Morgunblaðið - 28.07.1999, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 28.07.1999, Blaðsíða 46
46 MIÐVIKUDAGUR 28. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ Matur og matargerð Oðru vísi snúð- ar í ferðalagið Kristín Gestsdóttir og bóndi hennar, hann Siggi Þ., dvöldust í sumarbústað í skógarhlíðinni gegnt Akureyri um dag- inn og hafði Kristín bakað þrjár teg- undir snúða sem hún hitaði á staðnum. VEÐRIÐ lék nú ekkert við okkur en var heldur ekki í fýlu. Það var þurrt en kalt og sólarlít- ið þessa viku sem við dvöldum fyrir norðan en breytti heldur betur til hins betra þegar við yf- irgáfum staðinn. Umhverfíð og útsýnið er fagurt þarna og allt hefur sínar björtu hliðar, við gátum ekki setið úti, en inni í bílnum var hlýtt og við þeystum um allar trissur á vegum þar sem kantarnir voru þaktir rauð- smára og umfeðmingsgrasi, sem lítið er farið að láta á sér kræla hér syðra. Ég fór út úr bílnum til að ná mér í nokkur rauð- smárablóm sem uxu á mýrar- barmi, jaðrakan var þar með unga og lét hátt. Frá prestsetr- inu í Laufási er fagurt að líta til fjalla yfir leirurnar og sjá fjöllin spegla sig í firðinum, en þarna er lygnara en inni á Akureyri. Gaman var að líta inn í gamla bæinn og skoða vistarverur fyr- irfólks fyrri tíma, sem ekki eru háreistar og leiða hugann að hvernig hinn almenni borgari bjó. Þarna var hlóðaeldhús með geysistórum pottum. Hvernig skyldi bakið hafa verið á eld- buskunum sem þurftu að lyfta þessum þungu pottum upp á hlóðirnar og taka þá ofan? I eld- húsi var kolaeldavél og á henni auk potta sem gengu ofan í eld- holið áhugaverð kaffibrennslu- vél. Eldavélar komu ekki til landsins fyrr en í lok síðustu aldar. Prestsfrúin tjáði okkur að ekki væri langt síðan þessi elda- vél og pottar hefðu verið notaðir til að sjóða í slátur. Einn daginn sigldum við yfír til Hríseyjar í norðanroki og gaf mikið yfir ferjuna en hún er fljót í förum og við héldum okkur neðanþilja. Góðvinir okkar í Hrísey sóttu okkur á traktor niður að höfn. Traktorinn var útbúinn með sæti að aftan sem í var pluss- klædd sessa. Okkur var ekið um steinlögð stræti og sýnd gömul og vel við haldin fallega máluð hús. Síðasta daginn fór að rigna og ókum við alla leið á Garða- holtið í rigningu en þegar við ókum í hlað heima gegnum stóra polla í heimkeyrslunni skein sólin gengum skýin og nokkrir sílamávar sem setið höfðu á þakinu buðu okkur vel- komin heim með miklu gargi. ■■■■■■■■■■■■■■■■■ Snúðadeigið 7V2 dl hveití _______1 msk. þurrger___ 1 tsk. solt I dl matarolía 2'/2 dl fingurvolgt vatn Setjið allt í hrærivélarskál eða aðra skál og hrærið saman. Deigið á að vera lint. Leggið stykki yfir skálina og látið lyfta sér í kæliskáp í 12 tíma eða leng- ur en 2-3 klt. á eldhúsborðinu. Þetta magn deigs er ætlað í hvem skammt. Beikonsnúðar 250 g beikon ______ 2 lítil græn epli___ 150 g rifinn 17% mjólkurostur 1. Klippið beikonið smátt og steikið á pönnu. Takið úr feitinni en geymið hana. Afhýðið eplin og rífið gróft. Rífið ostinn. 2. Fletjið deigið út 60X35 cm, penslið þunnt með beikonfeitinni, stráið síðan beikonbitum yfir, síðan eplum og loks osti. Vefjið upp og skerið í 3 cm þykkar sneiðar. Raðið á bökunarpappír á bökunarplötu. Stillið bakaraofn- inn í 50°C, setjið plötuna strax í ofninn og látið snúðana lyfta sér þar í 15 mínútur. Aukið þá hitann í 210°C, blástursofn í 200°C og bakið áfram í 12-15 mínútur. Pylsusnúðar ____________3 pylsur__________ '/2 dl tómatsósa V2 dl milt sinnep 1 dl steiktur laukur (keyptur tilbúinn) 100 g rifinn 17% mjólkurostur Skerið pylsumar smátt, blandið saman tómatsósu og sinnepi og smyrjið deigið með því, stráið síðan pylsum, lauk og osti yfir. Hafið sama hátt á og við beikonsnúðana. Skinkusnúðar 3 stórar sneiðar skinka 100 g hreinn riómaostur I lítíl dós ananaskurl rúml. 200 g _______fersk steinselja_ 100 g rifinn 17 % mjólkurostur Skerið skinkuna smátt, síið an- anaskurlið og klippið steinselj- una. Hitið rjómaostinn t.d. í ör- bylgjuofni, smyrjið með honum yfir deigið, stráið síðan stein- selju, ananaskurli og skinku yfir. Hafið sama hátt á og við beikonsnúðana. í DAG VELVAKANÐI Svarað í síma 569 1100 frá 10-13 frá mánudegi til föstudags Dýrahald Roland og Korgur eru týndir ROLAND er svartur og hvítur högni með bláa hálsól, merktur Rauðagerði 59, s. 553 8579 og hefur hann ekki komið heim í hálfan mánuð. Hér er hann á mynd með bröndótta kettlingnum Korg, sem hvarf fyir u.þ.b. 3-4 mánuðum. Báðir voru eymamerktir. Þeirra er sárt sakn- að. Þeir sem hafa orðið þeirra varir vinsamlega hafi sam- band í síma 553 8579 og skiljið eftir skilaboð á símsvar- anum ef enginn er heima. Til sérleyfishafa Austurleiða og SBS ÉG vil lýsa yfir óánægju minni með áætlunarferðir frá Þorlákshöfn. I fyrsta lagi stenst aldrei áætlaður brottafarartími. Það á að leggja af stað um kl. 11 en er aldrei lagt af stað fyrr en undir hálftólf og er mjög erfitt að treysta á þessar ferðir. Eins eru ekki alltaf ferðir samdægurs til baka, t.d. ef maður fer í bæinn á laugardegi með 11 ferðinni kemst maður ekki til baka með rútu fyrr en daginn eftir. Finnst mér þetta lé- leg þjónusta fyrir íbúa Þor- lákshafnar. Eh'sabet Aradóttir. Hreinsunarátak í Mosfellsbæ NU stendur yfir, að mér skilst, hreinsunarátak í Mosfellsbæ. Það stingur hins vegar í augu að sjá eitt býlið við þjóðveginn þar sem við blasa bílhræ og drasl í kringum húsið. Mætti alveg taka til hend- inni þar og hreinsa þar til. Guðrún. Þakkir ÉG vil senda íjölskyldu minni, ættingjum og vin- um sem gerðu mér daginn 22. júlí ógleymanlegan á ættarmótinu í Fremsta- Veri mínar bestu þakkir. Egill Egilsson. Tapað/fundið Krókódílavegasalt KRÓKÓDÍLAVEGASALT, grænt með rauðum höld- um, hvarf frá Réttarbakka 9 í júlí. Þeir sem hafa orðið þess varir hafi samband í síma 557 3399. Lítill, svartur bakpoki týndist LITILL svartur bakpoki (Jame sport) týndist í vagni númer 111 sl. mánu- dag í hádeginu. Skilvís finnandi hafi samband í síma 557 7430. Lína er týnd LÆÐA svört og hvít, köll- uð Lína, hvarf frá Laufengi í síðustu viku. Þeir sem hafa orðið hennar varir hafi samband í síma 567 6827. SKAK llmsjón Margeir Pétursson STAÐAN kom upp á World Open mótinu í Philadelphia í sumar. Bandaríski stórmeistarinn Joel Benjamin (2.579) hafði hvítt og átti leik gegn landa sínum Chow. 35. Bxg6! og svartur gafst upp, því eftir 35- hxg6 36. Dh8+ - Kf7 37. Hh7 er hann mát og endataf- lið eftir 35. - Dd4+ 36. Dxd4 er Tíu skákmenn urðu efstir og jafnir á mótinu með 7 vinninga af 9 mögu- legum, þeir Akopjan, Ar- meníu, Éhlvest, Eistlandi, Novikov og Timoschenko, Ukraínu, Gulko, Yermol- insky, Benjamin, Shabalov, Serper og Fis- hbein, allir frá Bandaríkj- vonlaust. HVÍTUR leikur og vinnur. HOGNI HREKKVISI fejburinn hans^.kör-foböl]£t‘ Víkverji skrifar... EGAR eitthvað bjátar á í at- vinnulífínu svo sem þegar starfsfólki er sagt upp í stórum hópum, fyrirtæki leggja upp laupana eða kvóti er seldur eru menn oft fljótir til og telja allt vera að sigla í strand. Og víst má það til sanns vegar færa hjá þeim sem lenda í slíku. Úlfar Ágústsson á Isafirði ritar nýverið í staðar- blaðið Bæjarins besta og biður menn vestra að einblína ekki á neikvæðu hliðarnar heldur líta frekar á þær björtu. Bendir hann mönnum á að horfa til dæmis á þá sem eru að bera búslóðir sínar inn í hús vestra í stað þess að fylgjast með þeim sem bera þær út og flytja á brott. „Svo mikill er sort- inn að jafnvel þeir sem eru á kafí í verkefnum sjá ekki að hér er allt í bullandi framþróun og vexti og að það eina sem vantar er hugarfars- breyting og einhver framsýni," segir Úlfar og drepur á ýmsa upp- byggingu sem átt hefur sér stað í atvinnulífnu á ísafirði síðustu misserin. Minnist hann á að áður hafi átt sér stað byltingar í sjáv- arútvegi og við þeim hafi menn jafnan brugðist. Þannig brýnir hann ísfirðinga og aðra til að horfa á allt það sem er að gerast og eru lokaorð hans þessi: „Og hættið svo þessu væli.“ Ástæða er til að gefa þessu gaum og íhuga að þrátt fyrir að- steðjandi vanda sumra byggðar- laga er kannski ýmislegt hægt að gera til að snúa vörn í sókn og end- urmeta stöðuna. Það er svo sem nógu auðvelt íyrir fólk á suðvest- urhomi landsins að stinga uppá að menn endurmennti sig og skipti um starfsvettvang, en ekld víst að tækifærin séu mörg til þess víða um land. Er það samt ekki hugs- anlegt? xxx RÚMT ár er nú liðið frá opn- um Hvalfjarðarganga og hafa þau sýnt og sannað gildi sitt og flestir orðnir sáttir og jafnvel ánægðir með mannvirkið. Vík- verji hefur svosem ekki oft lagt leið sína um göngin og í nokkur skipti hefur hann meira að segja tekið krókinn fyrir Hvalfjörðinn og leiðist aldrei. Ástæða þess hefur meðfram verið þúsund króna gjaldið fyrir að aka göngin en líka gott veður og ódeigur vilji við aksturinn yfirleitt. Nú má hins vegar fagna því að gangabændur hyggjast bjóða af- slátt þegar keyptir eru 10 miðar og næst þúsund króna gjaldið tals- vert niður við það eða niður í 700 krónur. Verður það vonandi til að auka nýtingu ganganna. XXX ESSI háttur, að rukka veg- gjald, verður án efa tekinn upp víðar þegar einkaframkvæmd við vegagerð á öðrum stöðum á land- inu verður ofan á. Víkverji segir þegar en ekki ef því hann er sannfærður um að svo verður. Við slíkt verður hins vegar kannski að hafa það að leið- arijósi að menn hafi annan valkost á viðkomandi leið, rétt eins og í Hvalfirðinum. Veggjald verður annars hreinn skattur en hafi menn hjáleið, lengri, tafsamari eða óhentugri, er þó valið að minnsta kosti fyrir hendi. Nema við tökum skrefið til fulls og notum skatt- heimtu sem þessa hér og þar í vegakerfinu til að afla því enn frekari tekna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.