Morgunblaðið - 13.07.1999, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 13.07.1999, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Guðmimdiir vill ÞVI miður er ekki hægt að ná í forstjórann núna, það getur annaðhvort verið slökkt á Konum, eða að hann er utan þjónustusvæðis. Leitaðu að évöxtun sem hæfir draumum þinum. Vertu áskrifandi að verðbréfasjóðum Kaupþings. KAUPÞING Kaupþing hf. • Ármúla 13A • Reykjavík simi 5151500 • lax 5151509 • www.kaupthing.is Þjóðgarðurinn á Þingvöllum Eyðibýlagöngurn- ar alltaf vinsælar GESTUM Þjóð- garðsins á Þing- völlum er boðið í skipulagðar gönguferðir um helgar og börnum sem eru þar á ferð stend- ur til boða að taka þátt í sérstakri barnastund. Sigurborg Rögnvalds- dóttir er landvörður í Þjóðgarðinum á Þingvöll- um. „Við bjóðum upp á skipulagða dagskrá frá og með miðjum júnímán- uði og fram eftir hausti. Utan þess tíma tökum við líka á móti fólki, en þá þarf að hringja í okkur og panta með fyrirvara." Sigurborg segir að landverðir taki á móti krökkum af leikskólum skólum á vorin og ýmsum öðrum hópum líka. „Við erum svo með skipulagðar gönguferðir allar helgar yfir sumarið og reynum að tengja þær sögu, jarðfræði og náttúru svo gestir Þjóðgarðsins nái tengslum við umhverfí sitt þegar þeir eru á þessum stað.“ - Geturðu nefnt einhverjar gönguferðir sem þið eruð að bjóða uppá núna ísumar? „Við erum með margar göngu- leiðir, sumar eru stuttar, aðrar langar og þær eru líka mis erfið- ar. Við bjóðum t.d. upp á svokall- aðar lífríkisgöngur. Farið er út í Lambhaga og fuglalífið skoðað og það lífríki sem er við og í vatn- inu eins og minkurinn, gróðurinn og fiskurinn. Auk þes erum við með eyði- býlagöngur. I þeim tilfellum göngum við með gestum okkar inn í Hrauntún eða Skógarkot, en það eru eyðibýli í hrauninu. Þá er fyrst og fremst verið að tala um sögu og búsetu í Þingvallahrauni og skoða þær mannvistarleifar sem enn eru eftir.“ Sigurborg segir að þessar göngur séu mjög vinsælar, ekki síst eftir að bækur eins og Hraunfólkið koma út. „Það er töluvert um að gestir hafi sérstakan áhuga á þessari leið eftir að hafa lesið bækur Björns Th. Björnssonar um hraunfólk- ið.“ -Þið bjóðið líka upp á þing- helgargöngu. Út á hvað gengur hún? „Þá göngum við um þinghelg- ina, Lögberg og Almannagjá og ræðum almennt um sögu þings og þjóðar á Þingvöllum. Sá siður hefur skapast að bjóða oft upp á sögulegar göngu- ferðir eins og þinghelgargöngu í kjölfar guðsþjónustu. Alla sunnu- daga yfir sumartímann er guðs- þjónusta klukkan 14 í kirkjunni á Þingvöllum og þær eru yfirleitt mjög vel sóttar." - Eru göngurnar vel sóttar? „Já, yfirieitt eru ___________ milli 8-16 manns í hverri göngu og þær eru alltaf farnar á laugardögum og sunnudögum. Það er afar sjaldgæft að þær falli niður. Við höfum ekki látið veður aftra okkur né fáa þátttak- endur.“ Sigurborg bendir á að göngumar séu allar þátttakend- um að kostnaðarlausu. -Þið eruð líka með sérstakar barnastundir. Hvað gerið þið þá með krökkunum? „Við erum með tvennskonar bamastundir. Annarsvegar er um að ræða náttúruskoðun, leiki og sögur. Þá er náttúran skoðuð með það í huga að börnin nái að Sigurborg Rögnvaldsdóttir og úr ►Sigurborg Rögnvaldsdóttir er fædd á Akureyri 2. febrúar árið 1959. Hún stundaði nám í mann- fræði og félagsfræði við Háskóla íslands og hefur siðan unnið við kennslu og landvörslu. Hún hef- ur m.a. sinnt landvörslu í Þjóð- garðinum Jökulsárgljúfrum, Þjóðgarðinum í Skaftafelli, í Herðubreiðarfriðlandi og í Oskju. Sigurborg er nú starfsmaður grunnskóla á veturna og land- vörður í Þjóðgarðinum á Þing- völium á sumrin. Eiginmaður hennar er Krist- inn Stefánsson nemi. upplifa og skilja margvísleg ferli sem eiga sér stað í náttúrunni. Farið er í svokallaða lífríkisleiki eins og t.d. Rjúpan og fálkinn eða Ó-Hreinn, sem er hreindýraleik- ur. Hin dagskráin sem við höfum verið að bjóða börnum miðar að því að tengja náttúm og myndlist saman. Bömin fá liti og mála út- frá ákveðnu þema.“ Að sögn Sigurborgar hefur af og til verið boðið upp á sögustund íyrir böm. „í sögustundunum er fjallað um Þingvelli og við höfum reynt að matreiða sögu staðarins með þeim hætti að böm nái að skilja hana.“ -Hafa margir gestir verið á tjaldstæðunum á Þingvöllum í sumar? „Nei það hefur verið lítið um næturgesti hér á Þingvöllum, enda frekar kalt og mikil rigning í júní. Það greri líka seint hjá okkur og var lítt kræsilegt til úti- legu.“ Þegar Sigurborg er spurð hvort bryddað verði upp á nýjum gönguferðum í sumar segir hún að landverðirnir séu alltaf að gera tilraunir og bendir á að stundum hafi verið í boði göngur þar sem jarðfræði er í brennid- epli. „Við höfum líka verið með gróðurskoðunarferðir og í bígerð er að bjóða í sumar upp á göngu á Amar- fellið. Við prófuðum slíka gönguferð í fyrra og hún tókst mjög vel. Þetta er létt fjallganga og frá Am- arfellstoppnum er fallegt útsýni yfir vatnið. Brátt hefjast líka um klukkustundar langar gönguferð- ir sem eru hugsaðar fyrir alla fjölskylduna og þær verða líklega farnar að kvöldlagi." Sigurborg segir að landverðir hafi áhuga á að auka við skipu- lagða dagskrá í Þjóðgarðinum og bjóða jafnvel upp á gönguferðir í miðri viku. Það á hinsvegar eftir að koma í Ijós hvort af slíku starfi verður í náinni framtíð. Dagskrá um helgar fyrir börn og fullorðna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.