Morgunblaðið - 28.07.1999, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 28.07.1999, Blaðsíða 36
«í36 MIÐVIKUDAGUR 28. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ *- + Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar og tengdamóðir, JÓHANNA JÓHANNESDÓTTIR, Fellasmára 3, Kópavogi, verður jarðsungin frá Grensáskirkju föstu- daginn 30. júlí kl. 10.30. Þeim, sem vilja minnast hinnar látnu, er bent á Landssamtökin Þroskahjálp. Gestur Ólafur Karlsson, Sigurjón Gestsson, Sveinbjörn Gestsson, Andri Þór Gestsson, Sigurborg Anna Ólafsdóttir. + ANDRÉS ANDRÉSSON, Viðjugerði 3, Reykjavík, lést á Landspítalanum föstudaginn 23. júlí. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju fimmtu- daginn 29. júlí kl. 10.30. Ólöf Bjartmarsdóttir, Ólafur S. Andrésson, Sigrún Helgadóttir, Guðrún Andrésdóttir, Auður Andrésdóttir, Kristján Guðmundsson, Ágústa Andrésdóttir, Paul Richardson, G. Þóra Andrésdóttir, Jósteinn Einarsson og barnabörn. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, sonur, tengdafaðir og afi, GUNNAR HELGI EINARSSON, Bláskógum 9, Reykjavík, varð bráðkvaddur á heimili sínu aðfaranótt sunnudagsins 25. júlí. Málfríður Erla Lorange, Jóhann Ingi Gunnarsson, Guðfinna Nanna Gunnarsdóttir, Steindór Gunnarsson, Erna Benediktsdóttir, Aðalheiður S. Gunnarsdóttir, Björn Erlingsson, Ingibjörg Guðnadóttir og barnabörn. + Ástkær dóttir mín, systir okkar og mágkona, SIGRÚN BJÖRGVINSDÓTTIR, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur aðfaranótt þriðju- dagsins 27. júlí. Jarðarförin verður auglýst síðar. Hulda G. Sigurðardóttir, Oddný I. Björgvinsdóttir, Ársæll Björgvinsson, Helga Kristjánsdóttir, Björk Björgvinsdóttir, Steinar M. Clausen, Már Björgvinsson, Elísabet Dolinda Ólafsdóttir. * + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐMUNDA ÁGÚSTSDÓTTIR, Hrafnistu Reykjavík, lést föstudaginn 23. júlí. Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 4. ágúst kl. 15.00. Ásmundur Guðmundsson, Eyþór Guðmundsson, Þórdís Sigurðardóttir, Arinbjörn Guðmundsson, Ragnheiður Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. MINNINGAR ELSA GUÐRÚN STEFÁNSDÓTTIR + Elsa Guðrtín Stefánsdóttir fæddist í Reykjavík 14. janúar 1949. Htín lést á heimili sínu í Reykjavík 26. maí síðastliðinn og fór títför hennar fram frá Bústaða- kirkju 4. júní. Þegar sú fregn barst okkur að elskuleg móðursystir okkar, Elsa, hefði látist af hjartaáfalli á heimili sínu í Logalandi 28 í Reykjavík, vorum við djúpum harmi slegnir. Og þá rifjuðust upp fyrir okkur ýmsar minningar. Því vildum við nú í fáeinum orðum þakka henni fyrir allar þær stundir sem við áttum saman og hversu einstök manneskja hún var og okkur góð. Við bræðumir vorum svo lánsamir að við gátum alltaf farið með móður okkar til Islands á sumrin og verið með fjölskyldunni. Frá þeim stundum eigum við margar ánægjulegar minningar, til dæmis af öllum þeim skemmtilegu ferðum sem við fórum með Elsu og eiginmanni hennar, Magnúsi Eiríkssyni tónlistarmanni, til að skoða fegurð landsins. Ekkert slíkt sjáum við hér í Bandaríkjunum. Það var gaman að fara til Þingvalla og austur um sveitir, stundum til að veiða með Magnúsi og frændum okkar í Rangá eða einhverri annarri lítilli á eða vatni. Og Guðmundur Jónsson, seinni maður Herdísar, ömmu okkar, kenndi okkur öllum strákunum að synda og fór síðan iðulega með okkur í sund. Elsa sá alltaf til þess að nestiskörfurnar okkar væru fullar af brauðsamlokum og heitu súkkulaði, og eins vorum við vel birgir af heitum pylsum, enda ótrúlegt hvað við frændur gátum í okkur látið. Það var ævinlega gaman að vera með fjölskyldunni; fara í gönguferðir upp um fjöll, því að Magnús er mikill göngumaður, pg alltaf þegar við heimsóttum ísland sáu þau hjónin um að við sæjum líka aðra þá staði sem vert er að sjá - hveri, eldfjöll, falleg vötn og ár, sem íslendingar eru réttilega hreyknir af. Elsa og Magnús kenndu okkur að meta þá margs konar náttúrufegurð sem við öllum blasir á Islandi. HEIÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR + Heiður Guð- mundsdóttir fæddist 26. desem- ber 1941. Htín lést á Sjtíkrahúsi Kefla- víkur 10. jtílí síðast- liðinn og fór útför hennar fram í kyrr- þey 16. júlí. Elskuleg vinkona mín Heiður Guð- mundsdóttir, Heiða eins og ég kallaði hana, er látin. Hún lést á Sjúkrahúsi Keflavíkur eftir stutta en erfiða baráttu við illvígan sjúkdóm. Hún var borin til hinstu hvíldar frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 16. júlí. Eg var svo lánssöm að geta heimsótt hana flesta daga þessar síðustu vikur, í Keflavík og á Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Þennan tíma notuðum við tU að rifja upp gamlar æskuminningar og það var margt sem kom upp í hugann. Við vorum 14 ára þegar við kynntumst í Gaggó Vest og vorum við saman næstum hvern dag fram undir tví- tugt. Það var margt brallað á þessum árum og margs að minnast. Við blönduðum blóði eins og sönnum fóstbræðrum sæmdi og hétum hvor annarri ævilangri vin- áttu sem líka varð. Við mundum ekki eft- ir að hafa nokkru sinni orðið ósáttar eða rifist eins og svo oft er á þessum erfiðu unglingsárum. Nei, við vorum alveg frá- bærar, eða það fannst okkur. Við rifjuðum upp skólaárin, skóla- ferðalagið okkar að Kirkjubæjarklaustri, þegar við klifruðum upp á kletta í fossinum á Klaustri og upp á Systrastapa, við vorum nú dálitlir glannar þá. Þegar ég kom og heimsótti þig að Núpi í Dýrafirði, þar sem þú varst í sveit hjá frændfólki þínu og við stál- umst til að horfa á þegar nautið var skotið. Útilegurnar í Hval- fjörð, þá fannst okkur nú ekki mikið að ganga frá Hvalstöðinni og inn í Hvalfjarðarbotn í yndis- legu veðri. Þegar við skruppum á Þingvöll eða í Keflavík til að kaupa ís, því hann var miklu betri þar en í Reykjavík. Já, það var margt sem okkur datt í hug á þessum árum, sumt ekki beint gáfulegt, en mjög saklaust og + Útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, fósturföður, sonar, fóstursonar og bróður, GUNNARS ELDARS KARLSSONAR, Auðbrekku 2, Kópavogi, fer fram frá Digraneskirkju fimmtudaginn 29. júlí kl. 15.00. Ragna Jóhannesdóttir, Matthías Þór Gunnarsson, Jóhannes Örn Gunnarsson, Kristensa Valdís Gunnarsdóttir, Reynir Ástþórsson, Þórunn Gunnarsdóttir, Hallfríður Matthíasdóttir, Birna Matthíasdóttir, Kolfinna Matthíasdóttir, Karl Eldar Gunnarsson, Ágúst Fannar Gunnarsson, Þórir Erlendsson, Matthías Björnsson, Vilborg Matthíasdóttir, Steingerður Matthíasdóttir, Soffía Matthíasdóttir. Ef svo vildi til að við værum á landinu 4. júlí, á þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna, bauð Elsa okkur alltaf heim á sitt hlýlega, fallega heimili til að vera með frændum okkar, Stefáni, Andra, og Magnúsi Erni, og þá var Magnús vanur að fara í skák við okkur og steikja eitthvert góðgæti úti á veröndinni og skjóta upp flugeldum í tilefni dagsins. Eins voru afmælisboðin sem Elsa hafði fyrir strákana sína og aðra káta krakka á sumrin alltaf miklar gleðistundir. Elsu var mikið í mun að vera góð eiginkona og húsmóðir og sonum sínum þrem góð móðir. Við munum sakna hins hlýja og elskulega viðmóts hennar, sem snart alla sem þekktu hana. Við þökkum þér, Elsa frænka, af hjartans grunni fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur og biðjum þess að Guð hjálpi og styðji eiginmann þinn og syni. Og megi guð einnig styrkja elsku Herdísi ömmu og Guðmund í þessari miklu sorg og eins Svölu og mömmu. Það fyrsta sem okkur kom í hug við fregnina un andlát Elsu frænku var fallegt vers úr Biblíunni: „... meðan vér eigum heima í líkamanum, erum vér að heiman frá Drottni; að hverfa burt úr líkamanum er að vera heima hjá Drottni." Þótt dapurt sé nú í hjörtum okkar, vitum við að sá dagur mun koma að við sjáum okkar elskulegu Elsu frænku aftur „heima hjá Drottni". Minning hennar mun ávallt lifa með okkur. John og Stephen Yodice. græskulaust gaman, eins og þú sagðir fyrir stuttu svo sannfær- andi, og gerði engum illt. Svo voru það allar ferðirnar okkar í Naut- hóltsvíkina, við höfðum með okkur harðfisk, rúgbrauð og reyktan rauðmaga skorinn niður með vasa- hníf og ég át svo yfir mig að ég get ekki enn borðað reyktan rauð- maga. Svo drukkum við coea-cola með. Skautaferðirnar okkar á Tjörninni og á Melavöllinn um helgar og á fallegum vetrakvöld- um, já, þá var nú dansað á skaut- um. Við stunduðum auðvitað gömlu dansana og dönsuðum allt kvöldið. Oft var sofið heima hjá þér á mjóum dívan. Við töluðum saman fram undir morgun, hlóg- um og hlógum, en stundum var grátið, þá ef eitthvað var sorglegt eða einhver hafði dáið sem okkur þótti vænt um. Við elskuðum að lesa og læra ljóð og kunna sem mest utanbókar, þuldum upp hvor fyrir aðra. Tómas Guðmundsson skáld var okkar uppáhald í þá daga. Oft sungum við saman og þú spilaðir á gítarinn hennar Grétu systur þinnar og við sungum auð- vitað raddað, þú oftast altröddina. Æskuárin liðu með sínar sorgir og gleði og alvara fullorðinsáranna tók við. Við giftum okkur og eign- uðumst börn og barnabörn. Það varð lengra á milli okkar og við hittumst sjaldnar, en það var sama hvenær ég kom, alltaf tókst þú á móti mér með hlýja brosinu þínu og augun geisluðu, eins og í gamla daga og við töluðum eins og okkur var einum lagið, um börn okkar og svo barnabörnin og lífið og tilveruna. Elsku Heiða mín, ég bið Guð að hugga og styrkja Skjöld þinn, böm- in ykkar, barnabörnin og aðra ást- vini sem hafa misst svo mikið. Guð blessi þau öll. Kæra vinkona, ég kveð þig með söknuði, með vögguvísunni fallegu sem við sungum svo oft saman: Sofðu rótt, sofðu rótt, nú er svartasta nótt. Sjáðu sóleyjarvönd, geymdu hann sofandi í hönd. Þú munt vakna með sól, Guð mun vitja um þitt ból. Þú munt vakna með sól, Guðmunvitjaumþittból. (Þýtt. Jón Sig. frá Kaldaðamesi.) Hafðu þökk fyrir allt og allt. Hvíldu í friði. Þín vinkona, Résa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.