Morgunblaðið - 20.07.1999, Side 11

Morgunblaðið - 20.07.1999, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚLÍ 1999 11 FRÉTTIR , Morgunblaðið/Arni Saeberg HULDA Valtýsdóttir, formaður Skógræktarfélags Islands, og Árni Scheving frá PÍH skrifa undir samninginn en formaður FÍH er Bjöm Th. Árnason. DIXIELAND sveit Áma ísleifs tók eina sveiflu í skógarreitinum undir Hamrahlíð þegar skrifað var undir samninginn. Samið um tónlist fyrir skógræktarfélög SKÓGRÆKTARFÉLAG íslands og Félag íslenskra hljómlistar- manna hafa skrifað undir sam- starfssamning um að FÍH útvegi skógræktarfélögum landsins tónlistarmenn til að koma fram á skógardögum og öðrum uppá- komum í ár í tilefni af 100 ára afmæli skógræktar í landinu. Alls eru 56 skógræktarfélög í landinu og geta þau öll notið góðs af samningnum. Brynjólfur Jónsson, fram- kvæmdastjóri Skógræktarfélags íslands, segir að sú hugmynd hafi kviknað að semja á einu bretti um aðgang að tónlistar- mönnum nú á afmælisárinu þeg- ar skógræktarfélög landsins standa fyrir ýmsum uppákomum svo sem skógargöngum og skóg- ardögum. Muni FIH nú sjá um að útvega tónlistarmenn til að koma fram á slíkum samkund- um. Þá segir Brynjólfur tónlist- armennina hafa áhuga á að fá spildu í Heiðmörk til að vaka yf- ir, spildu þar sem mætti til dæm- is koma fyrir útihljómleikapalli og segir hann ætlunina að senya við Skógræktarfélag Reykjavík- ur um það mál. Skrifað var undir umræddan samning um síðustu helgi við Hamrahlíð, undir hlíðum Ulfars- fells, en þar var jafnframt sett upp fyrsta skiltið af 70 sem sett verða upp við reiti skógræktar- félaga landsins í sumar. Hafa skiltin að geyma upplýsingar um reitina og stendur Húsasmiðjan straum af kostnaði við þau. Landssíminn hyggst fækka eyðublöðum Yfirlit yfír símreikn- inga á LANDSSÍMINN gerir ráð fyrir að með haustinu geti viðskiptavinir fyr- irtækisins fengið upp yfirlit yfir sím- reikninga sína á Netinu með svipuð- um hætti og þegar farið er inn á heimasíður hjá bönkum. Að sögn Ólafs Þ. Stephensen, forstöðumanns upplýsinga- og kynningarmála, verð- ur á næstunni lögð áhersla á að fækka eyðublöðum og spara við- skiptamönnum sporin. Áð sögn Ólafs munu viðskiptavin- ir frá og með haustinu geta farið inn á eigið svæði á Netinu með svipuð- um hætti og þegar farið er inn á Netimi heimasíður hjá bönkum og fengið þar upp yfirlit yfir símreikning við- komandi, séð hvað hann er hár og hvert hefur verið hringt. Sagði hann að á næstunni yrði lögð áhersla á að fækka eyðublöðum og að spara mönnum sporin með því að gera þeim kleift að panta ýmsa sérþjón- ustu á Netinu t.d. flutning á simtöl- um og vakningu. „Það hefur ekki verið tímasett en markmiðið er að koma upp greiðslu- miðlun þannig að hægt verði að greiða reikningana á Netinu,“ sagði Olafur. Eakre^yffir caukcahlutum! Nú er tími til að gleðjastþvíí titefni af50 ára afmælisári Honda bjóðum við Honda Civic 3ja og 4ja dyra á sérstöku afmælistilboði. Komdu og skoðaðu ípakkana. HoncJca Civic =3 cjyrca 90 hiö frá 1.399,000 Ur. -{ Vindskeið ^ - betri bíll Vatnagörðum 24 ■ Sími 520 1100 ■ www.honda.is Akranes: Bílver sf., sími 431 1985. Akureyri: Höldur hf., sími 461 3000. Egilsstaðir: Bíla- og búvélasalan ht, sími 4712011. Keflavík: Bílasalan Bilavík, sími 421 7800. Vestmannaeyjar: Bílaverkstæðið Bragginn, sími 481 1535. Svunta að aftan { Álfelgur ^ ~{ Svunta að framan { Geislaspilari og hátalarar ^

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.