Morgunblaðið - 28.07.1999, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.07.1999, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 28. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Fiskvinnsluhúsnæði við Grandagarð 8 breytt í SVONA er áætlað að Grandagarður 8 muni líta út að loknum endurbótum. Hér sést hliðin sem snýr að götunni. Bæjar- ritgerðar- hrisið breyt- ir um svip Reykjavíkurhöfn HAFIST er handa við miklar breytingar á húsinu við Grandagarð 8. Þar var áður til húsa frystihús Bæjarút- gerðar Reykjavíkur og síðar fiskvinnsla Granda hf. Fjöl- þætt starfsemi mun verða til staðar í húsinu að breyting- unum loknum. Hún mun að mestu leyti snúa að sjávarút- vegi en þó má þar finna starfsemi af allt öðrum toga því Asatrúarfélagið er eig- andi að hluta hússins. Húseignin að Grandagarði 8 er tvískipt. Fyrirtækið IceMac, sem starfar á sviði sjávarútvegs, á þann hluta hússins sem tölvugerða myndin sýnir. Að sögn Reyn- is Amgrímssonar fjármála- stjóra IceMac er fyrirhugað Morgunblaðið/Júlíus Siguijónsson RÁÐGERT er að gera miklar breytingar á þeirri hlið hússins sem snýr að höfninni. Gluggum verður meðal annars fjölgað svo betra útsýni fáist. að ljúka endurbótum á þeim hluta um næstu áramót. Húsið verður þá gjör- breytt ásýndum. Það verður klætt að utan, gluggum skipt út og nýjum bætt við. Þá verður inngöngum frá göt- unni fjölgað. „Við ætlum að breyta algjörlega um stíl á húsinu,“ sagði Reynir. Grandagai’ður 8 stendur við höfnina. Á árum áður voru fleiri gluggar á þeirri hlið en nú, að sögn Reynis. „Við munum opna þá hlið út þannig að útsýni fáist yfir höfnina," sagði Reynir. Hafnsækin starfsemi IceMac mun sjálft reka starfsemi í húsinu en hyggst að auki leigja fyrirtælqum sem starfa að þjónustu við sjávarútveginn aðstöðu. „Húsið er á stað þar sem helst er farið fram á hafn- sækna starfsemi," sagði Reynir. Á þessu svæði eru mörg fyrirtæki sem þjónusta sjávarútveginn og sú starf- semi sem verður í húsnæði IceMac er til þess fallin að styrkja þá flóru, að sögn Reynis. Þess verður gætt eftir megni að ekki veljist fyrirtæki sem eiga í beinni samkeppni í húsið. Reynt verður að velja fyrirtæki sem styðja hvert annað. Stúdentaíbúðum í Asgarðahverfí fjölgar Morgunblaðið/Júlíus Sigurjónsson BYGGINGARFRAMKVÆMDIR í Ásgarðahverfi. Vesturbær FRAMKVÆMDIR standa nú yfir við byggingu stúd; entagarða í Ásgarðahverfi. I verkáætlun er miðað við að flutt verði á garðana, næst- síðasta staðalhúsið sem reist verður í hverfinu, í mars á næsta ári. Verkið gengur vel, að sögn Stefáns Ragn- ars Hjálmarssonar, starfs- manns byggingamefndar stúdentagarðanna. Hann segir að vonast sé til að hægt verði að hefja bygg- ingu síðasta staðalhússins í Ásgarðahverfi fyrir vetur- inn. Stórt hús rís í miðju hverfinu í húsinu sem nú er að rísa verða 22 íbúðir. Þær eru þrenns konar; einstak- lingsíbúðir, paríbúðir og tvíbýli. Húsið sem næst verður hafist handa við að byggja verður sams konar. Að lokinni byggingu staðalhúsanna tveggja er komið að því að reisa stórt hús í Ásgarðahverfinu miðju, að sögn Stefáns. Raddir hafa heyrst um að þar verði kjörbúð stúdenta- garðahverfisins en Stefán segir ekkert ákveðið í þeim efnum. „Það hefur verið talað um að það væri hugsanlegt að hafa þar verslun eða einhverja þjónustu fyrir hverfíð. Það er verið að skoða þessi mál. I Háskól- anum er starfandi vinnu- hópur, kallaður Háskóla- torgið. Við bíðum eftir nið- urstöðum hans áður en við neglum niður hvað verður í þessu stóra húsi,“ sagði Stefán. Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðarsvæðis og Kópavogs sameinað Garöabær SAMEINAÐ heilbrigðiseft- irlit Kópavogs, Garðasbæjar, Bessastaðahrepps og Hafn- arfjarðar hefur nú starfað í rúma 6 mánuði. Stofnunin er staðsett í Garðabæ við Garðatorg og varð til eftir að sameinuð voru heilbrigðiseftr irlit Hafnarfjarðarsvæðis og Kópavogs. Hjá stofiiuninni starfa nú 6 manns sem hafa m.a. eftirlit með um 1.200 fyrirtækjum á svæðinu. Heilbrigðiseftirlitið flutti í nýtt 200 fermetra húsnæði við Garðatorg í mars sl. Þrír starfsmenn komu frá eftirlitinu á Hafnarfjarðar- svæðinu sem staðsett var í heilsgæslunni í Hafnarfirði. Tveir starfsmenn komu frá Kópavogi og við sameining- una var einum skrifstofu- manni bætt við. Að sögn Guðmundar Einarssonar forstöðu- manns þurfa starfsmenn að hafa eftirlit með um 1.200 fyrirtækjum og þar af eru um 600 fyrirtæki sem tengjast matvælagerð á einn eða annan hátt. Reynt er að heimsækja hvert fyr- irtæki a.m.k. einu sinni á hverju ári. Farið er yfir tékklista og sýni tekin til skoðunar. Guðmundur sagði að starfsmenn væru að venj- ast nýjum aðstæðum og læra á ný fyrirtæki eftir að eftirlitin voru samein- uð. Hann sagði reynsluna Morgunblaðið/Sverrir Vilhelmsson GUÐMUNDUR Einarsson forstöðumaöur ásamt starfsliði hjá Heilbrigðiseftirlitinu. af sameiningunni ekki frekar að fyrirkomlagið opnast möguleikar á sér- nógu langa til að draga af geti skilað sér í hagræð- hæfingu starfsmanna sem henni ályktun en telur þó ingu í framtíðinni. Einnig oft er til bóta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.