Morgunblaðið - 28.07.1999, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 28.07.1999, Blaðsíða 56
Drögum næst 10. ágúst HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS vænlegast til vinnings Heimavörn MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181 PÓSTHÓLF3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 MIÐVIKUDAGUR 28. JÚLÍ 1999 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK í * Olíudreifíng ehf. eykur umsvifin á Akureyri Tankar fluttir norður á pramma LAGT var af stað með tvo olíu- tanka frá Reykjavík til Akureyrar í gær, en tankarnir, sem eru í eigu Olíudreifingar ehf., vega saman- lagt um 320 tonn og eru 15 metra háir og 25 metrar í þvermál, að ■^pögn Harðar Gunnarssonar, for- stöðumanns dreifíngarsviðs. Þurfti að sjóða þá fasta við pramma áður en lagt var af stað, þar sem þeir taka á sig mikinn vind. Að sögn Harðar er það vanda- samt verk að flytja tanka af þess- ari stærðargráðu og því þurfti að bíða eftir rétta veðrinu áður en lagt var af stað, þar sem pramm- inn þolir ekki mikinn öldugang. Stapafell, eitt af skipum Olíudreif- ingar, dregur prammann og er ' •Sætlað að tankarnir verði komnir til Akureyrar á morgun. Hörður sagði að fyrirtækið væri að stækka við sig á Akureyri og reisa nýja stöð úti í Krossa- nesi, en tankarnir tveir verða fluttir þangað sem og þeir 6-7 tankar, sem nú eru á svokallaðri Oddeyrarstöð fyrirtækisins. Hann sagði að tankamir, sem nú væru á leiðinni norður, gætu tekið um 6 milljónir lítra af olíu og væru hin- ir stærstu sem fluttir hefðu verið sjóleiðina, og mun stærri en þeir tankar sem nú væru á Oddeyrar- stöðinni. Morgunblaðið/Golli STAPAFELL, skip Olíudreifingar ehf., dregur tvo oliutanka, sem vega samtals um 320 tonn, frá Reykjavík til Akureyrar. Neikvæð af- staða til versl- unar á Netinu FREMUR neikvæð afstaða er meðal almennings hérlendis til verslunar á Netinu en slík við- skipti hafa þó aukist um meira en helming á einu ári, samkvæmt ný- legri könnun Gallup. Samkvæmt henni segja 59% þeirra sem svara að það höfði lítið til sín að versla á Netinu en einungis 27% segja að það henti sér vel. Fjöldi þeirra, sem segjast hafa keypt vörur eða þjónustu á Netinu, hefur engu að síður aukist úr 9%, af þeim sem svöruðu í könnun í aprfl á síðasta ári, í 23% í apríl í ár. Otrygg viðskipti á Netinu hing- að til hafa verið nefnd sem ein skýring þess að netverslun hefur ekki meiri útbreiðslu hér á landi en raun ber vitni. A síðustu ámm hafa kortasvik vaxið gríðarlega í takt við fjölgun notenda Netsins. Greiðslukortafyrirtækin hafa orðið óþyrmilega vör við þessa þróun en í flestum tilfellum verða verslanir að taka á sig skakkaföll sem kort- hafar verða fyrir vegna svika í net- viðskiptum. Til dæmis hefur bak- færslum hjá Visa Island vegna við- skipta á Netinu fjölgað úr 839 á ár- inu 1997, í 3.645 í fyrra. Bundnar era vonir við að nýir öryggisstaðl- ar muni leysa þessi vandamál. Einnig hefur verið rætt um að til að örva viðskipti á Netinu þurfi að bjóða upp á fleiri greiðslu- möguleika en hingað til hefur ver- ið raunin. Samkvæmt upplýsing- um frá bönkum og sparisjóðum er stefnt að því að opna fyrir við- skipti með debetkort á Netinu þegar sýnt þykir að öryggi í slík- um viðskiptum sé orðið fullnægj- andi. Sama máli gegnir um aðra hugsanlega greiðslumiðla. I Breytingar/28 Kvikmyndatökubúnaður Islensku kvikmyndasamsteypunnar ehf. ♦♦♦ Hafin rækt- un sand- hverfu hér á landi RÆKTUN á sandhverfu er hafin í fiskeldisstöðinni Eyraeldi í Tálkna- firði og er það í fyrsta skipti sem það er gert í atvinnuskyni hér á landi. Fyrr í mánuðinum voru flutt inn frjóvguð hrogn sem þegar hafa klak- ist út. Afar góður markaður er talinn fyrir sandhverfu á erlendum fisk- mörkuðum. Sandhverfu er safnað í tilrauna- stöð Hafrannsóknastofnunar í Gr- indavík en Skúli Guðbjarnarson, sér- fræðingur Eyraeldis í sandhverfu- rækt, telur enn ekki unnt að byggja eldi á hrognum þaðan. Stefnir hann að því að koma upp eigin klakstofni. Eyraeldi fékk undanþágu frá inn- flutningsbanni gegn því að fylgt væri afar ströngum heilbrigðiskröfum og flutti til landsins frjóvguð hrogn fyrr í mánuðinum. Klakið gekk þokkalega að sögn Skúla en endanlegur árang- ur kemur ekki í Ijós fyrr en í lok næsta mánaðar þegar seiðin hafa myndbreyst og roðið þykknað. Skúli vonast til þess að tilraunin sýni að hægt sé að klekja út sandhverfuseið- um og koma þeim á legg í þessari stöð. Er talinn vera angi af víðtækri svikastarfsemi UPPLÝST hefur verið að kvik- myndatökubúnaði sem íslenska kvikmyndasamsteypan ehf. taldi sig leigja hollenskum manni 11. júlí sl. • “Ws;ar stolið. Þrír hollenskir menn sitja í fangelsi í Bretlandi vegna víð- tæks svikamáis, sem talið er snerta fjölmörg evrópsk fyrirtæki í kvik- myndaiðnaði, og hafa þeir viður- kennt stuldinn. Að sögn Hrannar Kristinsdóttur, framkvæmdastjóra íslensku kvikmyndasamsteypunnar ehf., hafði breskt fyrirtæki, Broad- cast Services, samband við fyrir- tækið í gærdag og lét vita um upp- ljóstrun svikamálsins. Hafði breska fyrirtækið, ásamt öðram sem orðið höfðu fyrir tjóni af völdum svikar- anna, staðið að rannsókn á skipu- ’ "Wjgðum þjófnaði á kvikmyndatöku- búnaði frá leigufyrirtækjum víðs vegar um Evrópu, m.a. í Stóra- Bretlandi, Þýskalandi, Frakklandi, Belgíu, Hollandi og á Irlandi. Leigufyrirtækin höfðu tekið sig saman og náð þannig að þrengja að þjófunum í samvinnu við lögregluyf- . irvöld. Breska lögreglan hafði síðan hendur í hári þjófanna í Manchester 22. júlí sl. er þeir gerðu tilraun til að stela útbúnaði frá bresku leigufyrir- tæki. Við yfirheyrslur gengust Hollend- ingamir þrír við margvíslegum glæpum og þar á meðal stuldi á kvik- myndatökubúnaði frá íslensku fyrir- tæki. „Breska fyrirtækið sendi fjór- um fyrirtækjum á Islandi upplýsing- ar um málið þar sem þeir vissu ekki um hvaða fyrirtæki var að ræða. Eg er búin að hafa samband við mann hjá breska fyrirtækinu og bresku lögregluna og höfum við sent þeim tilheyrandi gögn um búnaðinn. Is- lenska lögreglan er líka búin að setja sig í samband við þá bresku," sagði Hrönn. Olfldegt er talið að kvikmynda- tökubúnaðurinn, sem var tryggður, komi í leitimar. Hrönn segir þó huggun í því að vita að íslenska kvikmyndasamsteypan ehf. hafi ekki verið eina fyrirtætóð sem bitið hafi á agnið. „Við höfum verið að naga okk- ur í handarbökin en þama virðist hafa verið sannkallað fagfólk á ferð. Við voram ektó þau einu sem vora plötuð." s Is deilt með ÞESSIR ungu ferðalangar spók- uðu sig á Ráðhústorginu á Akur- eyri í góða veðrinu í gærdag; mamma hafði verið svo væn að gefa þeim ís. Litli guttinn var ekkert að tvínóna við hlutina Morgunblaðið/Árni Sæberg besta vininum þegar hann kom auga á þyrstan hundinn og bauð honum að sleikja af ís sínum - sem fer- fætlingurinn þáði með þökkum. Svo hélt sá stutti bara áfram að borða ísinn sinn. Mikil eftirspurn Hugmynd stjórnenda Eyraeldis er að sérhæfa stöðina til framleiðslu sandhverfuseiða, framleiða nokkur hundruð þúsund seiði á ári, og selja öðrum til matfiskeldis. Jafnframt er í athugun að hefja tilraunir með mat- fiskeldi á sandhverfu í Tálknafirði, með ódýrri aðferð sem bygg-ist á aðstæðum þar. Mitól eftirspurn er eftir sand- hverfu á erlendum fiskmörkuðum og verðið hátt. Segir Skúli að markaðs- menn telji að fyrirvaralaust megi tvöfalda framboðið án þess að það hafi áhrif á verðið. Verðið er mis- munandi eftir stærð, gæðum og árs- tíðum en liggur á bilinu 700 til 1.200 krónur fyrir kílóið. ■ Langþráður draumur/C3 Báðir flug- menn látnir BJÖRGUNARMENN fundu klukk- an 18.42 í gærkvöldi flak Beach Bar- on-flugvélarinnar sem leitað hefur verið frá því á mánudag. Báðir flug- menn vélarinnar voru látnir þegar vélin fannst. Flak flugvélarinnar fannst um þrjá kílómetra suðaustur af Kulusuk í Grænlandi. Vélin lagði af stað frá Reykjavík- urflugvelli til Grænlands um klukkan tiu á mánudagsmorgun, með tvo er- lenda menn innanborðs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.