Morgunblaðið - 28.07.1999, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 28.07.1999, Blaðsíða 48
-.48 MIÐVIKUDAGUR 28. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Forvitnilegar bækur Forvitnilegar bækur Oþekkar stelpur „The Sopranos, Alan Warner. Skáldsaga. 325 bls. Vintage, Random House, London, 1998. Eymundsson. 1.395 krónur. Á ÍSLANDI eru engir skólar bara fyrir stelpur. Kaþólskur stúlknaskóli á Bretlandseyjum er því svolítið framandi. Hér í þess- ari skáldsögu segir frá hópi blóm- strandi unglingsstúlkna. Þær eru á kórferðalagi með kennurum sín- um, nunnunum. Það er ekki þar með sagt að þær séu englabörn. Þvert á móti. Það er frekar að þær séu andsetnar - kannski ekki af djöflinum en allavega af snyrti- \ vörum, nýjum fötum, strákum og brennivíni. Þær eru bara venju- legar litlar stelpur. Sögupersónurnar eru margar og ólíkar. Góða stelpan, fátæka stelpan, sæta stelpan, ríka pabbastelpan, töffarastelpan, feita stelpan... Allt eru þetta persónur sem við þekkjum úr unghngabók- um. Nema þessi bók er eiginlega unglingabók skrifuð fyrir full- orðna. Persónumar virka gmnnar við fyrstu sýn, en þegar við kynn- umst hverri og einni, þá hættum við að sjá þær sem yfírborðs- kenndar smástelpur. Persónumar era dýpkaðar eftir því sem líður á v söguna, og í lokin skynjum við þær sem flóknar og viðkvæmar mannverur. Og líf þeirra er ekk- ert svo auðvelt þótt þær séu ung- ar. Þær eiga að vera kaþólskar og prúðar en tekst það ekki alveg. Það myndast hrópandi andstæður milli þess hvernig þær eiga að vera og hvernig þær era í raun. Þær syngja eins og englar en þeg- ar nunnumar sjá ekki til æla þær í bakpokann sinn af heiftarlegri ofdrykkju. Þær þurfa að berjast við krabbamein og dauða en eina takmark lífsins er Benidorm, tequila og að komast inn á J skemmtistaði án þess að þurfa að gera dyravörðunum greiða. En þær eru allar fallegar á sinn hátt, einlægar og blíðar, jafnvel þótt þær klæði sig eins og hórur og séu verstu sóðakjaftar. Þær syngja og syngja, en era bara svolítið óþekkar. Silja Björk Baldursdóttir Carol Reed fann zítarleikarann Anton Karas á kaffihúsi í Vín Leitin að þriðja manninum FIMMTÍU ÁR eru liðin frá því að Carol Reed gerði kvikmynd- ina The Third Man og til að halda upp á þau tímamót verð- ur í september gefín út bókin In Search of the Third Man þar sem höfundurinn Charles Dr- azin, sviptir goðsagnarkenndri hulu af myndinni og gerð henn- ar. Orson Welles leikur Harry Lime í handriti eftir Graham Greene sem fjaliar um sekt, vonbrigði og spillingu. Joseph Cotton, sem lék í allmörgum myndum Orson Weiles, leikur rithöfúndinn Holly Martins sem kemur til Vínar til að dvelja hjá Lime, en kemst að því að hann er nýlátinn í bflslysi. Martins þykir slysið dularfullt og leitar sannleikans. _ Carol Reed var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir leik- sljórn, og Robert Krasker hlaut þau fyrir kvikmyndatökuna. Myndin hefur löngum verið álitin klassískt meistaraverk; mynd sem þræddi hinn gullna meðalveg milli Hollywood-stfls- ins og þess listræna og höfðaði strax til alþýðunnar. Zítartón- Iistina, eltingaleikinn í holræs- unum og atriðið í Parísarhjól- inu þekkja margir og sumir kunna jafnvel samtöl myndar- innar utan að. Staðreyndir í dagsljósið Charles Drazin, höfundur Leitarinnar að þriðja mannin- um, hefur þegar skrifað bók um breska kvikmyndagerð á fímmta áratugnum og er nú einnig að skrifa bók um annan framleiðanda Þriðja mannsins, Alexander Korda. I þessari bók dregur hann fram í dagsljósið fjölda nýrra staðreynda um gerð myndar- innar. Við lestur bókarinnar kemst maður að því að hand- ritshöfundur í Hollywood var fenginn til að lagfæra amerísku slanguryrðin hans Greenes. Dr- azin ýtir líka undir goðsögnina á ýmsan hátt. Margir vita að Carol Reed fann zítarleikarann Anton Karas á kaffíhúsi í Vín, og dregur Drazin upp mjög skemmtilega Iýsingu á sam- vinnu þeirra en Reed togaði manninn heim með sér í íbúðina á King’s Road í London til að taka tónlistarflutninginn. Hvor- ugur þeirra talaði stakt orð í tungumáli hins en Reed fékk hann til spila allt á réttum hraða til að passa við hvert at- riði myndarinnar. Þriðji maðurinn var tekinn upp bæði á götum Vínarborgar og í stúdíói og er Drazin búinn að fínna alveg út hvaða atriði er tekið hvar. Og færir hann okk- ur þær óskemmtilegu upplýs- ingar að Orson Welles hafí fundist það fyrir neðan sína virðingu að leika í einu einasta atriði teknu í holræsunum. Hver gerði hvað? Bókin veitir góðar upplýsing- ar um hver á heiðurinn af hveiju í myndinni sem allir vildu eigna sér sem mest af. Framleiðandinn David O. Selzn- ick var víst vondi karl myndar- innar sem kæfði Reed og Greene með mjög grófum og óviðeigandi tilíögum. Þótt það sé satt var það samt Selznick sem heimtaði langt og dapur- legt lokaatriði myndarinnar þar sem Alida Valli gengur eftir tij- ávöxnum stíg í kirkjugarðinum og beint fram hjá Joseph Cotton. Það var Greene sem vildi endilega dæmigerðan Hollywood-endi. Samtöl Greenes í myndinni eru margrómuð, þykja framúr- skarandi og full af gullmolum. Drazin staðfestir hins vegar að Orson Welles hafí samið hina frægu gauksklukkusögu sína en efast um að hann hafí skrifað alla rulluna sína eins og hann sjálfur vill halda fram. „Eg er ekki viss, gáskinn og leikhús- blæbrigðin sem einkenna text- ann hans Harrys Limes, eru lík- ari því sem Orson Welles hefði getað skrifað heldur en Gra- hamn Greene. í hlutverkinu má einnig greina örlítinn óm af annarri persónu sem Welles var hugfanginn af; sir John Fal- staff. Boðskapurinn burt? Drazin telur Welles mestu blessun og stærsta vandamál myndarinnar. Á jafnmiklum tíma á skjánum og Judi Dench hafði í Ástföngum Shakespeare, umlykur hann myndina með hrífandi útgeislun sinni en um- turnar boðskapnum um leið. „Hver hefúr séð siðlausa inn- komu hans í myndinni á upp- lýstu dyraþrepinu, séð varkár augu hans opnast, ómótstæði- legt brosið færast yfír andlitið, og ekki heillast af honum? Og hann er ekki að leika elskuleg- an þijót, heldur morðingja sem er uppi á móti samfélaginu og hefur líf barna á samviskunni." Hann er viss um að siðferðisleg- ur boðskapur myndarinnar hefði án efa orðið sterkari ef farið hefði verið eftir slappri tillögu Selznicks um að setja Noel Coward í hlutverk Harrys Limes. Undanfarin ár hefur fólk mikið spurt um The Third Man, og margir álíta myndina há- punkt alþýðulistar. Paul Driver, gagnrýnandi hjá kvikmynda- blaðinu Sight & Sound, líkti myndinni við The Waste Land eftir T.S. Elliot og gerði frekari bókmenntalegan samanburð við Dostojevsky, Thomas Mann og tónlistarlegan við Rachman- inov. Enn í dag þykir myndin snilldarverk og um ókomna framtíð á fólk eftir að heillast af sérstakri myndatökunni, geislandi glæpamanni, vægðar- lausum og glæsilegum töfrum Þriðja mannsins, sem verður endursýnd í kvikmyndahúsum víða um heim um leið og bókin verður gefín út. BigMac“ „Travolta - The Life“, Nigel Andrews. 346 bls. Bloomsbury Publishing Plc, London, 1998. Eymundsson. 1.760 krónur. ÞAÐ eru alltaf einhverjir sem segja að innihald bókarinnar skipti meira máli en hvernig hún lítur út. Þetta fólk hefur ekki séð forsíðu þessarar bókar. Hún er flottasta forsíða í heimi. Hún er silfruð og glitrar í sólinni. Þótt þig langi kannski ekkert til þess að lesa bók um John Travolta, þá langar þig það þegar þú heldur á þessari bók. Þetta er töfrabók. Mig langaði að lesa bókina um leið og ég sá hana. Allt í lagi - ég viðurkenni að ég hef alltaf verið pínu skotin í John Travolta, en núna er hann goðið mitt. Bókin breytti öllum mínum skoðunum á söngvaranum og dansaranum og leikaranum. Hann var popp- stjarna löngu fyrir Grease og var aldrei atvinnudansari, bara ógn- vekjandi góður áhugamaður. Álit mitt á leikaranum er gjörbreytt (ég er meira að segja búinn að fyrirgefa honum Look Who’s Talking) og álit mitt á manninum sjálfum sömuleiðis. Allt er breytt. Eg mun aldrei líta hvítu Satur- day Night Fever jakkafötin sömu augum. Nú veit ég líka alla sög- una bak við þau. Og hún er sorg- leg. Eg var hágrátandi á sextug- ustu og áttundu blaðsíðu! Eg sem hef aldrei verið ævisögu-týpan og fer ekki í bíó til að gráta. Bókin leynir á sér, alveg eins og Tra- volta sjálfur. Ég var óvart farin að lifa mig inn í sorgir og gleði bláó- kunnugs fólks. Það hlýtur að vera markmið hverrar ævisögu. Breski höfundurinn fer vel með efnið. Hann segir listavel frá - á ótrúlega mannlegan hátt, enda hefur hann líka skrifað sögu Arnolds Schwarzeneggers. Höf- undurinn hafði ekkert samráð við Travolta sjálfan, en það kemur ekki að sök, bókin er hvorki árás né slefandi aðdáendabréf. Höf- undurinn gerir John Travolta að vini þínum. Og að hetju. Hetju sem dansar eins og Jesús myndi dansa. Og aðeins John Travolta gæti gert hamborgara leyndar- dómsfulla. Silja Björk Baldursdóttir ORSON Welles í hlutverki sínu í Þriðja manninum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.