Morgunblaðið - 28.07.1999, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 28.07.1999, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN MIÐVIKUDAGUR 28. JÚLÍ 1999 33 Stutt hugleið- ing um Njáls- brennu i í 15% verðlækkun TOYOTA Þarftu að skipta um bremsu- klossa? Ragnar Böðvarsson VALGEIR Sigurðs- son birtir í Morgun- blaðinu 20. júlí greinina Njálsbrenna í útvarps- þætti og leggur þar út af viðræðum Arthúrs Björgvins Bollasonar og Magnúsar á Lága- felli í útvarpinu. Eg heyrði ekki útvarpsþátt þennan en sú niður- staða Valgeirs að frá- sögnin af Njálsbrennu sé tilbúningur varð mér efni til stuttrar at- hugasemdar. Er þó fjarri mér að slá nokkru föstu um sann- leikann í einstökum frásögnum Njálu. Þar er vísast margt í stílinn fært og nokkuð ljóst að höfundurinn hefur stundum met- ið þörfína fyrir listræna frásögn það Njála Þar er vísast margt í stílinn fært, segir Ragnar Böðvarsson, og nokkuð ljóst að höf- undurinn hefur stund- um metið þörfina fyrir listræna frásögn það mikils að eitthvað af staðreyndunum hefur orðið að víkja. mikils að eitthvað af staðreyndun- um hefur orðið að víkja. Ég get þó ekki séð að þetta eigi við um frásögnina af ferðum brennumanna. Valgeir Sigurðsson bendir réttilega á, að útilokað sé að þeir hafi komist óséðir til Berg- þórshvols og í burtu aftur en það segir ekkert um áreiðanleika frá- sagnarinnar. Það er að vísu fremur ótrúlegt að Flosi og liðsmenn hans hafi geymt fjölda hesta í dal í hvolnum og beðið þar lengi áður en þeir gengu heim á hlað en að öðru leyti getur frásögnin um komu þeirra og brottför auðveldlega stað- ist. Þeir höfðu ekki nokkra ástæðu til að fara með leynd og leyndin var heldur engin, fátækar konur höfðu flutt fregnir af ferð þeirra út í Hóla þar sem Grímur og Helgi voru staddir. Þeir bræður ákváðu að vera þar sem Skarphéðinn var en ekki hvarflaði að þeim að fara um sveitina og safna liði. Það hafa þeir eflaust talið tilgangslaust, fylgis- menn þeirra í næsta nágrenni voru það fáir að þeir hefðu einskis kost- ar átt við það fjölmenna lið sem fylgdi Flosa. Mér vitanlega liggur ekkert fyrir um mannfjölda í Land- eyjum á þessum tíma og þó að þar hafi nokkur fjöldi vopnfærra manna búið er óvíst að margir hafi verið til þess búnir að veita þeim Njálssonum. Þeir höfðu drepið Höskuld fóstbróður sinn saklaus- an, en hann „var svo vinsæll að fáir voru hans óvinir". Engum slíkum sögum fer af vinsældum ribbald- anna á Bergþórshvoli, þótt Njáll gamli nyti álits vegna vitsmuna sinna, og dráp Höskuldar mæltist mjög illa fyrir. Svipað var upp á teningnum er Kári bjargaðist úr brennunni. Hon- um datt ekki í hug að leita liðsinnis í næsta nágrenni, heldur flýtti hann sér upp að Hofí til fundar við þrælmennið Mörð Valgarðsson og síðan var enga forystu um liðssafn- að að fá fyrr en uppi í Þjórsárdal. Þangað hélt Kári og fyrst eftir að Mörður og Hjalti Skeggjason höfðu safnað nokkru liði var leit hafín að brennumönnum og mest fyrir siðasakir, leitarmenn sneru fljótt aftur og gerðu ráð fyr- ir að Flosa og lið hans hefði borið langt und- an. Það faldi sig hins vegar í Flosadal í Þrí- hyrningi og má um þá hemaðarlist alla fræð- ast í grein Þorkels Jó- hannessonar í Goða- steini 1997. Flosi vissi vel að Njálssynir áttu litlum vinsældum að fagna í héraðinu og hafði því engar áhyggjur af því að njósn bærist af ferðum hans til Berg- þórshvols og þó að honum brygði að vísu illa við er hann frétti að Kári væri á lífi vissi hann að ein- hvern tíma tæki fyrir hann að safna liði. En litla fremd taldi hann sér að brennunni og mátti vissu- lega búast við að slíkt illvirki myndi hreyfa svo við mönnum að allmiklu liði yrði stefnt til höfuðs honum. Hann hefur því gert ráð fyrir að eftirreið hæfist fyrr en raun varð á og tekið þann kost að felast í Þríhyrningi. Og meðan hann sat þar í sæmilegum náðum ærðist Mörður um alla Rangárvelli í leit að stuðningsmönnum, Kári reið í önnur héruð sömu erinda og leitin sem lið þeirra hóf inn á fjöll og austur sveitir varð fálm út í loft- ið. Allt ber að sama brunni. Frásögn Njálu af ferðum Flosa og liðsmanna hans bæði fyrir og eftir brennuna getur staðist í öllum höfuðatriðum. Erfiðast er að skilja söguna af dvöl þeirra með 200 hesta í dal í hvolnum því að jafnan hefur frásögnin verið túlkuð svo að þeir hafi falist í dal þessum. Trausti Einarsson setur fram þá kenningu í tímaritinu Sögu 1967 að dalurinn hafi raunverulega verið í farvegi Affallsins, og var þar að sönnu rýmra um menn og hesta en það er vægast sagt hæpið að þeir hafi þar getað dulist sjónum heima- manna á Bergþórshvoli. Vera má að höfundi hafi þótt nauðsynlegt að segja söguna á þennan hátt en að sinni verður ekki reynt að geta í þær eyður. Höfundur er fræðimaður Nektardansstaðir - hættulegir konum? VIÐ í Bríeti, félagi ungra feminista, erum mjög ánægðar með að umræðan varðandi nektardansstaði borg- arinnar sé loks að aukast. Við höfum ver- ið að fylgjast með um- ræðunni sem að okkar mati hefur verið ótrú- lega lítil og einhæf. Það sem oft heyrist í umræðunni er að frelsi einstaklingsins sé ofar öllu, það sé enginn að þröngva ungum konum til að dansa naktar fyr- ir framan karla og það þröngvi heldur enginn körlum til að horfa á naktar ungar konur og borga fyrir það. Einstak- lingsfrelsið verði að vemda og hvers konar boð og bönn sem reyna að hafa vit fyrir almenningi séu af hinu illa. Það er sem al- menningur sé lamaður eða þori ekki að tjá sig um málefnið nema þá í gríni. Fólk veigrar sér við því að vera á móti nektardansstöðum því enginn vill vera stimplaður afturhaldssam- ur nöldrari og vera gegn frjálsu framtaki. Ég tala nú ekki um gamla öfundsýkisstimpilinn, þ.e að konur sem gagnrýni þessa starfsemi séu svo ljótar og kynþokkalausar að þær hljóti einfaldlega að vera öf- undsjúkar. Svo er það máttleysisaf- staðan, að Reykjavík sé að vaxa sem borg og að þetta sé eitt af mörgu sem ekkert er hægt að gera í, eins og hver önnur mengun. En viti menn! Mengunarforvarnir em komnar í tísku og hafa fengið úthlutað heilu ráðuneyti. Fjölmiðlar hafa tek- ið þátt í að samþykkja nektardans sem sjálf- sagðan hluta af menn- ingu okkar og íslands- meistaratitillinn hefur nú verið veittur í fyrsta sinn. Nektar- dans er uppbyggileg atvinna og eykur sjálfstraust ungra kvenna og ekki má gleyma möguleikanum á að við íslendingar getum eignast Evrópumeistaratitilinn í nektar- Frelsi Áherslur félags ungra feminista eru aðrar en venjulega heyrast í þessari umræðu. Hild- ur Fjóla Antonsdóttir reifar þær hér. dansi sem við gætum stært okkur af ásamt titlunum Ungfrú Alheim- ur o g Sterkasti maður heims. Nú er þó loks farið að færast líf í umræðuna þar sem íbúar Grjóta- þorpsins hafa farið fram á það að starfsemi Club Clintons verði lögð niður og svo virðist að Reykjavík- urborg sé að leita leiða til að beisla starfsemina. Okkar áherslur eru þó aðrar en venjulega heyrast í þessari um- ræðu. Spurningar okkar hljóða svo: Hvað er frelsi án ábyrgðar? Hvað ef frelsi eins gengur yfir mörk annars? Hve nauðsynleg er mannvirðing okkur í okkar samfé- lagi? Stuðla nektardansstaðir að gagnkvæmri virðingu kynjanna? Ungar konur sem vinna á nekt- ardansstöðum eru barnabörn, dæt- ur, systur, frænkur og vinkonur einhverra og sú staðreynd að fíkni- efni og vændi tengjast slíkri starf- semi um allan heim getur varpað ljósi á raunveruleikann á bak við ímyndina. Þessi veruleiki kallar á samábyrgð sem við teljum að sé jafn gild og frelsi einstaklingsins Við tökum undir það sem erlend- ar rannsóknir sýna, eins og t.d. rannsóknir Díönu Russells, að þeg- ar manneskjan er hlutgerð á þenn- - an hátt, þ.e sem peningavél sem kyndir undir kynlífsóra karla en ekki manneskja með sál og per- sónuleika, kemur í ljós að í kjölfar- ið komi virðingarleysi og ofbeldi sem beinist svo að konum úti í samfélaginu. Þar af leiðandi teljum við að aðgerðarleysi og doði samfé- lagsins og stjórnvalda sé okkur konum beinlínis hættulegt. Höfundur er í Bríeti, félagi ungra feminista Ilildur Fjóla Antonsdóttir Allt að 100.000 kr. afsl. af sláttutraktorum! Nú sppettur vel og við sláum mikið af! Hekkklippur með snúningshandfangi Einu klippurnar á markaðnum með snúningshandfangi. 65 og 75 sm sverð. 5,3 og 5,f' Veröi Verð Flymo L47 Létt loftpúðavél. Notuð af atvinnumönnum. Hentug fyrir brekkur, stórar lóðir og erfiðar aðstæður. 4 hp tvígengismótor. Verð kr.JJíMZ^ Verð kr. 42.849 uesti dustaoni. -Slæp öllum við. Takmarlcaö maqn! 245R vélorf sem slær kanta, grasbrúska 2.7 hp bensínmótor, 8.6 kg. og diskur fylgja. © Husqvarna Verð kr. 54.558,- H Takmarkað magn! E330 TUrbo light Létt loftpúðavél fyrir litlar lóðir. 1150W rafmótor. l fatanarirafl magn.i )fí MTD MTD GE45 4 hp B&S bensínmótor. Sláttubreidd 45 sm. 80 lítra safnkassi. Verð kr.^9?«52l: r
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.