Morgunblaðið - 07.08.1999, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 07.08.1999, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 1999 9 Islendingar stríðsglæpi FRETTIR rannsaka í Kosovo SÉRFRÆÐINGAR á vegum ríkis- lögreglustjóra héldu til Kosovo í Júgóslavíu sl. sunnudag til að rann- saka stríðsglæpi sem framdir hafa verið í héraðinu. Þrír fulltrúar svo- kallaðrar ID-kennslaburðarnefndar munu starfa á yfirráðasvæði banda- rískra friðargæsluliða í suðaustur- hluta Kosovo í samvinnu við hóp sérfræðinga frá Austurríki. Búist er við að starfi þeirra ljúki um miðj- an ágúst. Stríðsglæparannsóknin er undir stjórn Stríðsglæpadómstóls Sam- einuðu þjóðanna í málum tengdum fyrrverandi Júgóslavíu. Hinn 21. júní sl. barst ríkislög- reglustjóra erindi framkvæmda- stjóra Interpol þar sem farið var fram á aðstoð íslenskra sérfræð- inga við að bera kennsl á látna í tengslum við rannsóknir á stríðs- glæpum í Kosovo. Þau sönnunar- gögn sem safnast við rannsóknina verða lögð fyrir Stríðsglæpadóm- stólinn og notuð til að renna stoð- um undir vitnisburð albanskra flóttamanna frá Kosovo um meinta stríðsglæpi Serba í hérað- inu. Helstu sérfræðingar íslendinga á þessu sviði sitja í ID-nefndinni og höfðu þeir skömmu áður sótt undir- búningsfundi vegna þessa verkefnis í Brussel og Osló. Eftir að ríkislög- reglustjóri hafði borið upp erindi Interpol við Sólveigu Pétursdóttur dómsmálaráðherra var málið tekið fyi-ir á ríkisstjórnarfundi. Auk rík- islögreglustjóra komu dómsmála- og utanríkisráðuneytið að undh’- búningi verkefnisins. Að sögn Guðmundar Guðjóns- sonar, yfirlögregluþjóns hjá ríkis- lögreglustjóra, er ekki að vænta frekari upplýsinga frá íslenskum stjórnvöldum að svo stöddu, þar sem verkefnið er undir stjórn stríðsglæpadómstólsins í Haag. Kennslanefndin að störfum í 11 ár Islenska ID-nefndin var stofnuð 6. september 1988 og meginverk- efni hennar er að leitast við að bera kennsl á menn, einkum þegar marg- h- hafa týnt lífi í slysi eða óþekkt lík eða líkamsleifar finnast. Nefndina skipar lögreglumaður af almennu sviði, sem jafnframt er formaður, rannsóknarlögreglumaður af tækni- sviði, réttarlæknir og réttartann- læknh’. Fyrir hvern aðalmann eru tveir varamenn. Guðmundur veitir nefndinni nú forstöðu. Að sögn Guðmundar eru rann- sóknarstörf nefndarmanna fólgin í að safna upplýsingum og öðrum gögnum, rannsaka vettvang og lík. Er borin hafa verið kennsl á lík er það skráð í þar til gerða skýrslu og greint frá því á hvaða atriðum þau kennsl byggja. Árið 1998 komu fjögur mál til kasta nefndarinnar. Á þessu ári hafa sex mál verið tekin fyrir hjá ID-nefndinni en fjögur þeirra lutu að erlendum ferðamönnum. Á þeim áratug sem liðinn er frá stofnun ID-nefndarinnar hér á landi hefur á þriðja tug mála komið til kasta hennar, og hefur nefndin getað leyst þau í langflestum tilvikum, að sögn Guðmundar. Doktorspróf í hagfræði HANNES Jóhannsson varði dokt- orsritgerð sína í hagfræði við Colorado State University í febrúar síðastliðnum. Sérgreinar Hannesar eru vinnu- markaðshagfræði (labor economics) og hagrannsóknir (econometrics). Titill doktorsritgerðarinnar er „The Impact of Immigration on Low-Sk- illed Natives". f ritgerðinni fjallar Hannes um hver áhrif innflytj- enda til Bandaríkj- anna voru á laun, atvinnuleysi og þátttöku á vinnu- markaði á tímabil- inu 1994-1997. Rannsóknirnar ná Jóhannsson iTir helstu innflytj- endaborgir Band- ríkjanna. Fyrst voru rannsökuð áhrifin á 70 stærstu borgir og niður- stöður úr þeim síðan bornar saman við áhrifin á 25 helstu innflytjenda- borgir. Með þessu móti var hægt að kanna áhrif aukins hlutfalls innflytj- enda innan borganna á laun, at- vinnuleysi og þátttöku á vinnumark- aði. Niðurstöður rannsóknanna eru í samræmi við niðurstöður iyrri rann- sókna á þessu sviði að því leyti að áhrif innflytjenda á laun og atvinnu- leysi Bandaríkjamanna eru tak- mörkuð. Rannsóknir Hannesar ganga þó lengra með því að kanna áhrifin á þátttöku á vinnumarkaði. Ein helsta niðurstaða rannsóknanna leiðir í ljós að innflytjendur hafa mjög neikvæð áhrif á þátttöku heimamanna á vinnumarkaði og eru áhrifin meiri eftir því sem hlutfall innflytjenda eykst. Niðurstaðan skýrir að hluta til orsakir þess hversu lítil mælanleg áhrif hafa fundist á laun og atvinnuleysi Bandaríkjamanna vegna innflytj- enda. Hannes fæddist í Reykjavík árið 1964. Hann Iauk stúdentsprófi frá Verzlunarskóla íslands, nam hag- fræði við University of California - Santa Barbara og lauk þaðan BA- gráðu og síðan mastersgráðu árið 1993. Eiginkona Hannesar er Beth Marie Moore kennari og foreldrar hans Sigríður Vilhjálmsdóttir og Jó- hann Þórir Jónsson, fyrrverandi rit- stjóri Tímaritsins Skákar. Hannes mun hefja kennslu og rannsóknar- störf við University of Nebraska í haust. Nú brosum við í sólinni og lækkum útsöluvörurnar enn meira Opið tii kl. 15 í dag Eddufelli 2 - sími 557 1730. Opið mán.—fös. frá kl. 10—18, lau. 10—15. Opið til kl. 17 í dag ntífc 43tofnnð J9T4- munít Langur laugardagur / Urval góðra gripa Antíkmunir, Klapparstíg 40, sími 552 7977. VICTORIA-ANTIK \nlik og gjafavörur. Sígiltlar vörur. Kynslóð eftir kynslóð. Antik er fjárfesting * \ntik er lífsstíll. Fjölbreytt vöruúrvai. Næg bOastæði á baklóð. Opið mán.-fös. frá kl. 10-18, lau. 11-17 og sun. 13-17. VICTORIA-ANTIK Grensásvegi 14 sími: 568 6076 F Utsala • • • mkm 20-70% við Óðinstorg 101 Reykjavik afsláttur sími 552 5177 Fréttir á Netinu ^mbl.is Reuters KANADISKIR sérfræðingar rannsaka meintan stríðsglæpavettvang í Vlastica, 50 km frá Pristína, héraðshöfuðborg Kosovo. Þrír íslenskir sérfræðingar eru nú staddir í Kosovo til að aðstoða við rannsókn Stríðsglæpadómstéls Sameinuðu þjóðanna á meintum stríðsglæpum í héraðinu. 9* Antifchúsgögn GIU, Kjalarnesi, s. 566 8965 Vönduð gömul dönsk húsgögn og antikhúsgögn. Ath. einungis ekta gamlir hlutir. Úrval borðstofuhúsgagna. Opið lau.-sun. kl. 15.00-18.00 og þri.- og fimkvöld kl. 20.30-22.30, eða eftir nánara samkomulagi í síma 892 3041, Ólafur. Verðhrun hjá Hrafnhildi Utsölunni lýkur á morgun, sunnudag Opið í dag frá kl. 10.00—15.00. Á morgun, sunnudag, frá kl. 13.00—17.00. hj&QýGnfithiMi Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið lausardaginn 7. ágúst kl. 10-14 SKÚUERSLUN KÓPflUOGS HAMRAB0RC 3 • SÍMI S54 1754 Útsalan hafin fjöldi frábærra tilboða BALLY ecco
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.