Morgunblaðið - 13.07.1999, Side 21

Morgunblaðið - 13.07.1999, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ PRIÐJUDAGUR 13. JÚLÍ 1999 21 VIÐSKIPTI Undirbúningur að skráningu Austurbakka hf. á VÞI XJtlit fyrir aukin umsvif á árinu Austu rbakki ht. Úr reikningum áranna 1996-1998 Islenskir aðal- verktakar bjóða í Armannsfell UMBOÐS- og heildverslunin Aust- urbakki hf. hefur gert samning við Búnaðarbankann Verðbréf um um- sjón með hlutafjárútboði félagsins og skráningu þess á Verðbréfaþingi íslands. Gert er ráð fyrir að útboðið fari fram á haustmánuðum. Umsvif Austurbakka hf. hafa aukist síðustu ár og var veltuaukn- ing á milli áranna 1997 og 1998 33%, úr 927 milljónum í 1.230 milljónir. Að sama skapi jókst hagnaður á milli áranna 1997 og 1998 um 77%, úr 31 milljón króna í 55 milljónir króna. Árni Þór Ámason, framkvæmda- stjóri Austurbakka hf., gerir ráð fyrir yfir 1.500 milljóna króna veltu á þessu ári og sér fram á aukinn vöxt fyrirtækisins. Austurbakki er umboðs- og heild- verslun í fjómm deildum, hjúkmn- ar- og lækningavöradeild, lyfja- deild, íþróttavöradeild og víndeild. Fyrirtækið var stofnað árið 1967 og hefur nú umboð fyrir mörg þekkt vöramerki eins og hjúkranar- og lækningavörar frá Baxter og John- son&Johnson, lyf frá Wyeth Lederle, íþróttavörar frá Nike og Danskin og vín og bjór frá Berin- ger, DAB og Scottish&Newcastle. Skráning á markað tímabær Ami Þór, sem er aðaleigandi fyr- irtækisins ásamt Valdimar Olsen, segir þetta góðan tímapunkt fyrir skráningu fyrirtækisins á markað. „Við Valdimar eram ungir menn og fyrirtækið stendur vel. I þessu til- felli er bág staða fyrirtækisins ekki ástæða fyrir hlutafjárútboði heldur þvert á móti,“ segir Ami Þór. „Sóknarfæri eru mörg og til að geta fullnýtt þau er þetta heppilegasti kosturinn. Við höfum vaxið úr því að vera lítið fjölskyldufyrirtæki upp í það sem raun ber vitni um nú,“ seg- ir Árni Þór. Ami Þór segir skráningu fyrir- tækisins á markað hafa verið í und- irbúningi hjá Austurbakka sl. þrjú ár. „Við höfum á því tímabili unnið að því að laga og bæta reksturinn og höfum m.a. hætt innflutningi á dekkjum og efnavöra og lagt áherslu á góð merki í fjóram deild- um fyrirtækisins. Vöxtur fyrirtæk- isins hefur verið um 300 milljónir á ári, án þess að við væram að kaupa önnur fyrirtæki og það má því segja að Austurbakki hafi vaxið innan frá.“ „Til marks um vöxt fyrirtækisins era fyrirhugaðir flutningar hjá okk- ur,“ segir Ámi Þór. „í mars á næsta ári tökum við í notkun nýtt og stærra húsnæði að Köllunarkletts- vegi, ásamt 800 fm vörageymslu en þetta er 210 milljóna króna verk- efni.“ Áhug’averður kostur fyrir fjárfesta Andri Sveinsson hjá Markaðsvið- skiptum Búnaðarbankans segir gengi á hlutabréfum í Austurbakka ekki enn ákveðið. Gert er ráð fyrir almennu hlutafjárútboði og skrán- ingu á markað í haust og gengið verði ekki ákveðið fyrr en eftir að sex mánaða uppgjör fyrirtækisins verður kynnt. „Þetta er fyrsta fyrir- tækið af þessu tagi sem skráð er á markað og við eigum von á góðum viðtökum í hlutafjárútboðinu," segir Andri. Andri segir mikinn vöxt fyrirtæk- isins undanfarin ár góðan grandvöll að skráningu þess á markað. „Starf- semi fyrirtækisins fer fram í fjóram deildum og þar er til staðar víðtæk þekking á mörgum sviðum." Andri segir ennfremur að gott eiginfjár- hlutfall fyrii-tækisins styrki stöðu þess og út frá veltuaukningu og auknum hagnaði telji hann fjárfest- ingu í hlutabréfum Áusturbakka hf. mjög áhugaverðan kost fyrir al- menning og stærri fjárfesta. ÍSLENSKIR aðalverktakar hf. sem eiga nú 75% hlut í Armanns- felli, gerðu í gær öðram hluthöfum í Armannsfelli hf. tilboð um að kaupa hlutabréf þeirra í Armannsfelli hf. Tilboðið gildir til 30. júlí nk. Tilboðið miðast við að eigendur hlutabréfa í Armannsfelli hf. geta valið um að fá hlutabréf í Islensk- um aðalverktökum hf. í stað hluta- bréfanna í Armannsfelli hf. eða að selja hlutabréfin á genginu 2,1. Kemur í veg fyrir hugsanlega hagsmunaárekstra Stefán Friðfinnsson, fram- kvæmdastjóri Islenskra aðalverk- taka, segir það vænlegri kost að hiuthafar í Armannsfelli gerist hluthafar í íslenskum aðalverktök- um, en tilboðið miðast við að fyrir hverja krónu nafnverðs í Ármanns- felli hf. fáist 90 aurar í íslenskum aðalverktökum. „Á þann hátt geta núverandi hluthafar í Armannsfelli notið arðs af sameinuðu fyrirtæki," segir Stefán. ÞRJÚ lögfræðifyrirtæki í Bretlandi, Bandaríkjunum og Þýskalandi áætla að sameinast og mynda stærsta lagafirma heims með um 2.700 lög- fræðinga í vinnu og yfir 73 miUjarða króna ársveltu. Meðeigendur breska lögfræðifyrir- tæksins Clifford Chance hafa sam- þykkt í atkvæðagreiðslu að sameina fyrirtæki sitt hinu bandaríska Rogers & Wells lagafirma hinn 1. janúar næstkomandi. Nú nýlega ákváðu eigendur Punder, Volhard, Weber & Axster að ganga einnig til samstarfsins. Hið nýja firma mun bera heitið Clifford Chance & Rogers & Wells í Bandaríkjunum, og Clifford Chance & Punder í hlutum Evrópu. Framkvæmdastjóri og einn með- eiganda Clifford Chance, Keith Cl- ark, verður forstjóri hins nýja fyrir- tækis. „Ég geri ráð fyrir aukinni eft- „Þetta breytir í raun ekki miklu,“ segir Stefán, „við viljum eiga fyrir- tækið alfarið og þetta einfaldar að- eins hlutina þar sem við komum í veg fyi’ir hugsanlega hagsmunaá- rekstra á miíli hluthafa í Armanns- felli annars vegar og hluthafa í ís- lenskum aðalverktökum hins veg- ar.“ íslenskir aðalverktakar hafa nú þegar keypt verktakafyrirtækið Álftarós. Fyrirtækin hvort um sig sjálfstæðar einingar Stefán segir engar breytingar væntanlegar á stjórn og starfsfólki sameinaðs fyrirtækis. „Fyrirtækin verða rekin sem sjálfstæðar eining- ar og hafa sín verkefni. Helstu verkefni framundan era Vatnsfells- virkjun hjá íslenskum aðalverktök- um og íbúðarhverfi á Álftanesi hjá Armannsfelli.“ Gera má ráð fyrir að samanlögð velta Islenskra aðalverktaka, Álftaróss og Ármannsfells verði um 6 milljarðar á árinu. irspurn meðal leiðandi fjármálastofn- ana og fjölþjóðafyrirtækja eftir þjón- ustu eins stórs lögfræðifyrirtækis sem hefur getuna til að gefa ráðlegg- ingar varðandi meiriháttar viðskipta- samninga innanlands og alþjóðlega, í lagalegu umhverfi margra landa,“ segir Keith Clark, í samtali við BBC. Hið nýja fyrirtæki mun veita laga- lega þjónustu sem snertir fjármál, fyrirtækjasamninga, bankastarfsemi og fjármagnsmarkaði, ásamt öðra. Meðal viðskiptavina fyrirtæksins era fjármálafyrirtækin Merrill Lynch, Morgan Stanley, Chase Manhattan og Deutche Bank, og Coca-Cola. „Það era miklir möguleikar sem felast í þessum samruna. Með þessu höfum við tekið stórt skerf í áttina að því að gera fyrirtæki okkar að leið- andi lögfræðifyrirtæki í heiminum,“ sagði Keith Clark á fundi með starfs- mönnum Clifford Chance. Stærsta lögfræði- fyrirtæki heims Gengi hlutabréfa í íslenska járnblendifélaginu hækkar í kjölfar verðhækkana á járnblendi Báðir ofnar verksmiðj- unnar í fullri notkun VERÐ hlutabréfa í íslenska járn- blendifélaginu hf. lækkaði á Verð- bréfaþingi fslands um 0,7% í gær eftir að hafa hækkað um 16,73% í síðustu viku. Ástæðuna fyrir verð- hækkuninni má rekja til nokkurrar verðhækkunar á járnblendi undan- farnar vikur. Virðist það vera að taka við sér eftir um tveggja ára tímabil verðlækkana. Ástæður verð- lækkana á kísiljárni má rekja til nokkurra þátta, m.a. minnkandi eft- irspurnar eftir kísiljámi sem orsak- aðist af efnahagsþrengingum í Rúss- landi og Asíu á síðasta ári. Rekstur íslenska jámblendifé- lagsins gekk erfiðlega á síðasta ári. Kom þar bæði til lágt verð á mörk- uðum fyrir kísiljárn og orkuskerðing sem félagið varð fyrir. Lítil úrkoma á hálendinu á síðasta ári varð til þess að vatnsforði til virkjana minnkaði og Landsvirkjun þurfti að skerða orku til viðskiptavina sem gert höfðu samninga um kaup á ótryggri orku, líkt og íslenska járnblendifélagið. Nýr orkusamningur milli fyrirtækis- ins og Landsvirkjunar gekk í gildi 1. aprfl síðastliðinn og byggist hann einungis á tryggðri orku. Gildir nýi samningurinn til 20 ára og eru þannig orkukaup félagsins tryggð til langframa. Skerðingin á síðasta ári leiddi til þess að loka þurfti öðram ofni verk- smiðjunnar 1. nóvember sl., en sá síðari var tekinn úr notkun í lok nóv- embermánaðar og var slökkt á þeim báðum til áramóta. Var fram- leiðslutap vegna lokunar ofnanna um 9 þúsund tonn, en framleiðslugeta verksmiðjunnar er rúm 70 þúsund tonn. Á fyrsta ársfjórðungi þessa árs var heildarframleiðsla járnblendis um 12.500 tonn en í eðlilegu árferði er framleiðslan í verksmiðjunni um 18 þúsund tonn miðað við sama tíma. 157 millj(5na tap á fyrsta ársfjórðungi Báðir ofnarnir keyra nú á fullum afköstum og hafa gert það síðan í mars. Tap á fyrstu þremur mánuð- um þessa árs nam um 157 milljónum króna en gera má ráð fyrir að nokk- uð sé tekið að birta til í greininni, samkvæmt upplýsingum frá grein- ingardeild Kaupþings. Verð á kísiljámi hefur hækkað að undanfömu og verð á Evrópumark- aði nú um 1150/DM tonnið en verðið var lengi vel í kringum 1020 DM/tonnið sem var nokkuð nærri sögulegu lágmarki. Hækkanir á jámblendi era hægar og að öllu jöfnu era ekki miklar sviptingar á verði milli daga/vikna. Þetta stafar af því að samningar eru yfirleitt gerðir til ársfjórðunga í einu og af þeim sökum fer áhrifa hækkan- anna að undanförnu vart að gæta fyrr en á þriðja ársfjórðungi þessa árs. Markaðir í Norður-Ameríku hafa tekið hvað best við sér en mark- aðir í Asíu era enn í nokkurri lægð. Ekki víst að hagsmunir hluthafa fari saman Rekstur Járablendiverksmiðjunn- ar hefur gengið ágætlega síðustu ár, arðsemi eiginfjár árin 1994-1998 hefur verið á bilinu 15-33% að síð- asta ári undanskildu þegar ávöxtun eiginfjár var tæp 8% og hagnaður um 285 milljónir. „Verð á járnblendi tengist ekki verðsveiflum á þeim af- urðum sem íslendingar byggja einna helst afkomu sína á, sem er sjávarfang. Bréf í Islenska járn- blendifélaginu henta því í eignasöfn þeirra sem fjárfesta vilja í innlend- um hlutabréfum, en vilja jafnframt minnka sveiflur sem hljótast af af- komu í sjávarútvegi. Einn af áhættuþáttum við kaup á hlutabréfum í félaginu er sá að stærsti hluthafinn er meirihlutaeig- andi. Akveðnir ókostir geta falist í því að fjárfesta í félagi þar sem fyrir er meirihlutaeigandi. Til að mynda eru Elkem og Sumitomo stórir kaupendur hráefnis og þurfa hags- munir þeirra ekki endilega að fara saman við hagsmuni annarra hlut- hafa. Hefur vegna þess verið gengið frá samkomulagi sem ætlað er að tryggja hagsmuni minnihluta,“ sam- kvæmt greiningu Kaupþings. Kaupþing mælir með kaupum Sjóðsstreymisgreining Kaupþings af rekstri félagsins gerir ráð fyrir 60% aukningu rekstrartekna árið 2000 sem er í samræmi við stækkun hennar. Eftir það er gert ráð fyrir 3% veltuaukningu á ári til ársins 2008 og 2% vexti eftir það. Sam- kvæmt sjóðsstreymisgreiningu er gert ráð fyrir að verg framlegð verði sú sama i ár og árið 1998 eða 5,1% sem er lang lægsta framlegð sem fé- lagið hefur skilað um árabil, en á ár- unum 1995 og 1996, sem vora félag- inu mjög hagfelld, var framlegðin um 20%. í sjóðsstreymisgreining- unni er gert ráð fyrir 10% vergri framlegð sem að mati greiningar- deildar telst varfærin forsenda. Ekki er gert ráð fyrir miklum fjár- festingum eftir að stækkun verk- smiðju er lokið, eða um 80 milljónum á ári. „Miðað við ofangreindar forsend- ur um sjóðsstreymi auk forsendu um 15% ávöxtunarkröfu eiginfjár er markaðsvirði Islenska járnblendifé- lagsins (u.þ.b. 3,5 milljarðar króna) lágt í dag, sér í lagi þegar tekið er tillit til þess að heimsmarkaðsverð á jámblendi fer nú hækkandi og fé- lagið hefur gert langtímasamning um kaup á tryggri orku. Verð bréfa félagsins er svo lágt að greiningar- deild Kaupþings mælir sterklega með kaupum á bréfum í íslenska járnblendifélaginu," samkvæmt upplýsingum frá Kaupþingi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.