Morgunblaðið - 20.07.1999, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 20.07.1999, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ UR VERINU ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚLÍ 1999 21 ^alaekur f Frábær stéeði fyrir Kaídyaanam r Ágúst Guðmundsson og Hjalti Úrsus kraftakarlar VINTERSPORT Oplð Má.-fi. 10-18. Fö. 10-19 Laugard. 10-16 Tvíhliða viðræður Islands og Bandaríkjanna um sjávarútvegsmál Ólíkar áhersl- ur í fískveiði- stjórnun Fiskveiðistjórnun á alþjóðlegum vettvangi var helst til umræðu í tvíhliða viðræðum -----------------7............. Bandaríkjamanna og Islendinga sem lauk um sl. helgi. Þá var bandarísku sendi- nefndinni kynnt stjórnun fískveiða á Islandi. Talsmenn nefndarinnar sögðu Helga Mar Árnasyni að Bandaríkjamenn geti margt lært af íslenska fískveiði- stj órnunarkerfínu. TVIHLIÐA viðræðum Bandaríkja- manna og íslendinga um sjávarút- vegsmál lauk um sl. helgi. Voru þetta fyrstu viðræður ríkjanna af þessu tagi. Hingað til lands kom sérstök sendinefnd frá Bandaríkj- unum skipuð háttsettum embættis- mönnum úr bandaríska stjórnkerf- inu á sviði alþjóðamála og sjávarút- vegs. Mary Beth West veitti sendi- nefndinni forstöðu en hún er sendi- herra og aðstoðarframkvæmda- stjóri þeirrar deildar bandaríska utanríkisráðuneytisins sem fer með alþjóðleg málefni sjávarútvegsins og umhverfis- og vísindamálefni. Þá var í nefndinni Rolland A. Schmitt- en, aðstoðarframkvæmdastjóri um- hverfísmálasviðs bandaríska við- skiptaráðuneytisins. Mary Beth West sagði í samtali við Morgun- blaðið að rædd hafi verið flest þau mál sjávarútvegs þar sem þjóðirnar tvær hafa hagsmuna að gæta á al- þjóðlegum vettvangi, einkum á vettvangi Matvæla- og landbúnað- arstofnunar Sameinuðu þjóðanna Morgunblaðið/Árni Sæberg ROLLAND A. Scmitten, aðstoðarframkvæmdastjóri umhverfismála- sviðs bandaríska viðskiptaráðuneytisins, og Mary Beth West, sendi- herra og aðstoðarframkvæmdastjóri þeirrar deiidar bandaríska utan- ríkisráðuneytisins sem fer með alþjóðleg málefni sjávarútvegsins og umhverfis- og vísindamálefni. (FAO). „íslendingar hafa auk þess lagt til í Alþjóða viðskiptastofnun- inni að dregið verði úr ríkisstyrkj- um í sjávarútvegi sem oft leiða til ofveiði fiskistofna. Á fundum okkar með íslenskum ráðamönnum höfum við meðal annars rætt um rílds- styrktan sjávarútveg og hvernig þróun hans verður háttað á næstu árum. Bandaríkin styðja þessa við- leitni Islendinga heils hugar og rík- isstjórnir beggja ríkjanna munu setja þetta mál í forgang, ásamt öðrum ríkjum. Við ræddum einnig mikið um alþjóðlegar stofnanir á sviði sjávarútvegs en einnig svæðis- bundna stjórnun fiskveiða, til að mynda um samstarf þjóðanna í al- þjóðlegum fiskveiðisamtökum, s.s. N or ðvestur-Atlantshafsfiskveiði- nefndinni, NAFO, og Suðaustur- Atlantshafsfiskveiðinefndinni, SEAFO, sem eru ný samtök sem verið er að koma á legg. Þá var einnig rædd aðild Islands að Al- þjóða túnfiskveiðiráðinu, ICCAT. Þjóðirnar hafa átt mikið samstarf á undanförnum árum en ég er þess fullviss að viðræður sem þessar eru skref í átt að enn nánari samvinnu," sagði Mary. Mary sagði fiskveiðistjórnun beggja ríkjanna einnig hafa borið oft á góma í viðræðunum. „Við er- um miklu fróðari um fiskveiði- stjórnunarkerfið sem íslendingar tóku upp árið 1983, hið svokallaða kvótakerfi. Það stóð til að taka upp samskonar kerfi í Bandaríkjunum en fæðing þess var kæfð í þinginu fyrir fáum árum. Okkur leikur því mikil forvitni á að vita hvernig til hefur tekist með kvótakerfið á ís- landi, hver áhrif þess eru á auðlind- ina sjálfa en ekki síður hin félags- legu og efnahagslegu áhrif,“ sagði hún. Ólíkar áherslur í fískveiðistjórnuninni Rolland A. Scmitten sagði mjög athyglisvert að heyra hvemig þró- un kvótakerfis í fiskveiðum hafi háttað á íslandi á undanförnum ár- um. „Eitt af því sem var talsvert rætt um voru félagsleg og efna- hagsleg áhrif kvótakerfisins á lítil samfélög. Við stöldruðum meðal annars við eignarrétt í slíku kerfi og veltum því fyrir okkur hvort kerfið leiddi til þess að fyrirtækja- samsteypur í sjávarútvegi yi'ðu sterkari gagnvart einstaklingsfyrir- tækjum. Þetta atriði skiptir gríðar- Ipga miklu máli í Bandaríkjunum. Á íslandi eru til dæmis um 80% tog- ara í eigu fiskvinnslufyrirtækjanna. í Bandaríkjunum er þetta hlutfall aðeins 3-5%. Um þetta atriði sköp- uðust því líflegar umræður því við virðumst vera með aðrar áherslur í fiskveiðistjórnun okkar að þessu leyti. í Bandaríkjunum hafa fiski- mennirnir sjálfir mun meira um uppbyggingu kerfisins að segja, sem og vísinda- og umhverfisstofn- anir og þessir aðilar taka ákvarðan- ir sem lúta að fiskveiðistjórnun. Þá hefur þess verið gætt í Bandaríkj- unum að festa ekki eignarrétt í kvótanum sjálfum og að stjórnvöld geti afnumið kvótann hvenær sem er. Það er meðal annars gert til að eitt fyrirtæki eignist ekki of stóran hluta kvótans. Islenska kerfið virð- ist hinsvegar vera miðstýrðara en þau kvótakerfi sem eru rekin í Bandaríkjunum en virðist hinsveg- ar ganga mjög vel. Líklega væri blanda af báðum þessum aðferðum besta lausnin. Kvótakerfið hefur verið lengi við lýði á íslandi og við höfum séð hvar gengið hefur vel en einnig hefur okkur verið bent á það sem betur hefði mátt fara. Þessar viðræður hafa því verið geysilega lærdómsríkar." Dýpri skilningur á hvalveiðimálum Mary sagði hvalveiðar hafa verið ræddar á fundum með íslenskum ráðamönnum. Hún sagðist leggja áherslu á að þó þjóðirnar greindi á varðandi hvalveiðar væri mikilvægt að sá ágreiningur hefði ekki áhrif á gott samstarf þjóðanna í sjávarút- vegi, hér eftir sem hingað til. „Við ræddum þessi mál af mikilli hrein- skilni og þess vegna tel ég að við höfum öðlast dýpri skilning á af- stöðu Islendinga í hvalveiðimálum og öfugt, án þess þó að afstöðu- breyting hafi orðið. Við getum fall- ist á ýmis sjónarmið Islendinga um hvalveiðar, til dæmis að taka eigi ákvarðanir á grundvelli vísinda," sagði Mary Beth West. M/irs Alr Voyage Frábær æfingaskór fyrir hlaupara sem þurfa hvorki innan né utanfótarstuðning. Léttur, þægilegur og stöðugur skór með NIKE-AIR® loftpuða {hæl. Fæst í stærðum 7,5-13. 790,- Alr Max Vérve. Alr Max Verve. Mjög fullkominn hlaupaskór með sjáanlegum NIKE-AIR® loftpúða f hæl. Sérformaður NIKE-Alr® loftpúði I framfót, millisóli úr Phylon og sólinn úr BRS 1000 Karbongúmmí. Ytra byrði úr Nylon-neti sem andar mjög vel St. 7.5-13. Aafcs QEL Ruffíe. Léttur hlaupaskór fyrir byrjendur jafnt sem lenara komna. DUOMAXwf hæl fyrir mesta stöðugleika. Asics GEL í hæl. Herrastærðir 7-12. HJá Intersport sérðu mesta úrval landsins af hlaupaskóm og hlaupafatnaði. Við bjóðum þekkt vörumerki og góða þjónustu. Ókeypls hlaupa- og göngugreining komdu og nýttu þér ókeypis ráðgjöf og Walk&Run greiningu hjá sérþjálfuðu starfsfólki okkar. Walk&Run er viðurkennd aðferð til þess að hjálpa fólki að velja réttu skóna. Squeezy orkugel fylgir öllum keyptum hlaupaskóm. -og þú kemst lengra. ÞlN FRlSTUND - OKKAR FAG
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.