Morgunblaðið - 28.07.1999, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 28.07.1999, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. JÚLÍ 1999 3^ MARGRET ÁSMUNDSDÓTTIR + Margré( Ás- mundsdóttir fæddist á Akranesi 13. október 1916. Hún andaðist í Borgarspítalanum 22. júlí siðastliðinn. Foreldrar hennar voru Signrlaug Ein- arsdóttir, f. 18. júní 1890, d. 23. des. 1974, frá Hliði á Akranesi, af Garðaselsætt, og Ás- mundur Jónsson f. 28. maí 1892, d. 11. ___________ okt. 1945, sjómaður og rafvirkjameistari, frá Elínar- höfða í Innri-Akraneshreppi, af Klingenbergsætt. Þau eignuðust fjögur börn og var Margrét elst. Systkini hennar eru Aslaug, f. 1917, gift Stefáni O. Magnússyni framkvæmdastjóra, Halldóra Ingveldur, f. 1919, var gift Ólafi Árnasyni Ijósmyndara sem er látinn, Jón Óskar skáid og rithöfundur, f. 1921, d. 20. okt. 1998, var kvæntur Kristínu Jónsdóttur listamanni, og Gísli framkvæmdastjórij f. 1926, kvæntur Ölfu lljálmarsdóttur lyfja- fræðingi. í október 1940 gift- ist Margrét Garðari Viborg kórstjóra, síð- ar framkvæmdastjóra og fulltrúa hjá Verðlagsstofnun, f. 29. janúar 1917. Foreldrar hans voru María Hálfdánardóttir, f. 28. okt. 1889, d. 14. feb. 1980, og Guð- mundur Pjetursson trésmiður, f. 10. mars 1891, d. 21. apríl 1993. Börn: Áslaug skrifstofumaður, Ég vil með þessum fáu orðum minnast stórrar konu í litlum lík- ama. Minnast móður mannsins míns, tengdamóður minnar hennar Grétu og ömmu barna minna, henn- ar ömmu í Sól. Mér er minnisstæður okkar fyrsti fundur sem var síðla sumars 1973 á heimili hennar og Garðars á Lang- holtsveginum. Eg, Njörður sonur minn og Garðar yngri, sem þá var verðandi eiginmaður minn, gengum írá heimili okkar Njarðar á Laugar- nesveginum upp eftir Kleppsvegi og Holtavegi til að beygja inn eftir Langholtsvegi. Þetta var löng og krókótt leið á milli tveggja staða og hefði mátt gera hana bæði styttri og beinni. En þessi tími sem gönguferð- in tók var verðmætur og nýttist mér til að undirbúa mig andlega fyrir þennan mikilvæga fund með verð- andi tengdaforeldrum. Hugur minn var fullur af spurningum og vanga- veltum. Hvernig verður mér tekið? Hvernig á ég að hegða mér? Hvað segir maður við verðandi tengda- foreldra sína? Kem ég til með að duga sem eiginkona fyrir „hreiður- böggulinn“ þeirra? Ég og litli drengurinn minn? Svör við þessum hugleiðingum mínum fékk ég á þeirri stundu sem augu okkar mættust. Ég las ekki einungis í aug- um þein-a hjóna að þau buðu mig og Njörð velkomin inn á heimili sitt sem verðandi fjölskyldumeðlimi. Ég las einnig í augum hennar Grétu hógværð og auðmýkt sem staðfestu að ótti minn yfir réttu eða röngu atferli var með öllu ástæðulaus. Ég átti eftir að kynnast því enn frekar eftir því sem árin liðu og kynni mín af Grétu styrktust, að hug- tökin rétt og rangt voru ekki orð sem hún notaði yfir fólk eða atburði. I hennar huga var ekkert augljóst í fyrstu og mikilvægt að skoða málin ft-á öllum hliðum áður en niðurstaða var fengin. Víðsýni og trú á mann- eskjuna voru hennar leiðarljós í sam- skiptum við fólk, hvort heldur það var í hópi hennar nánustu eða ekki. Ég hef reynt að temja mér þessa lífs- afstöðu tengdamóður minnar og yfir- færa hana yfir á böm okkar Garðars, en það er eins og sumum sé gefinn þessi eiginleiki meðan aðrir verða að glíma við að öðlast hann. Það var ekki einungis hógværð sem einkenndi Grétu. Ég og börn okkar Garðars, Njörður, Tómas og Margrét Sigríður, minnumst henn- ar einnig sem viljasterkrar konu sem setti kraft sinn í að hlúa að og halda saman sínu fólki. Þannig minnumst við ömmu í Sólheimum, eða ömmu í Sól, eins og við sögðum á heimili okkar. Alltaf vorum við velkomin til afa og ömmu í Sól, fyrst með Njörð, svo bættust Tómas og Margrét í hópinn. Frá litlu íbúðinni í Sólheimum eigum við margar góð- ar minningar. Ávallt var tekið á móti okkur opnum örmum þegar við komum til landsins. Það var vikið úr rúmum fyrir okkur, landsins besti matur borinn á borð og allt gert til að gera ferð okkar og dvöl sem minnisstæðasta. Þetta voru ógleym- SÓLVEIG ÞORKELSSON + Sóiveig Þorkels- son fæddist á Akureyri 7. apríl 1943. Hún iést á Fjórðungssjúkra- húsi Akureyrar 11. júlí siðastliðinn og fór útfbr hennar fram frá Akureyr- arkirkju 26. júlí. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðasta blund. Margs er að minnast, margterhéraðþakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem) Að fæðast heill á sál og líkama er ekki sjálfgefínn hlutur. Það varð hlutskipti okkar elskulegu móður- systur að fæðast með Down’s heil- kenni. Það eru á marg- an hátt forréttindi að alast upp í fjölskyldu þar sem fatlaður ein- staklingur er í. Það var hluti af tilverunni frá því að við vorum litlar að fara til „mormor" og passa frænku okkar á meðan „morrnor" fór að erinda, þá lásum við fyrir hana og fengum þar okkar lestraræf- ingu, oftast var það Sel- urinn Snorri sem við lásum enda var hann í alveg sérstöku uppá- haldi hjá Sólveigu. Sólveig hafði alla tíð ákaflega gaman af tónlist og hafði alveg ákveðinn smekk í þeim efnum, og þar sem „mormor" spilaði listavel á píanó, spilaði hún mjög oft fyrir hana. Þótt hún gæti ekki lesið, gat hún samt sem áður alltaf valið þær nótur sem hún vildi láta spila fyrir sig. Árið 1987 urðu straumhvöf í lífi hennar því þá flutti hún að Sólborg og dvaldi þar við mjög góða umönn- un og hafi starfsfólkið þar hinar bestu þakkir fyrir. Árið 1996 flutti hún í sambýlið að Dvergagili 40 og bjó þar þrjú síðustu árin sín og þar MINNINGAR f. 8. júlí 1941, gift Leifi Guð- jónssyni, fv. fulltrúa hjá Dags- brún. Brynjar, f. 20. aprfl 1943, sagnfræðingur og kennari. Greta María, starfsmaður hjá Rannsóknastofnun fiskiðnaðar- ins, f. 8. mars 1945, í sambúð með Víði Guðmundssyni verk- stjóra. Guðmundur ljósmynd- ari, f. 13. júni 1946, kvæntur Onnu Björnsdóttur hjúkrunar- fræðingi og ljósmóður. Ás- mundur tæknifræðingur, f. 15. sept. 1947, kvæntur Jónínu Hjörleifsdóttur fatahönnuði. Sigurlaug, skrifstofumaður, f. 5. aprfl 1949, gift Haraldi Har- aldssyni skipasmiði, og Garðar sálfræðingur, f. 10. aprfl 1951, kvæntur Fanny Jónsdóttur uppeldisfræðingi. Margrét stundaði nám í Hér- aðsskólanum í Reykholti. Auk þess að vera sjö barna móðir og koma þeim til manns starfaði hún við ýmis verslunar- og skrifstofustörf. Útför Margrétar fer fram frá Áskirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 13.30. anlegar stundir og gott að minnast þeirra. Þegar horft er yfir 26 ára kynni mín af tengdamóður minni eru nokkrar myndir sterkari en aðrar og ég veit að þessar myndir á ég sam- eiginlegar með bömum okkar Garð- ars. Þetta em myndir sem við viljum varðveita sérstaklega í huga okkar því þær em myndir af tíma sem senn er liðinn. Ein af þessum myndum er frá jólaboðunum. Jólaboðin voru heilög stund fyrir okkur öll. Það var þröng á þingi þegar öll börn, tengda- börn, barnabörn, ásamt systkinum Grétu, og nú síðustu árin barna- barnabörnin, voru samankomin í íbúðinni í Sólheimum. Boðið hófst með hlaðborði þar sem hver réttur átti sinn stað á borðinu. Hangikjöt, sviðasulta, uppstúf, rófustappa, flat- brauð og svo gulrótahringurinn svo eitthvað sé nefnt og enginn bakaði eins góða prinsessutertu og amma í Sól. Eftir matinn var dansað í kring- um jólatréð. Afi settist við orgelið og spilaði, amma stjórnaði söng og dansi. Það var ávallt byrjað með að syngja jólasálmana áður en jólalögin með leik og glettni tóku við. Önnur mynd sem við varðveitum er af ömmu í Sól þar sem hún situr niður- sokkin yfir dönskum krossgátum. Við erum ekki margar menntakon- urnar í dag sem leikum þann leik eftir okkar „ómenntuðu" mæðrum og ömmum. Það er gott að minnast þín, elsku tengdamamma og amma. Fanny Jónsdóttir, Njörður, Tómas og Margrét Sigríður. leið henni afskaplega vel og naut ein- stakrar umönnunar starfsmanna þar. Það fór aldrei á milli mála hversu mikla umhyggju og metnað starfs- fólkið lagði á sig til þess að gera líf hennar auðugt. Því verður það seint fullþakkað. Það var orðið mjög dap- urlegt heilsufarið hennar síðustu árin og nú er hún laus undan verkjunum, og það er huggun harmi gegn. Það eru margar minningarnar sem renna í gegnum hugann þessa dagana; laut- arferð í Vaglaskóg með afa og „mor- mor“ á fína bílnum og endað á því að kaupa sieikjó og hann maulaður á leiðinni heim. Við sendum móður okk- ar samúðarkveðju sem nú kveður litlu systur sína og þökkum henni alla þá umhyggju sem hún sýndi litlu systur sinni. Elsku Sólveig, hafðu þökk fyrir allt, friður Guðs þig blessi. Erla Björg og Halla Björgvins- dætur og fjölskyldur þeirra. Lítil stelpa stendur við endann á óendanlega löngum gangi. Hinum megin við ganginn er stofa full af glaðværu fólki. Stelpan er með hnút í maganum því hún er svo feimin. Hún veit ekki hvernig hún á að bera sig við að heilsa öllu fólkinu. Á hún að kasta kveðju yfir hópinn eða taka í höndina á hverjum og einum. Mitt í þessum vangaveltum kemur amma hennar með bros á vör og útrétta arma. „Gleðileg jól, vinan!“ segir hún og kyssir hana á kinnina. Rétt fyrir aftan stendur afi hennar og faðmar hana og kyssir. Fyrr en varir er gangan langa á enda og stelpan farin að leika sér við jafnaldra sína. Hún man ekki lengur hvernig hún heilsaði fólkinu. Flest barnabörn ömmu og afa hafa eflaust einhvern tímann verið í spor- um þessarar litlu stúlku. Smám sam- an stækkuðu þau svo og gangurinn styttist enda skipta jólaboðin hjá ömmu og afa nú tugum og hafa verið órjúfanlegur hluti af jólunum. Minningarnar um hin árlegu jóla- boð í Sólheimunum eru ofarlega í huga okkar systkinanna þegar við minnumst Margrétar ömmu sem nú er látin. Það var alltaf jafn spenn- andi að hjálpa afa og ömmu að bera inn goskassana og kræsingarnar úr köldu geymslunni frammi. Það var eins og þessi litla geymsla innihéldi ótakmarkað magn af góðgæti enda fórum við krakkarnir í keppni um hver gæti klárað úr flestum gos- flöskum á stystum tíma. Það endaði auðvitað alltaf með því að einhver fékk magapínu. Þegar búið var að jafna sig eftir kappdrykkjuna var skemillinn með gæruskinninu tekinn fram, stillt á miðjan ganginn og farið í keppni um hver gat stokkið lengst. Þegar búið var að hoppa nóg var hamast í lyftunum. Lyftan tekin upp á tólftu hæð og stoppað á hverri ein- ustu. Eftir hamaganginn var svo sest niður og spilað meðan nartað var í mandarínur og konfekt, svona til þess að ná sér niður eftir allan mat- inn og terturnar. Þessi jólaboð veittu okkur systkinunum mikla gleði og endur- spegla þá miklu tryggð og um- hyggju sem amma og afi báru fyrir fjölskyldu sinni. Ef einhver átti bágt voru þau stoð og stytta. Okkur er ógleymanlegt hvað þau reyndust okkur systkinunum og mömmu vel þegar við urðum fyrir því áfalli að missa föður okkar fyrir nokkrum árum. Þá var nærvera þeirra okkur mjög notaleg. Já, það er erfitt að minnast ömmu án þess að tala um afa í leiðinni, þau hjónin voru svo samrýnd. Það var alltaf gaman að heim- sækja ömmu enda var hún gestrisin og áhugasöm um það sem við unga fólkið tókum okkur fyrir hendur. Amma var mjög greind, vel lesin, Formáli minning- argreina ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upp- lýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fædd- ur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletrað- ur, en ekki í greinunum sjálf- um. Þegar andldt ber að höndum Útfararstofan annast meginhluta allra útfara d höfuSborgarsvæilinu. Þarstarfa nú 15 manns vi5 útfararþjónustu og Uistuframleiðslu. AlúSleg þjónusta sem byggir á langri reynslu Útfararstofa Kirkjugarðanna ehf. Vesturhlíð 2 — Fossvogi — Sími 551 1266 góð og falleg. Hún var alltaf ein- staklega smekklega til fara og við vorum stolt af því að vera nálægt henni. Amma kom ávallt fram við okkur unga fólkið sem jafningja o^f vinátta hennar var okkur mikils virði. Við systurnar hittum hana í sumarbústað fyrir stuttu og okkur er mjög minnisstætt hvað lá vel á henni og hvað það var gaman að spjalla við hana. Elsku afi. Það er skrýtið að hugsa til þín án ömmu þér við hlið því í okkar augum eruð þið eitt. Þið vor- uð svo sæt saman. Guð gefi þér styrk. Takk fyrir okkur. Bergdís, Garðar Héðinn, Fanney, Brynja og Drífa. Þá er hún Gréta amma mín farin frá okkur og einhvern veginn er eins og heimurinn hafi minnkað. Amma var umburðarlynd og hlý manneskja. Þótt hún hefði nú oft ákveðnar skoðanir á hlutunum þá var hún ekkert að kippa sér upp við það þótt öðrum fyndist eitthvað allt annað. Og ekki gerði hún óþarfa veður út af smámunum, að minnsta kosti ekki við okkur barnabörnin. Dæmi um það er frá því þegar ég var þrettán, fjórtán ára og bjó um vikutíma hjá ömmu og afa meðan báðir foreldrar mínir voru í burtu. Eins og unglinga er oft siður hafði ég skroppið út eitt kvöldið og kom heim miklu seinna en um hafði veriiV. samið. Ég opnaði eins hljóðlega og ég gat og læddist inn í von um að sleppa þannig við skammir. í myrkrinu sat amma og hló og sagði: „Þú ert nú meiri nátthrafninn." Eft- ir þetta gat ég auðvitað ekki annað en hagað mér miklu betur en ég var vön það sem eftir var dvalarinnar hjá ömmu og afa. Það var alltaf þægilegt að vera nálægt ömmu og aldrei ástæða til að vera með neina tilgerð, kannski af því að hún var laus við hana sjálfi^. Ég man ekki eftir að hún haff nokkurn tímann talað öðruvísi við mig en með virðingu, sama á hvaða aldri ég var. Henni fannst greini- lega engin ástæða til að tala niður til barna. Því sama tók ég eftir þeg- ar ég var orðin fullorðin og heyrði hana tala við börnin mín. Hún sýndi líka alltaf áhuga á því að skflja áhugamál manns og skoðanir og var sérlega næm og fljót að átta sig á hlutunum. Hún hafði skarpa hugsun hún amma. Ég á mynd af mér eins til tveggja ára gamalli með ömmu þar sem við leiðumst berfættar gangandi á sandi. Mér hefur alltaf fundist eins og þessi mynd væri af ömmu að leiða mig út í lífið. Fyrir hennar hlutverk á þeim** vettvangi verð ég henni ævinlega þakklát. Eyja Margrét Brynjarsdóttir. ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Stapahrauni 5, Hafnarfirði, sími 565 5892 Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Áralöng reynsla. Svemr Olsen, útfararstjóri Sverrir Einarsson, útfararstjóri Útfararstofa Islands Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300 Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/ «cr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.