Morgunblaðið - 28.07.1999, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 28.07.1999, Blaðsíða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 28. JÚLÍ 1999 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Um Hlaðvarpa og Grjótaþorp TUTTUGASTA júlí síðastliðinn birtist í Morgun- blaðinu grein eftir Asu Richardsdótt- ur, fyrrverandi framkvæmdastjóra Hlaðvarpans, þar sem hún ræðst að mannorði tveggja íbúa Grjótaþorps og nafngreinir þá og sakar um að vega að heiðri þeirra listamanna sem stundað haíl „upp- byggingarstarf1 í Hlaðvarpanum. Það er vond rök- fræði að reyna að beina athyglinni frá umræðu um ólöglegan hávaða með því að taka fyrir tvo íbúa Grjótaþorpsins (sem næst búa Hlaðvarpanum) og ásaka þá um „kvenfyrirlitningu" og „karl- hroka“. Málflutningur af þessu tagi er áfellisdómur yfir málstaðn- um og þeim sem málið flytur. Grjótaþorpsmálið snýst um ólöglega hávaðamengun. Sú há- vaðamengun bitnar mest á þeim íbúum sem búa næst Hlaðvarpan- um. Það er hlutverk og tilgangur íbúasamtaka að gæta hagsmuna allra íbúanna og styðja sameigin- legan og sanngjarnan málstað þeirra. Finnur Guðsteinsson Nýjustu hljóðmælingar úr Grjótaþorpi sýna að hávaði frá dansleik í Hlaðvarpanum nokkru eftir miðnætti mældist langt yfir leyfilegum mörkum (56dB, löglegt hámark er 40dB). Kvartanir þeirra íbúa sem hafa orðið að þola slíkt áreiti að staðaldri, jafnvel ár- um saman og jafnvel í fram- kvæmdastjóratíð Ásu Richards- dóttur, eru réttmætar og hafa nú verið teknar til greina af borgar- yfirvöldum og lögreglu. Það þarf mikla vanstillingu til að ráðast að nafngreindum aðilum og saka þá um kvenfyrirlitningu og karlhroka fyrir þá sök að geta ekki lengur þolað lögbrot af hálfu há- Kolbeinn Arnason Hávaði Sú staðreynd að Hlað- varpinn er rekinn af konum, segja Kolbeinn Arnason og Finnur Guðsteinsson, gefur vitaskuld ekki undan- þágu frá gildandi lög- um og reglum. værra nágranna. Sú staðreynd að Hlaðvarpinn er rekinn af konum gefur vitaskuld ekki undanþágu frá gildandi lögum og reglum og þaðan af síður leyfi til að atyrða þá sem kvarta undan áreitinu. Grjótaþorpið er aðeins eitt fjöl- margra hverfa í Reykjavík. Þar er gott að búa. í þessu hverfi hefur komið upp vandamál sem íbúarnir hafa snúið bökum saman við að leysa. Við vonum að íbúar í öðrum hverfum vakni ekki upp við það einn góðan veðurdag að þurfa að etja við sama vanda og við höfum átt við að glíma á undanförnum ár- um. En ef til þess kemur vonum við að málefnalegur málflutningur okkar geti verið öðrum til fyrir- myndar. Við þökkum þeim fjölmörgu að- ilum sem sýnt hafa málstað okkar skilning og stuðning. Astu Ric- hardsdóttur óskum við friðar og velfarnaðar. Höfundar eru í stjórn íbúasamtaka Grjótaþorps. wki TJALO SVE SÖNGTEX fir •j 'j gongu parið:-r^) he Léti Mjúkt ItU 6.900 Stofnao 1913 'skipptir moddi úr áli Handfang ♦ SEGLAGERÐIN ÆGIR Eyjarslóð 7 Reykjavík Sími 511 2200 sérverslun ferðafólkslns Halló foreldrar VERSLUNAR- MANNAHELGIN hef- ur undanfarin ár verið sá tími sem 16 ára nem- endur Vinnuskóla Reykjavíkur hafa lokið starfi sínu hjá skólanum. Nú í sumar mun hins vegar hluta unglinganna bjóðast að vinna til 13 ágúst. Ástæðan fyrir þessari breytingu er að ákveðið var að gera til- raun með að gefa ung- lingunum tækifæri á að fara í frí með fjölskyldu sinni án þess að missa úr vinnu og tapa laun- um. Hver þeirra valdi sér, í sumar, tveggja vikna frí á níu vikna tímabili. Mikil ánægja hefur verið með þetta fyrir- komulag og mun því væntanlega verða boðið upp á þennan möguleika í framtíðinni. En auk-þess býðst nú í sumar 250 samviskusömum og dug- legum eldri nemendum skólans að vinna í eina aukaviku, en með því Unglingar Þau börn sem verja miklum tíma með for- eldrum sínum lenda síður í vímuefnavanda, segir Guðrún Erla Geirsdóttir, og andleg líðan þeirra er betri en þeirra sem njóta minni samskipta við foreldra sína. geta sumartekjur 16 ára unglinga aukist úr rúmum 80 þúsund krónum í tæpar 93 þúsund krónur. Veist þú, foreldri, í hvað launun- um er eytt? „Þú varst 240 tíma að vinna fyrir laununum þínum ... ekki eyða þeim á 240 mínútum," segir í ágætri auglýs- ingu eins bankans. Þótt hér sé verið að höfða til unglinganna er ekki síður vert að foreldrar gefi boðskapnum gaum. Það er mikilvægt að foreldrar gefi sér tíma til að ræða við ungling- ana og aðstoði þá við að ákveða í hvað launin eigi að fara. Og veita síðan að- hald með því að fylgjast grannt með að staðið sé við ákvarðanirnar. I hvað fai-a laun unglinganna? Eru til þeir unglingar sem eyða sumarhýrunni á einni helgi eða jafnvel einni kvöld- stund? Aukin fjárráð gefa aukna möguleika og því kemur ekki á óvart að stór hluti unglinga hefur neyslu áfengis og annarra vímuefna yfir sumartímann. I könnun sem gerð var hér á landi fyrir tveim árum kom í ljós að unglingar sem vinna með skóla drekka meira og reykja en þeir sem ekki vinna með skólan- um. Einnig kom í ljós að þessir unglingar duttu frekar úr námi en þeir sem ekki unnu með skólanum. Það er e.t.v. ekki á allra vitorði, en um 80% 15 ára unglinga segjast hafa neytt áfengis og tugir ung- linga 16 ára og yngri fara í meðferð á ári hverju. I könnun sem gerð var hjá 15 ára unglingum kom í ljós að nokkrir þeirra höfðu reynt E-töfluna, hass, amfetamín og jafnvel LSD. Öðru hverju heyi’ir maður foreldra segja frá hörmulegum afleiðingum af neyslu þessara efna. Talið er að hluta sjálfsvíga ungs fólks megi rekja til þunglyndis sem getur verið ein af af- leiðingunum á notkun þeirra. Með því að yfirfæra erlendar tölur um dauðsföll af völdum vímuefna má ætla að nær eitt hundrað manns lá1> ist árlega hér á landi vegna beinnar eða óbeinnar notkunar vímuefna. Forvarnir foreldra í sumar eins og undanfarin þrjú ár veita borgaryfirvöld nokkium millj- ónum króna til Jafningjafræðslunnar til að annast vímuefnafræðslu innan Vinnuskólanns. Hver nemandi skól- ans fær eins dags fræðslu þar sem áhersla er lögð á skaðsemi vímuefn- anna og að það er vel hægt að skemmta sér án þeirra. Þó vitað sé að fræðsla eldri unglinga nái vel til þeirra yngi'i er ábyrgðin á fræðslu gegn vímuefnum að sjálfsögðu for- eldranna. Engin utanaðkomandi fræðsla kemur í stað þeirrar sem uppalandinn gefur, heldur er hún við- bót. Ábyrgt foreldri sem sýnir gott fordæmi, eftirlit og aðhald er áhrifa- mesta framlagið til forvarna. Börn og unglingar þurfa og vilja skýrar regl- ur, það gefur öryggi. Sýnt heíúr ver- ið fram á að þau börn sem verja mikl- um tíma með foreldrum sínum lenda síður í vímuefnavanda og andleg líð- an þeirra er betri en þeirra sem njóta minni samskipta við foreldra sína. Það er umhugsunarefni fyrir foreldra og aðra uppalendur hvort ekki sé hægt að slá af kröfum um veraldleg gæði og gefa sér tíma til að setjast niður og hlusta á unglinginn, því hvað eigum við dýrmætara en börnin okkar? Höfundur er myndmenntakennari og stjómarformaður Vinnuskóla Reykjavfkur. Gerla, Guðrún Erla Geirsdóttir Hannes Hólmsteinn Gissurarson: Fáum við að sj*á kvittunina? FYRIR alllöngu hélt ég því fram í útvarpsþætti, að Jón Olafs- son í Skífunni, sem á sem kunnugt er að baki langan og skuggalegan feril, hefði lagt mikið fé til R-list- ans í Reykjavík og myndi eflaust fá að launum eftirsótta lóð í Reykjavík. Þessu andmæltu Stef- án Jón Hafstein og aðrir talsmenn R-listans jtá harðlega. Lét Stefán Jón meðal annars blaðamann á Degi hringja í mig til þess að spyrja mig, hvaðan ég hefði það, að Jón hefði lagt fé til R-listans. Eg svaraði því til, að Jón hefði sjálfur sagt mér það, auk þess sem viðtal hefði birst við fyrrver- andi starfsmann hans í vikublaði, þar sem þetta hefði komið fram. Eg benti líka á það, að Ingibjörg S. Gísladóttir borgarstjóri hefði þannig ekki aðeins þegið af Jóni stórfé fyrir hönd R-listans, heldur væri eiginmaður hennar í fullu starfi hjá Jóni. Viðtalið við mig um þetta birtist vitaskuld aldrei í Degi. En nú er greinilega komið að því að launa Jóni framlögin: Undir forystu Ingibjargar S. Gísladóttur ætlar R-listinn gegn mótmælum minnihlutans í borg- arstjórn og án útboðs að veita honum eftirsótta lóð undir kvik- myndahús í Laugardalnum og snarminnka um leið möguleika á því að skipuleggja þar margvís- lega aðstöðu íyrir íþrótta- og úti- vistarfólk. En hvenær fáum við Reykvíkingar að sjá kvittunina? Eru ahir rannsóknarblaðamenn- irnir íslensku í sumarleyfum? Höfundur er prófessor í stjórn- málafræði í Háskóla íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.