Morgunblaðið - 28.07.1999, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 28.07.1999, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. JÚLÍ 1999 27 LISTIR leið með töluverðar framavonir á sviði lýrísk-dramatísks óperu- söngs. Að vísu virðist enn mega bæta þéttleika raddarinnar með betri fókus og fyllri hljóm á brjóst- tónum, svo og textaframburð, en einörð tilfinningarleg túlkun henn- ar og heillandi sviðsframkoma lofar góðu. Steinunn Birna var sem svo oft áður næmur undirleikari, með safaríkan tón, sópandi tækni og ófeimin við að taka áhættu, þótt endrum og eins jaðraði við að veðja á slembilukkuna. Það var sem fyrr sagði svolítill ljóður á ráði tónleikanna að birta hvorki söngtexta né inntaksúr- dætti í dagskrá. Þakka ber að vísu fyrir að þeir voru ekki kynntir munnlega, enda hætt við að fátt eitt hefði þá skilað sér í fullgjöfulli akústík Reykholtskirkju. En von- andi verður unnt að ráða bót á textamálum á komandi hátíðum. Helzt þannig að allt sé í einu hefti án lausablaða, enda eru vandaðar tónleikaskrár ekki aðeins geymslu- verðar. Þær hafa líka heimildar- gildi þegar fram líða stundir. Lítill kór - en mikill Óperukórar og önnur kórlög eftir Verdi, Heise, N.W. Gade, Lange- Miiller, Weyse, Nielsen, Wagner, Puccini, Mascagni, Bizet og Offen- bach, ásamt sænskum þjóðlögum og bandarískum negrasálmum. „Det lille Operakor" frá Konunglega leikhús- inu í Kaupmannahöfn. Stjórnandi og píanóundirleikari: Adam Faber. Laugardaginn 24. júlí kl. 20:30. REYKHOLTSHÁTÍÐIN komst aldeilis í feitt þegar hún náði Litla óperukórnum frá Kaupmannahöfn á sitt band. Það var ljóst. strax frá fyrstu sönghendingum kórsins, að áheyrendur í þéttingsfullri kirkjunn- ni lægju að fótum hans allt til enda. Enda hætt við að 16 manna kam- merkór, sem hefur kraft á við sextíu manns en nákvæmni söngkvartetts, setji eftirminnilegt mark á hlustand- ann. Þessi - litli stóri - kór gerði það svo ekki varð um villzt. Það hefur viljað brenna við undir- ritaðan ákveðin tregða til að með- taka „stórar" raddir - sérstaklega í kórsöng. En það er greinilega ekki sama hvernig gert er. Því Litli óp- erukórinn samanstóð ekki einasta úr einstaklingum þar sem hver fyrir sig gæti haldið dúndrandi einsöngstón- leika hvar sem er, heldur hafði líka auðheyranlega verið unnið mikið og lengi við að teyma glæsilega ein- söngvara saman í eina samstæða heild. Og það gerði gæfumuninn. Það er fljótupptalið sem manni fannst hugsanlega hafa mátt betur fara. Heise-lögin voru ívið of sterkt sungin, og hefðu komið betur út við meiri mýkt - sem Litli óperukórinn sýndi raunar þráfaldlega fram á ann- ars staðar í dagskránni, svo engin spurning var í sjálfu sér hvort kórinn hefði þurft að hafa mikið fyrir hæfi- legum þýðleika í Heise, hefði vilji verið fyrir hendi. Annars var dagskráin nánast eins og hún lagði sig ein löng sigurganga fyrir danska kórinn. Það væri til að æra óstöðugan að reifa glansnúmer hvort heldur kórs eða hinna fjöl- mörgu einsöngvara innan raða hans, sem undantekningarlítið voru af þeim kalíber að geta sýnt rjómanum af ís- lenzkum einsöngvurum í tvo heimana, og þótt víðar væri leitað. Það er því varla ástæða til þess hér að fara út í einstök atriði. Hið mikla og fjöl- breytta prógramm kórsins kallaði fram þvílíkar stormandi og verðskuld- aðar undirtektir tónleikagesta frá upphafi til enda, að ljóst var, að hér hefðu áheyrendur komizt í snertingu við afl og ögun sem stóðust samjöfnuð jafnt við hitaiður íslands og við hið bezta úr evrópskum tónmenningar- arfi. Hvað eftir annað hélt hlustand- inn að ekki yrði komizt lengra - hvar eftir nýtt glæsiatriði lagði hann flatan. Og lærdómurinn varð auðvitað sá, að topp-efni í atvinnumennsku hlytu að öllu jöfnu að standa upp úr áhuga- og sjálfboðastarfi. Það er svo saga út af fyrir sig, að hvert glansnúmerið á fætur öðru var kynnt munnlega af látlausri kímni, svo engu líkara virtist en að um hreina fjölskylduskemmtun væri að ræða. Varla er hægt að hugsa sér öfl- ugri samsetningu - lauflétt glens við harðfengna listræna innistæðu, sem varla nema þaulreyndustu áheyrend- ur gátu látið sig renna grun um hver lægi að baki þessum að virtist fyrir- hafnalausa árangri. Árangri sem t.a.m. í aukalagsnúmeri eins og Maí- stjörnu Jóns Ásgeirssonar vakti skyndilega með hlustandanum ögur- stundar hugboð um að glæst sælu- ríki öreiga væri raunverulega rétt handan við hornið. Litli óperukórinn söng þar svo að halda mætti að end- urlausn lítilmagnans gagnvart kúg- un og kreppu væri áþreifanleg og væntanleg staðreynd hér og nú. Líkt og djúpstæð tilfinning nóbelskálds- ins á sínum tíma væri hverjum ein- staka söngvara dýrt og hjartfólgið erindi. Slíkt er sönn list. Skemmtilegur endapunktur Fauré: Dolly svíta Op. 56 f. fjórhcnt píanó; Elegie Op. 24 f. selló & píanó. Isayé: Sónata nr. 6 f. einleiksfiðlu. Brahms: Scherzo úr f-a-e sónötunni f. fiðlu & píanó. Schubert: Píanótríó nr 2 í B-dúr D581. Martynas Svégzda von Bekker, fiðla; Steinunn Birna Ragnarsdóttir og Valgerður Andrés- dóttir, pianó; Johanna Sjunnesson, selló. Sunnudaginn 25. júlí kl. 17. SÍÐUSTU tónleikar af alls fern- um á þessari þriðju Reykholtshátíð fóru fram kl. 17 við góða aðsókn. Aðstreymi tónleikagesta virðist raunar almennt hafa aukizt frá því í fyrra og bendir ásamt öðru til að hátíðin sé óðum að festast í sessi í vitund tónlistarunnenda. Nú vantar bara að hvetja þá til aukinnar stundvísi, því hvort tveggja er, að óhægt er um vik vegna staðarhátta að laumast ti-uflunai’laust í sæti á miðjum tónleikum, auk þess sem mönnum virðist nokkuð gjamt að vanmeta vegalengdir til staðarins, en það kvað hafa orsakað leiðinda- töf á 3. tónleikunum daginn áður. Steinunn Birna Ragnarsdóttir og Valgerður Andrésdóttir léku saman fjórhent „Dolly“- svítu Faurés frá 1897; hliðstætt verk og Childrens Corner-svíta Debussys, en á enn ljúfari nótum ef nokkuð er. Stöll- urnar náðu oftast vel saman, að svo miklu leyti sem heyrt varð í kirkjuglymjandinni, þó að atriði eins og fullsnörp styrkris gæfu stundum segjandi vísbendingu um að fjórhenda samstarfið væri frem- ur nýtt af nálinni. Steinunn og sænski gestasellistinn Johanna Sj- unnesson léku síðan hina kunnu Elegíu Faurés fallega mjúkt og ýkjulaust. Sellótónninn var þéttur en áreynslulaus og kann að hafa minnt suma á Jacqueline du Pré, enda virtist hin hálfþrítuga Sjunn- esson ekki með öllu ósvipuð Jackie í útliti á sama aldri. Martynas Svégzda von Bekker lék þar næst 6. einleikssónötu Isa- yés; kröfuhart verk, ekki sízt í formsköpun, en að því leyti vantaði nokkuð upp á hjá Bekker að ná að ljá verkinu afmarkaðri prófQ og stefnu. Með Steinunni lék hann síð- an Scherzo-þáttinn úr f-a-e-sónötu Brahms fyrir fiðlu og píanó af þokkalegri snerpu, þótt deila mætti um réttmæti þess að kippa þannig stökum þætti úr heildarsamhengi, enda ekki saminn til að standa einn sér. Lokaverkið var hið bráðfallega Píanótríó Schuberts í B-dúr. Hinn krefjandi píanópartur var í örugg- um höndum Valgerðar Andrésdótt- ur, sem sýndi víða skemmtilegan og tæran diskant-leik, enda úir og grú- ir tónsmíðin af einu fingrafarasér- kenna Schuberts, arabeskum í sam- stígum áttundum. Bezt í samspili tókust útþættirnir, Allegro moder- ato og Rondo, þó að Menúettinn hafi líka verið eftirtektarverður fyr- ir rytmíska natni í samleik. Settu þremenningarnir þannig skemmtilegan endapunkt á vel heppnaða Reykholtshátíð. Hátíð þar sem augljóslega er reynt að standa af metnaði og vandvirkni að vali verkefna og flytjenda - þó að enn megi bæta um gerð tónleika- skrár, t.d. hvað varðar skort á söng- textum og umsögnum um tónverk- in. Að ekki sé minnzt á fullgjöfulan hljómburð kirkjunnar - sem þó hugsanlega mætti draga úr til bráðabirgða með renningum á steingólfið, meðan beðið er eftir uppsetningu orgellofts. Banvænn teningur KVIKMYIVDIR Stjörnubfó DAUÐAGILDRAN „CUBE“ irk Leikstjéri: Vincenzo Natali. Handrit: Andre Bijelic og Graeme Manson. Kvikniyndatökustjóri: Derek Rogers. Tónlist.: Mark Korven. Aðalhlutverk: Nicole de Boer, Nicky Guadagui, Da- vid Hewlett og Andrew Miller. 1997. HINN martraðarkenndi spennu- tryllir Dauðagildran eða „Cube“ gerist allur innan í furðulegu apparati sem er risavaxinn tening- ur og banvænn. Hann skiptist í fjölda herbergja sem öll eru eins nema birtan í þeim er mismunandi á litin og sum þeirra eru búin vopn- um sem drepa þig á andartaki. Nokkrir einstaklingar lenda saman innan í teningi þessum og velta fyr- ir sér tilurð hans og hlutverki um leið og þeir reyna að læra á hann og finna leið út úr honum. Það er talsverð kúnst að búa til langa bíó- mynd sem gerist öll í sama rýminu; Hitchcock reyndi það í „Lifeboat" með góðum árangri. Höfundar Dauðagildrunnar hafa úr talsvert fjölbreytilegra, tæknilegra og dul- arfyllra umhverfi að spila og tekst að skapa ógnandi andrúmsloft inni- lokunar- og ofsóknarkenndar innan í talsvert spennandi sviðsmynd. Þeir gefa engin svör við spurning- um hvorki persónanna né áhorf- endanna. Enginn í hópnum veit af hverju þeir eru lentir í teningnum, hvað þeir hafa brotið af sér ef þá nokkuð. Enginn veit hvað dauða- gildran er, hverjir smíðuðu hana og til hvers. Að þessu leytinu er myndin talsvert athyglisverð gáta og kannski táknræn um sköpun og tilvist, um manninn og lífsbaráttu hans, um trúna og dauðann, sekt- arkennd og refsingu. Veikasti hlekkur myndarinnar er lýsingin á þeirri innri baráttu sem fólkið heyr sem lokað er innan í dauðagildrunni. Þar er flest á B- mynda plani er helst minnir á gamlar Carpentermyndir bæði hvað varðar leik og handrit. Einn er lögga, annar læknir, þriðji fangi, fjórði stærðfræðingur, sem kemur sér vel því teningurinn byggir á stærðfræðiformúlum, fímmti hönn- uður og sjötti einhverfur. Saman reyna þau að finna leið út úr ten- ingnum en takast einnig á innbyrð- is svo á endanum stafar þeim meiri hætta af sjálfum sér en teningnum. Allt er það fremur einfeldningslegt drama og ekki bætir úr skák að leikurinn er ekki góður. Eftir stendur mjög athyglisverð tilraun sem ekki er leiðinleg, tekst stundum að vera ágætlega spenn- andi en er furðulega tilgangslaus eftir allt saman. Arnaldur Indriðason Þú bara rennir skálmunum af og á allt eftir þörfum. 100% bómull, léttar og þægilegar. Kr. 5.990.- ►Columbia Sportswar Company, ^ ÆFINGAR - ÚTIVIST - BÓMULL -------- Skeifunni 19 * S. 566 1717 - Þú þarft ekki einu sinni skæri til að Convertible buxur Opið mánud.- föstud. kl. 9 - 18, laugard. kl. 10 - 16 London f ágúst frá kr. 17.500 Frábært tækifæri til að fara til Londcm í ágúst á hreint frábærum kjörum og njóta heimsborgarinnar í 6 daga. Farið út á miðvikudagskvöldi og komið heim á þriðjudagsmorgni. Hjá Heimsferðum getur þú valið um að kaupa flugsæti eingöngu, flug og bíl eða flug og hótel í hjarta London. Verð kr. 17.500 Verð kr. 20.380 Verð pr. mann m.v. hjón með 2 börn, Flugsæti fyrir fullorðinn, með sköttum. 2-11 ára með flugvallarsköttum. HEIMSFERÐIR Austurstræti 17, 2. hæð • sími 562 4600 • www.heimsferdir.is ONDUNARSYNAMÆLAR ný tæki lögreglu gegn ölvunarakstri Eftir einn ei aki neinn! mÉUMFERÐAR k 11 RÁÐ -
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.