Morgunblaðið - 28.07.1999, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 28. JÚLÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Framkvæmdastjóri MK-flugfélagsins ræðir við ráðherra um Bandaríkjaflug
Bíður enn samþykkis
íslenskra sljórnvalda
legar ferðir að ræða. Einnig er ætlunin að flytja
eftir þörfum frakt frá Evrópu til Islands. Nota á
DC-8 þotur til flugsins sem taka um 40 tonn af
frakt.
Að mati Ingimars er engin augljós ástæða
fyrir drætti málsins hjá yfirvöldum og segir
hann undarlegt að félaginu skuli ekki hafa verið
veitt heimild til flugsins fyrir mörgum mánuð-
um. Öll leyfi séu fyrir hendi, félagið stundi nú
fraktflug í öllum heimshornum en Bandaríkin
séu eina landið sem það megi ekki fljúga til
vegna þess eins að Samþykki vanti frá íslensk-
um yfirvöldum. Hann segir undarlegt af yfir-
völdum að veita ekki samþykki 'sitt íýrir flugi
sem þessu á sama tíma og þau hafi uppi þá
stefnu að vilja auka umsvif flugs um Keflavíkur-
flugvöll.
Verði MK-flugfélaginu veitt leyfí til umrædds
fraktflugs verða tvær DC-8 þotur þess skráðar
á Islandi.
MK-flugfélagið hefur enn ekki fengið tilnefn-
ingu íslenskra samgönguyfirvalda til fraktflugs
milli Islands og Bandaríkjanna sem það sótti
um fyrir rúmu ári. Ingimar Haukur Ingimars-
son, fi-amkvæmdastjóri félagsins, ræddi nýlega
við samgönguráðherra og utanríkisráðherra
vegna málsins og segir hann að málið sé nú í at-
hugun hjá samgönguráðuneytinu.
Bandarísk stjórnvöld gerðu íslenskum
stjórnvöldum tilboð um að gagnkvæmt flug
milli landanna yrðu heimilað þeim flugfélögum,
sem hafi fullgilt flugrekstrarleyfi í hvoru land-
inu sem er. Ingimar segist hafa fengið staðfest í
Bandaríkjunum að MK-flugfélagið uppfylli
tæknilega öll skilyrði. Aðeins væri eftir að fá
tilnefningu íslenskra samgönguyfirvalda til að
flugið mætti hefjast eins og áður hefur komið
fram í Morgunblaðinu. Minnti Ingimar enn-
fremur á bréf Flugmálastjórnar frá 2. septem-
ber 1998 til samgönguráðuneytisins þar sem
segir að Flugmálastjórn sjái því ekkert til fyrir-
stöðu að flugfélaginu verði veitt heimild til að
stunda fraktflug milli íslands og Bandaríkja
Norður-Ameríku. Þetta atriði hefur utanríkis-
ráðuneytið ekki viljað fallast á og hefur í bréfí
til MK-flugfélagsins greint frá að samkvæmt
upplýsingum þess frá bandaríska samgöngu-
ráðuneytinu liggi ekki fyrir nein fyrirheit þess
um leyfisveitingu að fenginni tilnefningu ís-
lenskra yfirvalda.
Daglegar ferðir fyrirhugaðar
Ingimar H. Ingimarsson segir MK-flugfélag-
ið hafa verkefni í fraktflugi frá austurströnd
Bandaríkjanna til vesturstrandar Afríku. Um sé
að ræða flutning á um 200 tonnum vikulega fyr-
ir ýmis flugfélög og hugmyndin sé að hafa við-
komu á Islandi og taka t.d. fisk héðan til Banda-
ríkjanna. Segir hann íslenska fiskútflytjendur
tilbúna að skipta við félagið enda verði um dag-
Gildistöku
laga um sjálf-
virkan sleppi-
búnað flýtt
Samgönguráðuneytið hefur flýtt
gfldistöku laga um sjálfvirkan
sleppibúnað björgunarbáta í skip.
Upphaflega stóð til að lögin tækju
gildi 1. janúar árið 2000 en því var
flýtt til 1. september.
Útgerðarmenn áhugalitlir
Á blaðamannafundi sem sam-
gönguráðhen-a hélt í gær kom fram
að útgerðarmenn hafa ekki sýnt
þessu máli nægjanlegan áhuga og
lítið hefur verið pantað af sjálfvirk-
um sleppibúnaði hjá framleiðendum
undanfarin misseri þrátt fyrir að
það sé áætlað að 450-500 skip í ís-
lenska flotanum standist ekki þær
kröfur sem hin nýja reglugerð setur.
Tvö fyrirtæki sem framleiða bún-
aðinn hafa fengið vottun frá Iðn-
tæknistofnun um að hann standist
kröfur siglingastofnunar. Fyrirtæk-
in eru Varðeldur og Vélaverkstæðið
Þór, sem framleiðir hinn svokallaða
Sigmundarbúnað. Ekki er talið
langt í það að þriðja fyrirtækið, 01-
sen, fái vottun.
The Economist um notkun efnarafala
Island vetnis-
knúið þjóðfelag?
FJALLAÐ er um áform íslend-
inga um að koma á vetnisknúnu
hagkerfi í nýjasta hefti tímarits-
ins The Economist. Segir þar að
á Islandi megi í framtíðinni sjá
dæmi um þau margháttuðu áhrif
sem notkun efnarafala við orku-
framleiðslu geti haft.
í grein The Economist kemur
fram að efnarafalar framleiði
orku úr vetni án nokkurrar
mengunar. Mun þessi tækni hafa
verið þekkt í um 150 ár, en það
er þó fyrst nú sem fyrirtæki á
sviði bíla-, olíu- og orkufram-
leiðslu eru að vakna til vitundar
um það gagn sem hafa má af
henni. Eru leiddar að því líkur í
greininni að það fjármagn sem
fyrirtækin leggi í að þróa tækn-
ina frekar muni skila þeim ár-
angri að efnarafalar muni innan
fárra ára hafa leyst af hólmi
orkuver og bíla sem brenna aðal-
lega kolum, olíu og gasi.
ísland framtíðarinnar
vetnisknúið
Að mati The Economist er Is-
land lýsandi dæmi um þá þjóðfé-
lagsmynd sem notkun efnarafala
mun leiða af sér í framtíðinni.
Segir í greininni að íslenskir bíl-
ar séu enn knúnir bensíni og
dísilolíu, enda þótt hita- og raf-
orkuframleiðsla í landinu valdi
engri mengun, og því megi
stundum sjá mengunarský á
annars tærum heimskautahimn-
inum yfir Reykjavík. Gegn þessu
mun Bragi Árnason, prófessor
við Háskóla íslands, hafa barist
og fékk hann vilja sínum fram-
gengt fyrr á þessu ári er ríkis-
stjórn Islands lýsti því yfir að
stefnt skyldi að því að koma á í
landinu fyrsta vetnisknúna hag-
kerfi heims.
Þessi yfirlýsing fékk, að sögn
The Economist, Shell, Daim-
lerChrysler og Norsk Hydro til
að taka upp samstarf við íslenska
aðila um að koma vetnisknúnum
strætisvögnum á íslenskar götur
síðar á þessu ári og hefur tíma-
ritið eftir Braga að íslendingar
muni innan skamms nota efn-
arafala til að knýja allan bíla- og
fiskiskipaflota sinn.
Fleira vakir fyrir ofannefndum
fyrirtækjum en þróun efnarafals-
ins. Þannig hefur The Economist
eftir Philip Mok, sem stýrir inn-
reið Daimler á Islandi, að bíla-
framleiðendur vilji líka læra að
starfa með olíufyrirtækjum.
Valgerður Hjaltested
Drukkið úr heita pottinum
ÞESSI hestur virðist ekki hafa fengið nóg drykkj-
arvatn úr lækjum og vötnum þrátt fyrir vætutíðina
á Suðurlandi að undanförnu og brá því á það ráð að
fá sér sopa úr heita pottinum á Minna-Hofi í Gnúp-
verjahreppi. Kippti hann sér ekkert upp við það að
í pottinum var ekki bara vatn heldur einnig fólk. Er
raunar ekki að sjá að pottverjar geri mikið veður
heldur út af þessari óvæntu heimsókn.
Milljónasti viðskiptavinurinn um Hvalfjarðargöng í gærmorgun
Fékk 40 ferða veg-
lykil og fleiri gjafír
MILLJÓNASTI viðskiptavinur Hvalíjarðarganga
Spalar fór í gegn á norðurleið klukkan 10.10 í
gærmorgun. Þar var á ferð Guðný Húnbogadóttir
úr Keflavík ásamt tvíburum sínum Herði og
Kjartani Þórðarsonum, sem hugðust drífa sig í
sólina á Norðurlandi og enda á Halló Akureyri.
Fulltrúar Spalar tóku á móti Guðnýju og færðu
henni að gjöf stein úr iðrum jarðar með áletrun
um atburðinn, blómakörfu og síðan 40 ferða
veglykil. Guðný hafði á orði að þetta væri í fjórða
sinn sem hún færi um göngin frá því þau voru
opnuð 11. júlí í fyrra.
Spalarmenn bjuggust við milljónasta viðskipta-
vininum strax uppúr klukkan níu í gær en
nokkru minni umferð var þá en þeir höfðu reikn-
að með. Hann gat að sjálfsögðu komið úr hvorri
áttinni sem var. Framkvæmdastjóri Spalar, Stef-
án Reynir Kristinsson, sat við teljarann á skrif-
stofunni á Akranesi og fylgdist með og gaf merki
í gjaldskýlið þegar milljónasti bíllinn rann þar
Morgunblaðið/Halldór
GUÐNÝ Húnbogadóttir er hér með fulltrúum Spal-
ar, þeim Gísla Gíslasyni stjórnarformanni og Mar-
inó Tryggvasyni.
upp að. Tóku þá Gísli Gíslason, stjórnarformaður
Spalar, og Marinó Tryggvason, starfsmaður, á
móti milljónasta viðskiptavininum með fyrr-
greindum hætti.