Morgunblaðið - 20.07.1999, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 20.07.1999, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚLÍ 1999 17 VIÐSKIPTI Samskip segja skilið við þýska flutningafyrirtækið Bruno Bischoff Reederei Óskað eftir greiðslu- stöðvun fyrir félagið SAMSKIP hafa ákveðið að draga sig út úr þýska flutningafyrirtækinu Bruno Bischoff Reederei sem félagið eignaðist meirihluta í fyrir rúmlega ári síðan. Óskað verður eftir greiðslustöðvun fyrir félagið. Hins vegar hafa Samskip stofnað eigið dótturfélag í Þýs'kalandi sem þjón- ustar áfram viðskiptavini félagsins á svæðinu. Þörf fyrir aukið eigið fé Að sögn Ólafs Ólafssonar, forstjóra Samskipa, er sá mikli samdráttur sem hefur orðið á helsta markaðssvæði Bruno Bischoff Reederei, þ.e. í Rúss- landi, helsta ástæðan fyrir að Samskip er að draga sig út úr þessum rekstri. „Þá liggur fyrir að fyrirtækið þarf aukið eigið fé til að geta staðið við all- ar skuldbindingar sínar eins og þær eru núna. Við höfum ákveðið að setja ekki aukið eigið fé í þetta. Við eðlilegar aðstæður, ef ekki hefðu hvílt þessar gömlu skuldbind- ingar á félaginu, hefði þetta ekki ver- ið neitt tiltökumál. En hér er um að ræða mjög flókna samninga, skipa- leigusamninga, starfsmannasamn- inga og lífeyrissjóðsskuldbindingar sem ná einhverja tugi ára aftur í tím- ann og það er ógjörningur að semja við alla einstaklingana sem koma þar að.“ Ólafur segir miklar eignir vera til í félaginu en að ferlið sé allt mjög flókið: „Það er svo mikið af skuldbindingum sem ekki eru fallnar á félag- ið en munu falla i fram- tíðinni. Þess vegna er ekki hægt að gera þetta nema í formleg- um farvegi. Það er kominn skiptastjóri að félaginu sem skoðar öll gögn þess og samþykk- ir þann gjörning sem við höfum gert. Hann mun síðan taka afstöðu til málsins, hvemig hann vill spila það áfram á næstu 60 dög- um. Hann gerir lánardrottnum fé- lagsins tilboð um greiðslu á skuldum félagsins og ef að það er samþykkt þá lýkur þar með greiðslustöðvun fé- lagsins eða, ef tilboð hans verður ekki samþykkt, þá fer fyrirtækið í gjaldþrotameðferð," segir Ólafur. „Bischoff Gruppe samanstendur hins vegar af mörgum félögum. Það eru sjálfstæð félög sem munu starfa áfram óáreitt. Þau eru hins vegar í eigu Bruno Bischoff að hluta til og eitt þeirra alfarið. Við drögum okkur út úr Brano Bisehoff Reederei en bjóðumst til að taka yfír þjónustuna á siglingaleiðunum og leigjum hafn- araðstöðuna í Bremen. Einnig tökum við yfír alla leigusamninga skipa, skuldbindingar vegna þeirra, allan rekstur á siglingaleiðun- um og leigjum til okkar mannskap.“ Óvíst með siglingar til Rússlands Nýja dótturfélagið, Samskip GmbH, er 100% í eigu Samskipa. Það hóf formlega starf- semi í gær, mánudag, í Bremen. „Félagið verður um- boðsaðili fyrir Samskip og fyrir Samskip Scandinavia, sem er eignarhaldsfélag um siglingaleið- ina. Það mun leigja hafnaraðstöðuna og reka hana. Við munum straum- línulaga starfsemina til muna og gera hana eins og við höfum gert annars staðar. Við gerum okkur von- ir um að halda mjög stórum hluta viðskiptanna. 85% þessara viðskipta eru nú þegar stunduð á skrifstofum okkar á Norðurlöndunum og í Rott- erdam. Við munum sigla á Finnland en höfum ákveðið að draga verulega úr siglingum til Rússlands og munum taka afstöðu til þess fljótlega hvort við hættum því alfarið eða hvort við höldum því áfram með breyttu sniði og minni tilkostnaði,“ segir Ólafur. Umtalsvert fjárhagstjón Þegar Samskip keyptu meirihluta í Bruno Bischoff Reederei fyrir um ári síðan tvöfaldaðist velta félagsins og var rúmlega 12 milljarðar króna árið 1998. „Við teljum að heildarviðskipti lækki um 2 milljarða á ársgrundvelli, úr 12 í 10, og við verðum fyrir um- talsverðu peningalegu tjóni. Hins vegar er þetta grunnurinn að þeirri þjónustu sem við höfum byggt upp í Evrópu, þær siglingaleiðir sem við höfum stundað í gegnum Bruno Bischoff. Þannig að það er það sem við byggjum á.“ Baldur Guðnason hefur verið ráð- inn framkvæmdastjóri Samskipa GmbH og verður jafnframt áfram framkvæmdastjóri sölu- og markaðs- sviðs erlendrar starfsemi Samskipa. Skrifstofa Samskipa í Bremen verður sú fyrsta á vegum félagsins í Þýskalandi. Eigin skrifstofur Sam- skipa eru þar með alls 24 í 10 lönd- um. Samskip og dótturfélög verða eftir breytinguna með 8 áætlunar- skip í rekstri á milli áfangastaða í Evrópu og fjögur skip að auki í áætl- unarsiglingum tengdum Islandi Ólafur Ólafsson Korl hf. ræður fram- kvæmdastjóra • Hörður Helgason hefur verið ráð- inn framkvæmdastjóri Korts hf. Hörður er viöskiptafræðingur frá Háskóla íslands. Hörður hefur meðal annars gegnt stöðu fram- kvæmdastjóra markaðssviös OLÍS og var síðar aðstoóarforstjóri fyrir- tækisins. Hörður er fyrrum fram- kvæmdastjóri Baugs (nú Aðföng). Hann hefur undanfarið stýrt mark- aðsmálum hjá Borgarplasti hf. Hörður er kvæntur Dórótheu Jó- hannsdóttur, mat- væla- og hagfræð- ingi. Þau eiga þrjár dætur. Kort hf. er nýtt þjónustufyrirtæki sem starfar á sviði rafrænnar greiðslumiðlunar og fjármálaþjón- ustu. Hluthafar í Korti hf. eru eftirfar- andi: Baugur hf., Blómaval hf., Fjarðarkaup hf., Húsasmiðjan hf., Kaupás hf., KEA, Kaupmannasam- tök íslands, Landssimi íslands hf., NTC hf., Olíufélagið hf., Olíuversl- un íslands hf., Opin kerfi hf., Rafha hf., Samkaup hf., Sjóvá-AI- mennar tryggingar hf., Skeljungur hf., Skýrr hf., Smartkort ehf., Tékk-Kristall hf. og Vátryggingafé- lag íslands hf. Stjórnarformaöur Korts hf. er Sig- urjón Pétursson hjá Skýrr hf. Aðrir í stjórn eru Ólafur B. Thors varafor- maður, Sjóvá-Almennum tryggingum hf., Jón Snorrason, Húsasmiðjunni hf., Frosti Bergsson, Opnum kerf- um hf., Þorsteinn Geirsson, Smart- kortum ehf., og Samúel Guðmunds- son frá OLÍS. Flíspeysa og gönguskór saman 20% afsláttur NÚNA af Karrimor Rona flíspeysu og Scarpa Main gönguskóm þegar hvort tveggja er keypt Verð áður 14.870 kr. Nú I 1.896 kr. Veldu RETTA tímann til að klæða þig vel. Hclldsöludreifing Fæst í helstu sportvöruverslunum um land ol/t
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.