Morgunblaðið - 13.07.1999, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚLÍ 1999
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Enn hallar
undan fæti
hjá Milosevic
Andóf færist úr þéttbýli yfir í dreifbýli
Kikinda, Washingdxin. AFP, The Daily Te- legraph.
UM fimm þúsund manns mótmæltu
ríkisstjóm Serbíu og kröfðust af-
sagnar Slobodans Milosevic Jú-
góslavíuforseta í Kikinda, í Vojvod-
ina við landamæri Ungverjalands sl.
sunnudag. Mótmælin voru, líkt og
þau sem haldin hafa verið annars
staðar í Serbíu sl. daga, skipulögð af
Bandalagi lýðræðisflokka í Vojvod-
ina og Samtökum um breytingar
sem eru regnhlífarsamtök stjómar-
andstöðuflokka Serbíu.
„Skiiaboðin em skýr, Milosevie
verður að víkja frá,“ sagði Slobodan
Vuksanovic, varaforseti Lýðræðis-
flokksins. Mótmælin fóm að mestu
friðsamlega fram utan er til nokk-
urra ryskinga kom er andstæðingar
Milosevics köstuðu tómötum í
nokkra stuðningsmenn forsetans
sem mættu á fundinn.
„Mikil grimmdarverk hafa verið
framin í okkar nafni og við höfum
þurft að þjást mikið. Milosevic þarf
að gjalda fyrir það, því þá aðeins
mun Serbía eiga sér framtíð," sagði
Milan Protic stjómarandstæðingur.
Einnig komu um fimmtíu liðs-
menn hersins saman um helgina í
heimabæ þeirra, Vranje um 270 km
suðaustur af Belgrad, og kröfðust
þess að þeim yrðu borguð laun fyrir
herþjónustu meðan á loftárásum
Atlantshafsbandalagsins (NATO) á
Júgóslavíu stóð.
Tími Milosevics liðinn?
„Þó svo að serbneskur almenn-
ingur hafi áður mótmælt leiðtoga
sínum [Milosevic] bera mótmælin
síðustu misseri með sér nýjan blæ. I
þetta skiptið mun Slobodan Milos-
evic fara frá völdum.“ Þetta skrifar
serbneskur baráttumaður fyrir
mannréttindum og greinahöfundur í
The Wall Street Joumal.
Andstætt því sem hingað til hefur
verið eru það Serbar sem búa í
Dömuhjól ájrábœru verði
Scott-Giant-Eurostar-Diamond-Bronco
3 gíra með fótbremsu, graent eða rautt kr. 27.900, stgr. 26.505
7 gira með fótbremsu, vínrautt kr. 35.900, stgr. 34.105
21 gíra, mjög vel útbúin, verð ffá kr. 24.900, stgr. 23.655
21 g/ra með brettum og bögglabera (mynd) kr. 27.900, stgr.
kr. 26.505, karfa kr. 1.150
Ármúla 40
5 % Staðor. afsláttur. Símar: 553 5320
568 8860
Hjólin eru afhcnt tilbúin, vandlcga stillt
og samsett. Árs ábyrgð og frí upphersla.
Iferslunin
Ein stærsta sportvöruverslun landsins
ymn
Reuters
LOUISE Arbour, yfirsaksóknari Stríðsglæpadómstóls Sameinuðu
þjóðanna, kom til Skopje í Makedóníu í gær. Hún sagði sönnunar-
gögn um stríðsglæpi í Kosovo vera að hrannast upp, sem m.a. styddu
þær ákærur sem gefnar hefðu verið út á hendur Milosevic forseta.
dreifbýli sem haldið hafa í mótmæli
gegn Milosevic sl. vikur og krafist
afsagnar hans. Því virðist sem fokið
sé í flest skjól fyrir forsetanum þar
sem hann hefur sótt hvað mest fylgi
til þessa fólks í valdatíð sinni.
Fyrstu skipulögðu fjöldamót-
mælin gegn Milosevics áttu sér
stað í mars árið 1991 í Belgrad,
höfuðborg Serbíu. Þá mótmæltu
námsmenn í höfuðborginni sumarið
1992, en fjöldi óbreyttra borgara
slóst þá í hóp þeirra. Einnig má
nefna þau mótmæli sem oftast er
vísað til í umfjöllun í dag, sem Vuk
Draskovic, ásamt öðrum stjómar-
andstæðingum, leiddi veturinn
1996-7, en þau stóðu yfir í þrjá
mánuði.
Serbar hafa því ekki setið að-
gerðalausir gegn leiðtoga sínum
þau tíu ár sem hann hefur verið við
völd, en að mati fyrmefnds höfund-
ar, sem ekki vill láta nafns síns get-
ið, em þessi mótmæli annars eðlis
enjjau sem eiga sér stað í dag.
Ibúar Belgrad hafa búið við mun
betri kost en landsbyggðarfólk og
hafa til að mynda haft aðgang að
óháðum fjölmiðlum, ólíkt þeim síð-
amefndu. Þá hafa höfuðborgarbúar
ekki búið við rafmagnsleysi og eins
þröngan kost og landsbyggðarfólkið
hefur gert síðasta áratug.
Kröfur um afsögn Milosevics
koma nú frá fólki úr þorpum og
bæjum sem von bráðar mun, ef
fram heldur sem horfir, vart eiga til
hnífs og skeiðar. Þetta fólk hefur
um langa hríð ekki fengið greidd
laun og hefur horft á eftir fjölda
karlmanna sem misst hafa lífið í
átökum á Balkanskaga, nú síðast
við NATO. Landsbyggðarfólk er því
orðið leitt á vosbúð og ástvinamissi
og krefst þess að efnahagur lands-
ins verði réttur við áður en hung-
ursneyð tekur við.
Mótmæli höfuðborgabúa hafa
hins vegar beinst meir að því að
koma Serbíu í samfélag með öðram
Evrópuþjóðum, að breytingar í átt
til lýðræðis eigi sér stað en ekki að
fólk hafi í sig og á. Með loftárásum
NATO hafa kjör landsbyggðarfólks
versnað enn frekar þar sem verk-
smiðjur í bæjum og þorpum hafa
verið jafnaðar við jörðu og skilið
fjölda manns eftir án atvinnu. Fólk
hefur því litlu að tapa.
Það hefur að mati sérfræðinga
öðlast aukinn kjark því ef það gat
lifað af árásir frá váldamestu her-
veldum heims, hlýtur það að lifa af
mótmæli gegn Milosevic. Þetta, auk
mótmæla stjómarandstöðunnar,
þótt ósamleit sé, auk yfirlýsingar
serbnesku rétttrúnaðarkirkjunnar
sem krefst þess að Milosevic segi af
sér, er talið merki um að mótmælin
á landsbyggðinni komi til með að
bera tilætlaðan árangur.
*
Utför Kosovo-Albaiia er féllu fyrir skotum friðargæsluliða
Ættingjar bera ekki
kala til hermannanna
Koma rússneskrar hersveitar vekur andstöðu
Pristina, Belgrad, Kosovska Kamenica. AFP, Reuters.
LIÐSMENN Frelsishers Kosovo
(UCK) og ættingjar og aðstandend-
ur bára á sunnudag tvo Kosovo-Al-
bana sem skotnir vora til bana í
Pristina af breskum friðargæslulið-
um 3. júlí sl., til grafar.
Sorgmæddir ættingjar mannanna
sögðust ekki bera kala til friðar-
gæsluliðanna bresku og sögðu að
um óhapp hefði verið að ræða. Her-
mennimir hefðu verið hræddir um
líf sitt og því skotið að mönnunum,
sem höfðu hleypt af skotum er
hundrað manna höfðu safnast sam-
an í miðborg Pristina til að fagna
óopinberum sjálfstæðisdegi
Kosovo-Albana.
Yfir 300 Kosovo-Albanar fylgdu
mönnunum til grafar og stóðu liðs-
menn UCK heiðursvörð á meðan á
athöfninni stóð. „Skotið var óhapp,“
sagði ættingi annars fórnarlambs-
ins, Shemsi Dudis. „Bretamir eru
ekki hér til að ógna okkur. Þeir era
hér okkur til vemdar." Sagði liðs-
foringi í UCK á sunnudag að engin
eftirmál yrðu vegna atviksins af
hálfu Frelsishersins og að hann
teldi það ekki mundu hafa áhrif á
samskipti UCK og KFOR.
Bresk hermálayfirvöld hafa hins
vegar lýst því yfir að hermennirnir
geti átt morðákæra yfir höfði sér ef
þeir verði fundnir sekir um að hafa
skotið án tilefnis. Talsmaður hers-
ins sagði í viðtali við AFP á sunnu-
dag að rannsókn hefði hafist á at-
vikinu og að ekki væri fyrirséð hver
niðurstaðan yrði.
Samkvæmt yfirmönnum breska
friðargæsluliðsins í Kosovo skutu
friðargæsluliðamir að mönnunum í
sjálfsvöm eftir að þeir hleyptu af
skotum þar sem þeir stóðu ofan á
bifreið, fagnandi. Breska blaðið
Independent sagði hins vegar í frétt
sinni á sunnudag að fólk sem hefði
verið nærri, segði að friðargæslulið-
amir hefðu skotið á mennina úr vél-
byssum og veitt bifreið þeirra eftir-
för.
Þá var því haldið fram í frétt
blaðsins að Sameinuðu þjóðimar
myndu ákæra hermennina fyrir
skotárásina. Bresk hermálayfirvöld
og Sameinuðu þjóðirnar hafa harð-
neitað þessu og segja Bretar að slík
mál heyri alls ekki undir lögsögu
Sameinuðu þjóðanna.
Rússnesk friðargæslusveit
kemur til Kosovo
Rússnesk friðargæsluhersveit,
áttatíu hermenn alls, kom til
Kosovo-héraðs á sunnudag og setti
upp stjómstöð í útjaðri bæjarins
Kosovska Kamenica sem er á
gæslusvæði Bandaríkjanna. Sveitin
er sú fjölmennasta sem Rússar hafa
sent tÚ héraðsins til þessa, að her-
sveitinni á flugvellinum í Pristina
undanskilinni.
Rússarnir munu deila aðstöðu
með bandarískum hersveitum í
Kosovska Kamenica og sagði tals-
maður Bandaríkjahers að sameigin-
legar aðgerðir sveitanna myndu
hefjast innan skamms.
Hafa menn talsverðar áhyggjur
af því að koma Rússanna kunni að
ýfa upp sár og ýta undir tortryggni
milli Kosovo-Albana og Serba í hér-
aðinu þar eð Rússar era taldir
draga taum Serba. Hafa leiðtogar
UCK t.a.m. lýst því yfir að þeir líti á
rússneskar friðargæslusveitir sem
vissa ögran við sig.
Er hersveitin kom til Kosovska
Kamenica á sunnudag fjölmenntu
um 8.000 Kosovo-Albanar á aðal-
götu bæjarins og mótmæltu komu
þeirra. Báru böm skilti sem á var
letrað: „Við viljum enga Rússa til
Rahovac. Við viljum NAT0.“
Rússar hafa hins vegar neitað því
að þeir muni mismuna fólki eftir
þjóðemi. Alexander Markov, yfir-
maður herdeildarinnar, sagði í við-
tali við Daily Telegraph á sunnudag
að eina hlutverk sinna manna væri
að sinna friðargæslustörfum. „Við
munum aðstoða allt fólk. Geram við
engan greinarmun á því hvort það
sé af serbnesku eða albönsku bergi
brotið.“
Gerið verðsamanburð
(JAjva! af hellum og
steinum í innkeyrslur,
stéttir, stíga, sólpalla afl.
Jón Hákon Bjarnason
skrúðgarðyrkjumeistari
veltlr faglega ráðgjöf við
val á vorum og útfærslu
þinna hugmynda.
0
HELLUSTEYPA JVJ
Vagnhöfða 17 • 112 Reykjauík
Sínti: 5872222 • Fax: 587 2223
Sendum hvert á land sem er
sala@hellusteypa.is
■