Morgunblaðið - 13.07.1999, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 13.07.1999, Blaðsíða 10
MORGUNBLAÐIÐ 10 ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚLÍ 1999 FRETTIR Viðbrögð íbúa Grjótaþorps við vínveit- inga- og skemmtanaleyfí Hlaðvarpans Nýr sendi- herra Banda- ríkjanna á Islandi CLINTON Bandaríkjaforseti hefur tilkynnt þá ætlan sína að útnefna nýjan sendiherra á íslandi. Er það frú Barbara J. Griffíths, sem síð- ustu árin hefur verið aðstoðarfram- kvæmdastjóri viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins. Hún tekur við af núverandi sendiherra Banda- ríkjanna, Day Olin Mount, sem hér hefur starfað síðustu árin. Áður en Barbara J. Griffíths tók við núverandi stöðu starfaði hún hjá sendiráði Bandaríkjanna í Seoul í Suður-Kóreu og árin 1990 til 1995 starfaði hún að sovéskum og rúss- neskum málefnum í sendiráði Bandaríkjanna í Moskvu. Barbara J. Griffiths er fædd í New Jersey og lauk BA-prófi í hag- fræði frá Montclair-háskólanum í New Jersey og MA-prófi frá háskól- anum í Connecticut. Maður hennar er David Marion Schoonover en hann er sérfræðingur í landbúnað- arráðuneytinu. Tímabund- inn ósigur rúnu borgarstjóra finnst ástæðulaust að við séum yfirleitt að opna munn- inn og Karl Steinar Valsson aðstoð- aryfirlögregluþjónn kveðrn’ okkur þjást af heyrnarbilun," segir Oddur og skírskotar til ummæla þeirra í Morgunblaðinu sunnudaginn 11. maí. „Þetta leyfi er náttúrlega sorgar- saga og ég trúi ekki öðru en það verði afturkallað,“ segir Oddur. Hann segist einnig vita að í fyllingu tímans muni Reykjavíkurborg standa með íbúum Grjótaþorps í því að leggja niður allt tónleika- og dansleikjahald í Hlaðvarpanum og loka nektardansstaðnum Erotic Club Clinton í eitt skipti fyrir öll. „íbúasamtökin munu halda áfram að berjast fyrir rétti sínum og ég trúi því að vínveitinga- og skemmtana- leyfi Hlaðvarpans sé einungis tíma- bundinn ósigur,“ segir Oddur. íbúasamtökin báðu um fund „Dansleikjahald inn í íbúahverfi gengur ekki upp og það getur aldrei náðst samkomulag um það,“ segir Sólveig Eggertsdóttir sem býr í Fischersundi örfáa metra frá Hlað- varpanum. Síðastliðinn fimmtudag sat hún fund ásamt Ragnheiði Þor- láksdóttur með stjórn Hlaðvarpans. Fundurinn var haldinn að ósk Ibúa- samtaka Grjótaþorps. „Við vildum skýra okkar málstað fyrir stjórnend- um Hlaðvarpans, og áttum von á ein- hverjum skilningi írá þeim,“ segir Sólveig. Fundurinn fór fram sama dag og Hlaðvarpinn fékk skemmt- analeyfið en að sögn Sólveigar kom það hvergi fram á fundinum. Upplýs- ingar þess efnis gætu þó hafa borist stjórn Hlaðvarpans eftir fundinn með íbúasamtökum Grjótaþorps. „Svo undarlega bar við að ein stjórn- arkona hélt því fram að ekki hefði verið sótt um skemmtanaleyfí af hálfu Hlaðvarpans," segir Sólveig. Island í 9. sæti á lista SÞ yfir lífsgæði í heiminum AP ÍSLAND er í 9. sæti á ljsta sem Sameinuðu þjóðirnar hafa birt þar sem metin eru lífsgæði í 174 löndum. í umfjöllun um listann kemur fram að þótt tækniframfarir auki lífsgæði fjölmargra víða um heim leiði þær einnig til þess að bilið milli ríkra og fátækra aukist. Richard Jolly, höfundur skýrsl- unnar, segir að þeir sem nota Netið séu í auknum mæli ungir, hvítir og vel menntaðir. í löndum á borð við Bangladesh kosti tölva jafnvirði átta ára launa, en í Bandaríkjunum svari verð á tölvu til meðalmánaðarlauna. í skýrslunni er einnig bent á að 80% allra heimasíðna á Netinu séu á ensku þótt aðeins einn af hverjum tíu tali ensku. Við mat á þjóðunum er m.a. tekið tillit til ráðstöfunartekna, ævilengd- ar og menntunar. Kanada er efst á listanum sjötta árið í röð en Noregur og Bandaríkin koma næst. Neðst á listanum eru 22 Afrikuríki. Jolly segir að þau 20% jarðarbúa sem hafi mestar tekjur hafi 74 sinn- um hærri laun en þau 20% sem lægst hafa launin. Þessi munur hefur meira en tvöfaldast frá árinu 1960. Listi SÞ lítur þannig út: 1. Kanada 6. Svíþjóð 2. Noregur 7. Ástralía 3. Bandaríkin 8. Holland 4. Japan 9. Island 5. Belgíá 10. Bretland. ÍBÚAR Grjótaþorps eru ósáttir við þá niðurstöðu borgarráðs að heimila Hlaðvarpanum að selja vínveitingar og hafa opið til klukkan þrjú um helgar. Leyfið fékkst síðastliðinn fimmtudag, og segjast þau Oddur Björnsson og Sólveig Eggertsdóttir íbúar Grjótaþorps forviða á þeirri niðurstöðu. „Við vorum búin að senda yfir- völdum bréf og skýra frá kröfu okk- ar sem er mjög einföld; við viljum fá svefnfrið á heimilum okkar,“ segir Oddur. Hlaðvarpinn stendur við Vesturgötu en Ibúasamtök Grjóta- þorps hafa einnig kvartað undan há- vaðamengun af völdum Erotic Club Clinton í Fischersundi. Oddur segir opinbera starfsmenn ekki leggja íbúum lið í baráttunni gegn hávaðamengun af völdum téðra skemmtistaða. „Okkur er spurn hvers vegna stjórnmálamenn og embættismenn fara í vörn yfir kröf- um sem eru hrein og bein mannrétt- indi?“ segir hann. „Ingibjörgu Sól- Morgunblaðið/Jim Smart Friðarhlaupinu lokið FRIÐARHLAUPINU undir yfir- skriftinni „Hlaupið inn í nýtt ár- þúsund“, lauk á Ingólfstorgi sl. laugardag. Hlaupið var með- fram ströndum landsins um 2.800 kflómetra leið með þátt- töku á annað þúsund manns. Níu manna hópur hlaupara fylgdi hópnum frá upphafi og sáu íþrótta- og ungmennafélög um allt land að mestu um að skipuleggja þátttöku almenn- ings. Halldór Blöndal, forseti Alþingis, tók á móti hlaupurun- um og friðarkyndlinum á Ing- ólfstorgi. Samkeppnisráð um rekstur útfararþjón- ustu kirkna í Borgarfírði og á Akranesi Viðskipti eins og óskyldir aðilar væru Sala Básafells á Sléttanesi Ekkert gerist fyrr en eftir stjórnarfund SAMKEPPNISRÁÐ hefur með ákvörðun sinni lagt fyrir Útfarar- þjónustu Akraneskirkju og Útfar- arþjónustu Borgarfjarðar að öll viðskipti þeirra og lögbundinnar starfsemi á vegum viðkomandi sóknarnefnda og ldrkjugarðs- stjóma fari fram eins og um við- skipti óskyldra aðila væri að ræða eigi síðar en um næstu áramót. Tildrög ákvörðunar samkeppnis- ráðs eru erindi frá Nestor vegna Útfararstofu Þorbergs Þórðarson- ar á Akranesi. Útfararstofa Þorbergs Þórðar- sonar hóf starfsemi fyrir fimm ár- um í kjölfar nýrra laga um kirkju- garða og útfararþjónustu. Útfarar- stofan fékk fyrirtækið Nestor til að leggja erindi fyrir Samkeppnis- stofnun og var farið fram á mat hennar á samkeppnisstöðunni gagnvart útfárarþjónustum kirkn- anna áðumefndu. Komst sam- keppnisráð að þeirri niðurstöðu að reikningar útfararþjónustu beggja sóknarnefndanna bæra með sér ófullnægjandi fjárhagslegan að- skilnað við lögbundinn rekstur þeirra. Lagður er fyrir slíkur að- skilnaður og að Útfararþjónusta Garðaprestakalls (þ.e. Akraness) skuli greiða markaðsvexti af stofn- framlagi og báðum sé skylt að greiða markaðsvexti af lánum kirkju og/eða kirkjugarðs til útfar- arþjónustunnar. Einnig er sóknar- nefndunum óheimilt að greiða hugsanlegt rekstrartap útfarar- þjónustu. Ekki krafist stjórnunarlegs aðskilnaðar Samkeppnisstofnun telur hins vegar ekki ástæðu til að krefjast stjórnunarlegs aðskilnaðar lögboð- inna verkefna viðkomandi sóknar- nefnda og rekstrar útfararþjón- ustu þeirra vegna smæðar rekstr- arins. Nestor hafði í erindi sínu vís- að til niðurstaðna samkeppnisyfir- valda og dómstóla varðandi slíkan aðskilnað hjá Kirkjugörðum Reykjavíkurprófastsdæma. Sigraðií fegurðar- samkeppni 18 ÁRA gömul stúlka úr Garðabæ, Elva Björk Barkardóttir, bar sigur úr býtum í fegurðarsamkeppninni Miss Teen Tourism World, sem haldin var í Tallin í Eistlandi síðast- liðið laugardagskvöld. Elva Björk, sem lenti í fírnmta sæti í Fegurðar- samkeppni íslands í vor, hreppti einnig titilinn „Miss Bikini World“ í keppninni, en þann titil völdu áhorf- endur. Verðlaunin sem Elva Björk hlýtur fyrir sigurinn em rúmlega 700 þús- und íslenskar krónur, sem hún fær í formi gjafa og peninga. Rúmlega 30 keppendur frá jafn- mörgum löndum tóku þátt í keppn- inni og er þetta í fyrsta skipti sem ís- lenskur keppendi tekur þátt í henni. EKKI hefur verið boðað til stjóm- arfundar hjá Básafelli hf. sem sl. föstudag gerði samning við Ingi- mund hf. og Látra hf. um sölu á Sléttanesi IS. Skipið var selt með fyrirvara um samþykki stjómar. „í rauninni gerist ekkert fyrr en stjóm Básafells hefur afgreitt málið á stjómarfundi," sagði Halldór Halldórsson, bæjarstjóri ísafjarðar- bæjar, í samtali við Morgunblaðið. „Ég bendi þó á tvennt. í fyrsta lagi að fyrirtæki verða að reka sig þannig að þau lifi og salan er vænt- anlega liður í því. í öðra lagi að ekki lítur út fyrir breytt atvinnuástand hjá skipverjum því komin er yfirlýs- ing frá Básafelli um að skipverjar muni fá vinnu á skipum fyrirtækis- ins og því lítur út fyrir óbreytt at- vinnuástand hjá þeim.“ Geir Magnússon, forstjóri Olíufé- lagsins, stærsta hluthafa Básafells hf., var nýkominn úr leyfi þegar Morgunblaðið hafði samband við hann og sagðist hann lítið hafa fylgst með atburðum undanfarinna daga og því ekkert hafa um málin að segja að svo stöddu. Að sögn Brynjólfs Garðarssonar, skipstjóra á Sléttanesi, vita skip- verjar ekkert meira um afdrif Sléttaness en að það hafi verið selt. „Okkur barst tilkynning þess efnis að skipið hefði verið selt til Ingi- mundar hf. auk þess sem að skip- verjar, sem era búsettir fyrir vest- an, gangi fyrir í störf hjá Básafelli. Við höfum hins vegar ekki fengið nein boð um að halda í land.“ ------»-»■»---- Yfirheyrðir vegna leik- fangabyssu LÖGREGLAN í Reykjavík elti uppi fjóra pilta í fyrrinótt við Sæviðar- sund en tilkynnt hafði verið að þeir hefðu skotvopn um hönd. I ljós kom að um leikfangabyssu var að ræða. Piltamir vora færðir á lögreglu- stöð til yfirheyrslu en síðan sleppt. TOkynnt hafði verið að þeir hefðu skotið með byssunni út um bíl- glugga og talið að hætta stafaði af. r i ■ i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.