Morgunblaðið - 28.07.1999, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 28.07.1999, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 28. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR íslenska útvarpsfélagið óánægt með úthlutun úr Menningarsjóði útvarpsstöðva Óráðstafað eigið fé nam 83 milljónum 1997 Þorareir •• o Orlygsson verður ráðuneyt- isstjóri ÓRÁÐSTAFAÐ eigið fé Menningar- sjóðs útvarpsstöðva, þ.e. uppsafnað- ur hagnaður, nam 83 milljónum króna árið 1997. Á árunum 1994-1997 úthlutaði sjóðurinn Sin- fóníuhljómsveit íslands tæpum 248 milljónum króna. Innborganir í sjóð- inn á sama tímabili námu tæpum 439 milljónum. Islenska útvarpsfélagið hf. hefur óskað eftir fundi í stjórn sjóðsins vegna óánægju með úthlut- un úr honum. Menningarsjóður útvarpsstöðva starfar samkvæmt reglugerð nr. 69/1986. Hlutverk sjóðsins er, sam- kvæmt 1. gr., að „veita íslenskum sjónvarpsstöðvum eða innlendum framleiðendum dagskrárefnis fram- lög til eflingar innlendri dagskrár- gerð, þeirri er verða má til menning- arauka og fræðslu." Stjórn sjóðsins skal úthluta úr honum a.m.k. einu sinni á ári. Þá skal sjóðurinn greiða hlut Ríkisútvarpsins í rekstrarkostn- aði Sinfóníuhljómsveitar Islands, áð- ur en til úthlutunar á styrkjum eða öðrum framlögum til útvarpsstöðva kemur. ÍÚ hefur fengið 28 millj. úthlutað en lagt til 220 millj. Hreggviður Jónsson, fram- kvæmdastjóri íslenska útvarpsfé- lagsiris, hefur óskað eftú fundi með stjóm Menningarsjóðs útvarps- stöðva. Tilefnið er óánægja með út- hlutanir sjóðsins til íslenska út- varpsfélagsins, þai’ sem félagið fékk 2.650.000 krónur af 64.640.000 króna heildarúthlutun. Greiðslur útvarpsstöðva til Menn- ingarsjóðs eiga að nema rúmum 9% af auglýsingatekjum þeirra. Síðan 1994 hefur IÚ greitt tæpar 158 millj- ónir króna af sjónvarpstekjum sín- um og rúma 61 milljón af útvarps- tekjum sínum. Samtals eru þetta tæpar 220 milljónir ki-óna, en á móti hefur IÚ fengið tæpum 28 milljónum úthlutað úr sjóðnum. Styrkir til IÚ nema því 12,6% af greiðslum félags- ins í sjóðinn. I fyrrasumar sendi IÚ stjórnar- formanni sjóðsins, Ólafi Stephensen, bréf, þar sem óskað var eftir sundur- greindu yfirliti um greiðslur í sjóð- inn á undanförnum árum og að til- greint væri hlutfall greiðslna milli gjaldenda. Einnig var óskað eftir Úthlutanir úr Menningarsjóði útvarpsstöðva Allar tölur í þúsund krónum og hlutfall af heildarúthlutun sett í sviga Hljoðvarp 1995 1996 1997 1998 1999 Samtals Heildarúthlutun 13.630 15.020 20.727,5 20.345 11.890 81.612,5 Aflvakinn, FM, Fínn Miðill 5.860 (43%) 7.000 (47%) 7.100 (34%) 7.600 (37%) 1.440 (34%) 29.000 (36%) RÚV 4.205 (31%) 2.190 (15%) 1.745 (8%) 3.600 (18%) 1.900 (8%) 13.640 (17%) íslenska útvarpsfélagið hf. 0 4.400 (29%) 5.482 (26%) 300 (1%) 650 (26%) 10.833 (13%) Röddin 0 0 2.000 (10%) 1.000 (5%) 0 3.000 (4%) Þórunn Sigurðardóttir 2.765 (20%) 0 0 0 0 2.765. (3%) Jón Ásgeirsson 0 0 0 1.500 (7%) 900 (8%) 2.400 (3%) ísl. fjölmiðlafél. (Matthildur) 0 0 0 700 (3%) 1.560 (13%) 2.260 (3%) Sjónvarp 1995 1996 1997 1998 1999 Samtals Heildarúthlutun 25.100 51.200 37.550 59.850 52.750 226.450 RÚV 4.000 (16%) 6.200 (12%) 4.000 (11%) 6.800 (11%) 6.000 (11%) 27.000 (12%) Saga film 1.700 (7%) 6.300 (12%) 4.500 (12%) 6.450 (11%) 5.750 (11%) 24.700 (11%) íslenska útvarpsfélagið hf. 0 4.100 (8%) 7.000 (19%) 3.800 (6%) 2.000 (4%) 16.900 (7%) Kvikm.gerðin Alvís 1.500 (6%) 3.000 (6%) 1.800 (5%) 2.000 (3%) 3.000 (6%) 11.300 (5%) Kvikmyndafél. Nýja bíó 0 3.000 (6%) 500 (1%) 800 (1%) 5.500 (10%) 9.800 (4%) Anna TH. Rögnvaldsdóttir 1.000 (4%) 0 0 500 (1%) 7.000 (13%) 8.500? (4%) F.I.L.M. 1.500 (6%) 3.000 (6%) 0 0 0 4.500 (2%) IÐNAÐAR- og viðskiptaráðherra hefur sett Porgeir Örlygsson pró- fessor ráðuneytisstjóra í iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu frá 15. ágúst næstkomandi. Þórður Friðjónsson, sem gegnt hefur stöðu ráðuneytis- stjóra frá því í apríl 1998, hverfur til síns fyira starfs sem forstjóri Þjóð- hagsstofnunar. Þorgeir Örlygsson lauk embættis- prófi í lögum frá lagadeild Háskóla Islands vorið 1978 og meistaraprófi í alþjóðarétti frá lagadeild Harvard- háskóla í Bandaríkjunum árið 1980. Hann hefur starfað sem dómarafull- trúi, aðstoðarmaður hæstaréttar- dómara, var um skeið borgardómari í Reykjavík en lengst af hefur hann starfað sem prófessor í fjármuna- rétti við lagadeild Háskólans. Þor- geir er 46 ára gamall, kvæntur Ið- unni Reykdal framhaldsskólakenn- ara og eiga þau tvö böm. Þá hefur verið ákveðið að Krist- ján Skarphéðinsson, skrifstofustjóri í sjávarútvegsráðuneyti, flytjist í iðnaðarráðuneytið þann 20. ágúst. Kristján er hagfræðingur og hefur starfað í sjávarútvegsráðuneytinu frá 1987, sem skrifstofustjóri frá ár- inu 1997. Hann er 41 árs, kvæntur Guðrúnu B. Einarsdóttur kennara og eiga þau þrjú börn. upplýsingum um hvernig styrkir hefðu fallið á sama tímabili til þeirra sem gi’eitt hafi í sjóðinn og hvert hlutfall styrkjanna hafi verið af inn- greiðslum hvers gjaldenda. Menningarsjóður neitaði að gefa þessar upplýsingar, þar sem þær vörðuðu mikilvæga fjárhags- og við- skiptahagsmuni samkeppnisaðila ÍÚ. ÍÚ kærði synjunina til úrskurð- arnefhdar um upplýsingamál, sem vísaði henni frá. Tvær umsóknir samþykktar Islenska útvarpsfélagið sótti um 22,5 milljónir króna til dagskrár- gerðar hjá Stöð 2 þetta árið, en fékk 2 milljónum úthlutað. Hreggviður segir mikla vinnu hafa verið lagða í gerð umsóknanna þetta árið og að hann hafi talið þær eiga fullt erindi til sjóðsins samkvæmt núgildandi reglugerð. „Meðal annars sóttum við um fimm milljóna styrk til að gera þáttaröðina Sögur af landi, sem fjall- ar um fólksflóttann af landsbyggð- inni, en þessari umsókn var alfarið hafnað,“ segir hann. Fyrir hönd Bylgjunnar sótti félagið um alls 2,6 milljónir króna, m.a. til þáttar um Vigdísi Finnbogadóttur, íyrrverandi forseta Islands. Öllum umsóknum var hafnað. Eina umsókn ÍÚ til útvarpsþáttagerðar sem var samþykkt kom frá útvarpsstöðinni Mono. Hún hlaut 650.000 krónur til að gera þáttinn Síðasti áratugur ald- arinnar með augum ungs fólks. Samtals hlaut Islenska útvarpsfé- lagið því 2.650.000 krónur frá sjóðn- um á árinu 1999, en greiddi rúmlega 62 milljónir til hans. Til samanburð- ar þlaut Ríkisútvarpið 7,9 milljónir. I núverandi stjórn sjóðsins eru Ólafur Stephensen formaður, Þór- unn Gestsdóttir frá Ríkisútvarpinu og Bjöm G. Björnsson, fulltrúi ann- arra útvarpsstöðva en RÚV. Undirbúa „Vernd Laugardalsins“ VERIÐ er að undirbúa stofnun samtaka sem fá munu nafnið Vernd Laugardalsins en til- gangur þeirra er að sporna gegn því að reist verði hús á lóð- um við Suðurlandsbraut og Engjaveg sem borgaryfirvöld hafa uppi áform um að úthluta. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins verður Þorgeir Ást- valdsson talsmaður undirbún- ingshóps að stofnun samtak- anna, en stofnfundur er ráð- gerður á næstunni. Hugmyndin mun vera að opna skrifstofu, setja upp heimasíðu og vinna að því að afla 20 til 30 þúsund undirskrifta til að mót- mæla byggingaráformum á um- ræddum lóðum. Um þessar mundir er nú leitað eftir fólki til að taka hugsanlega að sér ýmis verkefni og stjórnarsetu og er síðan ráðgert að boða til stofn- fundar í næstu viku. Telja þeir sem að undirbúningi vinna að fjöldi íbúa í Reykjavík, ekki síst í hverfunum næst Laugardalnum, muni styðja andóf við hugmynd- um um þyggingar. Fulltrúi íslands í landbúnaðarnefnd ESB, um tillögu um hámark díoxíns í dýrafóðri ÓLAFUR Guðmundsson, fóður- fræðingur og fulltrúi íslands í land- búnaðarnefnd Evrópusambandsins, segir litlar líkur til þess að tillaga um 2.000 píkógramma hámark dí- oxíns í dýrafóðri verði samþykkt í nefndinni. Píkógramm er einn millj- ón milljónasti úr grammi. Eins og sagt var frá í gær var afgreiðslu til- lögunnar frestað fram í september, en samþykkt hennar hefði haft í för með sér að ekki hefði mátt nota mjöl og lýsi til fóðurgerðar, þar sem þær afurðir innihalda of mikið dí- oxín til þess. Bjuggust við breytingum á tillögunni Ólafur gerir ekki ráð fyrir að tO- lagan verði samþykkt í þessu formi, en áður hafði hún hljóðað upp á 10.000 píkógrömm í hverju kílói og hefði slíkt hámark ekki komið í veg fyrir notkun fiskimjöls og lýsis í dýrafóðri. „Við bjugg- umst jafnvel við að tillögunni yrði breytt aftur í þá veru á fundinum, en sú varð ekki raunin. Þegar kom í ljós að stuðningur við þetta form var nánast enginn á fundinum, var ákveðið að fresta ákvörðunartök- unni,“ segir hann. Guðjón Atli Auðunsson, hjá Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins, Ólíklegt að tillag- an verði samþykkt fór á fund nefndarinnar ásamt Ólafi, sem sérfræðingur íslenskra stjóm- valda. Hann segir að díoxín sé flók- in blanda tveggja efnaflokka og samanstandi af 210 efnasambönd- um. Efnið hafi aldrei verið framleitt af ráðnum hug, en hafi áður aðal- lega verið talið aukaafurð ýmissa efnaferla. „Sérstaklega er varðar ýmis pláguefni, t.a.m. afleiðunarefn- ið Agent Orange, sem var mikið til umfjöllunar í sambandi við Ví- etnam-stríðið. Einnig myndast dí- oxín við framleiðslu svokallaðra PCB-efna og framleiðslu magn- esíums með kolskautun," segir Guð- jón. Hann segir að eitruðustu efnin af þessum 210 séu meðal eitruðustu efna sem þekkt séu. Rannsóknir bendi til þess að þau séu fóstur- skemmandi, bijóti niður ónæmis- kerfið og séu krabbameinsvaldandi. Síðar kom í ljós að díoxín mynd- ast við ýmis önnur ferli, bæði í náttúrunni og í daglegu lífi okkar. „Þá aðallega við skógarbruna, auk þess sem efnið hefur fundist í set- lögum í Þýskalandi. Líkur benda til þess að það hafi myndast þegar hraun rann yfir gróður,“ segir Guðjón Atli. Myndast við flugeldasprengingar Þá myndast efnið við bruna sorps, bæði heimilisúrgangs og iðn- aðarúrgangs. Þegar pappír er bleiktur með klór myndast díoxín, einnig við bruna bensíns, olíu og kola. Þá myndast töluvert magn þegar flugeldum er skotið upp. Díoxín er afar lengi að brotna niður í náttúrunni, enda hefur það fundist í mjög stöðugu formi í set- lögum og jarðvegi. „Á síðustu ára- tugum, eða jafnvel allt frá iðnbylt- ingunni, hefur styrkur díoxíns í náttúrunni aukist gríðarlega. Svíar voru fyrstir til að rannsaka efnið, undir forystu Christopher Rappe, við háskólann í Umeá. Vandamálið varð almennt ljóst mönnum í byrjun níunda ái'atugarins, þótt rannsóknir hans hafi byrjað mun fyrr,“ segir Guðjón. Svíar komust að þeirri niður- stöðu að framleiðsla díoxíns næmi 200 grömmum á ári þar í landi. Sú tala virðist við fyrstu sýn lág, en líta ber til þess að leyfileg neysla án þess að skaði hljótist af er 5 píkógrömm á hvert kíló líkams- þyngdar á dag. Svíar hófu aðgerðir í byrjun ní- unda áratugarins og síðan 1984 hefur díoxínmagn í móðurmjólk Svía helmingast. Framleiðsla dí- oxíns er nú 50 grömm á ári í Sví- þjóð. Díoxín undir hættumörkum f íslenskum fiski Aðspurður hvort magn díoxíns sé hættulega mikið í íslenskum fiski, segir Guðjón: „Við getum sagt sem svo, að íslenskur fiskur væri mun betri ef díoxínmengun væri engin, eða minni en nú. Miðað við neyslu er magnið undir hættumörkum og ótvírætt eru kostir sjávarfangs meiri en þessir hugsanlegu ókostir," segir hann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.