Morgunblaðið - 28.07.1999, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.07.1999, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 28. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR MJALLHVÍT og dvergarnir sjö við eina af frægustu súlum landsins. Fékk tvo í einu SIGURÐUR Sigurðsson blóma- kaupmaður í Kringlunni lenti í ævin- týri á bökkum Laugardalsár við Djúp á dögunum. í sama kastinu komu tveir laxar á og það sem meira var, Sigurður landaði báðum. Sigurður var ásamt Grími syni sínum að veiða í Affallinu, þar sem áin fellur úr Laugarbólsvatni. Neðst í Affallinu eru djúpur pyttur, skammt frá landi og er þeir feðgar komu þar að, sáu þeir þrjá laxa liggja í pyttinum. Laxarnir urðu fyr- ir styggð og því héldu þeir feðgar of- ar á svæðið og köstuðu flugu um stund. En eftir nokkra stund lædd- ist Sigurður að pyttinum, setti undir maðk, flotholt og þrjár sökkur. Lét herlegheitin síðan fljóta að pyttin- um. Skipti engum togum, að fiskur var á um leið. „Um leið og fiskurinn ROBERT Sheriff með 20 punda hæng úr Hofsvaði í Eystri-Rangá. Tregt í Svartá Um helgina voru aðeins komnir um 20 laxar úr Svartá að sögn Hrafns Þórissonar veiðieftirlits- manns á svæðinu. Hann sagði skýr- ingu sem til hugar kæmi vera að áin hefði verið köld og vatnsmikil framan af sumri. „Það eru komnir um eða yfir 1.000 laxar fram fyrir teljarann í Blöndu og aðeins rúm- lega 200 þeirra veiðst. Við skulum því vona að eitthvað af öllum þess- um laxi fari að skila sér í Svartá,“ sagði Hrafn. tók fann ég að það kom slý á línuna og þegar ég stóð upp og tók á móti laxinum fannst mér syngja furðu- lega í stöng og línu. Mér leist ekkert á þetta, stöngin bognaði svo mikið að ég hélt að hún ætlaði að bresta. Þá sá ég að línan lá út á ána, en lax var samt að berjast um miklu nær mér. Svo sá ég annan lax utar og hélt þá að annar væri að elta hinn. Maður sér það nokkuð oft. Laxinn sem ég hélt að væri á hjá mér strik- aði niður eftir, niður í næsta veiði- stað, svokallaða Ruðninga, en hinn fylgdi alltaf á eftir, barðist um og það var alltaf sama fjarlægðin á milli þeirra. Svo virtist draga af þeim sem nær var. Mér var nú orðið ljóst að þeir voru báðir á, en hélt mig hafa krækt einhvern veginn í línuslóða sem annar laxinn væri fastur á. Svo náðum við laxinum sem nær var og þá var hinn enn þá þrjá metra úti í á. Honum landaði ég síð- an augnabliki síðar. Sá sem var nær okkur hafði einhvern veginn fengið lykkju af línunni yfir hausinn, línan herti svo að tálknalokunum að lax- inn var hreinlega drukknaður! Hinn laxinn hafði tekið eðlilega. Ég reikna með að það megi velta því endalaust fyrir sér hvemig þetta gat gerst, en um það verður seint full- yrt,“ sagði Sigurður í samtali við Morgunblaðið. Laxarnir voru báðir 6 pund. Sigurður sagði enn fremur að um helgina hefðu verið komnir 103 laxar úr ánni og hefðu þrjú síðustu holl veitt 17, 18 og 18 laxa hvert. Mest veiddist nú af vænum smálaxi, en vænir fiskar væru í bland. HJOL fást í sportvöruverslunum um allt land c55áz>ée a^aea/te. DREIFINGARAÐILI I.GUÐMUNDSSON ehf Sími: 533-1999. Fax: 533-1995 Úr bænum um verslunarmannahelgina Látið líta út fyrir að ein- hver sé heima FRAMUNDAN er ein mesta ferða- helgi ársins og á mörgum stöðum verður enginn heima. Það er ráð- legt að gera ýmsar ráð- stafanir áður en farið er af stað til að tryggja ör- yggi heimilisins gegn óboðnum gestum. Guðmundur Gígja er lögreglufulltrúi hjá for- varna- og fræðsludeild lögreglunnar í Reykjavík. „Undanfarin ár hefur lög- reglan verið með sérstak- an áróður og hert eftirlit til að draga úr hættu á innbrotum um verslunar- mannahelgar. Um síðustu verslunarmannahelgi voru framin 7 innbrot á höfuðborgarsvæðinu en árið 1997 voru þau 10 talsins og árið 1996 22. Þessi fækkun inn- brota má samt ekki verða til þess að dregið sé úr varúðarráðstöfun- um. Það má til dæmis benda á að tvö innbrot voru framin um miðj- an dag um síðustu helgi.“ - Hvernig er öruggast að skilja við heimili þegar farið er í frí? „Þegar farið er í ferðalag þarf að kappkosta að það líti út fyrir að einhver sé heima. Það borgar sig að hafa bfl á bílastæðinu ef mögulegt er og það má kannski biðja nágranna sem er með tvo bfla að leggja öðrum í stæði þess sem er að fara úr bænum.“ Guðmundur segir að fólk ætti að skilja eftir þvott á snúru sem merki um að einhver sé heima. Þá mælir hann með að ljós sé ein- hversstaðar í húsinu og bendir á að sumir skilji eftir útvarp í gangi, hæfilega hátt stillt. - Borgar sig ekki líka að fá ná- granna til að taka póstinn ? „Jú, endilega ber að varast að hafa í inngangi póst sem auglýsir fjarveru íbúa. Þá verða menn að muna eftir símsvaranum, að hann tilkynni ekki hverjum sem heyra vill fjarveru heimilisfólksins." Guðmundur segir að loðinn gras- blettur bendi líka til að íbúar séu að heiman. -Er ráð að koma undan dýr- mætum hlutum? „Það er heppilegt að koma dýr- mætum hlutum eins og frímerkja- eða myntsafni, skartgripum og þess háttar fyrir á öruggum stað, eins og til dæmis í bankahólfi. Svo er líklegt að flestir séu löngu búnir að gera skrá yfir verðmæta hluti og sumir hafa jafnvel tekið myndir af þeim til að eiga ef þeir verða fyrir barðinu á innbrotsþjófum. Éf einhverjir eiga þessa vinnu eftir borgar sig að drífa í henni fyrir ferðalagið." Guðmundur segir að fólk þurfi síðan að ganga tryggilega frá hurðum og gluggum og skilja ekki varalykil eftir á vafasömum stað. „I fjölbýlishúsum eiga íbúar að bindast fastmælum um að hleypa ekki ókunnug- um inn í sameignina." - Er ekki líka orðið algengt að nágrannar skiptist á um að gæta húsa? „Það eru alltaf einhverjir ná- grannar heima, jafnvel um versl- unarmannahelgi. Það er sjálfsagt að tala við góða granna og láta þá vita þegar farið er í frí. Nágrann- ar geta haft augun opin fyrir Guðmundur Gígja ► Guðmundur Gígja er fæddur í Reykjavík árið 1940. Hann hefur starfað í lögreglunni sl. 30 ár, fyrst sem almennur lögreglumaður og síðan hjá fíkniefnalögreglunni um árabil. Guðmundur starfaði hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins frá 1981-1997. Hann starfar nú sem lögreglufulltrúi í forvarna- og fræðsludeild lögreglunnar í Reykjavík. Eiginkona hans er Hjördís Jónasdóttir og eiga þau fjögur börn. vafasömum mannaferðum. Sumir hafa það mikið samband við ná- granna sinn að hann fær lykil að íbúðinni og fer þangað reglulega til að kveikja og slökkva Ijós, breyta gluggatjöldum og svo framvegis. Auk þess veit þá ná- granninn hvar á að ná sambandi við íbúana ef eitthvað kemur fyr- ir.“ Guðmundur segir að oft sé líka hægt að biðja nána ættingja, s.s. böm, foreldra eða jafnvel afa og ömmu að fylgjast með heimilinu. „Ættingjamir geta þá kannski komið við, fjarlægt póst, slökkt eða kveikt ljós og fylgst með að allt sé í lagi.“ Guðmundur bendir á að það skipti lögreglu oft miklu máli að fá upplýsingar um bflnúmer, lýs- ingu á mönnum og bifreiðum. „Þess vegna er gott að fólk skrái hjá sér númer bifreiða sem það kannast ekki við og finnst at- hugaverðar. Þannig getur athug- ull nágranni bæði stuggað við þjófi og gefið lögreglunni upplýs- ingar. Það er betra að hringja einu sinni of oft til lögreglunnar en of sjaldan. Innbrotsþjófur sem sér að fylgst er með ferðum hans er yfirleitt fljótur að koma sér burt.“ - Önnur atriði sem vert er að benda á í þessu Sambandi? „Það er þá aðallega að vara við mönnum sem hringja dyrabjöllum og þykj- ast vera að spyrja eft- ir einhverjum. Stund- um em þetta inn- brotsþjófar sem eru að kanna hvort ein- hver sé heima. Þá er vert að geta þess að lokum að lögreglan verð- ur með sérstakt þjófaeftirlit á ómerktum bflum alla helgina auk hins venjulega eftirlits. Látum okkur varða það sem gerist hjá nágrönnum okkar.“ Lögreglan var- ar fólk við að hleypa ókunn- ugum inn í sameign húsa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.