Morgunblaðið - 28.07.1999, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 28. JÚLÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
Peter S. Gregory, sjóðsstjóri Worldwide Special hlutabréfasjóðsins
Einstaklega langt og
gjöfult hagvaxtarskeið
Morgunblaöið/Halldór Kolbeins
Peter S. Gregory: „Evrópsk fyrirtæki hafa loksins uppgötvað nauðsyn þess að auka arðsemí til hluthafa.“
„VIÐ búumst við að hagvöxtur
verði um 4% í Bandaríkjunum árið
1999 og um 2,5-3% árið 2000. Með
því mun samfleytt hagvaxtarskeið
hafa staðið yfir í 10 ár, sem er ein-
stakt. Ég held við höfum aldrei séð
svo langt hagvaxtarskeið með svo
miklum hagvexti og litlum merkjum
um verðbólgu." Þetta sagði Peter S.
Gregory, sjóðsstjóri Worldwide
Special hlutabréfasjóðsins, meðal
annars á kynningarfundi sem Bum-
ham Interaational á Islandi hf. stóð
fyrir í gær með fjárfestum, en
Worldwide Special fjárfestir í hluta-
bréfum fyrirtækja um allan heim.
Peter S. Gregory er einnig fram-
kvæmdastjóri hjá Smith Bamey
Asset Management í New York, en
það er hluti af Citigroup fjármála-
og tryggingarsamsteypunni.
„Svo virðist sem hagnaður fyrir-
tækja á öðrum ársfjórðungi í ár í
Bandaríkjunum verði meiri en
nokkur hefði getað ímyndað sér,“
sagði Gregory einnig. Eins kom
fram í máli hans að Smith Barney
gerir ráð fyrir að arðsemi fyrir-
tækja sem mynda Standard&Poor
500-hlutabréfavísitöluna verði 8%
árið 1999 og 4% árið 2000.
Peter Gregory sagði einnig að svo
virtist sem bandaríski Seðlabankinn
væri að búa sig undir að snúa við 75
punkta vaxtalækkun sem gerð var í
haust sem leið.
Varðandi áhættuþætti í banda-
rísku efnahagslífi nefndi Gregory að
hætta gæti verið á verðhjöðnun ef
stjómvöid reyndu að komast hjá
samdrætti í efnahagslífinu, auk þess
sem alltaf mætti búast við óróleika í
efnahagslífinu í tengslum við kosn-
ingar. Gregory sagðist ekki óttast
2000-vandann svokallaða, sem teng-
ist erfiðleikum tölvukerfa við að
vinna með tveggja stafa ártöl, hvað
varðaði bandarísk fyrirtæki sem
slík. „En þú ert eingöngu eins góður
og fyrirtækin sem þú skiptir við. Ef
erlent fyrirtæki er mikilvægt í þinni
framleiðslukeðju og það hefur ekki
tekið á 2000-vandanum, getur þú
verið í vanda staddur," sagði
Gregory.
Evrópsk fyrirtæki uppgötva
hagsmuni hluthafa
í Evrópu sagði Gregory að búist
væri við að hagnaður fyrirtækja
myndi aukast um 9% og 12% árin
1999 og 2000, á móti 1,5% og 0,6%
fyrir S&P 500-fyrirtækin í Banda-
ríkjunum. Hann sagði að þrátt fyrir
þetta væri arðsemi fyrirtækja í
Evrópu frekar lítil miðað við banda-
rísk fyrirtæki, og litlar líkur á mikl-
um afkomubata í efnahagslífinu.
Hann sagði að evrópsk fyrirtæki
væra í óða önn að endurskipuleggja
reksturinn og tengja laun stjóm-
enda við afkomu fyrirtækjanna.
„Fyrirtækin hafa loksins uppgötvað
nauðsyn þess að auka arðsemi til
hluthafa, því ef gengi hlutabréfa í
fyrirtækjunum er ekki hátt getur
annað fyrirtæki gert tilboð í bréfin
og keypt fyrirtækið," sagði
Gregory. Hann bjóst við að meira
yrði um að ríkisfyrirtæki væra sett
á markað á góðum kjöram, til að
hvetja til hlutabréfaeignar meðal al-
mennings.
Brothættur bati í Asíu
í Asíu taldi Gregory að sambland
lækkandi vaxta, styrkari gjaldmiðla,
endurskipulagningar hjá fyrirtækj-
um, lágs hlutfalls hlutabréfa í asísk-
um fyrirtækjum í hlutabréfasafni al-
þjóðlegra sjóða og lágs gengis bréfa
gæti hvatt til hækkana á gengi
hlutabréfa í fyrirtækjum í þessum
heimshluta.
Áhætta væri fólgin í því að
japönsk fyrirtæki fari ekki í gegnum
nauðsynlega endurskipulagningu í
rekstri, og að hvetjandi aðgerða
stjómvalda fari að gæta minna síðar
á árinu 1999, sem geti aftur leitt til
verðhjöðnunar í Japan. Pólitískur
óstöðugleiki á svæðinu væri einnig
FRANSKA flugfélagið Corsair
mun fljúga til íslands í sumar með
tæplega 3.000 franska ferðamenn í
leiguflugi. Jafnframt hafa Islend-
ingar nú þegar keypt um 800 flug-
sæti til Parísar með félaginu, en
Corsair flýgur frá Orly West-flug-
veliinum í París, að sögn Sigur-
jóns Hafsteinssonar, aðstoðar-
framkvæmdastjóra Ferðamið-
stöðvar Austurlands, sem er um-
boðsaðili Corsair á Islandi.
„Það var flogið einu sinni í viku
í júní, tvisvar í viku í júlí og ágúst,
og loks verður flogið eitt flug í
viku fram til 22. september næst-
komandi," segir Sigurjón.
Corsair flaug hingað fyrst árin
1990-1992. Ferðamenn á vegum
Nouvelles Frontiers, sem er
stærsta ferðaskrifstofa Frakk-
lands, flugu með Flugleiðum þar
til í fyrra að Nouvelles Frontiers
ákvað að flugfélagið Corsair, sem
er í eigu Frontiers, skyldi fljúga
til íslands. „Ferðamiðstöð Austur-
lands hefur unnið með Nouvelles
áhyggjuefni, einkanlega í Indónesíu.
Hvað varðar horfur mála í Ró-
mönsku Ameríku og á öðram vaxt-
arsvæðum, nánar tiltekið Suður-Af-
ríku og Rússlandi, velti Peter S.
Gregory fyrir sér hvort fimm ára
lægð á hlutabréfamörkuðum í þeim
löndum væri á enda, en hlutabréfa-
verð væri nú á uppleið í mörgum
þessara landa vegna lági’a heims-
vaxta, endurskipulagningar fyrir-
tækja og lágs gengis á hlutabréfum
áður.
Sú gleði gæti þó orðið skammvinn
þegar fjárfestar gerðu sér grein fyr-
ir hindrunum sem stæðu í vegi fyrir
áframhaldandi efnahagsbata.
Gregory taldi að lokum að gjald-
miðlar í Rómönsku Ameríku gætu
staðið veikt, og ætti það við um
gjaldmiðla Venesúela og Brasilíu en
sérstaklega gjaldmiðil Argentínu
sem í augnablikinu er tengdur
Bandaríkjadal, sem sé staða sem af-
ar erfitt sé að verja.
Frontiers í yfir 20 ár. Það er engin
spurning að það mun svo verða
framhald á þessu flugi á næsta ári,
en við getum boðið farmiða til
Parísar á afar hagstæðu verði,“
segir Sigurjón. Sem dæmi um far-
gjaldsverð má nefna að farmiði til
Parísar, báðar leiðir, kostar 24.900
krónur en hoppmiði 19.900 krón-
ur.
Corsair flýgur til yfir 40 áfanga-
staða í heiminum. Að sögn Sigur-
jóns leggur Corsair áherslu á
þjónustu og lágt verð og er félagið
einn helsti keppinautur Air
France meðal franskra flugfélaga.
Flugfloti Corsair samanstendur af
tíu farþegaþotum, en þar af eru
sjö Boeing 747 ,júmbó“-þotur,
tvær Boeing 737 og ein McDonnel-
Douglas DC 10 breiðþota. „í flug-
inu hingað hefur Corsair notað
173 sæta Boeing 737/400 farþega-
þotu. Flogið verður rúmlega 30
sinnum til Islands í sumar og hef-
ur sætanýting verið nálægt 80%
það sem af er,“ segir Sigurjón.
Söluhagn-
aður Síldar-
vinnslunnar
rúmar 138
milljónir
SÖLUHAGNAÐUR Síldarvinnslunn-
ar hf. í Neskaupstað af sölu á 25,6%
hlut í Skagstrendingi hf. á Skaga-
strönd nemur 138.313.144 krónum og
kemur til tekjufærslu á seinni hluta
ársins 1999, eins og fram kemur í
fréttatilkynningu frá Síldarvinnslunni.
Um það bil ár er síðan Sfldai’vinnslan
keypti hlutinn í Skagstrendingi.
Eins og fram kom í Morgunblaðinu
í gær vora ástæður sölunnar m.a. að
sameining Sfldarvinnslunnar og Skag-
strendings næði ekki fram að ganga. I
lok síðustu viku var Björgólfi Jó-
hannssyni, forstjóra Sfldarvinnslunn-
ar, heimilað að selja viðkomandi
hlutabréf. Tflboð barst í hlutabréfm
frá Kaupþingi og eins og fram kemur í
fréttatilkynningunni þótti tilboðið
„mjög gott og ekki verjandi gagnvart
eigendum Sfldarvinnslunnar hf. að
hafna því“.
Björgólfur segir Sfldarvinnsluna
hafa verið í sambandi við verðbréfa-
fyrirtæki og margt hafa komið upp í
umræðunni. „Kaupþing hefur fylgst
með hlut okkar og spurst fyrir um
hann og segja má að þeir hafi átt
frumkvæði að viðskiptunum.“
Lausafjár-
staða batnar
en útlán
minnka ekki
LAUSAFJÁRSTAÐA innlánsstofn-
ana batnaði alls um tæplega 7 millj-
arða á fyrri helmingi þessa árs en er
þó enn neikvæð um rúma 11 milljarða,
að því er fram kemur í upplýsingum
frá tölfræðisviði Seðlabanka Islands.
Aftur á móti virðast nýjar lausafjár-
reglur innlánsstofnana, sem Seðla-
bankinn setti í mars, ekki enn hafa
megnað að draga úr útlánum þeirra.
Samkvæmt tölum tölfræðisviðs Seðla-
bankans hafa útlán innlánsstofnana
aukist um tæp 13% á fyrri hluta þessa
árs. Raunar jukust útlán aðeins um
1,4% í júní en erlent lánsfé til endur-
lána jókst um 11% í sama mánuði.
Opin kerfi
selja í Hugi hf.
OPIN kerfi hf. hafa selt allan hlut
sinn í hugbúnaðarfyrirtækinu Hugi
hf., en eignarhlutur Opinna kerfa nam
rúmum 8%. Gylfi Amason, fram-
kvæmdastjóri Opinna kerfa, segir að
aðili hafi komið að máli við Opin kerfi
að íyrra bragði og gert þeim tilboð í
bréfin. „Við seldum þau öll á einu
bretti en getum ekki upplýst um
kaupanda eða verð, annað en að okkm’
þótti þetta gott tilboð og er söluhagn-
aður verulegur," sagði Gylfi Amason í
samtali við Morgunblaðið.
Guðmundur
Runólfsson hf.
Arðsemi eigin
fjár 37,60%
í ÁRSHLUTAREIKNINGI Guð-
mundar Runólfssonar hf. sem birtur
var í Morgunblaðinu í gær slæddist
inn sú villa að arðsemi eigin fjár fyrir-
tækisins væri 4,3 og hefði verið í fyrra
3,12. Þetta er alrangt en þessar tölur
eiga við um innra virði hlutafjár fyrir-
tækisins.
Hið rétta er að arðsemi eigin fjái’
fyrirtækisins vai’ 37,60% fyrir fyrstu
sex mánuði ársins og 4,29% fyrir
sama tímabil í fyrra. Hér er því um að
ræða umtalsverða aukningu á ávöxtun
hlutafjár.
Beðist er velvirðingar á þessum
mistökum.
Franska leiguflugfélagið Corsair
Flytur um
3.000 farþega
til Islands í ár