Morgunblaðið - 28.07.1999, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 28.07.1999, Blaðsíða 38
I ^8 MIÐVIKUDAGUR 28. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR + VALDIMAR RÓSINKRANS JÓHANNSSON fyrrv. húsvörður og verkstjóri, Álftamýri 2, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju fimmtu- daginn 29. júlí kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda, Ráðhildur Ingvarsdóttir, Sigmundur Heiðar Valdimarsson, Sigurjón Hafberg Valdimarsson. + Jp ifBnBs M-' Fósturfaðir minn, iá.: ■ "Á. ÞÓRÐUR EYJÓLFSSON, sem andaðist mánudaginn 19. júlí, verður jarðsunginn frá Hólskirkju í Bolungarvík laugardaginn 31. júlí kl. 11.00. Fyrir hönd aðstandenda, Ásdís Hrólfsdóttir. I Elskuleg móðir mín, RAGNHEIÐUR JÓHANNA GUÐMUNDSDÓTTIR, Laugarnesvegi 40, Reykjavík, áður Þórsmörk, Grindavík, andaðist mánudaginn 19. júlí. Útför hennar fer fram frá kapellunni í Fossvogi föstudaginn 30. júlí kl. 13.30. Jóhanna Sigurðardóttir. + Bróðir okkar, JÓN AUSTMANN SÍMONARSON, Stakkholti 3, Reykjavík, lést á líknardeildinni í Kópavogi fimmtudaginn 15. júlí. Útförin fór fram laugardaginn 24. júlí frá Ytri Njarðvíkurkirkju. Systkini hins látna. JULIA JONASDOTTIR OG GUÐLAUGUR MAGNÚS ÓLAFSSON foreldrum sínum, íyrst í Dalseli, en fluttist með þeim að Eyvindarholti undir Eyjafjöllum árið 1901. Eins og algengt var í þá daga fór Guð- laugur á vertíð í Vestmannaeyjum á vetrum. Hann fylgdi oft ferða- mönnum inn á Þórsmörk að sumar- lagi en þá var farið á hestum þang- að og voru ár á þeirri leið óbrúað- ar. Guðlaugur var vatnamaður góð- ur. Hann þekkti vel til á Þórsmörk- inni, smalaði þar oft og var talinn góður fjallamaður, en stundum þurfti að síga eftir fé sem var í sjálfheldu. Guðlaugur var laghent- ur og smíðaði flest það sem með þurfti varðandi búskapinn. Þau Guðlaugur og Júlía gengu í hjóna- band 1926 og hófu búskap á Guðnastöðum í Austur-Landeyj- um. Þau bjuggu þar allan sinn bú- skap til 1967, en þá tók við búinu Ragnar sonur þeirra. Þau hjón Guðlaugur og Júlía voru mjög sam- hent, sinntu vel búi og börnum. Þau byggðu upp húsakost á jörð- inni og fylgdust vel með þeirri þró- un sem átti sér stað í búskapar- háttum og tileinkuðu sér hana. Böm þeirra Júlíu og Guðlaugs voru Ragnheiður, Jónas, Sigríður, Ólafur, Ragnar og Ingibjörg Jóna. Eru þau á lifl nema Ragnheiður sem dó ung. Jónas Guðlaugsson. + Júlía Jónas- dóttir fæddist í Hólmahjáleigu í Austur-Landeyj- um 28. júlí 1899. Hún lést árið 1974. Guðlaugur Magn- ús Ólafsson fædd- ist í Dalseli undir Eyjafjöllum 18. nóvember 1893. Hann lést árið 1970. Júlía Jónasdóttir fæddist í Hólmahjá- leigu í Austur-Landeyjum 28. júlí 1899. í dag eru því 100 ár frá fæð- ingu hennar. Hún ólst upp hjá for- eldrum sínum í Hólmahjáleigu, þeim Jónasi Jónasyni bónda og for- manni, ættuðum úr Landeyjum og konu hans, Ragnheiði Halldórs- dóttur frá Ósabakka á Skeiðum. Áður en Júlía giftist var hún nokkra vetur í vist í Vestmannaeyj- um, hún var vandvirk og myndar- leg í höndum og eftir hana era fagrir handavinnugripir. Guðlaug- ur Magnús Ólafsson fæddist í Dal- seli undir Eyjafjöllun 18. nóvember 1893. Foreldrar hans voru Ólafur Ólafsson frá Hólmi í Austur-Land- eyjum og seinni kona hans, Sigríð- ur Ólafsdóttir frá Múlakoti í Fljótshlíð. Guðlaugur ólst upp hjá + Sigríður Sig- urðardóttir fæddist á Dals- höfða í Hörgslands- hreppi 23. desem- ber 1911. Hún lést í Reykjavík 20. júní síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Ffladelfíukirkj- unni l.júlí. Það varð mér í byrj- un mikið áfall þegar sonur Sigríðar, Krist- ján hringdi til mín og færði mér þau tiðindi að Sigríður væri látin, en þar sem ég bý erlendis hafði ég ekki fregn- að um þetta áður. Sigríði eða ömmu eins og við vin- ir hennar kölluðum hana ávallt, kynntist ég árið 1977 og þá í tengslum við son hennar, Kristján, sem þá var minn besti vinur og er enn og tókust þá þegar á milli mín og þeirra hjóna Sigríðar og þálif- andi manns hennar, Sigurjóns Kri- stjánssonar, sem lést árið 1982, góð kynni. Á þeim árum bjuggu þau mekt- arhjón í Keflavík og átti ég þar margar góðar stundir með þeim hjónum. Sigríði er kannski ekki svo auðvelt að lýsa sem persónu, en þó get ég sagt að hún er í þeim hópi fólks sem ég hef metið mest og þá vegna einlægni hennar og trúar á sannleik- ann. Eftir fráfall Sig- urjóns fluttist hún fljótlega til dóttur sinnar, Sigrúnar Lovísu, sem einnig hefur lengi verið í mínum vinahópi. Leiðir okkar lágu saman og sundur þessi ár sem við þekktumst en vin- skapur okkar hélt alla tíð og það skipti engu máli hversu langur tími leið á milli þess sem við hittumst, það var alltaf eins og við hefðum talast við í gær. Sigríður átti eftir að hafa varan- leg áhrif á líf mitt sökum þess að þegar við hittumst fyrst í Keflavík, þá ræddum við margt meðal ann- ars mikið um trúmál, en þar vorum við ekki sammála. Að þeim umræð- um bjó ég og geri reyndar enn og sú stund átti eftir að renna upp að ég tók sömu ákvörðun og hún hafði gert strax í æsku og játaði mig Drottni, en þá urðu líka kaflaskipti í samskiptum okkar, umræður okk- ar breyttust og við áttum oft sam- an litlar en mikilvægar bænastund- ir, bæði heima á Islandi og einnig þegar hún bjó um tíma hér á mín- um slóðum í Svíþjóð. Sigríður er í hópi þeirra hreinlyndustu og bestu einstaklinga sem orðið hafa á lífs- leið minni og tel ég það viss for- réttindi að hafa fengið að kynnast henni. Þegar hún nú hverfur héðan úr þessum heimi, veit ég að Drott- inn hefur búið henni annan og betri dvalarstað en finnst í þessum heimi, enda hefur hún skilað góðu dagsverki og þá alltaf í krafti trúar sinnar á réttlæti Drottins Jesú Krists. Ég sagði í upphafi að það hefði orðið mér mikið áfall þegar vinur minn Kristján bar mér þessar fregnir og víst var það svo, en samt gleðst ég yfir að hún fékk að fara héðan úr þessum heimi á þann frið- sæla hátt sem raun ber vitni. Hlut- verki hennar er ekki lokið þrátt fyrir að hún hafi verið burt kölluð, verki hennar hér á jörð lýkur aldrei. Hún ól böm sín tvö Kristján og Sigrúnu upp í trúnni á Jesúm Krist og það kemur til með að hafa áhrif og ávallt stækkar sá hópur sem viðurkennir hjálpræði Herr- ans og þar hefur Sigríður lagt sitt af mörkum. Ég votta börnum hennar og að- standendum öllum mína dýpstu samúð og bið þeim blessunar, minningin um Sigríði Sigurðardótt- ur mun lifa og það hjálpar okkur vinum hennar og ættingjum öllum að fylla upp það tómarúm sem óneitanlega myndast við fráfall hennar. Óli Jóhann, Svíþjóð. Formáli minningar- greina ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletrað- ur, en ekki í greinunum sjálf- um. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓNÍNA ÞÓRÐARDÓTTIR, Dvalarheimilinu Hjallatúni, Vík í Mýrdal, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur laugardaginn 24. júlí. Ingibjörg Matthíasdóttir, Matthías Einar Matthíasson, Halldóra £ Kolbrún Matthíasdóttir, Björn Sær barnabörn og barnabarnat Æ, 3. Sveinsson, ivanbjörnsdóttir, nundsson, örn. + Þökkum samúð og hlýhug við andlát og útför hjartkærrar ömmu okkar, HULDU DAVÍÐSSON, Marbakkabraut 24, áður Sólheimum 27, Reykjavík. Fyrir hönd aðstandenda, Helga Guðrún Erlingur Elías . Jónasdóttir, Jónasson. SIGRIÐUR SIGURÐARDÓTTIR ■+ lp X
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.