Morgunblaðið - 28.07.1999, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
MIÐVIKUDAGUR 28. JÚLÍ 1999
HREFNA
HERBERTSDÓTTIR
+ Hrefna Her-
bertsdóttir
fæddist í Reykjavík
2. júní 1913. Hún
lést á Droplaugar-
stöðum 21. júlí síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar voru Her-
bert Mackenzie
Sigmundsson,
prentsmiðjusljóri í
Reykjavík, f. 20.
júní 1883, d. 14.
apríl 1931, og kona
hans Ólafía Guð-
laug Árnadóttir, f.
24. mars 1890, d. 25. október
1981. Systkini Hrefnu voru
Haukur, f. 28. febrúar 1912, d.
13. apríl 1977; Héðinn, f. 25.
ágúst 1914, d. 4. janúar 1917;
Hákon, f. 14. október 1915, d.
6. aprfl 1954; Geir, f. 5. mars
1917, d. 17. janúar 1988;
Gerða, f. 11. maí 1919, og
Hebba, f. 14. júlí 1931.
Hinn 8. október 1938 giftist
Hrefna Árna Mathiesen Jóns-
syni lögfræðingi, f. 9. október
1909, d. 25. desember 1990.
Foreldrar Árna voru Jón Hin-
riksson, kennari og fram-
kvæmdastjóri, og Ingibjörg
Rannveig Theodórsdóttir
Mathiesen. Börn
Hrefnu og Árna
eru: 1) Herbert um-
sjónarmaður, f. 6.
apríl 1939, kvæntur
Herdísi Magnús-
dóttur hjúkrunar-
fræðingi. 2) Ólafía
bókari og gjald-
keri, f. 10. desem-
ber 1945, gift Reyni
Olsen flugumsjón-
armanni. 3) Heríha
auglvsingastjóri, f.
24. febrúar 1948.
Hrefna átti níu
barnabörn og sjö barnabarna-
börn.
Hrefna bjó í Reykjavík alla
sína tíð. Hún útskrifaðist frá
Kvennaskólanum í Reykjavík
og í framhaldi af því stundaði
hún verslunarrekstur í nokkur
ár. Þá vann hún um árabil við
verslunarstörf hjá Ásbirni
Ólafssyni í húsgagnaverslun
Austurbæjar, og sinnti hús-
móðurstöríúm samhliða. Upp
úr fimmtugu hætti hún störfum
og helgaði sig húsmóðurhlut-
verkinu.
Útför Hrefnu fer fram frá
Bústaðakirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 15.
Nú finnst mér svo tómlegt og eyðilagt allt;
hver elskar mig framar sem þú?
Og nú finnst mér allt svo veikt og valt
og vorið mitt dapurt og kalt.
En við hittumst, - og það er mín hjartfólgin
trú,-
íyrirhandan-égogþú!
(Guðmundur Guðmundsson.)
Elsku mamma mín, nú hefur birt
hjá þér og þú þarft ekki lengur að
líða þrautir og heftingu. Ég trúi því
að nú sért þú komin til pabba og
þér líði vel. Einnig yljar sú tilhugs-
un að þú sért búin að hitta mömmu
þína, bræður og ekki síst pabba
þinn sem þú elskaðir meira en allt
annað, en hann misstir þú aðeins
sautján ára gömul. Alla ævi hefur
þú dásamað hann og sagt okkur
börnunum þínum hversu góður
hann var. Við vorum eins með það,
mamma mín, að við áttum báðar
besta pabba í heimi.
Mamma þín var einstök gæða-
kona. f niðjatali móðurforeldra
þinna er ömmu lýst á eftirfarandi
hátt: „Hún var stórmyndarleg hús-
móðir og dugnaðar- og hæfileika-
kona sem gott var heim að sækja.
Hún var sjálfstæð, hreinlynd og
tók mótlæti af æðruleysi." Allt
þetta átti einnig við um þig, elsku
mamma mín.
Á afmælisdegi þínum í fyrra
þegar þú varðst áttatíu og fimm
ára varst þú svo falleg og ánægð.
Þú tókst á móti fólkinu þínu heima
hjá mér. í dag er ég þakklát fyrir
þetta fallega sumarkvöld. Tveimur
dögum síðar varðst þú fyrir því
áfalli að fá heilablóðfall og afleið-
ingin vai’ lömun. Síðan dró af þér
jafnt og þétt. Þessi tími hefur verið
þér erfiður en aldrei kvartaðir þú.
Sorg okkar allra hefur verið mikil.
Að horfa upp á þig þessa lífsglöðu
og duglegu konu verða algjörlega
ósjálfbjarga var erfitt.
Þú varst stórbrotinn persónu-
leiki, mamma mín, skapstór, stolt
og ákveðin en einnig undurblíð og
máttir ekkert aumt sjá. Fagurkeri
varst þú og naust þess að eiga hluti
sem voru sígildir og fallegir. Heim-
ili þitt var alltaf fallegt og smekk-
legt. Alla tíð varst þú langt á undan
þinni samtíð, en þú vildir vinna ut-
an heimilis þegar fáar konur sem
voru með heimili og börn gerðu
það. Mér fannst þetta alltaf undar-
legt þegar ég var lítil telpa, en í
dag veit ég að þú varst svo dugleg
að heimilisstörfin fullnægðu ekki
athafnaþörf þinni. Þú vildir vera
með í atvinnulífinu og vera innan
um fólk. Alla þína ævi varst þú vel
klædd með fallegt, vel snyrt hár.
Mér eru sérstaklega minnisstæðar
allar fallegu dragtirnar og hattarn-
ir þínir sem þú hefur átt í gegnum
árin. Skartgripirnir þínir voru sér-
stakir og sómdu sér vel á fallegum
og vel snyrtum höndum þínum,
sem ég hef alltaf dáðst að. Við
systkinin vorum alltaf stolt af þér,
enda ekki undarlegt eins og þú
varst glæsileg.
Þú varst svo heppin, mamma
mín, að verða aldrei gömul. Síung
og stálminnug varst þú. Margar
skemmtilegar sögur sagðir þú mér
úr bæjarlífinu í gamla daga og þær
varðveiti ég vel. Reykjavík var
borgin þín og þér fannst miðbær-
inn bera af, enda varst þú alin upp
á Frakkastíg, í Austurstræti og
Bankastræti.
Elsku mamma mín, síðustu þrír
sólarhringarnir í lífi þínu voru þér
mjög erfiðir en þú varst umvafin
ást og umhyggju. Starfsfólki Drop-
laugarstaða vil ég þakka frábæra
hjúkrun og hlýju í þinn garð.
í dag ætla ég að hugsa um það
að við áttum þig hrausta og lífs-
glaða í áttatíu og fimm ár, og það
ber að þakka. Megi góður Guð vera
með þér, elsku mamma mín.
Blessuð sé minning þín. Takk fyrir
allt. Far þú í friði.
Þín dóttir,
Ólafía (Lólý).
Elsku amma mín, núna ertu
komin upp til himna og þjáist ekki
meir. Þegar ég vissi að amma væri
svona mikið veik rann upp fyrir
mér að það væri ekki langt í að hún
myndi kveðja okkur. En mér datt
aldrei í hug að mér myndi líða
svona. Mér fínnst eins og það vanti
eitthvað mikið í líf mitt, því amma
var alltaf til staðar. Hún var ákveð-
in, dugleg og hraust kona. Ég hef
alltaf og mun alla tíð dást að ömmu
minni. Ég var mikið hjá henni þeg-
ar ég var lítil og við höfum aíltaf
verið nánar.
Amma var alltaf sú sterkasta.
Núna um síðustu jól kom hún til
okkar eins og venjulega. Og þótt
hún hafi þurft að koma í sjúkrabíl
var engan bilbug að finna á henni,
heldur brosti hún og gladdist með
okkur. Það var mjög gaman og öll-
um leið vel að hafa hana hjá okkur.
Við vitum öll að amma vildi aldrei
verða svona veik, en svona er víst
lífið.
Á meðan þess var þörf var amma
sú sem passaði upp á að við syst-
urnar fengjum heitan mat í hádeg-
inu, værum með húfuna á hausnum
og að við fengjum að sjá öll þau
barnaleikrit sem voru sýnd í Þjóð-
leikhúsinu. Hún amma mín var
yndisleg kona, ég mun ávallt muna
hana og það ljós sem hún lýsti á líf
mitt.
Stefana Kristín Ólafsdóttir.
Elsku amma, í dag kveð ég þig.
Þig sem áttir svo stóran hluta í
mér. Þú sem áttir svo stóran þátt í
að koma mér til manns. Þú varst
stórbrotin og stórkostleg kona,
sem gast gert alla hluti og varst að
svo mörgu leyti langt á undan þinni
samtíð.
Á heimili ykkar afa naut einstök
smekkvísi þín sín, en þú varst mik-
ill fagurkeri og smekkmanneskja á
öllum sviðum, en jafnframt mjög
hagsýn. Þú hugsaðir vel um þína og
alls staðar þar sem þörf var til stað-
ar lagðir þú lið. Þitt líf og yndi var
fjölskyldan og að ferðast erlendis.
Þá naustu þess að hugsa um og
gleðja þá sem í kringum þig voru.
Fyrsta minning mín um þig var
+
Ástkær afi minn,
ALEXANDER STEFÁNSSON
leigubifreiðastjóri,
Sólheimum 23,
lést fimmtudaginn 22. júlí.
Jarðarförin fer fram frá Háteigskirkju fimmtu-
daginn 29. júlí kl. 15.00.
Blóm vinsamlegast afþökkuð.
Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á liknarfélög.
Margrét Alexandersdóttir.
+
Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs
mannsins míns, föður okkar, sonar og afa,
SÆMUNDAR R. ÓLAFSSONAR,
Vesturbergi 78,
Reykjavík.
Margrét Rögnvaldsdóttir,
Magnús Sæmundsson,
Ólafur Sæmundsson,
Lára Sæmundsdóttir,
Þórlaug Sæmundsdóttir,
Lára Sæmundsdóttir
og barnabörn.
k A
þegar þú og afi áttuð heima í Boga-
hlíðinni, þá var ég lítil skotta og
baðaði mig í athyglinni sem ég
ávallt naut á ykkar heimili, sem var
um tíma líka mitt heimili. Þú varst
mér svo blíð og góð, og sinntir öll-
um mínum þörfum. Einnig eftir að
ég varð fullorðin hafðir þú svo
næmt auga fyrir því hvað þú gætir
nú gert fyrir hana Dissý þína, þú
sást alltaf nákvæmlega hvað mig
vantaði - jafnvel áður en ég sá það
sjálf. Og þær voru margar lífsregl-
umar sem þú lagðir mér, sumar
þeirra skildi ég ekki sem barn en í
seinni tíð skil ég þær sífellt betur.
Elsku amma, þú varst lítilli
hnátu sterk og góð fyrirmynd um
hvernig konur eiga að vera og hvað
þær geta gert. Því þú varst svo
sterk, úrræðagóð, framtakssöm og
dugleg. Það var ekkert til sem þú
gast ekki gert og þannig sá ég þig
alla tíð.
Síðasta árið var þér erfitt, en
fram að þeim tíma hafðir þú verið
hraust og dugleg og gert alla hluti,
hélst heimili, hugsaðir um þá sem í
kringum þig voru, fórst til útlanda í
skemmtiferðir og til Bandaríkj-
anna til hans Hebba þíns og Dísu.
En nú hefur þú fengið friðinn og
kvatt okkur hér. Elsku amma, ég
þakka þér fyrir allt sem þú gafst
mér. Guð geymi þig og varðveiti.
Þín,
Hrefna, (Dissý).
Elsku Hrefna mín. Þegar þú ert
búin að yfirgefa þennan heim er
mér efst í huga þakklæti. Þakklæti
fyrir að fá að verða þér samferða,
en umfram allt fyrir það atlæti sem
börnin mín fengu hjá þér. Þótt
brottför þín skilji eftir stórt skarð í
huga þeirra mun þitt innlegg í upp-
vöxt þeirra og þroska fylgja þeim
alla ævi, og þú verður ávallt hluti af
þeirra lífshlaupi. Það þarf ekki að
leita lengi í fasi og hugsanagangi
barnabarna þinna til að sannfærast
um þetta. Sporin þín liggja víða, og
þau eru flest eiginleikar sem
styrkja og efla. Styrkur og stað-
festa eru einmitt þeir eiginleikar
sem koma fyrst í hugann þegar ég
hugsa um þig. Þegar þú varst sem
veikust varstu samt sterk, og þótt
líkaminn brygðist hélstu alltaf
reisn þinni. Þú varst aldrei gefin
íyrir hálfkák eða hangs og kunnir
best við skorinort fólk og rösk
handtök. Þegar þannig lét líkaði
þér lífið, og ég gladdist þegar ég sá
að sumir þeirra sem önnuðust um
þig í veikindunum voru eftir þínu
höfði.
Þú hefur alltaf verið stolt af
þínu fólki, og glaðst innilega yfir
hverju framfaraskrefi barnanna.
Þú gagnrýndir vissulega alltaf
fullum hálsi þegar þér fannst þí®
eiga við, en hrósaðir einnig þegar
svo bar undir og hvattir þegar
þess var þörf. Þegar erfiðleikar
steðjuðu að varst þú kletturinn
sem gott var að halla sér að, og við
nutum þess öll. Styrkur þinn var
nefnilega laus við alla hörku, og
mildin þín og hjartahlýja ómæld
og einlæg. Þess nutu fleiri en þínir
nánustu.
Fjölskyldubragurinn yfir þess-
um hóp er greinilega að miklu leyti
kominn frá þér. Þetta sannast í
hvert skipti sem við komum sama^.
en var ekki síst áberandi í síðasta
skiptið sem þú hélst upp á afmælið
þitt með öllum skaranum. Það var
okkur mjög dýrmætt að fá að njóta
þeirrar stundar með þér... Þann
dag grunaði engan að þú ættir
skammt eftir. Okkur fannst áreið-
anlega öllum að þú yrðir alltaf til
staðar. Því var auðvitað ekki að
heilsa, þannig er tilveran ekki. Það
má þó til sanns vegar færa að þú
lifir áfram í hugum okkar og at-
höfnum. Styrkur þinn og mildi
mun halda áfram að bergmála um
ókomnar kynslóðir.
Ólafiir Kristinn Ólafsson.
Við minnumst móðursystur okk-
ar, Hrefnu Herbertsdóttur, sem
lést hinn 21. júlí. Við minnumst
margra samfunda okkar á liðnum
árum þegar Hrefna og systkini
hennar komu saman. Þar sló Hr-
efna gjaman taktinn med kímni-
gáfu sinni, gleði og krafti. Aldrei
stóð á systkinum hennar að svara í
sama dúr og voru hláturtaugarnar
kitlaðar rækilega. Það leiddist eng-
um í hennar viðurvist. Það gustaði
af henni hvar sem hún kom. Hf*-
efna var stórhuga og kraftmikil
kona en undir yfirborðinu tilfinn-
inganæm. Hún sýndi sínum nán-
ustu örlæti og væntumþykju. Þótt
heilsu Hrefnu hafi hrakað smám
saman síðasta árið var hún ávallt
söm við sig og glataði hvorki
kímnigáfunni né hæfileikanum að
slá taktinn á mannamótum. Við
munum gleðjast yfir kynnum okk-
ar og geyma minningar um litríkan
persónuleika, þar sem hæst bera
ómetanlegar minningar frá síðast-
liðnum jóladegi. Við og fjölskylda
okkar munum sakna Hrefnu og
vottum afkomendum hennar sam-
úð.
Gylfí og Gunnar Már. ^
+
Ástkær amma okkar og langamma,
INGIBJÖRG SIGURÐARDÓTTIR,
Hringbraut 50,
áður til heimilis í Álfheimum 36,
lést á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund laugar-
daginn 17. júlí.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar
látnu.
Þakkir til starfsfólks á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund fyrir góða
umönnun.
Barnabörn og barnabarnabörn.
+
Móðir okkar, tengdamóðir og amma,
SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR
frá Halldórsstöðum
í Reykjadal,
verður jarðsungin frá Árbæjarkirkju föstudaginn
30. júlí kl. 13.30.
Steinunn Aðólfsdóttir, Páll Hafliðason,
Emil Aðólfsson, Margrét Árnadóttir,
Pálína H. Aðólfsdóttir, Jakob Ólafsson,
Jóna A. Aðólfsdóttir, Reynir Karlsson
og barnabörn. Æf!