Morgunblaðið - 28.07.1999, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 28.07.1999, Blaðsíða 29
28 MIÐVIKUDAGUR 28. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. JÚLÍ 1999 29 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. FRIÐARGÆZLA í KOSOVO FRIÐARGÆZLULIÐ Sameinuðu þjóðanna og Atlants- hafsbandalagsins í Kosovo á mikið undir því komið að geta sýnt fram á að það geri ekki greinarmun á þjóðernis- hópum í héraðinu. Gæzluliðið þarf að vera trúverðugt í störfum sínum og gera íbúunum ljóst að það hafi burði til að vernda þá fyrir hryðjuverkahópum, jafnt Serba sem Al- bana. Morðin á fjórtán Serbum fyrir helgina í þorpinu Graeko eru vísbending um það ógnarástand sem blossað getur upp í Kosovo taki gæzluliðið ekki af festu í taumana. Morðin á Serbunum eru vatn á myllu harðlínuaflanna í kringum Slobodan Milosovic. Hann notaði þau strax sem átyllu til að krefjast þess að serbneska hernum yrði leyft að halda aftur til Kosovo til að vernda Serbana þar. Miðað við framferði Milosevic í Bosníu og Kosovo er alls ekki úti- lokað að hann beini her sínum gegn friðargæzluliðinu, ekki sízt blasi það við að hann verði hrakinn frá völdum. Milos- evic hefur haft stuðning yfirmanna hersins enda hafa sí- felldar hreinsanir tryggt það. Honum hefur ítrekað tekizt að halda völdum með því að blása í glæður þjóðernisof- stækis. Hryðjuverk gegn Serbum í Kosovo þjóna því hags- munum Milosevics. Ljóst er að ástandið í Kosovo verður eldfimt um langa hríð. Albönsku flóttamennirnir streyma nú heim tugþús- undum saman og koma að heimkynnum sínum í rúst. Þeir leita ættingja sinna í örvæntingu og horfa á fjöldagrafir opnaðar um allt héraðið. Það má því búast við að átök og illindi blossi upp öðru hverju. Gæzluliðið á því ekki auðvelt verk fyrir höndum og því er mikilvægt að það fái þann styrk sem nauðsynlegur er til að halda uppi lögum og reglu. Annars verður engin von um það að þjóðarbrotin geti búið saman í Kosovo til frambúðar. Viðbrögð friðargæzluliðsins undir forustu brezka hers- höfðingjans Michaels Jacksons við morðunum í Gracko benda til þess að það muni ekki láta hryðuverkahópum haldast uppi slík óhæfuverk. Það er fagnaðarefni og ástæða er fyrir alþjóðasamfélagið að veita gæzluliðinu stuðning til þess verks. HÁMARKSHRAÐI Á ÞJÓÐVEGUM NORSKA vegamálastofnunin hefur í hyggju að leggja formlega til að hámarkshraði verði minnkaður alls staðar í Noregi úr'80 km í 70 km á klukkustund. Er þetta gert í framhaldi af tilraun sem gerð var á ákveðnum þjóð- vegi í Noregi. Tilgangurinn með þessu er að draga úr um- ferðarslysum en kannanir og rannsóknir sýna að slysatíðni eykst með auknum hraða og þarf kannski engar rannsókn- ir til að komast að þeirri niðurstöðu. I Morgunblaðinu í gær kom fram hjá talsmanni Umferð- arráðs að engar formlegar kannanir hafi verið gerðar á því hvort slysatíðni hefur aukizt eftir að hámarkshraði var aukinn á þjóðvegum fyrir nokkrum árum. Hins vegar eru þessi áform Norðmanna umhugsunarverð fyrir okkur. Agaleysi í umferð hefur lengi verið mikið vandamál. Nú hafa lögregluyfirvöld hins vegar tekið upp ný og ákveðnari vinnubrögð sem hafa áreiðanlega orðið til þess að auka mjög aga í umferðinni. Ökumenn hugsa sig um tvisvar áð- ur en þeir taka áhættuna af því að missa ökuskírteini eða greiða háar fjársektir vegna kæruleysis í umferðinni, hvort sem er vegna of hraðs aksturs, að bílbelti séu ekki notuð eða af öðrum ástæðum. Þegar hámarkshraði var aukinn úti á þjóðvegum fannst flestum það skynsamleg leið á þeirri forsendu m.a. að hraðinn væri hvort sem er nálægt 90 km á klukkustund og jafnvel meiri. Á hinn bóginn er ljóst að þjóðvegir eru víða svo mjóir að bílar geta alls ekki mætzt á þeim hraða án þess að mikil hætta sé á ferðum. Frumkvæði Norðmanna hlýtur að vekja til umhugsunar um það hvort ekki sé nauð- synlegt að bera saman slysatíðni fyrir og eftir ákvörðunina um að auka hraðann til þess að við vitum hvar við stöndum í þessum efnum. S Kannanir sýna að viðhorf almennings á Islandi til verslunar á Netinu eru neikvæð en netviðskipti hafa þó aukist Ekki hvort, heldur hvenær að fyrir síðustu jól hafi farið að bera veru- lega á vaxandi efth-spurn eftir þjónustu okkar vegna netverslana en í mörgum til- fellum virtist sem verslunareigendur hefðu ekki áttað sig á því að það er ekki nóg að selja vöruna heldur þarf líka að sjá tii þess að kaupandinn fái hana í hendur. Við lítum annars á hverskyns heimaversl- un sem vaxandi hluta af þeirrí starfsemi sem þjónusta okkar nær tíl, hvort sem um er að ræða póst- verslanir, sjónvarpsverslanir, eða netverslun. Við viljum auð- velda verslunareigendum að fara út í netverslun með tvenn- um hætti. í fyrsta lagi kynntum við íyrir í-úmu ári bláa bögglalínu sem er heim- sendingarþjónusta á bögglum. Og í öðru lagi höfum við tekið þátt í að hanna hluta af hugbúnaði fyrir netverslanir, sérstaka einingu sem reiknar út flutningskostnað. Viðskiptavinur getur þannig fengið upp- gefið hve mikið það kostar að færa honum vöruna, allt eftir þyngd hennar og hvar á Allir þeir sem Morgunblaðið hefur rætt við í tengslum við netverslun voru sam- mála um að netverslun ætti eftir að bylta viðskiptaháttum hér á landi eins og annars staðar í heiminum í framtíðinni. „Þetta á eftir að breytast með þeirri kynslóð sem er að vaxa úr grasi núna og elst upp við Netið,“ segir Júlíus Óskarsson hjá Visa Island. Sigurður Ragnarsson hjá Gæðamiðlun tekur í sama streng og bætir við. „Framtíð og arðsemi íyrirtækja mun í auknum mæli hvíla á hvernig til tekst með vefverslun. Þetta er í mörgum tilvikum ekki lengur spurning um hvort íyrii*tækið eigi að opna vefverslun, heldur hvenær, því hvaða áhrif hefur það t.d. þegar sam- keppnisaðilar opna vefverslun? Vefurinn býður upp á nýtt samskipta- kerfi við viðskiptavini og fyrir- tæki stjórna því vissulega sjálf hvernig til tekst,“ segir Sigurð- ur. Fjalar Sigurðarson horfiry enn lengra fram í tímann. „Til framtíðar er Netið hins vegar ekki bundið við einka- tölvur. I framtíðinni munu heimilistæki, jafnvel bíllinn þinn, vera nettengd. Hins vegar munum við á næstu árum verða talsvert bundin af skjánum og mótaldinu og meðan það ástand varir mun vefurinn ekki koma í staðinn fyrir það líf sem við^ lifum nú nema að takmörkuðu leyti.“ Hjálpar fólki að „þrengja hringinn“ Munur milli aldurshópa Þeir sem fróðir eru um málefni Netsins hér á landi taka undir að netverslun sé enn sem komið er ekki útbreidd hér en leggja þó áherslu á að munur sé milli hópa í samfélaginu að þessu leyti. „Sérstaklega er munur milli aldurshópa á því hvaða af- stöðu menn hafa til þess að versla á Net- inu,“ segir Sigurður Ragnarsson, fram- kvæmdastjóri Gæðamiðlunar hf. „Eg er viss um að önnur niðurstaða fengist ef við skoðuðum aldurshópinn 16-35 ára.“ Aðrir benda á að þótt verslun á Netinu sé ef til vill ekki mjög útbreidd hafi mikið breyst frá því Netið var að myndast sem vettvangur samskipta í heiminum. Gestur Gestsson hjá Margmiðlun hf. er einn þeirra sem hefur fylgst með þróun net- verslunar á Islandi frá því að fyrst var far- ið að gera tilraunir á því sviði. „Það sem hefur staðið verslun á Netinu íyrir þrifum hingað til er að það vantar hvatann. Ef fólk hefur ekki ástæðu til að versla frekar á Netinu en á hefðbundinn hátt, gerir fólk það ekki. Þetta vandamál hefur íylgt net- viðskiptum frá upphafi. Margmiðlun er fyrirtæki sem var stofnað árið 1993 í kringum rafræna verslun sem kallaðist Heimakringlan og var ein fyrsta netversl- unin hér á landi. I tengslum við Heimakringluna var þróað netverslunar- kerfi en þessi tilraun var langt á undan sinni samtíð, ef svo má segja. Reyndar var netverslun farin að glæðast nokkuð í Bandaríkjunum á þessum tíma en hér á landi var ekki sama uppi á teningnum. Til- raunin bar ekki árangur og Heimakringl- an lognaðist út af á skömmum tíma. I raun var engu einu um að kenna en ég held að almennt áhugaleysi sé meginskýringin, bæði af hálfu verslunareigenda og við- skiptavina. Þetta var einfaldlega alltof snemmt." Þeir sem til þekkja segja að allar að- stæður hafi gjörbreyst á örskömmum tíma. Bæði hafi aðgangur fólks og áhugi á Netinu stórlega aukist á síðustu árum og sérstaklega er á það bent að vefverslan- irnar sjálfar hafi orðið fullkomnai’i og not- endavænni en þær voru í upp- hafi. Ekki eru þó allir sammála þessu mati. „Ég verð að viðurkenna það að þó svo að ég sé á Netínu _____________ næstum allan daginn, er það alltof sjaldan sem ég get gert það sem ég vil gera á Netinu,“ segir Fjalar Sigurðar- son ráðgjafi hjá Hugviti hf. „Það stendur allt og fellur með því hvernig netsvæðið hefur verið hugsað og, í tilviki netverslun- ar, hvernig verslunin er hönnuð. Það er svo sem ekkert sem hindrar það tækni- lega að fólk geti keypt hvaða vöru sem er á Netinu en umhverfið er í mörgum tilfell- Aðstæður gjör- breyst á stutt- um tíma sem láta þeim í té kreditkortanúmer sín og einnig getur þriðji aðOi komist yfir kortnúmer og þannig haft fé af fólki. Á síðustu árum hafa kortasvik á Netinu vax- ið gríðarlega í takt við að notendum Nets- ins hefur fjölgað. Kreditkortaíyrirtækin hér á landi hafa orðið óþyrmilega vör við þessa þróun en í flestum tilfellum verða verslanir að taka á sig skakkaföll sem korthafar verða fyrir af völdum svika á Netinu. Hjá Visa ísland hefur til dæmis bakfærslum, þ.e. ógildum færslum af kort- _____ um, vegna viðskipta á Netinu fjölgað úr 839 á árinu 1997 í 3645 í fyrra. Um er að ræða tilvik þar sem íslendingar hafa átt í viðskiptum við er- lendar vefsíður af ýmsu tagi en kortasvik vegna netviðskipta hér innanlands eru fá- tíð. Ýmislegt hefur verið gert í því augnamiði að auka öryggi í viðskiptum á Netinu. Árið 1994 kynnti fyrirtækið Netscape Commun- ications öiyggisstaðal til nota í viðskiptum Talað er' um að það geti hafa hamlað viðskiptum gegnum Netið að ekki skuli boðið upp á fjölbreyttari greiðslumáta í slíkum viðskiptum, t.d. debetkort eða millifærslur beint af bankareikningum. Samkvæmt upplýsingum frá bönkum og sparisjóðum er stefnt að því að opna fyrir viðskipti með debetkort á Netinu þegar sýnt þykir að öryggi í viðskiptum á Netinu sé orðið fullnægjandi. Hins vegar krefjast aðrir greiðslumiðlar en greiðslukort tæknilegra lausna sem enn sem komið er hafa ekki verið útfærðar hér á landi vegna þess að ekki hefur verið talið hægt að tryggja nægjanlegt öryggi samfara notk- un þeirra. Allur gangur á hvernig dreifingu er háttað Til að verslun með vörur á Netinu geti farið fram þurfa að vera fyrir hendi ör- uggir og fljótvirkir miðlar sem dreifa þeim vörum sem keyptar eru. Hér á landi hefur verið allur gangur á því hvemig netversl- anir dreifa vörum sínum, sumar hafa starfrækt eigin dreifikerfi en aðrar hafa samið við póst- og flutningafyrirtæki um dreifingu. Islandspóstur er eitt þeirra. „Við höfum fylgst mjög náið með þróun- inni undanfarið því vörudreifing er auðvit- að mikilvægur þáttur í verslun gegnum Netið,“ segir Helgi Már Björgvinsson, markaðsstjóri hjá Islandspósti. „Segja má landinu hann er. Flutningaeiningin var upphaflega hönnuð í samstarfi við Marg- miðlun hf. en fleiri hugbúnaðarhús hafa verið að skoða þann möguleika að tengjast* henni,“ segir Helgi Már. Hvar liggja mörkin? Ætli einhver takmörk séu fyrir því hvaða vöru eða þjónustu er hægt að versla með á Netinu? „Fyrirfram er ekki hægt að segja um neina vöm að hún henti ekki vefnum að einu eða neinu leyti,“ seg- ir Fjalar Sigurðarson. „Ég get svo sem fallist á það sjónarmið að myndbandavæð- ingin hafi ekki gengið af kvikmyndahús- unum dauðum vegna þess að kvikmynda- húsin uppfylla félagslega þörf sem mynd- bönd í heimahúsum geta ekki gert. En - kvikmyndahúsamenningin er að nokkru leyti bundin ákveðnum aldurshópi og það er ekki sami aldurshópur og verslar í stórmörkuðum. Það uppfyllir enga félags- lega þörf hjá mér að standa í kassabiðröð í Bónusi eða Nýkaupi og ég held að sá sem er þannig komið fyrir ætti að leita sér aðstoðar af einhverju tagi! Þess vegna held ég að menn þurfi að fara varlega í þvf að útiloka Netið fyrirfram, a.m.k. á þessum forsendum. Það geta hins vegar verið aðrir hlutir sem skipta máli í þessu sambandi, til dæmis þekkja allir það að hugmyndin að kvöldmatnum kviknar í búðinni, þegar fólk finnur lykt og þreifar á matvörunni. Þetta getur auðvitað ekki gerst á Netinu. Fólk er mjög raunsætt í því hvernig það notar Netið og þótt marg- ar frumlegar hugmyndir um viðskipti á Netinu verði til er ekki þar með sagt að þær gangi upp, vegna þess að mannlegt eðli er ekki að breytast. Menn mega ekki hætta að vera raunsæir. Fólk kaupir síður matvöru á Netinu því í flestum tilfellum fylgja því meiri kostir að fara út í búð og kaupa í matinn. Og ef þú getur hringt stutt símtal til að panta pitsu, er þá nokk- ur ástæða til að panta hana á Netinu? Það tekur tíma og útheimtir fyrirhöfn að tengja mótaldið, hringja, opna vefskoðar- ann, o.s.fi-v. Viðskipti á Netinu eru bundin af því að skjárinn er af tiltekinni stærð og vélbúnaðurinn og hugbúnaðurinn eru enn þröskuldur. Þetta má ekki gleymast,“ segir Fjalar. Sumir hafa bent á að ef til vill sé ekki rétt að tala um að annaðhvort verði alfarið verslað með vörur á Netinu eða alfarið á hefðbundinn máta. „Það er stundum sagt að vörur og þjónusta henti misvel sem verslunai’varn- ingur í netviðskiptum. Upplýsingar eru til dæmis vara sem hentar Netinu mjög vel,“ segir Fjalar. „Ég held að aðalatriðið sé að menn átti sig á því að í mörgum til- vikum geta viðskipti átt sér stað bæði um Netið og í raunheimum, sem ég kalla svo. Netið getur hjálpað fólki að „þrengja hringinn", ef svo má segja, þegar það er t.d. að leita sér að fasteign eða bíl. En auðvitað verður fólk að prufukeyra bílinn á einhverjum tímapunkti og fara inn í húsið sem það ætlar að kaupa til að kom- ast að því hvort það getur hugsað sér að búa þar.“ BÚIST er við því að í Bandaríkj- unum muni viðskipti um Netið meira en tvöfaldast á þessu ári frá því í fyrra. Spáð er að heild- arverðmæti þeirra fari úr tæpum 15 millj- örðum Bandaríkjadala í 36 mUljarða, sem samsvarar um 2.700 milljörðum íslenskra króna. Þetta kemur fram á vefsíðunni nua.ie sem birtir upplýsingar um ýmislegt sem við kemur Netinu. Ibúar Vestur-Evrópu eru enn langt á eftir Bandaríkjamönnum að þessu leyti þótt netverslun hafí færst mjög í vöxt í álf- unni á síðustu árum. Búist er við því að Evrópubúar muni versla fyrir um 775 milljónir dollara á Netinu í ár, jafnvirði rúmlega 57 milljarða króna, sem er marg- falt meira en undanfarin ár. Sem dæmi um þá breytingu sem er að verða í Evrópu, má nefna að talið er að netverslun muni aukast um meira en helming í Þýskalandi á þessu ári, samanborðið við árið í fyrra, gangi spár eftir. Fjöldi kannana bendir ennfremur til þess að í mörgum löndum álfunnar séu neytendur að verða viljugri en hingað til að versla gegnum Netið. íslendingar eru ein þeirra þjóða þar sem netvæðing hefur gengið hvað lengst, að því er kannanir sýna. Samkvæmt ný- legri könnun Gallup hafa ríflega 67% landsmanna á aldrinum 16-75 ára aðgang að Netinu en aðrar kannanir hafa gefið til kynna að þetta hlutfall sé allt að 80%. Það kann því að koma nokkuð á óvart að net- verslun skuli ekki vera almennari hér en raun ber vitni. Samkvæmt könnun Gallup hafa einungis um 23% fólks á aldrinum 16-75 ára keypt vörur eða þjónustu á Net- inu. Könnunin leiðir einnig í ljós neikvæð viðhorf landsmanna til verslunar á Netinu, þannig segja næstum 60% aðspurðra að það höfði lítið tO sín að versla á Netinu. um ekki nógu notendavænt eða þá, sem er enn algengara, það er ekki gengið nógu langt í möguleikum. Ef ég til dæmis vil undirbúa ferðalagið mitt, dugir mér ekki að fá almennan fyrirlestur um stöðu ferða- mála í því landi sem ég vil ferðast tíl. Það dugir mér ekki að vita að það sé bændag- isting úti um allt í landinu. Ég vil finna staðinn, mynd af húsinu, vil geta bókað og gengið frá greiðslu. Ég er miðpunktur al- heimsins þegar ég er á Netinu og geri þá kröfu að það sé talað tfl mín sem einstak- lings. Fyrirtækin eru hins vegar alltaf að tala við viðskiptavininn eins og hann sé hópur og þess vegna fara þau á mis við þau tækifæri sem annars liggja í netvið- skiptum," segir Fjalar. Oryggismálin hafa verið fiöskuháls Kunnugir segja að það sem helst hafi staðið í vegi fyrir auknum viðskiptum á Netinu sé ótti almennings um að öryggi sé ábótavant í slíkum viðskiptum. Hingað tfl hefur þessi ótti ekki reynst tilhæfulaus því um allan heim hefur mikið borið á svikum í netviðskiptum. Þetta á einkum við vandamál í tengslum við kreditkort, sem eru í raun eini greiðslumátinn sem notað- ur er í netviðskiptum hér á landi. Bæði er um það að ræða að þeir sem bjóða vöru eða þjónustu á Netinu eru afbrotamenn sem svíkja fjárhæðir af viðskiptavinum Úr könnunum Gallup á netverslun Hversu vel höfðar til fólks að versla á Netinu? Hvorki vel né illa Könnun í april 1999. Urtakið var 1.200 manna, 16-75 ára, landið allt. Svartilutfall var 70,5%. iivciau iiiaiyn iii verslað á Netinu síðastliðna 12 mán.? 1998 1998 1999 á Netinu sem nefnist SSL. Þessi staðall er nú mest not- aði öryggisbúnaðurinn sem notaður er í viðskiptum á Netinu en nýlega kynntu nokkur stærstu kortafyrir- tæki heims ásamt Microsoft, IBM, Netscape og fleiri aðilum, nýjan ör- yggisstaðal fyrir netvið- skipti. Hinn nýi öryggisbún- aður nefnist SET sem stendur fyrir Secure Elect- ronic Transactions. „Það sem SET hefur fram yfir eldri gerðir af öryggisstöðl- um er að kerfið tryggir að bæði viðskiptavmur og verslun séu áreiðanlegir að- flar,“ segir Júlíus Óskarsson hjá Visa ísland. „Kortafyr- irtækin gefa út sérstök rafi’æn skírteini sem bæði verslun og viðskiptavinur nota í viðskiptum á Netinu og með þvi móti geta + kortafyrirtækin ábyrgst viðskiptin." Hann bætir við að kortafyrirtækin muni í fram- tíðinni beita sér fyrir því að öll viðskiptí með greiðslukort á Netinu fari fram í gegnum SET kerfið. Nýherji hf. hefur hannað netverslanir fyrir þrjú fyr- irtæki hér á landi þar sem SET greiðslukerfið er not- að. Að sögn Geirs S. Jóns- sonar, sérfræðings hjá Ný- herja, er kerfið öruggara en hingað tfl hefur þekkst í netviðskiptum því gegnum það þarf fólk ekki að gefa upp kortnúmer sín þegar það verslar á Netinu. „Til að nýta SET verður fólk að ná sér í svokallað skjáveski, sem er hugbúnaður sem heldur utanum allar færsl- ur af kortum þess. Þessi hugbúnaður fæst endur- gjaldslaust og þegar lokið hefur verið við að hlaða honum inn á tölvuna verða við- skiptin 100% örugg,“ segir Geir. Breytingar meö betri vefjum og auknu öryggi Viðskipti á Netinu hafa aukist um kunnugra á það eftir að breytast með heim allan að undanförnu og spáð er tilkomu öflugri hugbúnaðarlausna, ör- að mikill vöxtur muni hlaupa í slík uggari greiðslukerfa og fjölbreyttari viðskipti á næstu árum. Hér á landi dreifíngarleiða. Oli Jón Jónsson kann- hefur verslun á Netinu ekki verið um- aði stöðuna og ræddi við sérfræðinga -------------------- ------------------- ___fangsmikil hingað til en að mati um framtíð netverslunar á Islandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.