Morgunblaðið - 13.07.1999, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 13.07.1999, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. SKATTAR OG FJÁRFESTING BEIN ERLEND fjárfesting í íslenzkum atvinnurekstri er tiltölulega mjög lítil og nam 31,7 milljörðum í lok síð- asta árs. Síðustu þrjú árin hefur fjárfesting erlendra aðila hér á landi numið 8,7 milljörðum að meðaltali, en fímm árin þar á undan var hún nær engin. Stærstur hluti erlendrar fjárfestingar er í stóriðnaði eða um 63% og í lok ársins 1998 höfðu útlendingar fjárfest beint í 87 íslenzkum fyrirtækjum, en í flestum þeirra er fjárfestingin lítil í krónum talin. Um 80% af fjármunaeigninni er í íslenzkum dótturfélögum. Svisslendingar hafa fjárfest þjóða mest hér á landi (37% af heildinni), en næstir koma Bandaríkjamenn, Lúxemborgar- ar og Norðmenn. Flest ríki leggja ofuráherzlu á að laða til sín erlendar fjár- festingar til að styrkja og efla efnahags- og atvinnulífið og er samkeppnin hörð. Islendingar eru eftirbátar annarra í þess- um efnum, þótt ýmis merkju séu um breytingar á næstu misserum og árum. Ein leiðin, sem farin er til að laða að er- lent fjármagn, er beiting skattkerfísins og þá með þeim hætti að bjóða erlendum fjárfestum hagstætt skattaum- hverfí. Guðjón Rúnarsson, sem stýrir vinnuhópi Verzlunarráðs, sem kannar skattaumhverfí fyrirtækja hér á landi, benti á í viðtali hér í blaðinu, að ísland hefði tvísköttunarsamning við fá lönd og það þyrfti að laga. Guðjón segir athygli vinnu- hópsins og hafa beinzt að kauprétti starfsmanna á hlutabréf- um íyrirtækja og því, að eignarskattar á fyrirtæki séu að verða séríslenzkt fyrirbrigði. Á þessa skattheimtu megi líta sem samkeppnishamlandi fyrir Island. Loks hafi sjónir vinnuhópsins beinst að stimpilgjöldum og skattamálum starfsmanna á vegum íslenzki’a fyrirtækja erlendis. Ríkisstjórnin beitti sér fyrir lagasetningu sl. vor um al- þjóðleg viðskiptafélög, en samkvæmt þeim greiða þau aðeins 5% tekjuskatt, engan eignarskatt og eru undanþegin stimp- ilgjöldum. Reynsla er ekki enn komin á, hvort nýju lögin dugi til að laða erlend viðskiptafélög til landsins. Fjármála- ráðherra, Geir H. Haarde, sagði sl. laugardag, að tvísköttun- arsamningar við allmörg lönd væru nú í farvatninu. Þá hefði hann verið að skipa nefnd manna, sem þekkja vel til í at- vinnulífínu, til að vera til ráðuneytis um mótun nýrra skatta- reglna. Þessar upplýsingar fjármálaráðherra eru gleðiefni, því mikilvægt er að styrkja samkeppnisstöðu íslenzkra fyrir- tækja, m.a. með bættu skattaumhverfi. FRIÐ í GRJÓTAÞORPIÐ ÞAÐ FER ekki á milli mála að Grjótaþorpið er fyrst og fremst íbúðarbyggð. Það er því eðlileg krafa að skilyrði til búsetu þar séu virt en nokkuð virðist hafa skort á það ef marka má kvartanir íbúa hverfisins undan hávaða af völdum starfsemi tveggja samkomustaða. í bréfí sem íbúar Grjóta- þorpsins hafa sent yfírstjórn Reykjavíkurborgar kemur fram að stöðunum fylgi mikil umferð drukkins og hávaða- sams fólks á svefntíma íbúa, sóðaskapur og truflun á að- gengi, þar sem gestir og starfsfólk þessara staða leggi bif- reiðum sínum í hverfinu. Þau viðbrögð sem íbúar hverfísins hafa fengið við kvört- unum sínum eni ekki viðunandi. Borgarstjóri sagði í samtali við Morgunblaðið að þegar hefði verið komið til móts við íbúa hverfisins með því að takmarka afgreiðslutíma annars samkomustaðarins við kl. 23.30 á virkum dögum og kl. 1 eft- ir miðnætti um helgar. Framkvæmdastjóri Hlaðvarpans sagðist telja að staðurinn ætti að verða Grjótaþorpinu til framdráttar og fegurðarauka og eingöngu væri verið „að auka lífíð í húsinu“. Lögreglan sagðist hins vegar ekki geta tekið undir að allur sá hávaði sem kvartað væri undan kæmi frá tilteknum veitingastöðum þó að í þorpinu hefði vissulega „verið hávaði og ónæði“. Þessi viðbrögð borgaryfírvalda, lögreglu og talsmanns Hlaðvarpans eru innantóm orð. í þeim er engin úrlausn fólg- in fyrir íbúa þessa hverfís. Skemmtanahald af því tagi, sem þarna fer fram, getur ekki farið saman við hagsmuni íbú- anna. Þess vegna verða borgaryfírvöld að taka af skarið. Verði það ekki gert mun Grjótaþorpið tæmast. Er það eftir- sóknarvert fyrir lífíð í miðborg Reykjavíkur? Varla geta hagsmunir samkomustaðanna tveggja vegið þyngra en hags- munir íbúanna. Á níunda tug uppsagna starfsfólks á Akureyri á s KRISTJÁN Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, sagði að þó svo að töluvert hefði verið um uppsagnir starfsfólks hjá fyrirtækjum á Akur- eyri síðustu vikur yrðu menn að sjá ljósið í myrkrinu. „Vissulega eru það fréttir þegar fyrirtæki segja upp starfsfólki, en umræðan um þetta hefur verið afar einkennileg. Þetta snýst líka um það hvenær uppsagn- irnar taka gildi, en það er í haust. Það er ástæða til að skoða þær breytingar sem eru að verða í atvinnulífmu í víð- ara samhengi en binda sig ekki bara við uppsagnirnar," sagði Kristján. Atvinnuleysi með allra minnsta móti Flestum kom á óvart þegar nú um mitt sum- Skortur á starfsfólki í fiskvinnslu á Iands- byggðinni ar bárust fregnir af uppsögnum starfsfólks hjá ýmsum stórum fyrirtækjum á Akureyri, m.a. Slippstöðinni og Skinnaiðnaði. Nú í sum- ar hefur þannig á níunda tug starfsmanna verið sagt upp störfum en uppsagnir taka gildi í haust. Mikil eftirspurn virðist hins veg- ar vera eftir vinnuafli og næg atvinna hjá flestum fyrirtækjum, þess eru jafnvel dæmi að ekki sé hægt að sinna ýmsum verkefnum þar sem mannafla skortir. Margrét Þóra Þórsdóttir ræddi við forsvarsmenn nokkurra fyrirtækja, stærsta verkalýðsfélagsins og bæjarstjóra og eru flestir á þeirri skoðun að einhvers konar stóriðja í Eyjafírði sé for- senda þess að svæðið vaxi enn og dafni. Guðbrandur Sigurðs- spn, framkvæmdastjóri Útgerðarfélags Akureyr- inga, sagði að jöfn og góð vinna hefði verið hjá fé- laginu að undanfömu. Unnið er á tveimur vökt- um í vinnslustöðinni á Akureyri, sú fyrri er frá kl. 7 til 15.10 en seinnipartsvaktin er frá kl. 15 til 19. Um helmingi færra starfsfólk er á síð- ari vaktinni. Með þessu móti nýtast fjárfestingar betur. Nægt starfsfólk hefur verið á Akureyri, en hið sama er ekki upp á ten- ingnum hvað varðar aðra staði þar sern ÚA er með starfsemi. I frystihúsinu á Grenivík voru sjö út- lendingar við störf síðast- liðinn vetur og gerir Guð- brandur ráð fyrir að 8-9 manns muni vanta til starfa í vinnsluna þegar skólafólk lætur af störfum í haust. Hjá Laugafiski í Reykjadal vantar í haust um fimm manns til starfa, en síðasta vetur sótti þó nokkuð af fólki úr Bárð- ardal og Kinn vinnu hjá Laugafiski og bjargaði þannig starfsmannahaldinu. Þá bjóst Guðbrandur við að um tólf manns vantaði í fiskvinnslu félagsins á Raufarhöfn. „Við eigum von á að erfitt verði að manna þessi störf, en okkur vantar um 25 til 30 manns til starfa næsta haust. Það hefur verið æ verra að fá Islendinga til að vinna í fiskvinnslu á þessum smærri stöðum um landið og það vantar vinnukraft á þessa staði. Fólk leitar fremur í þau þjónustu- störf sem í boði eru,“ sagði Guð- brandur. Ágæt verkefnastaða framá haustið Morgui MÖRGUM kom á óvart þegar starfsfólki var sagt upp störfum hjá lykilfyrirtækjum á Skinnaiðnaði og Slippstöðinni, svo dæmi séu tekin, eða á sjötta tug starfsmanna. Þessi myn í Slippstöðinni, en þar er verkefnastaða ágæt í sumar og fram á haustið, en með uppsögnui tækið að búa sig undir að næsti vetur verði erfiður. Slippstöðin á Akureyri sagði upp 17 starfsmönnum um mánaðamótin maí og júní og sagði Ingi Bjömsson framkvæmdastjóri að með þeirri ráð- stöfun væri fyrirtækið að búa sig undir komandi vetur, en uppsagnir taka gildi með haustinu. „Það er ágætis verkefnastaða hjá okkur núna og við sjáum fram á að sumarið og haustið verði gott, en lengra fram í tímann sjáum við ekki,“ sagði hann. Ingi sagði að síðasta vetur hefði ekki verið eins mikið að gera í Slipp- stöðinni og nokkur ár þar á undan. „Það var minna um að vera en við hefðum kosið, við hefðum hæglega ráðið við fleiri verkefni. Með þessum uppsögnum um daginn erum við að koma í veg fyrir að vera með of margt starfsfólk í vinnu verði verkefni næsta vetur ekki næg,“ sagði Ingi. Hann sagðist hafa á tilfinningunni að sá samdráttur í viðgerðarverkefnum sem skipaiðnaðurinn hefði verið í frá því síðasta vetur, eða á tímabilinu frá febrúar til maí, væri ekki varanlegur. „Mér finnst frekar að menn séu að fresta verkefnum, ýta þeim á undan sér, þannig að vel má vera að úr ræt- ist,“ sagði Ingi. Björn Snæbjörnsson, formaður verkalýðsfélagsins Einingar-Iðju, sagði það vissulega koma á óvart að svo mikið hefði verið um uppsagnh- síðustu vikur. „Ég hafði allt eins búist við að eitthvað yrði um uppsagir í haust, en ekki nú á miðju sumri,“ sagði Bjöm. Alvarlegt þegar lykilfyrirtæki segja upp starfsfólki Hann sagði alvarlegt þegar lykil- fyrirtæki í bænum, eins og Slippstöð- in og Skinnaiðnaður, fækkuðu stai’fs- fólki. „Ég held að það hafi í för með sér að þrengjast muni á vinnumark- aði í haust. Ég var bjartsýnn í vor, fannst atvinnulífið vera á uppleið, enda hefur það verið með betra móti, það var fátt sem benti til þess í vor að samdráttur væri í uppsiglingu. Þess- ar uppsagnir nú gætu sett strik í reikninginn fyrir næsta vetur.“ Björn benti á að víða væri mikið að gera, til að mynda í byggingariðnaði Minnsta atvinnuleysi í Iangan tíma Hann benti á að á atvinnuleysis- skrá væru nú um 250 manns, í janúar 1995 voru um 600 manns á atvinnu- leysisskrá og í janúar 1998 voru um 450 manns án atvinnu á Akureyri. ,Á-tvinnuleysi hér á Akureyri er með allra minnsta móti um þessar mundir, menn hafa ekki séð ámóta tölur um langan tíma. Eftirspum eftir vinnu- afli hefur verið mikil hér og ég veit tU þess að mörg fyrirtæki sem eru með stór verkefni ganga á skólafólki. Mér kæmi ekki á óvart að þessi eftirspurn eftir vinnuafli héldi áfram þegar líður fram á haustið," sagði Kristján. Hann sagði að vissulega væri unnið að því að fá einhvers konar stórfyrir- tæki inn á svæðið, „en ég gæti best trúað að ef við hefðum aðstöðu til að setja einhvers konar stóriðjufyrir- tæki niður í Eyjafirði í dag myndum við ekki þola það. Það myndi vanta starfsfólk. Staðan í atvinnulífinu er þannig að það eru flest fyrirtæki í fullum gangi, um það vitna atvinnu- leysistölur. En ég tek alveg undir þau sjónarmið að tU að meiri vöxtur verði á þessu svæði þurfum við eitthvað nýtt og að því er verið að vinna,“ sagði Kristján Þór.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.