Morgunblaðið - 28.07.1999, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 28.07.1999, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 28. JÚLÍ 1999 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ 4 Reykholtshátíð hin þriðja TðlVLIST Iteykholtskirkja REYKHOLTSHÁTÍÐ fór fram þriðja sinni um helgina og voru haldnir fernir tónleikar. Ríkarður Örn Pálsson fór á hátíðina og fer umsögn hans hér á eftir. 3 sönglög eftir Inga T. Lárusson; Guðrún Ingimarsdóttir sópran og Steinunn Birna Ragnarsdóttir, píanó. Stenhammar: Rómansa nr. 2; Greta Guðnadóttir, fiðla og SBR, píanó. Helgi Pálsson: Eigið tema með vari- ationum og fúgu. Berwald: Strengja- kvartett nr. 2 í a. Auður Hafsteins- dóttir & GG, fiðlur; Guðmundur Kristmundsson, vfóla; Johanna Sj- unnesson, selló. Föstudaginn 23. júli kl. 20:30. TÓNLISTARHÁTÍÐIN í Reyk- holti hófst í þriðja sinn á föstu- dagskvöldið var við ágæta aðsókn þrátt fyrir rigningarsudda. Hvort frétt um nýfundinn virkisgarð Snorra Sturlusonar hafi aukið að- streymi skal þó ósagt látið. Eftir að séra Geir Waage staðarhaldari hafði boðið gesti velkomna, fengu áheyrendur fyrsta forsmekk á söng Guðrúnar Ingimarsdóttur, er var aftur á dagskrá næsta dag, þegar hún flutti ásamt Steinunni Birnu Ragnarsdóttur þrjú stutt og einföld sönglög, Heimþrá eftir Inga T, Tonarna e. Sjöberg og lag Oskars Merikanto, Kansanlaulu, líklega betur þekkt hér við texta Káins, „Úr 50 senta glasinu". Lít- ið tækifæri til að ná sér upp að sinni, en ljúflega sungið og leikið. Greta Guðnadóttir og Steinunn léku síðan seinni rómönsu sænska síðrómantíkarans Wilhelms Sten- hammars (1871-1927), er einnig var mikilsvirtur hljómsveitar- stjóri í Gautaborg. Fremur stutt en fallegt verk með keim af „salon“-andrúmslofti og agnarögn af ljúfsárri útlifun aldarloka. Fiðlutónn Gretu verkaði stöku sinni örlítið klemmdur, en annars var verkið ágætlega flutt. í þessu verki, þar sem meira var tekið á, var óhjákvæmileg ákveðin glamr- andi í píanóinu á sterkustu stöð- um, og kemur slíkt vonandi til með að reka á eftir áformaðri uppsetningu orgellofts. Því eftir ýmsu að dæma ætti hljómburður Reykholtskirkju þá að geta orðið mjög góður. Ónefndur strengjakvartett er samanstóð af ofangreindum strok- leikurum flutti loks verk eftir Helga Pálsson og Franz Berwald, Hin aðeins hálfþrítuga sænska Jo- hanna Sjunnesen hljóp í skarðið fyrir Bryndísi Höllu Gylfadóttur á selló og stóð sig með þeim ágæt- um, að engu væri líkara en að hefði leikið með íslenzkum félög- um sínum um árabil. Verk Helga með hið (núorðið) hálfklunnalega nafn „Eigið tema með variationum og fúgu“ frá 1939 var allt annað en klunnalegt í gerð og útfærslu. Að það skuli hafa legið í gleymsku og dá í hálfa öld unz það loks var end- urvakið fyrr á þessu ári er reynd- ar næsta ótrúlegt, því það mundi jafnvel sóma sér vel við hlið sams konar verka eftir kunnustu meist- ara samtímans. Tónsmíðatæknin og sköpunarþroskinn sem birtist í hinum heillandi tilbriðum og fúgu eru með ólíkindum heimsmanns- leg fyrir Island 1939, og væri rétt- ast að koma þessu e.t.v. fágaðasta og framsæknasta dæmi um hér- lenda nýklassík á hljómdisk án tafar. Sem fyrr í vor var leikið af alúð og tilfinningu, en það verður að segjast, að rífleg ómlengd kirkjunnar hlaut að setja óþarf- lega fjarrænan, og stundum jafn- vel bjagaðan, svip á flutninginn; dulítið líkt og þegar horft er öfug- um megin gegnum sjónauka. Kjörland Reykholtshátíðar í ár var Svíþjóð. Því var vel til fundið að leika í lokin 2. Strengjakvartett Berwalds frá 1849. Sænski tón- smiðurinn kvað að sumra sögn hafa þótt viðskotaillur í samskipt- um, en tónverk hans eru aftur á móti mörg hver meistaraleg, eins og þessi kvartett, sem hófst á eð- albornum fyrstaþætti, er bar svip ólgandi ástríðu undir kaldri og kenjóttri ytri skel. Kvartettinn var glimrandi vel leikinn af þeim fjórmenningum, samtaka og sérlega nákvæmur í hrynjandi og inntónun- að svo miklu leyti sem heyrt varð í glymjandi kirkjuhljómguninni á hraðari stöðum - og eftir eldheit- um undirtektum áheyrenda að dæma var ekki annað að sjá en að Reykholtshátíð 1999 hefði hafizt með glæsibrag. Lævirkinn frá Hvanneyri Sönglög og aríur eftir Þórarin Guð- mundsson, Merikanto, Sjöberg, Gri- eg, Rangström, Karl O. Runólfsson, Mozart, Bellini, Verdi og Rossini. Guðrún Ingimarsdóttir sópran og Steinunn Birna Ragnarsdóttir, pianó; Martynas Svégzda von Bekker, fiðla. Laugardaginn 24. júlíkl. 14:30. AÐRIR hinna fernu tónleika á Reykholtshátíð 1999 fóru fram í kirkjunni um undornsbil á laugar- daginn var. Þar kvaddi sér hljóðs upprennandi sópransöngkona úr röðum héraðsmanna, því Guðrún Ingimarsdóttir mun alin upp á Hvanneyri. Hún var við framhalds- nám í Stuttgart 1995-98 hjá flúr- söngkonunni Sylviu Geszry, hefur síðan tekið þátt í fjölda óperuupp- færslna og tónlistarhátíða í Bret- landi og Þýzkalandi og starfar sem stendur í síðartalda landinu sem söngkona á lausum kili. Það var því ekki nema von að fyndist eftirvænt- ing í lofti meðal áheyrenda á þétt- skipuðum bekkjum kirkjunnar, sem 17 mín. óútskýrð seinkun náði ekki að draga úr. Og eftir hlýjum undir- tektum að dæma stóð söngkonan líka fyllilega undir væntingum áheyrenda, sem risu á fætur í lokin og klöppuðu fram tvö aukalög. Fyrst á skrá var Kveðja („Ég kæra sendi kveðju“, svo greinanleg verði frá tugum annarra ,,Kveðja“) eftir Þórarin fiðluleikara Guð- mundsson. Þá tvö lög á finnsku eft- ir Oskar Merikanto, og því næst þrjú „dönsk“ lög ef svo mætti kalla eftir Grieg, þ.e. við dönsk ljóð eftir Johan Paulsen og H. C. Andersen; síðast þeirra hið fræga Jeg elsker dig, sem var þeirra íburðarmest. Þó að um „upphitunarlög" væri að ræða, án þess að svo séu kölluð einföldum en vönduðum tónsmíð- um til hnjóðs, mátti strax kenna, að söngkonan virtist í heild gefa tilfinningahliðinni meiri gaum en textanum. Sá á að vísu oftast erfið- ast uppdráttar úr börkum sóprana; hátíðnitónar eru textum allra söngsviða óvænlegastir, og til sanns vegar mætti einnig færa, að kirkjuheyrðin í Reykholti lét eng- an veginn sitt eftir liggja til að draga úr textaskilum. Við þessar aðstæður hefðu a.m.k. textaút- drættir í tónleikaskrá komið áheyrendum vel, en því var ekki að heilsa. Að svo miklu leyti sem und- irr. fékk heyrt virtist söngkonan annars syngja Grieg-textana á norsku, en vera kann að hafi brenglazt á leiðinni um kirkjuskip- ið. Þær stöllur fóru snoturlega með Melodi, siciliana-kennt lag eftir Ture Rangström við merlandi arpeggio-runur úr mjúkum hönd- um Steinunnar, og fyrri hluta lauk með þrem meistaralegum smálög- um eftir Karl 0. Runólfsson, Föru- sveinninn, í fjarlægð, sem var inni- lega sungið af Guðrúnu, og hinu kaldhæðna Síðasti dansinn, sem báðar listakonurnar fluttu með miklum bravúr við rífandi undir- tektir. Seinni hluti tónleikanna kom hlutfallslega bezt út, enda að virt- ist meir við hæfi jafnt húss sem söngkonu en sá fyrri. „Heimilisfiðl- ari“ Reykholtshátíða ef svo mætti kalla, hinn litheygski Martynas Svégzda von Bekker, lék fylgirödd („obbligato") í Konsertaríu Moz- arts K580, „Schon lacht der holde Fruhling", og fyrstu heiðhvolfstón- ar Guðrúnar þetta kvöld, ásamt flúrsöngsfimi sem var lævirkja verðug, uppskáru jákvætt andsvar utan úr kirkjusal í aríu Elviru úr I Puritani Bellinis, Son vergin vezzosa. Spinto-tækni Guðrúnar í aríu Oscars úr Grímudansleik Verdis vakti einnig hrifningu, og hinn sígildi flúrsöngsprófsteinn Rossinis úr Rakaranum, Una voce poco fa, var glæsilegur í meira lagi. Meðal uppklöppunarlaga vakti einkum Vilja-söngurinn úr Kátu ekkju Lehárs athygli, ekki sízt fyr- ir sérlega fallega mótaða mp-tóna á efsta sviði. Óhætt er að segja að Guðrún Ingimarsdóttir sé söngkona á upp- Morgunblaðið/Sigríður Reykhyltingar hylltir REYKHOLTSHLÁTÍÐIN er óðum að festast í sessi og var flytjendum á hátíðinni klappað lof í lófa . Á myndinni taka Johanna Sjunnesson, Valgerður Andrésdóttir, Martynas Svégzda von Bekker, Stein- unn Bima Ragnarsdóttir, Auður Hafsteinsdóttir og Guðrún Ingimarsdóttir við ámaðaróskum áheyrenda. 30 ára reynsla Hlj óðeinangrunargler GLERVERKSMIÐJAN Samvebk Eyjasandur 2 • 850 Hella » 487 5888 • Fax 487 5907
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.