Morgunblaðið - 28.07.1999, Blaðsíða 40
*10 MIÐVIKUDAGUR 28. JÚLÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
SKÁK
Las Vegas
HEIMSMEISTARAMÓTIÐ
í SKÁK
30. júlí - 29. ágúst
HANNES Hlífar Stefánsson lagði
af stað á heimsmeistaramótið í skák
í gær, þriðjudag, ásamt aðstoðar-
manni sínum Björgvini Jónssyni.
Keppnin fer fram í Las Vegas í
Bandaríkjunum. Hannes teflir við
Úkraínumanninn Alexander Zu-
barev í fyrstu umferð keppninnar.
Zubarev er u.þ.b. 100 stigum lægri
en Hannes og er með 2.486 stig. Zu-
barev er tvítugur titillaus skákmað-
ur.
Alexander Zubarov vakti mikla
athygli þegar hann náði öðru sæti á
afar sterku svæðismóti í Ukraínu í
nóvember í fyrra. Hann varð hálfum
vinningi á eftir undrabarninu Rusl-
an Ponomariov sem varð stórmeist-
ari 14 ára gamall. Meðal keppenda
voru 20 stórmeistarar þannig að ár-
angur hins titillausa Zubarevs er
ansi athyglisverður og sýnir að hann
er stórhættulegur andstæðingur.
Takist Hannesi að sigra Zubarev
þá mætir hann rússneska stórmeist-
aranum Sergey Shipov, sem er með
2.661 stig, í annarri umferð.
Hannes Hlífar stóð sig mjög vel á
síðasta ári. Hann er m.a. núverandi
Islands- og Norðurlandameistari í
skák og var kosinn skákmaður Hell-
is og skákmaður ársins hér á landi
1998. Þá er hann einnig tilnefndur
af Islands hálfu sem skákmaður
Norðurlanda, en sú kosning fer
fram í næsta mánuði. íslenskir
skákáhugamenn munu því fylgjast
af áhuga með frammistöðu Hannes-
ar í heimsmeistarakeppninni. Fyrir-
komuiag hennar er þó þannig, að
smæstu mistök geta orðið til þess að
menn falla úr keppni, eins og ýmsir
sterkir skákmenn fengu að kynnast
síðast þegar keppnin fór fram.
Styrktaraðili Hannesar í þessu
erfíða verkefni er Búnaðarbankinn,
sem lengi hefur stutt dyggilega við
skákíþróttina. Sérstaklega á það við
þátttöku okkar manna í heims-
meistarakeppninni í skák, en þar
Hannes Hlífar farinn
á heimsmeistaramótið
hefur Búnaðarbankinn
gert þátttöku okkar
manna mögulega
a.m.k. síðan 1987. Þá
vann Jóhann Hjartar-
son sinn frækilega sig-
ur á millisvæðamótinu
í Szirák í Ungverja-
landi og sigraði svo
Kortsnoj í framhaldi af
því. Síðan þetta var
höfum við Islendingar
ávallt átt keppanda á
millisvæða- og heims-
meistaramóti.
Hægt verður að
fylgjast með skákun-
um í heimsmeistara-
keppninni jafnóðum og
þær eru tefldar á vefsíðu keppninn-
ar: www.worldfide.com. Hannes
teflir tveggja skáka einvígi við Zu-
barev og hefst fyrri skákin á laug-
ardaginn klukkan 15 að staðartíma.
Seinni skákin verður tefld á sunnu-
dag á sama tíma. Verði staðan jöfn
að því loknu verður tefldur bráða-
bani á mánudaginn.
Töluverð óvissa hefur ríkt um
þátttöku heimsmeistara FIDE,
Anatoly Karpov, í keppninni. Ný-
lega kom fram í útvarpsviðtali við
Karpov að 90% líkur væru á því að
hann mundi ekki verða með. A
mánudaginn hélt hann hins vegar
blaðamannafund í Barcelona á
Spáni og þar sagði hann að ákvörð-
un lægi ekki enn fyrir um þátttöku
sína. Hann gagnrýndi bréf sem
fannst á vefsíðu FIDE þar sem
fram kom „afsökunarbeiðni" Kar-
povs á framkomu sinni gagnvart
FIDE og staðfesting á því að hann
yrði með í heimsmeistarakeppninni.
I viðtölum undirritaðs við Mark
Crowther, sem heldur úti vinsæl-
ustu skáksíðu heims, hefur komið
fram að bréfið barst Karpov í hend-
ur eftir ábendingu um tilvist þess á
Skák á íslandi. Hann sagði að Kar-
pov hefði mislíkað
mjög birting bréfsins
og í framhaldi af því
dregið til baka fyrri
yfirlýsingu um þátt-
töku í heimsmeistara-
keppninni. I reynd
fannst bréfið fyrir
mistök umsjónar-
manna vefsíðu FIDE
og Karpov hafði aldrei
undirritað það. Tilvís-
unin í bréfið á vefsíðu
FIDE benti á harða
diskinn hjá umsjónar-
manni vefsins, en til-
tölulega auðvelt var
að geta sér til um
staðsetningu þess á
vefnum.
Signrbjörn fjórði í Wakefield
Keith Arkell vann yfirburðasigur
á fyrsta White Rose skákmótinu í
Wakefield á Englandi. Hann hlaut
8V2 vinning af 9 mögulegum. Sigur-
björn Björnsson náði að bæta stöðu
sína í síðustu umferðunum og end-
aði í fjórða sæti með fimm vinninga.
1. Keith Arkell 2462 8V2V.
2. Valer Krutti 2357 6V2 v.
3. Angus Dunnington 2366 6 v.
4. Sigurbjöm Björnss. 2254 5 v.
5. Chris Beaumont 2295 4'Æ v.
6. Hubert Mossong 2245 3'/2 v.
7. Peter Gayson 2255 3'á v.
8. Chin Lee Lim 2110 3 v.
9. Mark White 2144 2‘/2 v.
10. Cathy Forbes 2094 2 v.
Sigurbjörn var ekki mjög ánægð-
ur með taflmennsku sína á mótinu,
en engu að síður dugir þessi árang-
ur hans til þess að hann hækkar á
stigum.
Karpov sigrar Illescas
Anatoly Karpov og Spánarmeist-
arinn Miguel Illescas Cordoba háðu
tveggja skáka einvígi á mánudag-
inn. Þetta voru stuttar skákir þar
sem hvor keppandi hafði 10 mín-
útna umhugsunartíma, auk þess
sem tvær sekúndur bættust við fyrh'
hvern leik.
Illescas hafði hvítt í fyrri skákinni
og náði betri stöðu. Það gekk á tíma
Karpovs og þegar hann hafði notað
rúmlega helming umhugsunartíma
síns hafði Illescas einungis notað 15
sekúndur. Karpov tókst hins vegar
að rétta úr kútnum smám saman,
staðan skánaði og forskot Illescas á
klukkunni minnkaði. Þegar Karpov
hafði jafnað taflið og tímann var
samið jafntefli. Eitthvað fór úrskeið-
is í útsendingunni á síðari skákinni,
þannig að erfitt var að átta sig á
gangi mála, en Karpov vann og sigr-
aði því í einvíginu með IV2 vinningi
gegn V2 vinningi Illescas.
Ahorfendasalurinn þar sem ein-
vígið fór fram var yfirfullur, en hann
rúmaði einungis 500 áhorfendur.
Einvígið var einnig sent út í beinni
útsendingu á Netinu þar sem hægt
var að sjá leikina um leið og þeim
var leikið og eins tímanotkun kepp-
enda.
Heimsstyijöld Kasparovs
Skák Kasparovs gegn heiminum
er nú orðin afar spennandi og óhætt
er að mæla með því að skákmenn
taki þátt í þeim umræðum sem fram
fara um hvem leik á Netinu og svo
auðvitað atkvæðagreiðslunni um
leikina.
Atján leikjum er nú lokið í skák-
inni. Það er athyglisvert að af 17
fyrstu leikjum Kasparovs í skákinni
voru 10 riddaraleikir.
Einfaldasta leiðin til að fá nánari
upplýsingar um skákina er að fara á
heimasíðu Taflfélagsins Hellis:
www.simnet.is/hellir.
Heimasíða Skákfélags
Hafnarfjarðar
Skákfélag Hafnarfjarðar hefur
komið sér upp heimasíðu á netinu:
www.hi.is/~gudmujo/sh.html. A
Hannes Hlífar
Stefánsson
þessari síðu verða birtar fréttir af
viðburðum í Skákfélagi Hafnar-
fjarðar, fréttir af árangri félags-
manna og ýmsar aðrar upplýsingar
um félagið. Einnig verða birtar
fréttir af alþjóðaviðburðum sem og
af árangri Islendinga í mótum er-
lendis. Auk þess verða tenglar yfir á
aðrar síður er fjalla um skák, inn-
lendar sem erlendar.
Meistaramót Parísar
Meistaramóti Parísar lauk um
síðustu helgi. Armeníumaðurinn og
stórmeistarinn Ashot Anastasian
sigraði á mótinu, fékk 8 vinninga í 9
umferðum. Stórmeistarinn Eloi
Relange varð hins vegar efstur
Frakkanna með 7 vinninga og er því
Skákmeistari Parísar 1999. Röð
efstu manna, sem allir eim stór-
meistarar varð þessi:
1. Ashot Anastasian 8 v.
2. Pavel Tregubov 7'/2 v.
3. Vladimir Epischin 7‘/2 v.
4. Andrei Sokolov 7 v.
5. Evgeniy Solozhenkin 7 v.
6. Eloi Relange 7 v.
7. Andrei Shchekachev 7 v.
8. Georgy Timoshenko 7 v.
9. Aleksandr Shneider 7 v.
10. Igors Rausis 7 v.
11. Almira Skripchenko Lau 7 v.
Það var sama sagan í París eins
og á öðrum skákmótum í Evrópu í
sumar að þátttakendafjöldinn var
gríðarlegur. I efsta flokki, sem var
opinn skákmönnum með FIDE stig
voru keppendur 225. Meðalstigin
voru 2.196. Á næstefsta riðli tefldu
235 skákmenn og 240 í þeim neðsta.
Heildarfjöldi þátttakenda var því
700.
Meistaramót Parísar á sér langa
sögu, en það var fyrst haldið árið
1923. Fjölmargir frægir skákmenn
hafa teflt á mótinu, þar á meðal
Alekhine sem sigraði árið 1933.
Nicolas Rossolimo (1910-1975) sem
var rússneskur að uppruna, en flutti
til Parísar, hefur oftast orðið París-
armeistari eða sjö sinnum á árunum
1934-1949. Rossolimo kom til
Reykjavíkur 1951 og þá var slegið
upp 10 manna skákmóti með þátt-
töku bestu skákmanna landsins.
Rossolimo sigraði á mótinu, en
Friðrik Ólafsson og Guðjón M. Sig-
urðsson urðu í 2.-3. sæti.
Daði Örn Jónsson
ATVINIMU AUGLÝS IIMGAR
Blaðbera
vantar í austurbæ Kópavogs.
^ Upplýsingar gefnar í síma 569 1122.
Morgunblaðiö leggur áherslu á að færa lesendum sínum vandaðar og áreiðanlegar
fréttir og upplýsingar. Morgunblaðið er eina dagblaðið á íslandi sem er í
upplagseftirliti og eru seld að meðaltali rumlega 53.000 eintök á dag.
Höfuðstöðvar Morgunblaðsins eru i Kringlunni 1 í Reykjavík þar sem eru hátt
í 300 starfsmenn. Á Akureyri er starfrækt skrifstofa í Kaupvangsstræti 1.
Morgunblaðið kom fyrst út 2. nóvember 1913.
Árvakur hf. er útgefandi Morgunblaðsins.
Blaðbera
vantar á Seltjarnarnes.
Upplýsingar gefnar í síma 569 1122.
Morgunblaðið leggur áherslu á að færa lesendum sinum vandaðar og áreiðanlegar
fréttir og upplýsingar. Morgunblaðið er eina dagblaðið á íslandi sem er í
upplagseftirliti og eru seld að meðaltali rumlega 53.000 eintök á dag.
Höfuðstöðvar Morgunblaðsins eru í Kringlunni 1 í Reykjavík þar sem eru hátt
í 300 starfsmenn. Á Akureyri er starfrækt skrifstofa i Kaupvangsstræti 1.
Morgunblaðið kom fyrst út 2. nóvember 1913.
Árvakur hf. er útgefandi Morgunblaðsins.
Blaðbera
vantar á Selfoss.
^ Upplýsingar gefnar í síma 482 3375.
Morgunblaðið leggur áherslu á að færa lesendum sinum vandaðar og áreiðanlegar
fréttir og upplýsingar. Morgunblaðið er eina dagblaðið á íslandi sem er í
upplagseftirliti og eru seld að meðaltali rúmlega 53.000 eintök á dag.
Höfuðstöðvar Morgunblaðsins eru í Kringlunni 1 í Reykjavík þar sem eru hátt
i 300 starfsmenn. Á Akureyri er starfrækt skrifstofa í Kaupvangsstræti 1.
Morgunblaðið kom fyrst út 2. nóvember 1913.
Árvakur hf. er útgefandi Morgunblaðsins.
Matreiðslumeistari
óskast
Eitt vinsælasta veitingarhús Reykjavíkur, stað-
sett í hjarta miðborgarinnar, óskar eftir mat-
reiðslumeistara frá og með haustinu.
Umsóknir beristtil afgreiðslu Morgunblaðsins,
merktar: „E—8378", fyrir 4. ágúst nk.
Ljón
Óska eftir að starfa með fólki í Ijóns-
merkinu.
Spennandi starf.
Þráinn, sími 698 4623.
Bergstaðastræti 37
Gestamóttaka
Óskum eftir að ráða starfsfólk í gestamóttöku
hótelsins. Um er að ræða starfsmann á nætur-
vöktum og starfsmann á dag- og kvöldvöktum.
Starfsreynsla ásamt tölvukunnáttu áskilin.
Viðtal ásamt umsóknum gefur hótelstjóri á
staðnum og í síma 552 5700.
Hársnyrtifólk
Starfsfólk óskast á hárgreiðslustofu á stór-
Reykjavíkursvæðinu í hlutastarf.
Umsóknir sendist til afgreiðslu Mbl. fyrir
3. ágúst, merktar: „Hár — 8381".
Landvist ehf. auglýsir
Landvist ehf. er nýstofnað fyrirtæki á Húsavík. Fyrirtækið byggir
á tveimur deildum, upplýsingatækni og verkfræðiráðgjöf. Vegna
fyrirhugaðra mikilla verkefna leitum við að einstaklingum til starfa.
Fyrirtækið starfar við mjög spennandi verkefni og aðstæður.
Á Húsavík búa u.þ.b. 2500 manns. Öflug íþróttastarfsemi, góð heil-
brigðisþjónusta og skólastarfsemi, ásamt rómaðri náttúru- og útivist-
arparadís í Þingeyjarsýslum.
Landfræðingur
Við leitum að einstaklingi sem hefur reynslu af
kortagerð í tölvum og þekkingu á GIS kerfum.
Umsóknum skal skilað í síðasta lagi 5. ágúst til:
Landvistar ehf., Höfða 2, Húsavík,
sími 464 1330, fax 464 2198.
Sauðárkróksbakarí
Bakara, bakaranema eða aðstoðarmann vantar
í Sauðárkróksbakarí.
Upplýsingar í síma 455 5000.