Morgunblaðið - 28.07.1999, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 28. JÚLÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Afleiðingar af skorti á leiguhúsnæði í Reykjavík
Sífellt fleiri konur leita
ásjár Kvennaathvarfsins
Vísað til félagsþjónustunnar
SÍFELLT fleiri konur hafa á
undanförnum tveimur og hálfu ári
leitað til Kvennaathvarfsins í
Reykjavík og óskað eftir tíma-
bundnu húsaskjóli vegna skorts á
húsnæði og að sögn Elísabetar AI-
bertsdóttur starfandi fram-
kvæmdastjóra Kvennaathvarfsins
er ekkert lát á því að konur hafi
samband við Kvennaathvarfið
vegna þessa vandamáls. Segir
hún að um 5 til 7% þeirra kvenna
sem hafi samband við athvarfið í
gegnum neyðarsíma séu konur
sem séu í brýnni þörf fyrir hús-
næði. Sem dæmi nefnir hún að af
2500 svokölluðum neyðarsímtöl-
um kvenna til athvarfsins árið
1998 hafi 130 verið vegna óska um
aðstoð vegna húsnæðisvanda.
Starfsmenn athvarfsins hafa, að
sögn Elísabetar, þurft að vísa
þessum konum frá, og beina þeim
til dæmis til félagsþjónustunnar í
Reykjavík eða til Félags ein-
stæðra foreldra, þar sem hlutverk
athvarfsins sé eingöngu að reka
neyðarathvarf fyrir konur og
börn sem flýja þurfa heimili sín
vegna ofbeldis heimilismanna eða
heimilismanns. Húsnæðið og
starfsemi athvarfsins bjóði ekki
upp á önnur úrræði en neyðar-
vistun fyrir konur og börn í tvær
til fjórar vikur þótt oft vilji
brenna við að konur þurfi að vera
lengur sökum þess hve erfitt sé
fyrir þær að fá húsnæði á hinum
almenna leigumarkaði eða í fé-
lagslega kerfinu. Einstæðar mæð-
ur og einstaklingar; ungar jafnt
sem eldri konur, eru í meirihluta
þeirra sem óskað hafa eftir aðstoð
Kvennaathvarfsins vegna hús-
næðisleysis en eitthvað er um að
fjölskyldufólk hringi og biðji um
húsaskjól fyrir eiginkonur og/eða
börnin. í þeim tilfellum ætla feð-
urnir að reyna að útvega sér gisti-
stað annars staðar.
Elísabet telur að skortur á
leiguhúsnæði á höfuðborgarsvæð-
inu og af þeim sökum umtalsverð
hækkun á húsaleigu sé ein megin-
ástæða þess að æ fleiri konur í
húsnæðisvanda leiti ásjár
Kvennaathvarfsins. Einstæðar
mæður með lágar tekjur hafi til
að mynda ekki efni á því að greiða
það verð fyrir húsaleigu sem sett
er upp á almenna markaðnum um
þessar mundir.
Tekið við öllum þeim sem
flýja heimilisofbeldi
Aðspurð kveðst Elísabet beina
flestum þessum konum til Félags
einstæðra foreldra, sem hafi íbúð-
ir til umráða en einnig segist hún
benda þeim á félagslegt leiguhús-
næði á vegum Reykjavíkurborg-
ar. Vandinn sé hins vegar sá að
bið eftir slíku húsnæði geti tekið
langan tíma. Gunnar Sandholt, yf-
irmaður fjölskyldudeildar hjá fé-
lagsþjónustinni í Reykjavík, segir
í samtali við Morgunblaðið að um
572 séu á biðlistum eftir leiguhús-
næði hjá borginni og að þar af séu
um 264 metnir í þörf eða brýnni
þörf fyrir leiguhúsnæði.
Aðspurð segir Elísabet að sjö
herbergi séu í húsakynnum
Kvennaathvarfsins í Reykjavík en
tekur fram að reynt sé að taka við
öllum konum sem leiti ásjár at-
hvarfsins vegna heimilisofbeldis.
„Við vísum engum frá sem eru að
flýja heimili vegna ofbeldis. Ef öll
herbergi eru upptekin bætum við
bara við dýnum í sjónvarpsher-
berginu og alls staðar í húsinu þar
sem pláss er að finna,“ segir hún
að síðustu.
Forseti Islands
í Kanada
Heimsótti
elsta þjóð-
garð landsins
HEIMSÓKN forseta íslands, Ólafs
Ragnars Grímssonar, til Kanada og
Bandaríkjanna hófst í gær og hélt
hann fyrst til Klettafjalla. Þar heim-
sótti hann elsta þjóðgarð Kanada og
átti viðræður við forráðamenn hans
um nýjar hugmyndir um friðsamlega
sambúð manns og náttúru.
Þá heimsótti forsetinn listamið-
stöðina í Banff og er þekkt fyrir nýj-
ar aðferðir við að þróa listsköpun en
fjölmargir listamenn taka árlega þátt
í viðamiklu stai'fi þar, þeirra á meðal
íslenskir.
I ræðu sinni í kvöldverðarboði
stjórnvalda í Alberta vék forseti m.a.
að fyrirhuguðum hátíðahöldum á
næsta ári til að minnast landafunda
Leifs Eiríkssonar. Einnig drap hann
á landnám íslendinga í Alberta um
síðustu aldamót og þakkaði hann
stjórnvöldum mikla ræktarsemi við
minningu Stephans G. Stephansson-
ar meðal annars með því að vai-ðveita
hús skáldsins í Markerville sem safn.
I dag mun forseti einmitt skoða það
hús og leggja blómsveig frá íslensku
þjóðinni á leiði skáldsins. Einnig mun
hann hitta afkomendur íslenskra
landnema á þessum slóðum.
Fynin
verslunap-
mannaftelgina
Allir barna-
dömu- herra skór
úr striga
með 50% afslætti
Úrval af
gúmmístígvélum
í stærðum 21-50
STEINAR WAAGE
SKÓVERSLUN
DOMUS MEDICA
viö Snofiobraut • Reykjovík
Sími 5518519
KRINGLAN
Kringluimi &-12 • Reykjovík
Sími 5689212
PÓSTSENDUM SAMDÆGURS
5% STAÐGREIÐSLUAFSLÁTTUR
Grímur kafari gaf Hrafnistu kafarabúninginn sinn
Var í kafi í
samtals 15 ár
GRIMUR Eysturoy Guttormsson
kafari gaf nýlega Hrafnistu kaf-
arabúning sem hann notaði í yfir
35 ár. Búningurinn er fágætur
minjagripur og höfðu áhugamenn
um köfun boðist til að kaupa bún-
inginn af Grími en hann vildi
frekar gefa hann til Hrafnistu þar
sem hann hefur dvalist síðustu ár.
Grímur vann við köfun í yfir 35 ár
og honum reiknast svo til að hann
hafi samtals verið í kafi í 15 ár.
Grímur, sem á áttræðisafmæli í
dag, á að baki viðburðaríkan og
glæsilegan feril sem kafari og
skipasmiður. Hann er fæddur í
Færeyjum, en kom til Islands á
stríðsárunum til að byggja slipp á
Norðfirði og í Reykjavík. Þegar
Þjóðveijar sökktu olíubirgðaskip-
inu E1 Grillo í Seyðisfírði árið
1944 var Grímur beðinn að kafa
niður að skipinu. Þetta var þá
dýpsta köfun sem reynd hafði
verið við Island. Grímur fór 81
ferð niður að skipinu og tókst
honum og björgunarmönnum að
bjarga 4.500 smálestum af olíu úr
skipinu. Olían nægði til að fisk-
veiðifloti Islendinga komst til
veiða þetta árið.
Um 1950 fann Grímur upp nýja
aðferð til að steypa neðansjávar,
en hún fímmfaldaði afköst. Þessi
aðferð var síðan notuð við hafnar-
gerð um allt land. Hann var
einnig fyrstur til að nota loftbor
við að sprengja neðansjávar við
dýpkun hafna. Stærsta verkefni
Gríms við sprengingar í kafí var
þegar hann vann við dýpkun Gr-
indavíkurhafnar, en sú fram-
kvæmd gerbreytti höfninni.
Oddvitinn á Skagaströnd sagði
um Grím að hann hefði komið í
veg fyrir gjaldþrot þorpsins. Stórt
steinker, sem ætlað var í hafnar-
garð, brotnaði og sökk í höfninni
og gerði hana ófæra öllum skip-
um. Grími tókst að gera við stein-
kerið þannig að hægt var að
koma því á réttan stað.
Eitt erfíðasta verkefni Gríms
var að gera við Brúarfoss, sem
strandaði fyrir
Norðurlandi.
Sex kafarar
reyndu að þétta
skipið þannig
að hægt væri að
sigla því til
Bretlands til
viðgerða. Við-
gerð gekk illa
og neitaði
tryggingarfé-
lagið að Ieyfa
skipinu að sigla.
Þegar allir vom
að gefast upp
fyrir verkefn-
inu fann Grím-
ur nýja leið til
að leysa það og
sigldi skipið til
Bretlands. Nokkmm ámm síðar
var Grímur kallaður til þegar
stærsta sfldarskip Islendinga,
Edda frá Hafnarfirði, sökk í
Gmndarfirði á 24 metra dýpi.
Honum tókst ásamt öðmm björg-
GRÍMUR kafari með kafarabúninginn góða sem
hann færði Hrafnistu að gjöf. Búningurinn vegur
um 70 kfló.
unarmönnum að koma skipinu á
flot,.
Grímur tók einnig þátt í að
leggja vatnsleiðslu til Vestmanna-
eyja. Auk þess vann hann að hafn-
argerð víða um land.
Vélsmiðjan Allt í járnum ehf. rekur plastverkstæði á Tálknafírði
Framleiða minigolfbrautir
„ÞETTA er gæluverkefni sem við
vonumst til að geta gert eitthvað
úr,“ segir Aðalsteinn Magnússon,
framkvæmdastjóri vélsmiðjunnar
Allt í jámum ehf. á Tálknafirði þeg-
ar hann er spurður um minigolf-
brautir sem þekja gólf plastverk-
stæðis fyrirtækisins.
Aðalsteinn á aðild að afþreyingar-
fyrirtækinu Leikjalandi á Tálkna-
firði, þar sem meðal annars er boðið
upp á minigolf. Golfbrautirnar eru
smíðaðar úr timbri og endast ekki
lengi. Aðalsteinn fékk þá hugmynd
að búa til brautir úr trefjaplasti og
ákvað að prófa það þegar hann
komst að raun um að enginn fram-
leiðir slíkar brautir. Leikjaland er
síðan tilraunadýrið og verða fyrstu
brautimar settar þar upp.
Endingarbetri brautir
„Við vonumst til að plastbraut-
irnar verði endingarbetri, þoli bet-
ur þá ánauð sem er á þeim,“ segir
Aðalsteinn og bætir því við að auð-
velt eigi að vera að gera mismun-
andi þrautir í brautirnar. Ef til
kemur verða brautirnar framleidd-
ar í einingum sem auðvelt verður
að setja saman, bæði til að auðvelda
flutning á áfangastað og til að eig-
endurnir geti tekið þær í hús á
vetram.
Farið er að spyrjast út að Allt í
járnum sé að íhuga framleiðslu á
minigolfbrautum og hafa ýmsir að-
ilar þegar sýnt verkefninu áhuga.
Telur Aðalsteinn því að full þörf sé
fyrir þessa vöru. Nefnir í því sam-
bandi ferðamannastaði, orlofshúsa-
byggðir, sundlaugar, sveitarfélög
og jafnvel einstaka sumarbústaða-
eigendur.
„Maður er spenntur að sjá hvort
þetta getur ekki orðið framleiðslu-
vara, ekki síst þar sem enginn ann-
ar framleiðir svona brautir. Ég
vonast til að við getum hafið fram-
leiðslu fyrir næsta sumar,“ segir
Aðalsteinn Magnússon.
Morgunblaðið/Finnur Pétursson
AÐALSTEINN Magnússon á
Tálknafirði stefnir að framleiðslu
minigolfbrauta úr trefjaplasti.