Morgunblaðið - 28.07.1999, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 28. JÚLÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
Sjávarútvegsráðherra kynnir reglugerðir um stjórn fiskveiða
Þróunarsjóðsgjald lækkar
en veiðieftirlitsgjald hækkar
HEILDARGREIÐSLA til Þróun-
arsjóðs lækkar um 20% á komandi
fiskveiðiári sem hefst 1. september,
fer úr um 654 milljónum króna í um
519 millj. kr. samkvæmt áætlun.
Veiðieftirlitsgjaldið hækkar um
8,7% frá því sem nú er en áætlað er
að þa'ð fari úr um 131,6 millj. kr. í
um 143 millj. kr. Þetta kom fram
hjá Árna M. Mathiesen, sjávarút-
vegsráðherra, þegar hann kynnti
reglugerðir um stjórn fískveiða á
næsta fiskveiðiári, sem gefnar voru
út í gær.
Gjaldstofninn í reglugerðum um
Þróunarsjóðsgjald og veiðieftirlits-
gjald á fiskveiðiárinu 1999/2000 er
miðaður við þorskígildi. Vegna mik-
illar hækkunar á verðmæti þorsks
umfram flestar aðrar tegundir
fækkar úthlutuðum þorskígildis-
tonnum en fyrir vikið lækkar heOd-
argreiðslan til Þróunarsjóðs en
næsta verkefni hans er að greiða
nýtt rannsóknarskip. Gjald á
þorskígildistonn hækkar úr 166 kr. í
242 kr. til að standa undir sama
kostnaði og á líðandi fiskveiðiári en
heildargreiðslur vegna veiðieftirlits
hækka um 8,7%.
Samkvæmt 9. grein laga um
stjóm fiskveiða er ráðherra heimilt
að ráðstafa allt að 12.000 þorsk-
ígildistonnum til að bæta samdrátt í
úthlutuðu aflamarki. Ami sagðist
hafa ákveðið að notfæra sér þennan
rétt í sambandi við minnkandi
Leyfilegur heildarafli og úthl. aflamark botnfiskteg. fiskv.árið 1999/2000
Þorskur 4 ^
Ýsa
Ufsi
Steinbítur
Karfi
Grálúða
Sandkoli
Skrápflúra
Skarkoli
Þykkvalúra
Langlúra
Leyfilegur
heildarafli,
J lestir
Króka-
bátar,
lestir
Til jöfnunar
skv. ákv. til
bráðab. XXV
í lögum nr.
38/1990
Til ráðst. á
Byggðast.
skv. ákv. til
bráðab. XXV
í lögum nr.
38/1990
Bætur vegna
skerðingar í
innfj.rækju
skv. 9. gr. I.
nr. 38/1990
Úthlutað
aflamark
1999/2000,
lestir
250.000
35.000
30.000
13.000
60.000
10.000
7.000
5.000
3.000
1.400
1.100
34.976
2.500
2.000
3.000
3.000
208.698
32.034
27.600
9.827
60.000
10.000
7.000
5.000
3.000
1.400
1.100
rækjuafla innfjarða og verður bát-
um frá Isafjarðardjúpi, Húnaflóa og
Eldeyjarsvæði úthlutað samtals
2.071 þorskígildislest. Skerðing
þeirra hefur verið um 4.000 lestir að
meðaltali á ári undanfarin þrjú ár.
Óverulegar breytingar em í
reglugerð um veiðar í atvinnuskyni.
Ákvarðanir um heildarafla í inn-
fjarðarrækju og úthafsrækju verða
endurskoðaðar næsta vetur, skip á
rækjuveiðum á Dohmbanka eiga að
vera búin tækjum til sjálfvirkra
sendinga staðsetninga og bátar með
leyfi til veiða í atvinnuskyni mega
stunda tómstundaveiðar að ákveðn-
um skilyrðum uppfylltum.
Að sögn Áma er reglugerðin um
krókaveiðar frekar flókin að þessu
sinni, þar sem bátum er skipað í
fjóra mismunandi flokka, en hún
verður einfaldari fiskveiðiárið
2000/2001 þegar lögin, sem sam-
þykkt vom í vetur, taka endanlega
gildi. Þá verða allir krókabátar ann-
aðhvort í krókahlutdeildarkerfi eða
handfærakerfi með föstum fram-
seljanlegum sóknardögum.
í reglugerð um úthlutun uppbóta
er fylgt ákvörðun Alþingis frá því í
vor um að úthluta 3.000 lestum af
þorski til báta undir 200 brl. sem
hafa minni aflaheimildir en 450
þorskígildislestir enda hafi þeir
landað þorski 1996/1997 eða
1997/1998. Eins er kveðið á um sér-
staka 5% hækkun á þorskaflahlut-
deild báta minni en 10 brt. sem hafa
landað þorskafla á sama tíma. Árni
sagði að þessar bætur kæmu að
hluta til í staðinn fyrir svonefndan
jöfnunarsjóð.
Aukin ijárveiting borgarinnar vegna grunnskóla í Reykjavík
Alvarlegt vinnuslys
á Akureyri
Féll tæpa
fjóra metra
MAÐUR um tvítugt féll tæpa fjóra
metra niður á steingólf af þaki
íþróttaskemmunnar á Akureyri, þar
sem hann var að vinna að viðgerðum
ásamt öðrum, laust eftir klukkan níu
í gærmorgun. Maðurinn var fluttur
með flugi til Reykjavíkur og að sögn
læknis á gjörgæslu Sjúkrahúss
Reykjavíkur var hann mjög alvar-
lega slasaður, en hann hryggbrotn-
aði og hlaut auk þess áverka á
brjóstholi.
Maðurinn gekkst undir um sjö
klukkustunda aðgerð, en henni lauk
rétt um klukkan 23. Að sögn læknis
er líðanin eftir atvikum og var áætl-
að að halda manninum sofandi a.m.k.
fram á morgun.
--------------
Sáu rautt
ÖKUMENN sem áttu leið um
Miklubraut um klukkan hálfníu í
gærkvöld sáu allir rautt, en að sögn
lögreglu olli bilun í stýrikerfi um-
ferðarljósa við götuna því að þau
sýndu öll rautt um tíma.
Að sögn lögreglu má rekja einn
árekstur til bilunarinnar.
Sumardag-
ar í sólinni
DJÚPIVOGUR skartar sínu feg-
ursta í veðurblíðunni sem leikið
hefur við Austfirðinga undan-
farna daga. Nú er að bíða og sjá
hvar og hvort sólin skín um
verslunarmannahelgina.
Gæti þýtt 17.600 kr.
hækkun á mánuði
KENNARAR í Reykjavík munu fá
í kringum 17.600 króna launa-
hækkun á mánuði út samningstím-
ann til haustsins 2000 sé upphæð-
inni sem Reykjavíkurborg ætlar að
veita til að kaupa aukna vinnu af
kennurum í haust og á næsta ári
deilt niður á fjölda stöðugilda.
Finnbogi Sigurðsson, formaður
Kennarafélags Reykjavíkur, segir
þetta fengið með jafnri skiptingu
upphæðarinnar á stöðugildi en
raunin verði sú að einhverjir muni
fá meira og aðrir minna.
Greitt fyrir aukin störf
Alls verður 325 milljónum kr.
varið til að kaupa aukna vinnu af
kennurum frá og með næsta hausti
og segir Finnbogi þar verið að
greiða fyrir vinnu sem kennarar
hafi verið að bæta á sig undanfarin
ár. Eru það atriði eins og gerð
skólanámskrár, innra mat skóla-
starfs, aðlögun skólastarfs að nýrri
aðalnámskrá og ýmislegt fleira. Nú
eigi að greiða kennurum fyrir þessi
auknu störf sem þýtt hafi meðal
annars aukna undirbúningsvinnu
að hausti.
Finnbogi segir að kjör kennara í
Reykjavík verði með þessu orðin
hliðstæð kjörum kennara í Árborg
og ívið betri en á Seltjamarnesi og
í Mosfellsbæ þegar samningstím-
inn sé á enda. Hann telur að flestir
þeirra kennara sem sagt hafa upp í
Reykjavík muni draga uppsagnir
sínar til baka. Alls sögðu milli 250
og 260 kennarar upp störfum. Um
1.100 stöðugildi eru við grunnskól-
ana í Reykjavík.
Morgunblaðið/Arnaldur
Kosovo-Albönum boðið að fara heim
ALÞJÓÐA flóttamannastofnunin
hefur lýst því yfir að flóttamenn frá
Kosovo geti nú snúið til síns heima
og í beinu framhaldi af því hefur
flóttamannaráð hérfendis fundað
með um 70 flóttamönnum, sem bú-
settir eru á Reyðarfirði, Dalvík og í
Hafnarfirði, og kynnt þeim þennan
möguleika. Hafa flóttamennirnir
tvær vikur til að hugsa málið, að
sögn Árna Gunnarssonar, for-
manns ráðsins.
Árni sagði að ein fimm manna
fjölskylda á Reyðarfirði hefði strax
ákveðið að snúa aftur en að margir
hinna væru að hugsa málið. Hrefna
Guðmundsdóttir, verkefnastjóri
flóttamannaráðs, sagði að enginn
þeirra, sem búsettir væru í Hafnar-
firði, hygðist snúa aftur.
Óvíst hve margir þiggja boðið
Hrefna sagði að auk þeirra 70
flóttamanna, sem væru hér á veg-
um flóttamannaráðs, væru um 100
flóttamenn staddir hér á vegum
ættingja sinna og sagði hún að
Rauði kross íslands myndi ganga í
það á næstu dögum að kynna þenn-
an möguleika fyrir þeim en hún
sagðist enga hugmynd hafa um það
hversu margir af þeim hygðust
halda heim á leið.
Islenska ríkið býðst
til að greiða fargjaldið
Að sögn Árna býðst íslenska rík-
ið tii að greiða fargjaldið fyrir
flóttamennina og styrkja þá til að
hefja nýtt líf en unnið verður með
Alþjóðaflóttamannastofnuninni í
þeim málum. Hann sagði að al-
mennt hefði verið mjög gott hljóð í
fólkinu og að því liði mjög vel hér
og væri ánægt með móttökurnar
sem það hefði fengið. Hann sagði
að ákjósanlegustu lokin á flótta-
mannaaðstoð væru að geta boðið
fólki að fara aftur til síns heima en
tók það hins vegar fram að Kosovo-
Afbönunum værí að sjálfsögðu vel-
komið að dvelja áfram á íslandi.