Morgunblaðið - 13.07.1999, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 13.07.1999, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Blómlegt starf eldri borgara á Gjábakka Forðum fólkí frá stólnum ÞORGEIR Jónsson og Margrét Sigurðardóttir eru sátt við lífið og tilveruna. DANSAÐ af hjartans Iyst á Gjábakka. Kópavogur IÐANDI mannlíf einkennir starfsemi Gjábakka, félags- heimili eldri borgara í Kópa- vogi. Þar er fólk stöðugt að finna sér verkefni til að forð- ast aðgerðaleysið og gengur vel. Fólkið vill breyta við- horfi samfélagsins til eldri borgara og telur sig í fullu fjöri löngu eftir að eftir- launaaldri er náð. A laugar- daginn var venju samkvæmt margt til skemmtunar gert. Farin var ferð til Hafnar- fjarðar og að henni lokinni fór fólk í Gjábakkaleikina og setti upp markað. Félagsheimilið Gjábakki hóf starfsemi sína fyrir 6 ár- um. A þeim tíma hefur starf- ið þróast þannig að eldra fólkið ræður ferðinni sjálft að mestu og skipuleggur sitt eigið starf. Að sögn Þorgeirs Jónssonar, sem er ein aðal- sprautan í félagslífinu, hefur reynslan af starfinu verið af- skaplega góð. Hann segir já- kvætt viðhorf framkvæmda- stjóra Gjábakka, Sigurbjarg- ar Björgvinsdóttur, vera heiilavænt fyrir eldri borgar- ana. „Sumir segjast vera að vinna fyrir gamla fólkið og þá eiga allir að hlýða því sem framkvæmdastjórinn segir. Þið eigið að gera þetta, þið eigið að gera hitt. Sigurbjörg segist vinna með eldri borg- urum og breytir samkvæmt því. Hún spyr frekar hvað við viljum heldur en að segja okkur hvað við eigum að gera. Á þessu er reginmun- ur,“ segir Þorgeir. Hann segir að félagsstarf- ið á Gjábakka sé fjölbreytt. Á laugardaginn var mikið um að vera, en yfir sumarmán- uðina er einn laugardagur í mánuði tekinn undir sér- staka dagskrá. Þá er farin heimsókn í eitthvert byggð- arlag til þess að skoða og fá jafnframt fróðleik um stað- inn. Margháttuð starfsemi á Gjábakka Á laugardagsmorgun var haldið til Hafnarfjarðar og bærinn skoðaður undir leið- sögn Kristjáns Bersa Ólafs- sonar skólameistara. Að því loknu var haldið heim á leið og síðan mætti fólk á Gjá- bakka þar sem farið var í svokallaða Gjábakkaleiki. Þorgeir segir það vera leik- ina sem fólkið lék sér í sem krakkar. Hann sagði að búið væri að safna ýmsum fróð- leik saman um leikina úr ýmsum heimildum og tii stæði að gefa út lítið leikja- kver með haustinu. Auk leikjanna var opinn markaður, sem reyndar átti að vera útimarkaður en breyttist í innimarkað vegna veðurs. Þorgeir sagði að nokkrar konur gerðu að gamni sínu að safna saman ýmsum munum til að halda markað á meðan aðrir væru í leikjunum. Á veturna fer margháttað starf fram í félagsmiðstöð- inni. Fólk hittist, fær sér kaffi og les blöðin. Farið er í göngutúra og margir iðka bæði leikfimi og sundleik- fimi. Þá er dansað a.m.k. einu sinni í viku. Þá er ótal- inn söngurinn, en að sögn Þorgeirs heldur fólkið mikið upp á sönginn. Nokkrir klúbbar eru starf- andi á Gjábakka og segir Þorgeir starf þeirra vera í blóma. Innan Hana nú fé- lagsins er starfræktur bók- menntaklúbbur sem og göngu- og leikklúbbur. Einnig sagði Þorgeir að til stæði að stofna hlátraskella- klúbb en eftir væri að gefa honum nafn. Starf bókmenntaklúbbsins fer þannig fram að fyrir ára- mót er eitt skáld tekið fyrir og fólk hittist og ræðir verk skáldsins. Eftir áramót er síðan farið ofan í kjölinn á verkum annars skálds og þá eru heimaslóðir skáldsins gjarnan heimsóttar. Fyrir tveimur árum var farið í 10 daga heimsókn til Færeyja, eftir að fólk var búið að lesa sig vel til um eyjarnar. Viljum breyta viðhorfum til eldri borgara „Svona er gert til að hafa nóg að starfa, þannig að á Gjá- bakka er iðandi mannlíf,“ Hafnarfjörður GAMLA netagerðarhúsið á mótum Nönnustígs og Reykjavíkurvegar var rif- ið fyrir stuttu síðan. Ekki er ráðgert að byggja á lóðinni aftur og verður hún notuð undir bflastæði. Undanfarin ár hefur húsið verið notað sem ein af skjalageymslum bæj- arins og hefur þótt held- segir Þorgeir. Tilgangurinn er líka sá að finna fólki verk- efni þegar það er hætt að vinna og jafnvel búið að missa maka sinn. „Við erum að reyna að forða fólkinu frá stólnum. Þetta eru ægilegir dauðastólar sem verið er að smíða núna í dag. Þú þarft ekki annað en að taka í takka til að snúa þér og ef þig lang- ar í drykk, þá kemur hann til þín í staðinn fyrir að þú sæk- ir hann sjálfur,“ segir Þor- geir. Þorgeir segir það vera markmið sitt og annarra eldri borgara að breyta við- horfi samfélagsins til þeirra sem komnir eru á eftirlauna- aldurinn. Hann tekur sem dæmi orðið „ellilífeyrisþeg- ar“ sem honum finnst vera ljótt orð og lýsi neikvæðum viðhorfum gagnvart eldri borgurum. „Þetta þýðir að við erum beiningamenn,“ segir Þor- geir. Hann telur að öldrun- arlögin séu ekki fólki sæm- andi og kallar þau þrælalög. Að mati Þorgeirs er þetta ákaflega óeðlilegt og sér- staklega í dag þegar áttræð- ur ótryggt til að sinna því hlutverki. Skjölin hafa verið flutt á Strand- götu 31. Húsið var byggt árið 1925 en þá var lóðinni út- hlutað til Guðmundar Ólafssonar og dánarbús Þorsteins Guðmundssonar „undir og umhverfís hús til netagerðar". Lóðin var þá hluti af einum físk- verkunarreita Brydes. Bílastæðum við Nönnustíg fjölgað Morgunblaðið/Jim Smart I HITA leiksins fæðast brosin breið. ÚTIMARKAÐURINN breyttist í innimarkað vegna veðurs. GJÁBAKKALEIKIRNIR eru ekki bara fyrir eldri borgarana. ur maður er eins og sextug- ur maður var fyrir aldar- fjórðungi. „Þegar þú hættir að vinna 67 ára, af hverju sem það nú er, þá átt þú kannski fyrir höndum 20 ára gott líf og þá verður þú eitthvað að gera. Við sem byggðum þetta þjóð- félag, með kostum þess og göllum, eigum það skilið að vera nýtt að einhverju leyti á meðan við getum ennþá skil- að góðu starfi,“ segir Þor- geir. Leikferð um landið Þorgeii’ segist vinna að því af fullum krafti ásamt öðrum að umbylta viðhorfum til eldri borgara og jafnframt að breyta lögum aldraðra. Hann segir að félög eldri borgara hafi verið að vinna í þessum málum en telur að þau séu heldur þung í vöfum og kannski þyrfti að breyta formi þeirra. Til þess að vekja athygli á málefnum aldraðra setti leik- hópur Hana nú í vetur upp kabarettinn Smellir - bland í poka. Þorgeir segir þessa þætti í raun vera ákaflega grófa satíru um viðhorf til eldri borgara. Markmiðið sé að kryfja þessi viðhorf með því að setja þau upp í þessu formi. Að hverri sýningu lok- inni ræða leikendur og áhorf- endur viðhorf fólks til þeirra sem komnir eru á eftirlauna- aldurinn. í haust er ætlunin að fara með leikþættina út á lands- byggðina. Farið var síðasta vetur til Keflavíkur og sagði Þorgeir að borist hefðu óskir víða að um að setja kabarett- inn upp. Því hefur verið ákveðið að fara með Smellina - bland í poka í kringum landið og sýna á allt að 10 stöðum. „Við ætlum að heyra hvað fólk í hverju sveitarfé- lagi hefur til málanna að leggja. Safna þannig í sarp- inn og sjá svo til hvað við get- um unnið úr þessu,“ segir Þorgeir. Morgunblaðið/Eiríkur P. HAFNARFJARÐARBÆR eignaðist húsið árið 1990.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.