Morgunblaðið - 16.07.1999, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 16.07.1999, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. JÚLÍ 1999 17 FRÉTTIR BM-Vallá gefur út 116 síðna handbók um hús og garða Allar fram- leiðsluvörur í einni bók BM-VALLÁ hefur gefið út 116 blaðsíðna hand- bók sem ber heitið Hús og garðar 1999-2000. Öll framleiðsla og þjónusta sem fyrirtækið veit- ir er þar kynnt í máli og myndum, ásamt yfirlit- um og korti af sýningarsvæði fyrirtækisins í Fornalundi. I handbókinni er einnig að fínna upplýsingar um framleiðsluferli, gæðastaðla sem vörur BM-Vallár uppfylla, álagsfiokkun, viðskiptaskilmála og annað sem svarar spurn- ingum kaupenda. Sjaldgæft er að fyrirtæki gefi út svo ýtarlega handbók fyrir viðskiptavini; oft- ar eru upplýsingar gefnar í bæklingum sem eru smærri í sniðum. Samkvæmt upplýsingum Guðmundar Bene- diktssonar, aðstoðarframkvæmdastjóra BM- Vallár, kemur handbókin út í kjölfar mikillar vöruþróunar, breytinga á aðstöðu fyrirtækisins og aukinnar þjónustu. „Okkur fannst við hæfi að steypa saman í eina handbók öllu því sem fyrirtækið býður upp á,“ segir hann. „Áhersla á vörunýjungar er mikil en einnig höldum við DÆMI um síðu í handbók BM-Vallár sem sýnir mögu- leika á uppröðun auk ýmissa upplýsinga um miðalda- hleðslustein. áfram að styrkja þann grunn sem fyrirtækið byggir á, eins og steypuframleiðslu. Það er því nauðsynlegt að kaupendur geti kynnt sér á aðgengilegan hátt allt sem við bjóðum upp á.“ Hann kveður fólk einnig hafa vaxandi áhuga á að fegra garða sína og hús og því geti ýtarleg handbók sem þessi auðveldað undirbúning og val á vörum. Allir starfsmenn þátttakendur Handbókin kom formlega út föstudaginn 9. júlí en gerð henn- ar hefur verið í farvatninu frá áramótum. Guðmundur segir alia starfsmenn fyrirtækisins auk Ijós- myndara, prentara, og auglýs- ingateiknara hafa lagst á eitt við að gera handbókina sem best úr garði. „Það var vandað af kost- gæfni til allra hluta og handbókin endurspeglar í raun áherslur BM- Vallár í gæðamálum," útskýrir Guðmundur. Magnús Þór Jónsson á auglýsingastofunni Idea sá um uppsetningu og útlit handbókar- innar en hún var prentuð í prent- smiðjunni Odda. Morgunblaðið/Árni Sæberg GUÐMUNDUR Bcncdiktsson, að- stoðarframkvæmdastjöri BM-Vallár. Handbókin er í fjórum köfl- um. „Kaflaskiptingin endur- speglar vöruflokka og áherslu- atriði BM-Vallár," segir Guð- mundur. í fyrsta kafla kemur fram hvaða vörur eru í boði fyr- ir hús og byggingaframkvæmd- ir en annar kafli er um garða og umhverfisframkvæmdir. Fjöldi mynda, sem flestar eru teknar af Grími Bjarnasyni ljósmynd- ara, sýna uppröðunarmöguleika á m.a. steinflísum, hellum og þakskífum. Einnig fylgja upp- lýsingar um stærð, þyngd, verð og liti auk fjölbreytilegra fróð- leiksmola um vöruna. I þriðja kafla er farið nákvæmlega í gæðaeftirlit, staðla og birtar staðfestar niðurst öður rann- sókna á öllum vörum fyrirtækis- ins. I Ijórða kafla eru svo sýnd- ar nýjungar í vöruframboði, vöruyfirlit og pöntunarferlið út- skýrt. Guðmundur kveðst hafa fundið fyrir mjög góðum viðbrögðum frá fólki vegna handbókarinnar en hún liggur frammi á söludeild BM-Vallár þar sem allir geta fengið ókeypis eintak. Þeir sem ekki eiga heimangengt geta hins- vegar óskað eftir að fá hana senda í pósti. Hann segir að stefnt verði að endurútgáfu handbókarinnar á hverju ári enda sé stöðugt verið að bæta framleiðsluna og því þurfi að miðla til kaupenda. FRÁ neðsta hluta Langadalsár við Djúp. Þar hefur veiði verið undar- Iega dauf það sem af er. Bærileg byrjun í Yesturdalsá VEIÐI fór þokkalega af stað í Vestur- dalsá í Vopnafirði, en hollið sem opn- aði ána var við veiðar dagana 5.—8.júlí. Að sögn Lárusar Gunnsteinssonar sem var ásamt öðrum við veiðar var veiðin „róleg“, en samt þokkaleg mið- að við það sem búast má við í ánni á þessum tíma sumars. Áin er talin síð- sumarsá. Alls veiddust 5 laxar og næsta holl, sem lauk veiðum 11. júlí, veiddi tvo til viðbótar. „Það var einn 18 punda og hinir voru 10-12 pund. Lítið var af bleikju, en þegar við fórum voru göngur beggja að glæðast," sagði Lárus enn fremur. Hafralónsá að vakna Erfitt ástand hefur verið í stórám Þistilfjarðar það sem af er sumri, mik- ill snjór hefur verið að bráðna í hlý- indunum og ámar illveiðanlegar. Það á einkum við um eystri árnar tvær, Hafralónsá og Hölkná, en skaplegra ástand hefur verið í Svalbarðsá og Sandá. Ai-ni Baldursson var að koma úr Hafralónsá og sagði hann veiðina „rétt að byrja“ um þessar mundir. „Ain hefur verið nánast óveiðandi vegna vatnsmagns, en þetta var að byija að ganga upp þegar ég var fyrir austan. Á miðvikudag voru komnir milli 30 og 35 laxar á land og ég full- yrði að það sé afburðagott miðað við aðstæður. Þetta eru líka allt ár sem taka seinna við sér heldur en ár í öðr- um landshlutum," sagði Árni. Laxarn- ir voru allir 10 til 19 pund. Fyrir skömmu var enn beðið eftir fyrsta laxinum úr Hölkná, en að sögn Jóns Hólm, leigutaka árinnar, höfðu menn þó orðið laxa varir, m.a. hefðu menn misst þrjá einn daginn fyrir nokkru. .Ástandið hefúr verið ferlegt, en það er að batna," bætti Jón við. Holl sem nýlega var í Sandá fékk 9 laxa og næsti hópur á undan var með fjóra, þannig að það er ekki beint mok í vestanverðum Þistilfirðinum frekar en austar. Árni fékk Miðfjarðará Ami Baldursson, eigandi fyrirtæk- isins Lax-á ehf., staðfesti í samtali við Morgunblaðið í gærdag, að Veiðifélag Miðfjarðarár hefði gengist við tilboði hans í veiðirétt í Miðfjarðará næstu sumrin. Lífleg Korpa Vel hefúr aflast í Korpu að undan- fómu og að sögn Lámsar Gunnsteins- sonar, eins leigutaka árinnar, hefur mikill iax verið að ganga að undan- fómu. Lax kemst enn aðeins fram að stíflu neðan Vesturlandsvegar. Á þriðjudagskvöld vom komnir 60 laxar á land. Láms sagðist hafa verið sjálf- ur í ánni á sunnudaginn og fengið fimm laxa og 72 golfkúlur. Stærstu laxamir vora 12 og 10 punda, sem þykja nánast hvalir í þessari litlu sprænu. Frábært úrval 2 Geisladiskur, mús, músarmotta, diskabox og diskalímmiðar. Móðurborð 2.990, Módem 490, Skjákort 490, Netkort 490, Lyklaborð 990, Músarmottur 99, Hljómfl.tæki 9.990, DVDspilarar 34.990, Tónlist 390, Tölvuleikir 490, Kaffikönnur 990, Tölvur 39.990, Orbylgjuofn Forðntæki Tölvuleikir Otrúlegt úrval á óborganlegu verdi! ÚTSALAHI BT • Skeifunni 11 • 108 Rvk • Sími 550 4444 BT • Reykjavíkurvegi 64 • 220 Hafnarf. • Sími 550 4020
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.