt
„Ég er undrandi á þessum niður-
stöðum kærunefndarinnar og ekki
samþykkur þeim forsendum sem
hún gefur sér, né þeirri niðurstöðu
að umsækjendur séu jafn hæfír,“
sagði ráðherra í samtali við Morg-
unblaðið. „Ég bendi einnig á að
nefndin tekur ekkert tillit til þess
að málefni fatlaðra verða færð til
sveitarfélaganna og þar hefur sá
umsækjandi sem ráðinn var í stöð-
una mikla reynslu sem nýtast mun
í starfinu."
I úrskurðunum er fjallað um
menntun og starfsreynslu kærenda
og þess sem hlaut stöðuna og segir
að félagsmálaráðherra hafi við
ráðninguna gefið rekstrar- og
stjómunarþætti of mikið vægi á
kostnað almennrar menntunar,
sérmenntunar og fagþekkingar en
kærendur þykja standa framar
þeim sem ráðinn var á þessum
sviðum.
Næg fagleg þekking
fyrir hendi
Páll segist vera ósamþykkur
þessu, ekki megi draga úr vægi
reynslu á sviði rekstrar og stjórn-
unar. „Það er ákaflega mikilvægt í
ríkisrekstri að haldið sé utan um
almannafé, þarna er velt gífurleg-
um fjármunum og við verðum að
gera vel við okkar skjólstæðinga af
takmörkuðum efnurn."
Félagsmálaráðherra segist ekki
draga í efa að margir umsækjend-
anna hafi meiri menntun og reynslu
í því að vinna með og fyrir fatlaða.
„A Svæðisskrifstofunni er hins veg-
ai- margt fólk sem hefur mikla fag-
lega þekkingu og vantar því ekki
upp á þann þáttinn. Það sem vantaði
að mínu mati var fremur reynsla af
rekstri og sveitarstjómarmálum."