Morgunblaðið - 13.07.1999, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 13.07.1999, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ Illri með- ferð á fflum mótmælt __________________ERLENT________ Fyrsti fundur nýs forsætisráðherra ísraels með Yasser Arafat Lofa að koma skriði á friðarumleitanirnar Reuters EHUD Barak, forsætisráðherra ísraeis, heilsar Yasser Arafat, leið- toga Palestínumanna, fyrir fund þeirra í Erez við mörk Israels og palestínsku sjálfstjórnarsvæðanna á sunnudag. Erez. AFP. EHUD Barak, nýi forsætisráðherr- ann í ísrael, og Yasser Arafat, leið- togi Palestínumanna, komu saman í fyrsta sinn á sunnudag og áréttuðu loforð sín um að koma skriði á frið- arumleitanir Israela og Palestínu- manna. Barak, sem tók við forsætisráð- herraembættinu fyrir viku, lýsti því í fyrsta sinn yfir að hann myndi virða síðasta samning Israela og Palestínumanna. Benjamin Net- anyahu, forveri Baraks í embætt- inu, undirritaði samninginn í Bandaríkjunum í október en frestaði framkvæmd hans í desem- ber og sakaði Palestínumenn um að hafa ekki staðið við sinn hluta samningsins, sem kveður m.a. á um að þeir skeri upp herör gegn palestínskum hermdarverkamönn- um. Samningurinn, sem er kenndur við Wye-plantekruna í Bandaríkj- unum, kveður á um að Israelar af- sali sér 10% Vesturbakkans til við- bótar, láti hundruð palestínskra fanga lausa og geri ráðstafanir til að auka sjálfstjórnarréttindi Pa- lestínumanna. Arafat lofar að binda enda á „vítahring ofbeldis“ Arafat áréttaði kröfu Palestínu- manna um að Israelar stæðu við öll ákvæði samningsins. Barak kvaðst vilja að nokkrum þáttum samnings- ins yrði frestað þar til þjóðimar næðu samkomulagi um varanleg landamæri og endanlega stöðu palestínsku sjálfstjómarsvæðanna en tók skýrt fram að slíkt yrði að- eins hægt að gera með samþykki Palestínumanna. Arafat krafðist þess að Israelar hættu öllum byggingarframkvæmd- um í byggðum gyðinga á hemumdu svæðunum. „Byggingarfram- kvæmdimar era ólöglegar og spilla fyrir friðarumleitunum," sagði hann. „Ég skora á stjóm Israels að stöðva þær í þágu friðar.“ Arafat lofaði ennfremur að skera upp herör gegn ofbeldi herskárra Palestínumanna sem leggjast gegn friðarsamningunum við Israela. „Það er kominn tími til að binda enda á vítahring ofbeldis og átaka. Nú er kominn tími til að tryggja nýtt upphaf friðar og samvinnu milli allra þjóðanna í þessum heims- hluta." „Mjög vinsamlegar“ viðræður Fundurinn stóð í klukkustund og litið var á hann sem þáttaskil í frið- aramleitunum Israela og Palestínu- manna eftir þriggja ára þrátefli á valdatíma Netanyahus. „Þetta var frábær fundur og góð bytjun. Við eram mjög bjartsýnir," sagði Nabil Shaath, einn af helstu ráðgjöfum Baraks. Moshe Fogel, talsmaður Israels- stjómar, sagði að viðræður leiðtog- anna hefðu verið „mjög vinsamlegar og afar ólíkar fundunum með Net- anyahu". Israelskir og palestínskir emb- ættismenn sögðu að Barak og Net- anyahu myndu koma saman að nýju tO að ræða framkvæmd Wye-samn- ingsins í smáatriðum eftir fund Baraks með Bill Clinton Banda- ríkjaforseta í Washington á fimmtu- dag. „Baraks ætlar að hefja fram- kvæmd Wye-samningsins þegar hann snýr aftur frá Bandaríkjun- um,“ sagði palestínskur embættis- maður í föruneyti Arafats. Jóhannesarborg. AP. UM 5.000 manns efndu á sunnudag til mótmæla við búgarð suður- afrísks fílasala, sem dómstóll hafði ávítt fyrir illa meðferð á fílum, til að krefjast þess að hann sleppti fjórtán ungum fílum sem era enn í umsjá hans. Mótmælin hófust eftir að sjón- varpsstöðvar sýndu myndbandsupp- tökur af barsmíðum á fílunum. A meðal mótmælendanna vora fé- lagar í bifhjólaklíkum, meðlimir dýravemdarhreyfinga, húsmæður og fatlað fólk. Nokkrir þeirra réðust í gegnum hlið búgarðsins en aðrir urðu við beiðni samtaka suður- afrískra dýravemdarhreyfinga um' að halda sig utan við búgarðinn, sem er 60 km norðan við Jóhannesar- borg. „Fólkið var reitt,“ sagði Penny Kinnear, 37 ára kona frá Jóhannes- arborg, sem skipulagði mótmælin. Starfsmenn búgarðsins flúðu úr bú- garðinum af ótta við að fólkið myndi ráðast inn í hann. íbúar Höfðaborgar efndu einnig til mótmæla og sendu Thabo Mbeki, forseta Suður-Afríku, áskoran um að lýsa fíla „skyni gæddar verar“. Eigandi búgarðsins, Riccardo Ghiazza, hefur beðist afsökunar á illri meðferð á fílunum. Hann lét fanga um 30 unga föa á þurrkasvæði í suðurhluta Botswana á síðasta ári og hugðist þjálfa þá og selja í dýra- garða og friðlönd íyrir villt dýr. Suður-afrísku dýravemdarsam- tökin höfðuðu mál gegn Ghiazza fyr- ir illa meðferð á fílunum og hann hefur síðan selt dýragörðum í Evr- ópu sjö fílanna. Níu til viðbótar hafa verið fluttir í friðlönd í Suður-Af- ríku. Indverjar og Pakistanar ná samkomulagi um að binda enda á átökin í Kasmír Ind verj ar gefa skæru- liðum frest til að hörfa Srinagar. AFP. Grænfriðungar handteknir undan strönd- um Noregs NORSKT strandgæsluskip tók nítján Grænfriðunga höndum í gær og gerði skip þeirra, Síríus, upptækt eftir mótmælaaðgerðir gegn norskum hvalveiðum í Norð- ursjó. Lars Haraldsen, talsmaður Grænfriðunga, sagði að skotið hefði verið að gúmmíliát Græn- friðunga er þeir reyndu að sigla í veg fyrir hvalveiðiskipin og að þetta væri í fyrsta sinn sem slíkt gerðist. Talsmenn norsku strand- gæslunnar sögðu að fólkið hefði verið handtekið eftir að hafa siglt of nærri hvalveiðiskipunum. Fjór- ir Grænfriðungar voru handtekn- ir í síðasta mánuði eftir svipaðar mótmælaaðgerðir og slasaðist þá einn þeirra í árekstri gúmmíbáts og strandgæsluskips. HER Indlands gerði í gær hlé á tveggja mánaða loftárásum á skæraliða, sem höfðu ráðist inn á yfirráðasvæði Indverja í Kasmír, og gaf þeim frest til föstudagsins kem- ur tíl að fara af svæðinu. Talsmaður indverska hersins var- aði við því að ráðist yrði á skæralið- ana ef þeir færu ekki af svæðinu áð- ur en fresturinn rennur út. Skæra- liðunum yrði leyft að fara með vopn yfir markalínuna, sem skiptir Ka- smír milli Indlands og Pakistans. Raminder Singh Jassal, talsmað- ur indverska utanríkisráðuneytis- ins, sagði að yfirmaður indversku hersveitanna í Kasmír hefði greint yfirmanni pakistanska hersins frá frestinum á fundi þeirra á sunnu- dag. „Yfirmaður pakistönsku her- sveitanna sagði að Pakistanar myndu fylgja þessari tímaáætlun,“ sagði hann. Pakistanska stjómin tilkynnti á sunnudag að hún hefði náð sam- komulagi við Indverja um að skæraliðamir færa af indverska hluta Kasmír til að binda enda á al- varlegustu átök landanna í tæp 30 ár. Samkomulagið er í samræmi við yfirlýsingu sem Nawaz Sharif, for- sætisráðherra Pakistans, og Bill Clinton Bandaríkjaforseti gáfu út eftir fund þeirra í Washington viku áður. Átökin kostuðu 1.089 manns lífið Indverjar hófu hemaðinn 9. maí til að flæma burt hundrað skæru- liða sem höfðu ráðist inn á ind- verska yfirráðasvæðið. Indverjar segja að pakistanskir hermenn hafi tekið þátt í innrásinni, en því hafa Pakistanar neitað. Talsmaður indverska hersins sagði í gær að 1.089 manns hefðu fallið í átökunum, 398 indverskir hermenn og 691 skæraliði. Indveijar lýstu brotthvarfi skæraliðanna sem „algjöram sigri“ indverska hersins yfir Pakistönum og bandamönnum þeirra. Talsmað- ur indverska flughersins staðfesti að gert hefði verið hlé á loftárásun- um en bætti við að þær gætu hafist að nýju ef staðan á vígvellinum breyttist. Yfirmaður indverska hersins í borginni Srinagar í Kasmír sagði að indverskir hermenn hefðu sótt fram á tveimur mildlvægum átakasvæð- um og væra komnir nálægt landa- mæranum. „Hermenn okkar era byrjaðir að fagna. Það eru engin merki um mótspymu en við höfum samt gert allar nauðsynlegar var- rúðarráðstafanir." Þjóðaröryggisráðgjafi indversku stjómarinnar, Brajesh Mishra, sagði að skýrt hefði verið frá því að hundrað skæraliða hefðu þegar lagt af stað í átt að landamæranum. Óttast hafði verið að innrásin gæti leitt til allsherjarstríðs milli Indlands og Pakistans, sem hafa tvisvar háð stríð vegna deilunnar um Kasmír frá því löndin fengu sjálfstæði fyrir rúmum 50 áram. Þrátt fyrir samkomulagið var enn mikil spenna við landamærin og hersveitir ríkjanna héldu áfram stórskotaárásum sínum yfir marka- línuna í Kasmír. ----------------- Hjálpar- gögn á Suðurpólinn Wellington. The Daily Telegraph. FLUGVÉL á vegum bandaríska hersins flaug um helgina með hjálp- argögn á Suðurskautslandið frá Nýja-Sjálandi til sjúkrar konu sem er þar við rannsóknarstörf. Ferðin gekk vel fyrir sig þrátt íyrir myrkur og mikinn kulda, en á þessum árstíma er um 67 gráða frost á Suðurskautslandinu. Við slíkar aðstæður er ekki hægt að lenda flugvélum og því vora hjálp- argögn og önnur aðfóng látin falla til jarðar. Starfsmenn á bandarísku rann- sóknarstöðinni Amundsen-Scott kveiktu eld í olíutunnum sem mynd- uðu hálfhring til að sýna flugmönn- unum hvar þeir gátu látið kassana sex, sem geymdu búnaðinn, falla niður úr þúsund feta hæð. Starfs- mennimir höfðu einungis um fimm mínútur til að ná í kassana, sem lýstu í myrkri, áður en þeir frysu fastir við ísinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.