Morgunblaðið - 28.07.1999, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 28.07.1999, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. JÚLÍ 1999 13 FRÉTTIR Jarðvinnu að ljúka við Barnaspítala Beðið með aug- lýsingu útboðs JARÐVINNA við grunn og undir- stöður Barnaspítala Hringsins er nú langt komin hjá Suðurverki en beðið verður með að auglýsa útboð næsta áfanga, sem er uppsteypa hússins, þar til úrskurðarnefnd um skipulags- og byggingamál hefur komist að niðurstöðu. Er hún að fjalla um kæru íbúa í ná- grenni spítalans vegna byggingar- innar. Hjálmar Arnason, þingmaður og formaður bygginganefndar, vonast til að úrskurður nefndarinnar liggi íyrir næstu daga og segist ekki trúa öðru en að byggingin verði leyfð. Hann segir að þótt nauðsyn- legt hafí verið að bíða með að aug- lýsa næsta áfanga standi vilji bygg- ingarnefndar til að taka megi spít- alann í notkun sumarið 2001 eins og stefnt var að í upphafi. Tíminn hafi verið notaður til undirbúnings og um leið og leyfi fáist verði út- boðið auglýst. Aðalsteinn Pálsson, fram- kvæmdastjóri tæknisviðs Ríkis- spítala, segir að næsti áfangi verði uppsteypa á húsinu, frágangur að utan og frágangur á lóð. Ætlunin hefði verið að hefja vinnu við þann áfanga í byrjun september og ljúka honum á næsta sumri. Síð- asta áfangann, frágang innanhúss, hefði síðan átt að vinna veturinn 2000 til 2001 og afhenda bygging- una um sumarið. Það væri líka besti tíminn til að flytja starfsemi spítalans. Aðalsteinn og Hjálmar töldu sennilegt að áætlunin gæti að mestu haldist þrátt íýrir seinkun á útboðinu í sumar en ljóst væri að framkvæmdir við næsta áfanga myndu aldrei hefjast fyrr en langt líður á október. ---------------- Orka til ÍSAL skert í haust VEGNA lítils vatns í miðlunarlón- um Landsvirkjunar er útlit fyrir skerðingu á ótryggðu rafmagni til álvinnslu ISAL í haust. I fyrra nam aukakostnaður fyrirtækisins og tekjutap vegna orkuskerðingar um 5 milljónum dollara, eða um 375 milljónum króna. „Við göngum út frá því sem vísu að það verði skert í haust. I fyrra var einnig boðuð skerðing, hún kom reyndar ekki að öllu leyti til framkvæmda, og við erum að gæla við það að sú verði raunin aftur og kostnaðurinn verði eitthvað minni en ella,“ segir Hrannar Pétursson, upplýsingafulltrúi ISAL. Hann segir að ekki sé búið að áætla kostnað vegna mögulegrar skerðingar á þessu ári. Um 8% af þeirri orku sem ÍSAL kaupir af Landsvirkjun er ótryggt rafmagn. Samkvæmt samningi fyrirtækj- anna má Landsvirkjun skerða ótryggða rafmagnið um allt að 50% á einu ári, en um skerðingar til lengri tíma gilda flóknari reglur. Samkvæmt írétt í ÍSAL-tíðind- um hefur Landsvirkjun boðað allt að 100 GWh skerðingu á vatnsárinu miðað við stöðuna eins og hún var í lok júní, og er það heldur minni skerðing en boðuð var í fyrra. Astæðan fyrir skerðingunni nú er óhagstætt veðurfar. Vegna lítill- ar rigningar hefur ekki eins mikið vatn safnast í miðlunarlónin og æskilegt þykir. Til að fylla lónin þarf miklu úrkomu og hita á há- lendinu. Veitt hafa verið 17 leyfí til fornleifarannsókna Mikil gróska í rannsóknum VEITT hafa verið 17 leyfi til forn- leifarannsókna á þessu sumri en það er Fomleifanefnd sem tekur við um- sóknum og veitir leyfin. Margrét Hallgrímsdóttir borganninjavörður er formaður nefndarinnar og segir hún þennan fjölda á leyfum benda til mun meiri grósku í rannsóknum nú en undanfarin ár. Fornleifarannsóknir eru einkum stundaðar af þremur aðilum, þ.e. op- inberum stofnunum, einkafyrirtækj- um og háskólanemum. Margrét seg- ir ýmislegt geta skýrt þessa grósku sem hefur aukist síðustu árin. „Nú eru komin til sögunnar einkafyrir- tæki í fornleifarannsóknum og með nýjum skipulagslögum er þess kraf- ist að eftirlit og skráning fornleifa skuli fara fram áður en til fram- kvæmda kemur og fleiri hafa verið að læra fomleifafræði og fleiri fara í doktorsnám í faginu,“ segir Margrét og minnir á að erlendir fornleifa- fræðingar sæki einnig í rannsóknar- verkefni hérlendis. Opinberir aðilar sem stunda forn- leifarannsóknir em Arbæjarsafn, Þjóðminjasafn Islands og önnur minjasöfn á landinu. Á vegum þeirra fara eftirtaldar rannsóknir nú fram: Mjöll Snæsdóttir rannsakar Alþing- isreit milli Kirkjustrætis og Vonar- strætis; Guðrún Sveinbjarnardóttir vinnur að rannsóknum í Reykholti og segir Margrét það nýmæli þar að starfsmaður sinni móttöku gesta og fræði um gang rannsóknarinnar; Guðmundur Olafsson kannar bæjar- stæði milli Illugastaða í Skagafirði og minja í túni við Norðurá í Vind- hælishreppi; Guðný Zoéga fékk leyfi til að gera könnunarskurði í landi Fjarðabyggðar. „v/fó lofrtvm cfc bfeyta loQfQ wtlitinw, ekki innihQ|dinw“. Súkkulaðikexiö okkar hefurfengiö nýjar umbúðir. Það er engin ástæða til að kexruglast í ríminu þótt þú sjáir nýja pakka í hillunum. Þar er einfaldlega á ferðinni sama góða kexið f nýjum búningi: Pólókexið með súkkulaðinu og kókosbragðinu, súkkulaði María - þunna og mjúka kexið sem gengur best meó ískaldri mjólk, Petit Beurre smjörkexið stökka með góða bragðinu og Café Noir sem á svo vel við kaffisopann. Því þótt umbúðirnar séu nýjar og betri er kexið eins. Enda engin ástæða til að föndra við eitthvaó sem flestum þykir fullkomió!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.