Morgunblaðið - 20.07.1999, Síða 52

Morgunblaðið - 20.07.1999, Síða 52
52 ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ í DAG Skessuhnoðri er með hæstu hnoðrum. Hér sést hann (fyrir miðju) ásamt fleiri fjölæringnm. SKESSUHNOÐRI - Rhodiola semenowii HUNDADAGAR eru hafnir, þannig að við verðum að viður- kenna að komið er fram yfír mitt sumar. Ari garðsins má skipta í 4 skeið líkt og almanakssárinu og tala um vor-, sumar-, haust- og vetrargarð, en aðrir vilja þó nota skilgreiningamar snemmsumar- og síðsumargarð. Hvaða orð sem við tökum okkur i munn skiptir ekki öllu, en garður- inn hefur skipt mjög um svip frá því í vor. Þá voru laukjurtir mjög áberandi, krókusar og aðrir smálaukar eru löngu horfnir og ekkert eftir af páskaliljum eða túlipönum annað en blöðin. Sjálfsagt er að leyfa blöðum smálaukanna og páskaliija að sitja sem lengst, eða þangað til þau fara verulega að gulna og visna, til að tryggja að góðir blómlaukar nái að myndast, sem geta glatt augað að ári, en skipt- ar skoðanir eru á hvað gera skuli við túlipanana. Flestir grafa upp laukana að lokinni blómgun og henda, en sumir brjóta af fræv- una og leyfa lauknum að safna í sig forða til næsta sumars, þótt á mörkunum sé að hér sé nógu hlýtt fyrir túlipana að mynda góða blómlauka aftur, en það er þó breytilegt eftir tegundum. Mestu máli skiptir að haga svo til í garðinum að ekki komi í hann skellur, þótt einhver jurt hafi lokið blómgun og jafnvel visnað alveg niður. Því er gott að láta jurtir með mikinn blaðvöxt vaxa nálægt vorblómstrandi laukum. Eins þarf að raða saman jurtum með mismunandi blómg- unartíma, þannig að alltaf sé eitthvað sem gleður augað. En það að raða saman blómum í beð er nokkuð sem maður lærir smám saman og ekki er alfarið unnt að treysta bókum hvað varðar upplýsingar um hæð eða blómgunartíma. Skilyrði í görð- um eru misjöfn og jafnvel er eins og plöntum „Iyndi“ misvel. Það er sjálfsagt ýmsum farið eins og mér að margar af mínum plönt- um eru nánast á „faraldsfæti" fyrstu árin, þangað til þær fá sinn fasta samanstað. Þær plöntur sem setja hvað mestan svip á steinbeð síðari hluta sumars eru margar af hnoðraættkvíslinni, Sedum. Svo lítillega sé minnst á ættfræði plantna, tilheyra hnoðrarnir helluhnoðraættinni, sem er stór, með meira en 1300 tegundir. Þeir hnoðrar, sem fyrstir blómstra í mínum garði, hafa þó verið skomir frá hnoðrunum - Sedum - og gefið nýtt nafn - Rhodiola, eða svæfla. Þessa með- ferð hafa hlotið a.m.k. 50 tegund- ir, og er burnirótin okkar ís- lenska ein þeirra. Þó eru alls ekki allir sammála þessari ætt- fræði og í mörgum garðyrkju- bókum eru svæflurnar skráðar sem hnoðrar. En þama lenti ég dálítið út af sporinu. Svæflurnar, sem ég ætl- aði að minnast á, bera nöfnin skessuhnoðri - R. semenowirii - og tröllahnoðri - R. kirilowii. Þessi nöfn eru lýsandi fyrir stærð blómanna, því þeir félagar era mun hærri en flestir hnoðrar, svo háir að þeir eiga mun betur heima í fjölæringa- beði en steinhæð. Tröllahnoðri, sem getur orðið allt að 60-80 sm, blómgast hjá mér í júní, en í venjulegu sumri ætti skessuhnoðrinn að vera í blóma núna. Minn verður þó dá- lítið seinni til, ég flutti hann til í vor, svo hann nyti betur birtu og sólar, en síðan hefur rignt og rignt, og nú horfum við Sunn- lendingar fram á rigningu út hundadagana eða hvað. Skessu- hnoðrinn er 30-60 sm hár, a.m.k. í mínum garði, en í bókum stend- ur, að hann geti orðið allt að einn metri, svo maður fer nú að skilja nafngiftina íslensku. Þessi hái blómstöngull vex upp af gildum og kjötkenndum jarðstönglinum, sem liggur alveg í yfirborði jarð- vegsins, þannig að snemma vors getur hann orðið fyrir hnjaski ef hreinsunaráhuginn er að gera út af við garðeigandann. Blóm- stönglamir era alsettir ljós- grænum laufblöðum, sem era löng og mjó og heilrennd. Blöðin era dálítið þykk og safamikil. Á enda stöngulsins er svo blóm- skipunin, langur klasi, 10-15 sm, af hvítleitum, 5-skiptum blóm- um, sem taka á sig bleikleitan lit með aldrinum, þegar fræhnýðin þroskast. Þessa stóra blóm- stöngla er gaman að þurrka og nota í skreytingar. Skessuhnoðri er langt að kominn, hann er að upprana Asíubúi, ættaður frá Turkestan, sem var eitt af Sov- étlýðveldunum, ef mig misminnir ekki stórlega. Þrátt fyrir þessi fjarlægu heimkynni hefur hann reynst ágætlega harðgerður á Islandi og hefur verið hér í rækt- un í marga áratugi þótt hann hafi aldrei orðið veralega algeng- ur. Honum er auðvelt að fjölga með skiptingu eða sáningu en fræ af honum er pftast á frælista Garðyrkjufélags Islands. BLðM VIKUMAR 413. þáttur l)msjón Sigríður lljartar VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-13 frá mánudeg'i til föstudags Njála eða Njálssaga ÉG VAR ung þegar ég heillaðist af Njálssögu. Nú er búið að brengla svo nafn hennar að mig sker í hjartað og get því ekki lengur orða bundist. Brennu-Njálssaga, eins og hún er nefnd nú til dags. Var Njáll á Berg- þórshvoli þá brennuvarg- ur? Hvað hefur farið fram hjá mér í æsku og enn þann dag í dag? Brenndi hann inni sjálfan sig, konu sína, dótturson og syni? Eftir nafninu hlýtur það að vera. Brennuvargur, Brennu-Njáll, hver er munurinn? Öðru máli gegndi ef að Njáll væri forskeytið og sagan hefði hlotið nafnið Njáls- brennusaga fyrst gamla nafninu þurfti að breyta. Ég hefði gjama viljað eignast nýjustu útgáfu bókarinnar, en Brennu- Njálssaga verður aldrei í mínu bókasafni. Bestu kveðjur, Jóna S. Gísladóttir, Arnartanga 63. SD-smyrslið MIG langar að minna fólk á SD-smyrslið. Ég var með mikinn þurrk og sprungur í húðinni þar sem ég vinn við smíðar. Ég keypti mér þennan áburð og prófaði eftir að vinur minn benti mér á hann. Það leið ekki meira en vika frá því ég byrjaði að bera á mig, kvölds og morgna, þar til húðin á mér var orðin mjúk eins og á ungbami. Grétar Páll Aðalsteinsson. Þakkir ÉG VIL senda starfsfólki á kvennadeild Landspítal- ans á deild 22b þakkir mínar, og þá sérstaklega ljósmæðranum Naseha, Ásu og Helgu, fyrir frá- bæra þjónustu og mikla færni í starfi. Kærar þakkir. Helga Nína. Baukar og símakort óskast GAMLIR kakóbaukar eða annars konar box/baukar óskast. Einnig er óskað eftir notuðum símakort- um. Vinsamlega hafið samband við Rúnu í síma 452 2767. Tapað/fundið Gullhringur með glær- um steini týndist GULLHRINGUR, munstraður með glærum steini, týndist, líklega í vesturbæ eða miðbæ, 25. eða 26. júní. Hringurinn hefur mikið tilfinningalegt gildi fyrir eiganda. Fund- arlaun. Skilvís finnandi hafi samband í síma 552 1640 eða 552 0064. Snyrtitaska í óskilum DRAPPLITUÐ Romella- snyrtitaska með herr- arakdóti og snyrtivörum merkt GB gleymdist í far- angursgeymslu leigubíls fyrir hálfum mánuði. Eig- andi getur haft samband í síma 853 9218 og 893 9218. Myndavél týndist MYNDAVÉL, svört Olympus, týndist á FM tónleikunum í Laugar- dalshöll inni á kvennakló- settinu. Skilvís finnandi hafi samband í síma 567 6255 eða 697 6053. Dýrahald Kettlingur fæst gefins 2JA mánaðar kettlingur, fress, fæst gefins. Upplýs- ingar í síma 565 1443. Fress týndist frá Seljahverfi BRÚNBRÖNDÓTT fress týndist vegna flutnings frá Seljahverfi. Hans er sárt saknað. Hann gefur hafa farið í hvaða átt sem er svo ef einhver hefur orðið var við hann vinsam- lega látið vita í síma 557 8451 eða 863 8509. Víkverji skrifar... LANDSMÓTI skáta lýkur á Úlfljótsvatni í dag en það hefur staðið frá því á þriðjudaginn í síðustu viku. Mörg þúsund skátar, bæði inn- lendir og erlendir, hafa dvalið þar í góðu yfirlæti og skemmt sér saman enda landsmótið hápunkturinn í skátastarfinu. Sonur Víkverja er meðal þeirra mörgu sem voru á mótinu og var spenningurinn mikill fyrir mótið. Er þetta fyrsta landsmótið sem hann fer á og er fullvíst að þau eiga eftir að verða fleiri í framtíðinni. Féllu utan- landsferðir og önnur ferðalög algjör- lega í skuggann af landsmótinu í huga skátans unga dagana fyrir mótið. Eitt vakti sérstaka athygli og ánægju Víkverja varðandi mótið og undirbúning þess en það var vefsvæði skátahreyfingarinnar. Á www.scout.is er hægt að fylgjast með því í máli og myndum hvað skátamir eru að bralla á mótinu. Er þetta frábær þjónusta við þá sem heima sitja og þá ekki síst þegar íslenskir skátar hafa verið að fara á mót erlendis. Að foreldrar og aðstandendur geti íylgst með gangi mála og séð að allt fari vel fram. Á skátahreyfingin þakkir skildar fyrir þetta framtak. Víkverji brá sér vestur á land um síðustu helgi. Á föstudagsnóttina gisti hann á Hótel Búðum og naut þar góðrar þjónustu að flestu leyti. Aftur á móti var eitt sem ekki var alveg að hans skapi l£kt og hjá mörgum öðram sem gistu á hótelinu þessa nótt en það var hversu snemma morgunverðinum lauk eða klukkan tíu um morguninn. Það vora ekki bara morgunsvæfir íslendingar sem vora ósáttir við að geta ekki fengið brauðsneið eftir að klukkan sló tíu heldur voru útlending- ar sem dvöldu á hótelinu mjög ósáttir við þessa þjónustu. Kvörtuðu þeir sáran yfir að hafa staðið í biðröð eftir því að komast í sturtu um morguninn, þar sem herbergin eru ekki með baði, og þar af leiðandi ekki náð í morgun- verðinn fyrr en um tíuleytið. Þeir sem náðu niður rétt áður en morgunverðinum lauk náðu ekki einu sinni að borða fylli sína þar sem hreinsað var af borðinu á slaginu tíu. Á laugardagsnóttina gisti Víkverji á Hótel Flókalundi. Þar var annað upp á teningnum á sunnudagsmorgn- inum. Morgunverðurinn stóð til klukkan 10:30 en ekki var tekið af borðinu fyrr en allir þeir sem komu í morgunverð höfðu yfirgefið veitinga- salinn. Allt viðmót starfsfólks var til íyrirmyndar og er öruggt að Víkveiji á eftir að mæla með gistingu þar við vini og kunningja.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.