Morgunblaðið - 20.07.1999, Síða 21

Morgunblaðið - 20.07.1999, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ UR VERINU ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚLÍ 1999 21 ^alaekur f Frábær stéeði fyrir Kaídyaanam r Ágúst Guðmundsson og Hjalti Úrsus kraftakarlar VINTERSPORT Oplð Má.-fi. 10-18. Fö. 10-19 Laugard. 10-16 Tvíhliða viðræður Islands og Bandaríkjanna um sjávarútvegsmál Ólíkar áhersl- ur í fískveiði- stjórnun Fiskveiðistjórnun á alþjóðlegum vettvangi var helst til umræðu í tvíhliða viðræðum -----------------7............. Bandaríkjamanna og Islendinga sem lauk um sl. helgi. Þá var bandarísku sendi- nefndinni kynnt stjórnun fískveiða á Islandi. Talsmenn nefndarinnar sögðu Helga Mar Árnasyni að Bandaríkjamenn geti margt lært af íslenska fískveiði- stj órnunarkerfínu. TVIHLIÐA viðræðum Bandaríkja- manna og íslendinga um sjávarút- vegsmál lauk um sl. helgi. Voru þetta fyrstu viðræður ríkjanna af þessu tagi. Hingað til lands kom sérstök sendinefnd frá Bandaríkj- unum skipuð háttsettum embættis- mönnum úr bandaríska stjórnkerf- inu á sviði alþjóðamála og sjávarút- vegs. Mary Beth West veitti sendi- nefndinni forstöðu en hún er sendi- herra og aðstoðarframkvæmda- stjóri þeirrar deildar bandaríska utanríkisráðuneytisins sem fer með alþjóðleg málefni sjávarútvegsins og umhverfis- og vísindamálefni. Þá var í nefndinni Rolland A. Schmitt- en, aðstoðarframkvæmdastjóri um- hverfísmálasviðs bandaríska við- skiptaráðuneytisins. Mary Beth West sagði í samtali við Morgun- blaðið að rædd hafi verið flest þau mál sjávarútvegs þar sem þjóðirnar tvær hafa hagsmuna að gæta á al- þjóðlegum vettvangi, einkum á vettvangi Matvæla- og landbúnað- arstofnunar Sameinuðu þjóðanna Morgunblaðið/Árni Sæberg ROLLAND A. Scmitten, aðstoðarframkvæmdastjóri umhverfismála- sviðs bandaríska viðskiptaráðuneytisins, og Mary Beth West, sendi- herra og aðstoðarframkvæmdastjóri þeirrar deiidar bandaríska utan- ríkisráðuneytisins sem fer með alþjóðleg málefni sjávarútvegsins og umhverfis- og vísindamálefni. (FAO). „íslendingar hafa auk þess lagt til í Alþjóða viðskiptastofnun- inni að dregið verði úr ríkisstyrkj- um í sjávarútvegi sem oft leiða til ofveiði fiskistofna. Á fundum okkar með íslenskum ráðamönnum höfum við meðal annars rætt um rílds- styrktan sjávarútveg og hvernig þróun hans verður háttað á næstu árum. Bandaríkin styðja þessa við- leitni Islendinga heils hugar og rík- isstjórnir beggja ríkjanna munu setja þetta mál í forgang, ásamt öðrum ríkjum. Við ræddum einnig mikið um alþjóðlegar stofnanir á sviði sjávarútvegs en einnig svæðis- bundna stjórnun fiskveiða, til að mynda um samstarf þjóðanna í al- þjóðlegum fiskveiðisamtökum, s.s. N or ðvestur-Atlantshafsfiskveiði- nefndinni, NAFO, og Suðaustur- Atlantshafsfiskveiðinefndinni, SEAFO, sem eru ný samtök sem verið er að koma á legg. Þá var einnig rædd aðild Islands að Al- þjóða túnfiskveiðiráðinu, ICCAT. Þjóðirnar hafa átt mikið samstarf á undanförnum árum en ég er þess fullviss að viðræður sem þessar eru skref í átt að enn nánari samvinnu," sagði Mary. Mary sagði fiskveiðistjórnun beggja ríkjanna einnig hafa borið oft á góma í viðræðunum. „Við er- um miklu fróðari um fiskveiði- stjórnunarkerfið sem íslendingar tóku upp árið 1983, hið svokallaða kvótakerfi. Það stóð til að taka upp samskonar kerfi í Bandaríkjunum en fæðing þess var kæfð í þinginu fyrir fáum árum. Okkur leikur því mikil forvitni á að vita hvernig til hefur tekist með kvótakerfið á ís- landi, hver áhrif þess eru á auðlind- ina sjálfa en ekki síður hin félags- legu og efnahagslegu áhrif,“ sagði hún. Ólíkar áherslur í fískveiðistjórnuninni Rolland A. Scmitten sagði mjög athyglisvert að heyra hvemig þró- un kvótakerfis í fiskveiðum hafi háttað á íslandi á undanförnum ár- um. „Eitt af því sem var talsvert rætt um voru félagsleg og efna- hagsleg áhrif kvótakerfisins á lítil samfélög. Við stöldruðum meðal annars við eignarrétt í slíku kerfi og veltum því fyrir okkur hvort kerfið leiddi til þess að fyrirtækja- samsteypur í sjávarútvegi yi'ðu sterkari gagnvart einstaklingsfyrir- tækjum. Þetta atriði skiptir gríðar- Ipga miklu máli í Bandaríkjunum. Á íslandi eru til dæmis um 80% tog- ara í eigu fiskvinnslufyrirtækjanna. í Bandaríkjunum er þetta hlutfall aðeins 3-5%. Um þetta atriði sköp- uðust því líflegar umræður því við virðumst vera með aðrar áherslur í fiskveiðistjórnun okkar að þessu leyti. í Bandaríkjunum hafa fiski- mennirnir sjálfir mun meira um uppbyggingu kerfisins að segja, sem og vísinda- og umhverfisstofn- anir og þessir aðilar taka ákvarðan- ir sem lúta að fiskveiðistjórnun. Þá hefur þess verið gætt í Bandaríkj- unum að festa ekki eignarrétt í kvótanum sjálfum og að stjórnvöld geti afnumið kvótann hvenær sem er. Það er meðal annars gert til að eitt fyrirtæki eignist ekki of stóran hluta kvótans. Islenska kerfið virð- ist hinsvegar vera miðstýrðara en þau kvótakerfi sem eru rekin í Bandaríkjunum en virðist hinsveg- ar ganga mjög vel. Líklega væri blanda af báðum þessum aðferðum besta lausnin. Kvótakerfið hefur verið lengi við lýði á íslandi og við höfum séð hvar gengið hefur vel en einnig hefur okkur verið bent á það sem betur hefði mátt fara. Þessar viðræður hafa því verið geysilega lærdómsríkar." Dýpri skilningur á hvalveiðimálum Mary sagði hvalveiðar hafa verið ræddar á fundum með íslenskum ráðamönnum. Hún sagðist leggja áherslu á að þó þjóðirnar greindi á varðandi hvalveiðar væri mikilvægt að sá ágreiningur hefði ekki áhrif á gott samstarf þjóðanna í sjávarút- vegi, hér eftir sem hingað til. „Við ræddum þessi mál af mikilli hrein- skilni og þess vegna tel ég að við höfum öðlast dýpri skilning á af- stöðu Islendinga í hvalveiðimálum og öfugt, án þess þó að afstöðu- breyting hafi orðið. Við getum fall- ist á ýmis sjónarmið Islendinga um hvalveiðar, til dæmis að taka eigi ákvarðanir á grundvelli vísinda," sagði Mary Beth West. M/irs Alr Voyage Frábær æfingaskór fyrir hlaupara sem þurfa hvorki innan né utanfótarstuðning. Léttur, þægilegur og stöðugur skór með NIKE-AIR® loftpuða {hæl. Fæst í stærðum 7,5-13. 790,- Alr Max Vérve. Alr Max Verve. Mjög fullkominn hlaupaskór með sjáanlegum NIKE-AIR® loftpúða f hæl. Sérformaður NIKE-Alr® loftpúði I framfót, millisóli úr Phylon og sólinn úr BRS 1000 Karbongúmmí. Ytra byrði úr Nylon-neti sem andar mjög vel St. 7.5-13. Aafcs QEL Ruffíe. Léttur hlaupaskór fyrir byrjendur jafnt sem lenara komna. DUOMAXwf hæl fyrir mesta stöðugleika. Asics GEL í hæl. Herrastærðir 7-12. HJá Intersport sérðu mesta úrval landsins af hlaupaskóm og hlaupafatnaði. Við bjóðum þekkt vörumerki og góða þjónustu. Ókeypls hlaupa- og göngugreining komdu og nýttu þér ókeypis ráðgjöf og Walk&Run greiningu hjá sérþjálfuðu starfsfólki okkar. Walk&Run er viðurkennd aðferð til þess að hjálpa fólki að velja réttu skóna. Squeezy orkugel fylgir öllum keyptum hlaupaskóm. -og þú kemst lengra. ÞlN FRlSTUND - OKKAR FAG

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.