Morgunblaðið - 28.07.1999, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 28.07.1999, Blaðsíða 44
44 MIÐVIKUDAGUR 28. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ Grettir BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Ábending til eigenda bfla með dráttarkúlu og tengitæki NU VEIT E6! EG FER INN OG SÆKI ÍSSKEIDINA! VILTU NA I MELONU- KÚLUSKEIDINA FYRIR MIS! Ljóska j ób sáum hann, þu t/jnndr réti ó2>an> í Bikan. A,)cu r— 'júUUStr- er ensu r Ska/rtmoðo uerm. en>pi5 1 ' ' h-aJdíó þui ab okkar hbpur á. ab mxác{ / FuruscUnurru Hvar fékkstu þessa köku? Mér flnnst að þú ættir alltaf Skilyrðislaust alltaf.. Ekki í hvert skipti.. I eldhúsinu að deila með systur þinni Örugglega alltaf... Ég er sammála...alltaf... Frá Jóni Gröndal: NÚ ÞEGAR fjölmargir eru á ferð um landið með tjaldvagna, fellihýsi og hjólhýsi er við hæfi að rifja upp það sem þarf að vera í lagi á bíln- um og eftirvögnunum. Lögreglan mun á næstunni herða eftirlit með þessum hlutum. Það er óþarfi að bæta sektum ofan á ferðakostnað- inn. Dráttarkúlur þarf að skrá Tengibúnaður bílsins þarf að vera samþykktur af bifreiðaskoð- un til að teljast löglegur. Þá er hann skráður í skráningarvottorð og líka tilgreint hvað þú mátt draga þungan eftirvagn með eða án hemla. Ef þú hefur keypt bíl með dráttarkúlu getur þú séð hvort hann er samþykktur eða ekki í skráningarvottorðinu. Sé hann það ekki verður þú að fara á skoðunarstöð og láta skoða hann. Það kostar 1500 kr. Sé búnaðurinn ekki skráður getur tryggingafélag- ið átt endurkröfurétt á þig ef eitt- hvað kemur fyrir. Eftirvagnar Meginreglan er sú að bfll þarf að vera helmingi þyngri en eftirvagn- inn sem hann dregur því ekki er krafist hemla á svo léttum eftir- vögnum. Þetta á við um bfla allt að 3500 kg Léttari eftirvagnar en 750 kg eru ekki skráningarskyldir en þurfa að vera með lögboðinn ljósa- búnað, stöðuljós, hemlaljós, stefnuljós og númersljós ef við á. Bretti á að vera yfir dekkjum. Bíl- númerið á að vera aftan á eftir- vagninum ef hlassið skyggir á skráningarnúmer bflsins. Eftirvagnar (tjaldvagnar, felli- hýsi og hjólhýsi) sem eru þyngri en 750 kg. eiga að vera skráðir og hafa skráningarnúmer. Þá á að skoða eftir sömu reglu og bfla, þ.e.a.s. fýrst þremur árum eftir 1. skráningu, síðan eftir tvö ár og ár- lega eftir það. Þeir þurfa að hafa hemla. Ekki er þörf á neyðarhemli ef eftirvagninn er undir 1500 kg. Skilyrðislaust ber þó að hafa ör- yggiskeðju. Aukaspeglar nauðsynlegir Skylt er að hafa framlengingu á speglum ef fellihýsið eða hjólhýsið byrgir útsýn aftur fyrir. Sú mun vera raunin á fólksbílum og sum- um minni jeppum. Sektir fyrir að hafa ekki spegla ef þú sérð ekki í baksýnisspeglum eru skv. 73. gr. umferðarlaga 4000 kr. Speglasett kosta rúmar 3.500 kr. í Bflanausti svo dæmi sé tekið. Lögreglan mun á næstunni herða eftirlit með þess- um atriðum. Sektir og afskipti lög- reglu eru ekki skemmtileg, sér- staklega ekki í upphafi sumarferð- ar með fjölskyldunni. Verum lögleg. Tökum ekki áhættu. Ekkert liggur á. Munið að það er 80 km há- markshraði á þjóðvegum með felli- hýsi, hjólhýsi og tjaldvagna. JÓN GRÖNDAL umferðaröryggisfulltrúi, Grindavík. Uppgötvun aldarinnar Frá Sveini Á. Haraldssyni: NÝLEGA fór fram könnun á því hér á landi hverja íslendingar teldu vera „bók aldarinnar". Atti sú bók að hafa verið samin á þess- ari öld og af íslenskum höfundi. Ekki kom á óvart niðurstaða könnunar þessar, og hver hinna ís- lensku höfunda fékk flest atkvæð- in. Breytti þar vitanlega engu um niðurstöðuna þó að nóbelsskáldið íslenska segi í einni bóka sinna frá öðrum rithöfundi íslenskum, sam- tímamanni, sem verið hafi sér fremri að ritsnilld. „Ég veit vel að ég hef ekki tungu úr höfði Helga Pjeturss; reyni það ekki einusinni“ og „Helgi Pjeturss hefur á bókum sínum einna fegurstu íslensku sem rituð hefur verið á okkar tíð,“ seg- ir Halldór K. Laxness m.a. í bók sinni, Grikklandsárið (2. kap.). Slík viðurkenning mest metna rithöf- undar þjóðarinnar á þessari öld, á algerum yfirburðum annars ís- lensks höfundar hvað málsnilld snertir, má kallast athyglisverð, og líklega um leið óvenjuleg. Umhugsunarvert má þetta vera fyrir þá, sem hvað mest hafa hafið H.K.L. til skýjanna sem fremsta rithöfund íslenskan, jafnvel fyrr og síðar. Það mætti jafnvel verða mönnum umhugsunarefni, hvort samfara þeirri yfirburða-ritsnilld Helga Pjeturs sem Halldór Lax- ness dáir svo mjög, hafi ekki verið yfirburða-vitsnilld. Og það jafnvel svo að framhjá Helga Pjeturss og vísindarannsóknum hans yrði ekki gengið, ef nefna ætti uppgötvun aldarinnar. SVEINN Á. HARALDSSON, Álfhólsvegi 121, Kópavogi. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Peir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.