Morgunblaðið - 28.07.1999, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 28.07.1999, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 28. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Skýrsla embættis yfírdýralæknis um Ásmundarstaði Astand viðunandi en þarfnast úrbóta Ihugar að æskja lögreglurannsóknar Bæta sölu og ímynd NIÐURSTAÐA athugunar setts yfirdýralæknis og dýralæknis ali- fuglasjúkdóma á ástandi umhverf- ismála á Ásmundarstöðum er að umhverfismál á Ásmundarstöðum teljist viðunandi en þarfnist nokk- urra úrbóta. Settur yfirdýralæknir og dýralæknir alifuglasjúkdóma skoðuðu Ásmundarstaði í fyrradag að beiðni landbúnaðarráðherra. Guðni Ágústsson landbúnaðar- ráðherra kveðst telja hilla undir lok í málinu. „Mér hefur þótt sem þetta mál þyrfti að fá umfjöllun af öðru tagi en verið hefur, enda við- kvæmt umhverfi, en mér sýnist að málið sé að sigla í farsæla höfn,“ segir Guðni. Trúnaður þarf að ríkja Guðni kveðst vona að því fjaðrafoki sem verið hefur að undan- fömu vegna málsins fari nú að linna. Hann telur að mál af þessu tagi þurfi að vinna af fullum trúnaði og samkvæmt lögum og reglum sem gilda um eftírlit í þessum efnum. „Málsaðilar þurfa að taka á því sem er að og fylgja því eftir. Það er langmikilvægast. Mér fannst einnig sjálfsagt þegar héraðslækn- ir, sem er starfsmaður landbúnað- arráðuneytisins, er borinn þungum sökum, að bæði yfirdýralæknir og sérgreinalæknir færu á vettvang og mætu hvort eitthvað af þessu ætti við rök að styðjast," segir ráð- herra. Hann kveðst fagna því að dýralæknarnir virðist í sameiningu telja að öll umhverfismál séu að komast í viðunandi horf. „Þegar losun og sótthreinsun gáma verður komin í lag og lokið er að fullu hreinsun á umhverfí búsins, en hún stendur nú yfir, telja settur yfirdýralæknir og dýralæknir alifuglasjúkdóma að ástand umhverfismála verði í góðu lagi á Ásmundarstöðum. Niður- staða yfirdýralæknis og dýralækn- is alifuglasjúkdóma er því sú sama og héraðsdýralæknisins á Hellu og setts héraðsdýralæknis," segir í til- kynningu frá embætti yfirdýra- læknis. Sigurður Öm Hansson, settur yfirdýralæknir, segir að það sem fyrst og fremst hafi verið að á Ás- mundarstöðum hafi snert gáma- þjónustu. „Gámarnir sem koma núna eru greinilega hreinir og hafa verið tæmdir alveg. Þeir eru hins vegar lekir og það teljum við að þurfi að vera í betra lagi. Þá var annar gámurinn notaður undir úr- gang, hræ og egg, og hann var þannig að þegar við opnuðum hann datt hurðin af hjörum og er því ekki í lagi. Ég myndi einnig segja að steypt plan þyrfti að vera undir báðum þessum úrgangsgámum. Einnig er gámur fyrir almennt sorp innan athafnasvæðis búsins og mér finnst eðlilegt að slíkur gámur sé staðsettur annars stað- ar,“ segir Sigurður Örn. Framkvæmdir í gangi „Þarna eru framkvæmdir í gangi og að sögn bússtjóra verður m.a. fjarlægður þurrkari fyrir hænsna- skít, sem er úr sér genginn og ónýtur, og sömuleiðis þeir haugar sem áttu að fara í gegnum þennan þurrkara. Um er að ræða gamla skíthauga sem eru í raun og veru grónir, nema um það bil 100 fer- metrar. Ég er ekki að segja að það sé engin smithætta af þeim, en hún er ekki mikil.“ Sigurður Ingi kveðst ekki tjá sig um skýrslu Heilbrigðiseftirlits Suð- urlands, en augaleið gefi að óeðli- legt sé að gámar séu á athafnasvæði kjúklingabús sem innihalda maðk- aðan úrgang. Hins vegar hafi starfsmenn búsins verið búnir að gera athugasemdir við þjónustu gámafyrirtækis og sé fagnaðarefni að búið virðist að ráða bót á hreins- un gámanna. „Mér finnst eðlilegt að fundið sé að t.d. möðkuðum úrgangi í gámi og öðru því sem aðfinnslu- vert kann að vera í málum sem þessum, en ég leyfi mér að setja spumingamerki við starfsaðferðim- ar. Menn verða stundum að líta sér nær og það má spyrja hverjir eigi að hafa eftirlit með gámastöðinni sem um ræðir,“ segir hann. Guðni Ágústsson kveðst telja ástand matvælaframleiðslu hér- lendis í ágætum horfum, en mjög mikilvægt sé að gera kröfur og fylgja þeim eftir, bæði á fram- leiðslustigi og hvað varðar með- ferð vörunnar hjá neytendum. Verða að vera í fremstu röð „Við verðum að hafa það án tví- mæla að við séum í fremstu röð á þessu sviði,“ segir Guðni. „Það hefur hins vegar engin formleg ákvörðun verið tekin um að herða þetta eftirlit og kannski ekki ástæða til. Ég held að við búum við mjög strangt eftirlit, auk þess sem mörg þessara fyrirtækja, bæði afurðastöðvar og stórbú, hafa mjög strangt innra eftirlit. Við höfum því margbrotið eftir- litskerfi og eigum ekki að þurfa að lenda í neinum vandræðum.“ HELDUR virðast þessir hundar ósáttir við veru kýrinnar á túninu við Sænautasel á Jökuldalsheiði. Þó er lítil hætta á að kýrin skemmi nokkuð fyrir bóndanum á BJARNI Ásgeir Jónsson, fram- kvæmdastjóri Reykjagarðs hf., seg- ir að ekki aðeins hafi fyrirtækið til athugunar möguleikann á málshöfð- un á hendur fulltrúum Heilbrigðis- eftirlits Suðuriands, heldur komi til greina að æskja lögreglurannsókn- ar á því hvemig skýrsla stofnunar- innar um kjúklingabúið á Ásmund- arstöðum komst í hendur fjölmiðla. „Þetta er spuming um hvemig skýrslan dreifðist en hún virðist hafa verið send kerfisbundið á alla fjölmiðla. Þetta er stóralvarlegt mál að okkar mati. Heilbrigðiseftirlitið heyrir undir heilbrigðisnefndir og öll gögn sem frá þeim koma era trúnaðarmál og starfsmönnum þessara stofnana er óheimilit að tjá sig opinberlega um einstök bú, ein- stök fyrirtæki, einstaklinga og ann- að slíkt,“ segir Bjarni Ásgeir. Reykjagarður hf. hefur ráðið fyr- irtækið Athygli til starfa, í því skyni að fara yfir fjölmiðlamál og vera fyrirtækinu til ráðgjafar á því sviði. „Við eram ekki fjölmiðlamenn og virðist sem okkur veiti ekki af því Osætti í Sænautaseli að fá aðstoð við að túlka skoðanir okkar í fjölmiðlum," segir hann. Söluaukning á alifuglum Sala á alifuglakjöti var 43% meiri í júní síðastliðnum en í sama mánuði í fyrra, og heildarsöluaukning á ali- fuglakjöti síðustu tólf mánuði frá fyrra ári nemur um 35% samkvæmt upplýsingum frá framleiðsluráði landbúnaðarins. Markaðshlutdeild alifuglakjöts miðað við tólf mánaða tímabil nem- ur 16,7%. Þá jókst framleiðsla á ali- fuglakjöti um 28,9% í seinasta mán- uði miðað við júní í fyrra, en heildar framleiðsluaukning miðað við árs- grundvöll nemur 30,3%. Bjami Ásgeir kveðst hafa greint söluminnkun um seinustu helgi en hins vegar sé mikið um pantanir. „Það kemur síðan í ljós hvemig neytendur bregðast við þessum málum öllum og hvort fólk kaupir vörana í búðunum, þegar líður að verslunarmannahelgi,“ segú' Bjarni Ásgeir. bænum því búskapur í Sænauta- seli lagðist af árið 1942. Heiðar- býlishúsin þar vom þó endurreist á ámnum 1992-1993 og em nú til sýnis fyrir ferðamenn. Morgunblaðið/Arnaldur Halldórsson Heilbrigðisnefnd Suðurlands óskar opinberrar rannsóknar á útbreiðslu skýrslu um Ásmundarstaði Kannað hvort HS hafi farið að lögum HEILBRIGÐISNEFND Suður- lands ákvað á fundi sínum í gær að óska eftir opinberri rannsókn á því hvemig greinargerð Heilbrigðiseft- irlits Suðurlands varðandi ástand mála á Ásmundarstöðum hafi borist í hendur fjölmiðla. Þá ákvað nefndin að óska eftir því við umhverfisráðu- neytið að það kannaði og léti í té álit sitt og túlkun á hvort starfsmenn Heilbrigðiseftirlits Suðurlands hafi farið út fyrir heimildir sínar sam- kvæmt ákvæði laga um hollustu- hætti og mengunarvamir. Matthías Garðarsson, fram- kvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, vísar því á bug að starfsmenn stofnunarinnar hafi ekki farið að lögum. Harmar íjölmiðlaumræðu „Nefndin telur fulla þörf fyrir virkt eftirlit með umhverfisþáttum í hvers konar starfsemi og fagnar þeim árangri sem Heilbrigðiseftir- litið hefur náð á því sviði á undan- fömum árum, en harmar jafnframt ótímabæra fjölmiðlaumræðu um mál á vinnslustigi og starfsheiður annarra opinberra eftirlitsaðila," segir Guðmundur Ingi Gunnlaugs- son, formaður heilbrigðisnefndar Suðurlands. Hann segir að nefndin vilji fá upp á yfirborðið hvemig þetta mál hafi hafist og hvort starfsmenn Heil- brigðiseftirlits Suðurlands hafi ver- ið fullkomlega innan ramma laga um starfsemi þess. „I ósk nefndar- innar felst ekki áfellisdómur yfir HeUbrigðiseftirliti Suðurlands. Við viljum fá þessar staðreyndir fram og taka þær tU umfjöllunar tU að ljóst sé hvort nefndin þarf að aðhaf- ast eitthvað fleira í málinu," segir hann. Framkvæmdastjóri HeU- brigðiseftirlits Suðurlands sat fund nefndarinnar en vék af honum þeg- ar þetta mál var afgreitt. Guðmundur Ingi segir að ekki hafi orðið hörð umræða á fundi nefndarinnar og ekki hafi gætt ágreinings meðal nefndarmanna. „Við samþykktum þessa afgreiðslu samhljóða, sem endurspeglar sam- stöðu innan nefndarinnar um þetta mál. Við hörmum að umræðan skuli hafa orðið með þeim hætti sem raun ber vitni og teljum að hún hafi farið út fyrir þau mörk sem eðlUegt er, með stóryrðum og meiri æsingi en eðlilegt má teljast," segir Guð- mundur Ingi. Lög um efnislegan rökstuðning „Við óskum eftir því að ráðuneyt- ið skoði það sem við kemur opin- berri umfjöUun um málið og hvort hún sé innan þess ramma sem starfsmönnum eftirlitsins er snið- inn. Það er ákvæði í 16. grein laga um hollustuhætti og mengunar- vamir sem tekur á því hvemig starfsmenn heilbrigðiseftirlits eiga að haga sér og hvað þeim er heimUt að gera.“ Aðspurður um hvort HeUbrigðis- eftirlit Suðurlands hafi unnið rann- sókn sína á Ásmundarstöðum í sam- ráði við heUbrigðisnefnd Suður- lands, segir Guðmundur Ingi svo ekki hafa verið. „Við höfðum enga hugmynd um að Heilbrigðiseftirlit Suðurlands væri að fara að Ás- mundarstöðum, enda gerir stofnun- in nefndinni aldrei grein fyrir ein- stökum heimsóknum fyrirfram. Ég man aldrei eftir því að það hafi gerst, enda starfar eftirlitið algjör- lega sjálfstætt hvað þetta varðar. Við höfum ekki þurft að hafa af- skipti af þeim þætti og það hefur allt verið unnið í mjög góðum friði og án átaka,“ segir Guðmundur Ingi. Snýst um sýkingar Matthías Garðarsson, fram- kvæmdastjóri HeUbrigðiseftirlits Suðurlands, kveðst harma að heU- brigðisnefnd Suðurlands skuli hafa þurft að koma saman á aukafundi vegna fjölmiðlaumræðu en ekki vegna alvarlegs ástands í umhverf- ismálum og gífuriegrar aukningar á kampýlóbaktersýkingum. „Ég gerði nefndinni grein fyrir aðkomu okkar í þessu máli og ítrek- aði þá von mína að ekki gleymdist um hvað það snýst í raun og veru. Það sem af er þessu ári hafa á þriðja hundrað tUfelli kampýlóbakt- ersýkinga greinst, en rannsóknir hafa sýnt að aðeins um 10% tilfella koma tU kasta opinberra aðila, þannig að við getum gert ráð fyrir að þessi tilvik séu aUs á þriðja þús- und. Sérfræðingar gera ráð fyrir að í árslok verði þessi tala í kringum tíu þúsund,“ segir Matthías. „Ég vona að allir hlutaðeigandi aðUar snúi bökum saman og reyni að bæta allt það sem betur má fara, bæði í umhverfi okkar og framleiðslu og framreiðslu matvæla.“ Hann kveðst ekki ætla að bregð- ast við ósk nefndarinnar með form- legum hætti á þessu stigi málsins, enda sé beiðni um rannsókn alfarið á hennar ábyrgð. Heilbrigðisnefnd Suðurlands sé pólitísk nefnd, kosin til fjögurra ára í senn. „Ég starfa í umboði nefndarinnar en er fagaðU- inn og hlýt að fjalla um faglega þætti þeirra mála sem snerta þenn- an starfsvettvang. Ég vísa á bug öllum aðdróttunum um að vinnu- brögð okkar hafi ekki verið lögum samkvæmt og tel hörmulegt að hlusta á slíkan málflutning,“ segir Matthías.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.