Morgunblaðið - 28.07.1999, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 28.07.1999, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 28. JÚLÍ 1999 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Sergej Stepashín í heimsókn í Bandaríkjuninii Blair undirbýr uppstokkun á sljórn sinni Segir Rússland verða arðvænt fyrir fjárfesta Washington. Reuters. SERGEJ Stepashín, forsætisráð- herra Rússlands, fór til Washing- ton í gær og iofaði að koma á mark- aðsumbótum til að gera landið væn- legt til arðbærra fjárfestinga. Hann sagði ennfremur að ástæðulaust væri að óttast afturhvarf til komm- únisma eða kalda stríðsins. Stepashín sagði fyrir fund með Bill Clinton Bandaríkjaforseta og A1 Gore varaforseta að Rússar myndu standa við samkomulag sitt við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (IMF) og setja ný lög sem miða að því að auka arðsemi fjárfestinga í Rúss- landi. Forsætisráðherrann sagði enn- fremur að deilur meðal Rússa um þróun Atlantshafsbandalagsins myndu ekki skaða samskiptin við Bandaríkin. „Engin pólitísk eða hemaðarleg umbrot - og ég vona að þau verði ekki fleiri - verða til þess að draga okkur aftur inn í kalt stríð.“ Þetta er í fyrsta sinn sem forsæt- isráðherra Rússlands heimsækir Bandaríkin frá því að forveri Stepashíns, Jevgení Prímakov, sneri við á miðri leið til Washington eftir að bandarísk stjórnvöld skýrðu honum frá því að loftárásir NATO á Júgóslavíu væra hafnar. Efnahagsbati í Rússlandi Líklegt er að Alþjóðagjaldeyris- sjóðurinn samþykki í dag að veita Rússum ný lán að andvirði 4,5 milljarðar dala, 320 milljarðar króna, til að hjálpa þeim að endur- greiða gömul lán. Stepashín sagði að efnahagur Rússlands hefði rétt mun fyrr úr kútnum en búist hefði verið við eft- ir fjármálakreppuna í ágúst þegar rússneska stjórnin lækkaði gengi rúblunnar og stóð ekki í skilum með ríkisvíxla. Iðnframleiðslan hefði aukist og verðbólgan minnkað og Rússland hefði nú í fyrsta sinn SERGEJ Stepashín, forsætisráðherra Rússlands, heilsar varaforseta Bandaríkjanna, í Washington. Reuters A1 Gore, Sumarfrí Mowlams veldur uppnámi Mo Mowlam ÞAÐ vakti mikla furðu breskra fjöl- miðla í gær að Mo Mowlam, Norður-ír- landsmálaráðherra bresku stjórnarinn- ar, hefði farið í sumarfrí á mánu- dag án þess að vita hvort hún héldi ráð- herrastóli sínum en líklegt hefur þótt að Tony Blair forsætis- ráðherra geri breytingar á ríkis- stjórn sinni í þessari viku. Getgátur um hugsanlegar mannabreytingar í stjórninni hafa einkum snúist um það hvort Mowlam yrði áfram N-Ir- landsmálaráðherra, eða hvort hún yrði færð til í starfí, og því vakti mikia furðu að Mowlam skyldi ákveða að fara í frí einmitt þegar von væri á ákvörðun forsætisráðherrans. Vill nú halda embættinu Breskir fjölmiðlar gátu sér þess til í gær að Mowlam hefði vitað örlög sín áður en hún fór í fríið en fulltrúar stjórnarinnar gerðu lítið úr málinu, bentu á að Mowlam hefði ekki tekið sér frí í u.þ.b. ár og að Blair gæti hvort eð er ávallt náð í hana símleiðis. Tony Blair Líklegt hefúr verið talið að Mowlam yrði færð til en eftir að friðanimleitanir á N-Irlandi sigldu í strand tilkynnti hún að hún vildi vera áfram í embætti N-írlandsmálaráðherra. Hafa nokkur dagblöð staðhæft að Bla- ir hafi verið allt annað en ánægður með þá yfírlýsingu Mowlam, enda sé það í valdi for- sætisráðherrans að ákveða hvort færa skuli ráðherra til eð- ur ei. Staðhæfðu síðan nokkur bresku dagblaðanna í gær að Blair liti á íjarveru Mowlam nú sem ögrun við sig og að forsæt- isráðherrann væri allt annað en ánægður með ráðherrann. uppfyllt efnahagsleg skilyrði IMF fyrir nýjum lánum. Alassane Ouattara, aðstoðar- framkvæmdastjóri IMF, sagði að stjórn Stepashíns hefði staðið við loforð sín og þegar hafist handa við umbætur sem nauðsynlegar væru til að rétta efnahaginn við. Stjórn Belgiu grípur til aðgerða vegna díoxínmengaðra matvæla Allt svínakjöt eyðilagt AFP ^ J GÓÐAR GALLABUXUR Brusscl. AFP. RÍKISSTJÖRN Belgíu bjó sig í gær undir að afturkalla og eyði- leggja allt belgískt svínakjöt í Belg- íu og öðram löndum vegna hugsan- legrar díoxínmengunar, að sögn matvælasérfræðings framkvæmda- stjómar Evrópusambandsins. Rík- isstjómin hyggst kaupa allt belgískt svínakjöt og allar matvör- ur, sem innihalda svínakjöt, af mat- vöraverslunum, heildsölum og veit- ingahúsum. Matvælasérfræðingur fram- kvæmdastjómar ESB sagði að óhjákvæmilegt væri að grípa til þessara aðgerða þar sem ljóst væri að nánast ómögulegt væri að finna allt svínakjötið frá 803 svínabúum sem lokað hefur verið vegna gran- semda um díoxínmengun. Talið er að kaupin kosti belgíska ríkið andvirði nokkurra milljarða króna. „Þetta er það verð sem við verðum að greiða til að endurheimta traust neytenda í Belgíu og erlendis,“ sagði emb- ættismaðurinn. „Við gátum ekki leyft Belgum að leyna þessu og við höfum því gripið strax til alvar- legra aðgerða." Blair reynir að efla samstöðu um evruna Lundúnum. AFP. TONY Blair, forsætisráðherra Bretiands, reyndi í gær að spyrna gegn vaxandi andúð Breta á evr- unni, hinni sameiginlegu mynt Evr- ópusambandsins (ESB), og lagði áherslu á hve góð áhrif það myndi hafa á breskt efnahagslíf ef landið tæki upp evrana. I ræðu sem Blair hélt í gær kvaðst hann fagna sam- runaferlinu í Evrópu og telja að að- ild að Myntbandalagi Evrópu (EMU) myndi færa Bretum aukin viðskipti, erlent fjárfestingarfé og aukin atvinnutækifæri. í ræðunni gaf Blair þó ekki nein ákveðin fyrirheit um hvenær eða hvort Bretar mundu fórna sterlingspundinu fyrir evruna og endurtók fyrri yfirlýsingar Verkamannaflokksins um stuðn- ing hans við að taka upp hina sameiginlegu mynt, að því til- skildu að efnahagslegar forsendur yrðu uppfylltar og að þjóðarat- kvæðagreiðsla yrði haldin um málið. Sagðist Blair ekki vilja loka EVRÓPA** dyrunum á neina framtíðarmögu- leika. íhaldsmenn reyna ad koma höggi á Blair Stuðningsmenn ESB hafa lagt hart að forsætisráðherranum að sýna meira framkvæði í umræð- unni um evrana, ekki síst í ljósi þess að almenningur virðist vera afar andsnúinn aðild að EMU um þessar mundir. Skoðanakannanir sýna að nærri tveir af hverjum þremur Bretum era á móti því að taka upp evrana og bent hefur ver- ið á að Verkamannaflokkurinn tap- aði fylgi í Evrópuþingskosningun- um í júní sl. vegna þess að málefni hinnar sameiginlegu myntar hafi skyggt á önnur mál. Stjómarandstæðingar úr röðum íhaldsflokksins hafa - þrátt fyrir ágreining um evruna innan eigin raða - leitast við að nýta sér yfirlýs- ingar forsætisráðherrans og koma þannig höggi á stjórnarflokkinn. í grein eftir William Hague, sem birtist í Daily Telegraph í gær, seg- ir: „Ferli þetta er nú orðið afar venjubundið [...] Á þriggja mánaða fresti lýsir forsætisráðherrann því yfir í mikilli ræðu að örlög álfunnar liggi í sambandsríki Evrópu sem eigi sér sameiginlega mynt [...] Næstu þremur mánuðum er svo eytt í að draga [yfirlýsingar] tii baka og svara með gagnásökun- um.“ Blair vék að grein Hagues í ræðu sinni og sagði að íhaldsflokkurinn styddi „öfgafulla" and-Evrópu- stefnu sem myndi skaða hagsmuni Bretlands. I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.