Morgunblaðið - 28.07.1999, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.07.1999, Blaðsíða 1
tvtmWMltíb STOFNAÐ 1913 168. TBL. 87. ARG. MIÐVIKUDAGUR 28. JULI1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Gljúfraferð útivistarfólks í svissnesku Olpunum breyttist í mikinn harmleik í gær Átján fórust og sex slös- uðust illa Bonigen, Interlaken. AFP, Reuters. ÁTJÁN manns biðu bana og sex slösuðust illa þegar ævintýraferð í Saxet-Bach árgljúfrið, suðaustur af Bern í Sviss, breyttist í mikinn harmleik síðla í gær. Eins til viðbót- ar var saknað og var hans leitað fram á nótt. Var talið að erlendir ferðamenn hefðu verið meðal þeirra sem létust, m.a. nokkrir Banda- ríkjamenn. Slysið átti sér stað í Lutschine- ánni nærri Interlaken í miðju Sviss en hópur fólks hafði verið í gljúfra- ferð á vegum útivistarsamtakanna Adventure World þegar miklar rigningar ollu því að vatnsmagn í gljúfrinu óx skyndilega mjög hratt, með þeim afleiðingum að öfiugur árstraumur hreif fólkið með sér og það drukknaði. Að sögn svissnesku útvarpsstöðv- arinnar DRS var björgunarfólk kallað út eftir að fjöldi mannslfka sást á floti í Brienzer-vatni, sem er við ósa Lutschine-árinnar. Héldu menn í fyrstu að báti hefði hvolft of- ar í ánni. Aðstæður á slysstað voru erfiðar og notaðist björgunarfólk m.a. við þyrlur. Sýndu sjónvarpsmyndir af vettvangi þröngt árgljúfrið, þar sem slysið átti sér stað, og jafnframt mátti sjá hvar þyrla lyfti hreyfing- arlausum lfkama manns upp úr vatninu nærri slysstað. Ekki hafði verið greint frá því hvaðan fórnarlömbin voru en heimamaður sagði þau flest hafa verið erlenda ferðamenn. GJjúfraferðir þykja afar hættulegar Gljúfraferðir eru vinsælar meðal ferðamanna frá Bandarfkjunum og Asíu sem heimsækja útivistarsvæði í svissnesku Ölpunum. Jafnvel við bestu hugsanlegu aðstæður eru þær hins vegar sagðar afar hættuiegar, enda fela þær bæði í sér að menn klífi gljúfurveggi og stökkvi niður fossa í ám. Sund kemur einnig við sögu og ferðir upp og niður þröng árgljúfur án aðstoðar báta. Útivistarfólkið, sem lenti í óför- unum í gær, var klætt í blautbún- inga og hafði á höfði hjálma og ýms- an fjallaklifursútbúnað, að sögn lög- reglu á staðnum. Ungur maður lést á þessum slóðum við svipaðar að- stæður árið 1997, eftir að hann hafði fest sig illa í hindrun í fossi og drukknað. Reuters BJÖRGUNARMENN stumra yfir einu fórnarlamba slyssins í gær. Stjórn N-Kóreu veitt við- vörun Singapore, Tókýó. Reuters, AFP. BANDARÍKIN, Suður-Kórea og Japan vöruðu Norður-Kóreu í gær við því að það kynni að hafa „alvar- legar afleiðingar" ef stjórnvöld í Pyongyang gerðu tilraunir á lang- drægum eldflaugum á næstunni. Var N-Kóreustjórn jafnframt hvött til þess að nýta þau tækifæri sem nú gæfust og hefja viðræður við önnur ríki um úrlausnir deilumála. Madeleine Albright, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, sagði í Singa- pore í gær, þar sem hún er viðstödd alþjóðlega ráðstefnu, að N-Kóreu- stjórn myndi uppskera fyrir þjóð sína ef hún féllist á rammasamkomu- lag Bandaríkjanna, S-Kóreu og Japans þar sem fram kæmu ýmis hvatamerki til handa stjórnvöldum í Pyongyang. Hins vegar sagði hún að „önnur eldflaugatilraun [...] mun hafa alvarlegar afleiðingar". Mönnum er enn í fersku minni síð- asta tilraun N-Kóreumanna í ágúst sl. er langdrægri Taepodong-eld- flaug var skotið af n-kóreskri grund yfir Japan, áður en hún lenti í Kyrrahafmu. Olli tilraunin mikilli spennu í samskiptum ríkja í Asíu og óttast menn nú að N-Kórea reyni brátt aðra slíka. Hong Soon-young, utanríkisráð- herra S-Kóreu, sagði í gær að N- Kórea yrði beitt refsingum ef stjórn- völd þar í landi létu verða af tilraun- um sínum. Hvorki hann né fulltrúar Bandaríkjanna eða Japans hafa þó tjáð sig um það í hverju þær refsing- ar verði fólgnar. Arafat og Barak áttu fund um Wye-friðarsamningana í gær Arafat tók dræmt í óskir um frestun Erez á Gasasvæðinu, Washington. Reuters, AP. YASSER Arafat, leiðtogi Palestínu- manna, samþykkti með semingi í gær að hugleiða ósk Ehuds Baraks, forsætisráðherra ísraels, um að frestað yrði að hrinda í framkvæmd þeim ákvæðum Wye-friðarsam- komulagsins sem kveða á um að ísraelar afhendi Palestínumönnum land á Vesturbakkanum. Sagði Barak að Arafat myndi gefa svar sitt innan tveggja vikna. Barak og Arafat áttu fund saman í Erez á Gasasvæðinu, en þetta er í þriðja sinn sem þeir hittast eftir að Barak tók við embætti forsætisráð- herra í ísrael af Benjamin Netanya- hu. Var ljóst eftir tveggja klukku- stunda langan fund þeirra að þrátt fyrir að Arafat samþykkti að hug- leiða málið var hann ekki ýkja hrif- inn af því að ísraelsmenn fengju að draga enn frekar á langinn að af- henda Palestínumönnum það land, sem samið var um í Wye-samkomu- laginu. Á fréttamannafundi ítrekaði Barak að ísraelsmenn myndu ekki reyna að breyta skilmálum friðar- Reuters EHUD Barak, forsætisráðherra Israels, og Yasser Arafat, leiðtogi Palestínumanna, heilsast fyrir fund sinn á Gasasvæðinu í gær. samninga án samþykkis Arafats og að þeir myndu standa við skuld- bindingar sínar varðandi afhend- ingu lands, færu Palestínumenn fram á það. Barak kvaðst hins vegar hafa fært rök fyrir því á fundinum með Arafat að rétt væri að tengja saman afhendingu lands og viðræð- ur um endanlegt friðarsamkomulag milli ísraela og Palestínumanna. Barak hefur hitt marga af leið- togum arabaríkjanna síðan hann tók við forsætisráðherraembættinu af Netanyahu. Barak hitti einnig Bill Clinton Bandaríkjaforseta í síð- ustu viku. Greindu bandarískir syórnarerindrekar frá því í gær að Clinton hefði um helgina ritað Ha- fez al-Assad Sýrlandsforseta bréf þar sem hann hvattá Assad til að grípa það tækifæri, sem nú væri fyrir hendi í kjölfar kjörs Baraks, til að mjaka friðarumleitunum í Mið- Austurlöndum áfram. Tveir Serbar finn- ast myrtir í Kosovo Sveitir KFOR sæta harðri gagnrýni Belgrad, Moskvu. Reuters, AP, AFP. LÍK tveggja Kosovo-Serba fundust nærri Vucitrn í Norður-Kosovo í gær og höfðu mennirnir verið skotn- ir til bana. Ekki er vitað hverjir frömdu verknaðinn en fyrr í gær hafði rússneska utanrfkisráðuneytið sakað KFOR-friðargæslusveitir, undir stjórn Atlantshafsbandalags- ins (NATO) í Kosovo, um að sinna ekki starfi sínu sem skyldi við rann- sókn á morðunum á Serbunum fjórtán sem framin voru sl. föstudag í Gracko. Alþjóðleg friðargæsla undir stjórn NATO hefur sætt mikilli gagnrýni í kjölfar morðanna og sagði Vuk Draskovic, leiðtogi End- urreisnarhreyfingar Serbíu (SPO), í gær að Serbar væru fórnarlömb þjóðernishreinsana í Kosovo sem farið hefðu fram undir „vernd Sam- einuðu þjóðanna". Sakaði hann KFOR og SÞ um að gæta ekki ör- yggis Serba og annarra en Albana í héraðinu sem skyldi. I gær kynnti hópur serbneskra hagfræðinga, stjórnarandstæðinga, presta og menntamanna, er kalla sig Hóp 17 óháðra hagfræðinga, áætlun sem koma á stöðugleika á í landinu. Aætlunin kveður á um að Slobodan Milosevic, forseti Jú- góslavíu, segi af sér og að bráða- birgðaríkisstjórn verði komið á tii eins árs er skipuleggja myndi nýjar kosningar. Ráðgert er í áætluninni að höf- undar hennar sitji í bráðabirgðarfk- isstjórninni, en þeir myndu einnig hafa það hlutverk að reyna að koma í veg fyrir að borgarastríð brjótist út milli stuðningsmanna og and- stæðinga Milosevics. „Heiðursmannasamkomulag" í burðarliðnum Samtök um breytingar, hópur stjórnarandstöðuflokka í Serbíu og SPO, flokkur Draskovic, tilkynntu í gær að „heiðursmannasamkomulag" milli fylkinganna væri í burðarliðn- um til að styrkja stöðu þeirra gegn Milosevic. Deilur hafa staðið milli fiokks Draskovics og hinna stjórnar- andstöðuflokkanna um það hvernig koma eigi forsetanum frá völdum. í gær skoraði Zoran Djindjic, helsti talsmaður Samtaka um breyt- ingar, á háttsetta hershöfðingja í Júgóslavíuher að leggja sitt af mörkum við að koma Milosevic frá völdum. Sagði hann að hershöfð- ingjarnir „yrðu að gera sér grein fyrir að Milosevic sæti ólöglega í embætti forseta og að hann væri ógn við afkomu landsins."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.